Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 15
V1SIR . Laugardagur 7. sept. 1963.
15
Peggy Gaddis:
17
Kvenlæknirinn
Hann starði á hana andartak og
spurði svo:
— Þekkið þér hann?
— Það munaði eitt sinn mjóu,
að — ég giftist honum, svaraði
hún hreinskilnislega.
— Þar sluppuð þér vel, sagði
hann þurrlega og svo spurði hann
af nokkurri forvitni:
— Og hvers vegna varð ekkert
úr því áformi?
— Afi minn hafði kostað mig
til náms allt frá bernsku þar til
ég var orðin iæknir, í þeirri von,
að ég tæki við af honum, þegar
hann vœri orðinn of gamall og
þreyttur til þess að halda áfram,
svaraði hún jafn hreinskilnislega
og áður.
Nichols læknir horfði á hana
hvasslega.
— Þér ættuð að vera þessum
afa yðar af hjarta þakklátar, því
að vegna þess að hann treysti á
yður og þér brugðuzt honum ekki,
hafið þér alveg vafalaust komizt
hjá miklum vonbrigðum, unga
kona. Farley og þér, nei, það hefði
ekki farið vei! Þið hefðuð ekki
getað átt samleið. Hann er — að
líkindum — mjög hæfur læknir,
hækkandi stjama, eins og menn
taka stundum til orða nú, en ég
hef ógeð á slíkum sem honum,
i lækum og annarra stétta mönnum,
isem setja sér það að höfuðmarki
aS raka saman fé — hafa meiri
áhuga fyrir því en að lina þján-
ingar meðbræðra sinna og systra.
Hann þagnaði sem snöggvast og
I sagði svo:
— Og hvert er yðar mesta
metnaðarmál, unga kona?
— Mesta metnaðarmál mitt sem
læknir er að River Gap verði bær,
þar sem fólk geti búið við góða
heilsu og verið hamingjusamt, að
verða eins góður Jæknir og afi
minn var, og auðnast að ávinna
mér ást og traust fólks eins og
honum tókst.
Nichols kinkaði kolli eins og
svarið væri honum að skapi.
— Og það er kannski þess
vegna, að þetta er yðar metnaðar-
mál, að ég er enn sannfærðari um
það en áður, að það var heppilegt,
að það varð ekkert úr þessu hjá
ykkur, Farley og yður.
Það brá fyrir glampa í augum
Meredith.
— Ég er líka sannfærð um það,
en af annarri ástæðu.
— Annar kom í spilið — það
var svo sem auðvdtað.
— Sjúklingur, fyrrverandi sjúk-
lingur — það er gott tækifæri til
þess að kynnast öðrum niður í
kjöiinn, ef maður stundar þá í
veikindum þeirra, hjálpar þeim yf-
ir örðugasta hjalla. Eruð þér ekki
sammála mér, Nichols læknir?
Augnaráð Nichols læknis bar
næstum ástúð vitni, er hann svar-
aði:
— Já, unga kona, ég er yður
sammála.
Eftir nokkra þögn spurði hún:
— Hvað áttuð þér við með því,
að hið opinbera sæi fyrir öllu, ef
fólk eins og Marthy frænka þyrfti
að leggjast inn í sjúkrahús til upp-
skurðar?
— Þegar fyllt hefur verið um-
sóknareyðublað af velferðarráði
héraðsins, sem sjúklingurinn á
heima í, og af lækni hans, og hann
hefur ekki efni á að greiða sjúkra-
húslegu og uppskurð, ber að sjá
fyrir því, að’ sjúklingurinn sé lagð-
ur í næsta sjúkrahús, þar sem unnt
er að veita honum þá aðhlynningu
og Iækningu, sem hann þarfnast.
Ég er hér að, tala um krabbameins-
sjúklinga. Ríkið borgar brúsanp.
Landssambandið til þaráttu gegn
krabbameininu á hér hlut að. Viss-
uð þér ekki um þetta?
— Það er svo, Nichols lækpir,
þar sem ég starfa, að það kemur
varla fyrir, að sjúklingar með
krabbamein kveðji til lækni fyrr
en sjúkdómurinn hefur grafið svo
um sig, að hið eina sem kemur til
greina er að lina kvalir þeirra.
— Það er sannarlega kominn
tími til, að stofnuð verði deild
innan landssambandsins til barátt-
unni gegn krabbameininu í bæ yð-
ar. Það þarf að koma þar upp
stofnun eða sjúkrahúsdeild, og það
verður að fræða fólk um hættuna
og brýna fyrir því að koma til
skoðunar í tæka tíð. Sannleikur-
inn er sá, að í mörgum tilfellum
er hægt að Iækna sjúklinginn, ef
hann aðeins kemst í réttar hendur
nógu snemma. Og ég skal láta yð-
ur allar upplýsingar í té og með-
mæli til réttra aðila, sem munu
rétta yður hjálparhönd, og þeim,
sem kynnu að vilja styrkja yður
— þegar við höfum reynt að hjálpa
Marthy frænku.
Hann stóð upp og geispaði.
— Klukkan er farin að ganga
ellefu, og ég er vanur að hátta
klukkan tíu. Þér afsakið hrein-
skilni mína, en þér þurfið líka að
fá góðan nætursvefn. Og nú skul-
uð þér því halda til gistihúss yðar,
barnið gott, og fara beint í hátt-
inn.
Hann hringdi eftir leigubíl handa
henni og fylgdi henni alla leið að
bílnum ,og þegar bíllinn var kom-
inn af stað og hún leit um öxl,
sá hún að hann stóð enn í sömu
sporum á gangstéttinni og horfði á
eftir henni.
Hann minnti hana mjög á Jón-
atan, — ekki vegna þess, að hann
rauk upp, skammaðist og nöldraði,
heldur vegna þess, að hún hafði
á tilfinningunni , að hjartalag
beggja væri hið sama — að þeim
var vel við aila menn og vildu
öllum hjálpa ,og hörmuðu van-
kunnáttu, fáfræði, hleypidóma, þótt
skapferlið væri ólíkt. Jónatan átti
raunar einnig til að láta í ljós
óþolinmæði og gremju yfir slíku,
þótt með öðrum hætti væri. Báðir
töluðu eins og þeim bjó f brjósti,
létu það fjúka, sem í hugann kom
og hún minntist þess af hve mik-
illi hreinskilni Nichols lét í ljós
álit sitt á þeim Sykes og Evan.
Vafalaust myndu þeir verða góðir
vinir Jónatan og Nichols, ef þeir
ættu eftir að kynnast.
Hún var mjög þreytt, þegar hún
kom í gistihúsið. Henni létti við að
sjá, að Marthy frænka svaf vært.
Hún stóð um stund og horfði á
gömlu konuna sofandi, góðjega en
þreytulega á svip, en Meredith var
ekki án beygs um hvað morgun-
dagurinn bæri í skauti sínu. Hún
gerði sér vitanlega Ijóst, að mein
gömlu konunnar var svo ilikynjað,
að það mundi verða banamein henn
ar, ef ekkert væri að gert, og einn
ig, að uppskurður, þótt hún lifði
hann af, væri engin trygging fyrir,
að hún ætti eftir að lifa þjáningar
lausu lífi það, sem: hwn .kynni að
eiga eftir ólifað. Og loks, að hér
var um áhættu að ræða, sem hvaða
Iæknir sem væri yrði að taka. Á
hverjum degi urðu læknar að taka
á sig slíka ábyrgð og í 90 tilfellum
af 100 fór allt svo vel, sem búast
mátti við. Og Meredith bað þess
af öllu hjarta, að sú yrði reyndin
að því er Marthy frænku varðaði,
en henni gekk erfiðlega að sofna.
Áhyggjurnar lágu á henni eins og
mara.
Marthy frænka vaknaði næsta
morgun vel hvíld og hress í skapi
vegna þess, að hún vissi, að nú
átti að aðhafast eitthvað. Nú mundi
hún, sagði hún losna við „þennan
klump úr brjóstinu", sem hafði
valdið henni svo miklum þjáning
um og kvíða. Og nú var hún alveg
ókvíðin og þegar Meredith spurði
hana einhvers í þá átt svaraði
gamla konan:
— Hví skyldi ég vera það með
þig mér við hiið til þess að hafa
gát á öllu. Ég kvíði ekki meira fyr
ir en ef það ætti að fara að taka
úr mér tönn.
Og það var næstum sakleysisleg
undrun í svip hennar yfir að Merry
skyldi spyrja um það hvort hún
væri hrædd.
Þetta var mjög snerpma morguns
en Marthy frænka var vön að fara
á fætur við fyrsta hanagal.
Meredkh lét færa sér morgun-
mat. Marthy fnænka rnátti vitan-
lega einskis neyta og gekk Mere-
dith dálítið erfiðlega að koma henni
í skilning um hvers vegna.
Marthy frænka lét í ljós ósk um
það, að fá að líta inn í þinghús-
bygginguna í leiðinni og lét Mere-
dith það eftir henni, þar sem tími
var til þess að hafa þar nokkurra
vikna viðdvöl, en svo var hitt,
hvort þær fengju að fara þar inn
svo snemma dags. Þær voru svo
heppnar, að gæzlumaður bygging-
arinnar var á stjái, og er Mere-
dith hafði skýrt fyrir honum hvern
ig í öllu lá, lofaði hann þeim góð-
fúslega að gægjast inn í þingsal-
inn.
— Það hlýtur aldeilis að vera
verk, að þvo öll þess gólf og bóna,
sagði Marthy frænka, og halda
gluggunum hreinum, herra trúr, —
gæti ég annars fengið að gægjast
inn í skrifstofu ríkisstjórans, — ég
greiddi honum atkvæði seinast?
Og þetta hafðist fram líka — og
svo hraðaði Meredith sér með hana
f leigubílinn, sem hún hafði látið
bíða meðan þær skruppu inn.
— Þetta var bara reglulega
skemmtilegt, sagði Marthy frænka.
Ég hefi ekki skemmt mér lengi
svona vel. Og hvað það er fallegt
af þér Merry, að hafa svona mikið
fyrir gamalli fjallasveitar kerlingu.
— Fjallasveitar kerlingu! Láttu
ekki nokkurn mann heyra þetta.
Þú og þínir líkir eruð salt jarðar
— það var fólk eins og þið, sem
kom til að nema þetta land, og
landið þarf enn á ykkur að halda.
Fyrir ykkar starf og trúfestí verð-
ur það betra og byggilegra land.
— Ég held nú að allt muni ganga
vel fyrir blessuðu landinu, sagði
Marthy frænka, þótt mikið sé nú
til af alls konar bófum og-vondum
mönnum, sem bara hugsa->um eigin
hag, en það hefir nú alltaf verið
svona, að góður guð hefir haldið
verndarhendi sinni yfir þvf. Hann
lét okkur fá Abe Lincoln og hann
lætur okkur fá aðra slíka, þegar
landið þarf á þeim að halda.
— Það er víst satt, sagði Mere-
dith og var snortin af trausti og
einlægni gömlu konunnar, sem hún
vissi, að vart gat heitið læs og
skrifandi. Og hún dáðist að hvað
hún talaði blátt áfram um þetta,
eins ok ekki vottaði í huga hennar
fyrir áhyggjum út af þvf, sem und-
an var.
Þær komu til sjúkrahússins á
slaginu klukkan átta. Hjúkrunar-
konan í móttökuherberginu brosti
til þeirra og sagði:
— Sjúklingur Nichols læknis,
geri ég ráð fyrir? Allt er tilbúið.
önnur hjúkrunarkona kom til
þess að taka við Marthy, sem
varð dálítið áhyggjufull á svipinn
og spurði um leið og hún leit á
Meredith:
— Kemur þú ekki með rnér,
Merry?
— Ég kem á eftir, elskan sagði
Meredith og kyssti hana á kinnina.
Og Marthy frænka fór með hjúkr
unarkonunni. Marthy var dálítið
þunglamaleg, enda allgild orðin,
T
A
R
Z
A
N
YOJ ÞÖN'T NEEÞ A CAVvERA TO
REMEMBEK. THE PIKST UON YOU K.ILLER.. '
I WILL LONG REIAEMBER IT, TOO'.!
og sýndist enn fyrirferðarmeiri í
gamla svarta kjólnum sfnum með
fomlega hattinn sinn á kollinum.
Meredith fór inn í biðstofuna,
settist, kveikti sér f sígarettu, gagn
tekin af eirðarleysi — og var á-
hyggjufyllri og daufari en hún
nokkurn tíma hafði verið.
Það var kyrrt í þessari niiklu
byggingu. Samt var þetta hús fullt
af fólki, en þeir sem gengu þar
um göng og stofur, voru með
gúmmísólaða skó á fótum, og eng
inn talaði hátt.
Þakka þér fyrir Capt. Wildcat, segir Wildcat hreykinn, Navajo myndavél ti lþess að muna eftir ir Tarzan, og ég gleymi því held
segir Tarzan og þurrkar svitann indjáni drepur ljón. Þú þarft ekki fyrsta ljóninu sem þú drapst, seg ur ekkj í bráð.
af enninu. Þetta yrði fín mynd,
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI 6, simi 15493.
Hárgreiðslustofan
S Ó L E Y
Sólvallagötu 72.
Símj 14853.
Hárgreiðslustofan
P I R O L A
Grettisgötu 31, sími 14787.
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
Greninie) 9, sími 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
(Marfa Guðmundsdóttir)
Laugaveg 13, sími 14656.
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
STEINU og DÓDÓ
Laugaveg 18 3. hæð (lyfta).
Sfmi 24616.
Hárgreiðslustofan
Hverfisgötu 37, (horni Klappar-
stfgs og Hverfisgötu). Gjörið
svo vel og gangið inn. Engar
sérstakar pantanir, úrgreiðslur.
PERMA, Garðsenda 21, sími
33968 — Hárgreiðslu og snyrti-
stofa.
Dömu, hárgreiðsla við allra hæfi
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin. Sími 14662.
Hárgreiðslustofan
SL
Háaleitisbraut 20 Sfmi 12614
Odýrar þykkar
eðrengjapeysur
HAGKAHP
Miklatorgi