Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 07.09.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Laugardagur 7. sept. 1968. ~"j VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR. Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. \Nýir kirkjustólar hjá Óháða fríkirkjusöfnuðinum Hinn árlegi kirkjudagur Óháða I standa straum af því. Dagskrá fsafnaðarins verður hátíðlegur hald- Kirkjudagsins hefst með guðsþjón- |inn á morgun, en þann dag er ustu kl. 2 eftir hádegi, séra Emil Isérstök athygli vakin á hinu kirkju Björnsson prédikar. Við þetta tæki- |lega starfi og safnað fé til að | færi afhendir formaður kvenfélags Afbroiaaldan Daglega getur að líta hér í blöðum höfuðborgarinn ar frásagnir um einhver afbrot. Algengastar eru frétt- ir um innbrotsþjófnaði, ávísanafalsanir og þess hátt- ar, en æði oft, og einkum nú upp á síðkastið, er sagt frá ránum og líkamsmeiðingum. Þessir atburðir gerast í öllum löndum, og í útlendum blöðum, sem hingað berast, eru slíkar fréttir algeng ar, en miðað við fólksfjölda verður ekki annað séð en að íslendingar séu orðnir með hæstu hlutfallstölu í þessu efni, og er það hörmuleg staðreynd. Flest afbrotin eru framin af ungum mönnum, um og innan við tvítugt. Ekki verður því um kennt, að þessir æskumenn geti ekki haft nóg fyrir sig að leggja| með heiðarlegu móti. Nóg er atvinnan, allir geta feng- ið eins mikið að gera og þeir vilja. Það er því óhugn- anlega rangsnúið eðli, að kjósa að liggja í iðjuleysi á daginn og stunda svo rán og innbrot á síðkvöldum,V heldur en t. d. að fara á síld eða humarveiðar og afla sér þannig 50—100 þús. kr. tekna eða meira á tveimuiv * mánuðum. | Menn greinir á um orsakir þessarar öfugþróunar; en skyldi ekki megin orsökin vera sú, að unglingun- um hefur ekki — hvorki á heimilunum né í skólunum — verið innrætt sú ábyrgðartilfinning, sem nauðsynleg er hverjum manni, til þess að hann verði nýtur þjóð- félagsþegn? Svo virðist a. m. k. sem margt ungt fólk , ; nú á dögum hafi aldrei verið vanið á að gera kröfur til sjálfs sín. Það hefur vanizt á að krefjast alls af öðrum, ekki sízt foreldrum sínum, búa og borða heima hjá sér endurgjaldslaust, eftir að það er orðið fullvinn- andi, og fá jafnvel peninga hjá þeim að auki, þegar kaupið nægði ekki sem eyðslufé. Frá þessu stigi getur verið skammt í það, að hætta að vinna, og afla sér fjárins með því að taka það frá einhverjum öðrum með tiltækum ráðum. Æskulýðsfé- lög og önnur þroskandi starfsemi fyrir unglinga er vissulega góð og gagnleg, en sterkustu og varanleg- ustu áhrifin eru þau, sem börnin verða fyrir á heimil- unum sjálfum. kirkjunnar söfnuðinum formlega að gjöf fagra og mjög vandaða kirkju- stóla, sem Sveinn Kjarval hefir sérstaklega teiknað fyrir Kirkju Óháða safnaðarins. Að messu lok- inni verður almenn kaffisala 1 safn- aðarheimilinu Kirkjubæ til ágóða fyrir stóiasjóðinn, en í hann hafa borizt margar stórgjafir eins og áð- ur hefir komið fram og kvenfélag- ið verið óþreytandi að safna fyrir stólunum, sem það gefur nú aðeins ári síðar en það gaf megnið af andvirði pípuorgels 1 kirkjuna. Á sunnudagskvöldið verður almenn samkoma í kirkjunni. Þar flytur séra Ólafur Skúlason æskulýðsfull- trúi frásögn af nýafstöðnu heims- þingi lútherstrúarmanna, sýnd verð ur kirkjuleg kvikmynd og kirkjukór inn syngur undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar, sem jafnframt leik ur einleik á orgel. Sæti þau, sem Sveinn Kjarval hefir teiknað og séð um smíði á fyrir Kirkju Óháða safnaðarins, eru nýtlzkuleg og þó sérlega kirkjuleg 1 senn og í fyllsta samræmi við hina listrænu, litlu safnaðarkirkju. Er hér 1 rauninni um nýjung að ræða í kirkjubúnaði, miilistig milli stóls og bekkja. Grindin er úr reyktri eik, setur og bök svamp- fóðruð, íslenzkt ákiæði. Sætin eru sérstaklega þægileg og traust. Það hefir verið mikið áhugamál kven- félags kirkjunnar, fjölmargra félags kvenna, að gefa kirkjunni vegleg sæti, en fram að þessu hafa verið lausir lánsstólar I henrii.' — Stóla-‘ nefndina skipuðu Álfheiður Guð- mundsdóttir, Björg Ólafsdóttir, Jó- hanna Egilsdóttir og Rannveig Ein- arsdóttir. Flestir umsækjendur um bumakennurastöíur konur Bílslysin Þá eru það ekki síður daglegir viðburðir, að blöðin skýri frá bifreiðaslysum. Þeim, sem um þau mál fjalla, kemur saman um, að mjög mörg þessara slysa hafi orðið vegna gáleysis þeirra, sem ökutækjunum stjórn- uðu. Það er mikið ábyrgðarleysi, að tefla lífi samborg- ara sinna í tvísýnu með gálausum akstri. í Bílaþjófnaðir eru einnig mjög algengir hér í bænum. Allt er þetta af sama toga spunnið, þ. e. því virðingar- j leysi fyrir eignum, og jafnvel lífi, náungans, sem svo 1 mjög hefur vaxið í þjóðfélaginu síðari árin. Hinn 1. september s. 1. settust um 1350 böm í fyrsta skipti á skóiabekk í barnaskólum Reykja- víkur, en alis munu um 8600 börn stunda nám í barnaskólum Reykja- víkur á komandi vetri. Er það : nokkur aukning frá síðasta vetri. Vísir hefur haft samband við Ragnar Georgsson á Fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur og sagðj hann, 11 að ekkj væru komnar endanlegar í tölur um nemendafjölda í barna- - skólum, en þær yrðu nálægt því sem að framan greinir. í unglinga- og gagnfræðaskólum borgarinnar munu nemendur verða um 4500. Beinan kennaraskort kvað Ragn- i . ar ekki fyrirsjáanlegan í barna- og gagnfræðaskólum eftir umsóknum þeim um kennarastöður sem borizt " hafa. 70 kennarar hefðu sótt um stöður við barnaskólana og litlu |l: færri við gagnfræðaskólana, en mikill hluti þessara umsókna væru um sérgreinar og verklegar grein- ar. Fræðsluráð hefur þegar mælt með þvi að settir verði 13 nýir kennarar við barnaskólana og 21 í gagnfræðaskólana og enn er ekki , ákveðið hve margir verða settir. Ragnar kvað eftirtektarvert hve mikill meiri hlutj umsækjenda um kennarastöður við barnaskólana væru konur en á gagnfræðaskóla- stigi væru aftur á móti meira um karla. Komið hefur til tals að skipta bekkjum yngstu deildanna niður 1 smáhópa I septembermánuði. — Ástæðan er sú að þær breytingar hafa orðið á starfstíma barnakenn- ara að nú á vinna þeirra að dreif- ast jafnt niður á alla mánuði kennslutímabilsins, en hingað til hafa þeir unnið minna í september en aðra mánuði skóiaársins. Þykir heppilegt að reyna að nota þetta tækifæri til að hlynna sérstaklega að yngstu nemendunum, sem eru að hefja Iestrarnám. Þá má þess geta að undanfarin tvö vor hefur verið gerð tiiraun í Hlíðaskóla í Reykjavík með að taka þau börn sem skólaskyld hafa orðið það ár- ið í eins konar vorskóla og gera þau þar skólavön og hefur sú til- raun þótt bera góðan árangur. í hinum nýju hverfum borgar- innar fjölgar skólaskyldum íbúum mjög og er víða unnið að viðbótar- byggingum við barnaskólana bar. Aftur á móti hefur rymkazt í öðr- um skólum, t.d. Austurbæjarskó!- anum. í Álftamýrarskólahverfi er verið að byggja barnaskóla. en hann verður ekki tilbúinn tii afnota fyrr en að ári. Hefur verið tekinn sá kostur að ieyfa börnum í þvf hverfi að ráða hvort þau vilja held- ur sækja sína fyrri skóla eða fara í Austurbæjarskólann, en þar er þeim ætluð skólavist. Verður a. m. k. þeim yngstu séð fyrir ferðum I skólann og heim aftur. Blaðið hefur haft samband við fræðsiumálastjóra og spurt um ástandið I skólamálum úti á landi. Kvað hann ekki enn liggja fyrir tölur um nemendafjölda, en í fyrra hefðu nemendur í barnaskólum verið um 6800 og I gagnfræðaskól- um um 2900. Væri líklegt að fjöld- inn yrði líkur í ár, en um ein- hverja aukningu yrði að ræða. Aðsókn að héraðsskólum er mikil og eykst stöðugt. Eins og kunnugt er eiga innanhéraðsmenn forgangsrétt að skólavist, en ann- ars eru teknir þangað nemendur alls staðar að af landinu. Aðsókn að skólunum hefur verið svo mikil að áður en skólum lýkur að vori eru þeir yfirleitt fuilskipaðir fvrir næsta vetur. Eftir umsóknum um kennara- stöður úti á landi að dæma er mikill kennaraskortur fyrirsjáan- legur, en ekki kvað fræðslumála- stjóri enn ástæðu til að örvænta, því að nú um hábjargræðistímanu væru margir að störfum við fisk- veiðar og fiskiðnað og færu ekk) að hyggja að vetrarstarfi fyrr en aí vertíð lokinni. Þótt útlitið hefði ofl ekki verið gott hefðu skólamálir hingað til yfirleitt bjargazt og værl vonandi að svo yrði einnig nú. ESK.EE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.