Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 7

Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 7
V í SIR . Þriðjudagur 10. september 1963. ■æSSBS 7 Sigurjón Bj'órnsson sálfræðingur: Kristindóms- fræðsla J^öngum hefur kristin trú reynzt viðkvæmt umræðu- efni og fjarri fer því, að mér leiki hugur á að vekja upp trú- máladeilur. Hins vegar er erfitt að rita til lengdar um uppeld- ismál án þess að minnast á kristi'ndóm, því að eins og ljóst má vera, mótast uppeldi barna oft og tíðum mjög af trúarlegu viðhorfi foreldranna. Verða þá fyrir ýmis atriði, sem trauðla er hægt að gera skil nema stuðzt sé við sálfræðileg sjón- armið. í nútíma þjóðfélagi, sem kenn ir sig við lýðræði og leitast við að virða hugsanafrelsi einstakl ingsins, verða trúarviðhorf fólks af ýmsu tagi. Sumir leggja rækt við kristindóm og reyna að ala börn sín upp í kristnum anda. Aðrir láta trúmál afskiptalaus, eru hvorki með þeim né á móti. Loks er þriðji hópurinn: Þeir sem andvígir eru kristindómi og vinna gegn honum. Nú skulum við gera þessum þrem hópum manna jafnhátt undir höfði og hugsa um það eitt hver skynsamleg ráð megi gefa hverjum og einum varð- andi barnauppeldi. Fyrst eru það hinir trúuðu. Ég vona að þeir fallist á, að sá kristindómur sé æskilegast- ur, sem eykur manni heilbrigð an lífsþrótt og bjartsýni og stuðlar að réttlátu, látlausu og hógværu líferni. Ef svo er, þarf kristindómurinn fyrst og fremst að byggjast á ást á guði og við- leitni til að líkja eftir góðum eiginleikum hans, en síður á hræðslu, ótta og þrúgandi sekt- arkennd. Erfitt er að sjá, að annars konar viðhorf til trúmála geti átt samleið með þeirri upp- eldisstefnu að móta heilbrigðan, heilsteyptan og æðrulausan per sónuleika hjá barninu. Til þess að svo megi verða, þarf krist- indómsfræðslan að verða einn þáttur í ræktun tilfinningalífs- ins. Það er jafn óhollt fyrir geð rænan þroska og velferð barns- ins að kynnast hinum stranga og refsandi guði og það er því skaðlegt að kynnast ekki öðru en vandlátum og refsigjörnum foreldrum. Og sé börnum nauð- synlegt að foreldrar þeirra séu skilningsríkir og ástúðlegir, er ekki síður nauðsynlegt, að börn in fái sömu hugmynd um guð. Kristið uppeldi hlýtur að styðj- ast við það sjónarmið, að for- eldrarnir sæki góða eiginleika sína til guðs, og barninu þarf að skiljast, að guð tekur við þar sem foreldrana þrýtur. tel lítinn vafa á því, að upp eldi sem byggist á þessum skilningi kristninnar hafi marga kosti fram yfir það, sem án hans er. Það ætti að verða mun auð- veldara. Það ætti að stuðla að meiri festu í skápgerð barns- ins. Það setti að auðvelda hlý- leik tilfinninganna. En margt ber að varast. Varast skyldi að leggja áherzlu á þau atriði kristinna kenninga, sem illa samrýmast heilbrigðri skynsemi barnsins. Ef það er gert, getur það haft lamandi áhrif á þroska sjálf- stæðrar hugsunar, dregið úr fróðleiksfýsn og hamlað vexti vitsmunalífsins. Ekki má banna barninu að spyrja, jafnvel þótt spurningarnar komi óþægilega við foreldrana. Og ekki skyidu foreldrar fyrirverða sig fyrir að játa fráfræði sína og vanmátt til að svara. Það er mun betra að segja ,,ég veit það ekki“, heldur en ,,það er ljótt að spyrja“. Híð fyrra er heiðarlegt og hógvært og trúlegt er að flestir foreldrar vilja gjarnan, að börnin þeirra öðlist þá eigin- leika. Hið síðara er fordæming frjálsrar hugsunar, en hún er undirstaða þess lýðræðis, sem við höfum gert að hugsjón okk- ar. Varast skyldi einnig að ræða mikið við börn um krossfest- inguna og þjáningar Krists. Mörg börn eru of viðkvæm tii að þola þær frásagnir. Auk þess er að athuga, að hugarflug barna ber skilninginn oftast of- uriiði og því er þeim gjarnt til að sjá atburðina fyrir sér í mjög sterku ljósi og misskilja þá. Illa finnst mér og sama, að börn fái þá hugmynd, að Gyð- ingar séu vont fólk. En þá skoð- un fá þau mjög auðveldlega, ef ekki er gætt ýtrustu varfærni. JJg svo eru það sjónarmiðin um afdrif manna eftir dauð ann. Börn, sem eru að þrosk- ast og læra að lifa í samfélagi við aðra, komast ekki hjá því að gera margt sem þau mega ekki, margt, sem foreldarnir telja ljótt og óeðlilegt. í éinu orði: þau hljóta að syndga oft og mörgum sinnum. Sé þeim innrætt, að allir þeir, sem syndga fari illa eftir dauðann, er það mikill ábyrgðarhluti að mínum dómi. Þau börn hljóta að alast upp í miklum ótta og hræðslu og þau hljóta einnig að verða óeðlilega hrædd við að deyja. Hvað sem trúfræðingar kunna að segja, er slíkur krist- indómur mjög skaðlegur sál- fræðilega séð. Sé talað mikið um synd við börn, þarf að tala helmingi meira um fyrirgefn- ingu og langlundargeð guðs. Þetta voru nokkrir þankar um kristindómsfræðslu barna og veit ég að mörgum munu þykja þeir æði snubbóttir. Um þetta efni má vissulega rita geysi- langt mál og hefur það reyndar oft verið gert. Hér var einungis ætlunin að minna á nokkur atr iði, sem ég hygg að gott væri, að foreldrar ræddu nánar sín á milli. I næstu þáttum er ætl- unin að drepa lauslega á vanda- mál þeirra foreldra, sem láta trúmál afskiptalaus og þeirra, sem helzt vilja kristindóminn feigan. ásson Minning Fæddur 24. marz 1944. Dáinn 28. ágúst 1963. í dag er til moldar borinn Magn- ús Másson, er lézt á Ríkisspítalan- um í Kaupmannahöfn hinn 28. ágúst síðastliðinn, aðeins 19 ára að aldri, eftir mikla og hættulega læknisaðgerð, sem þrátt fyrir snilli hendur læknanna bar ekki þann árangur, sem til var ætlazt og ást vinir hans vonuðu svo heitt að veitt gæti honum heilsuna að nýju. Hvað sem við reynum að vera skilningssöm og líta rétt á málin, fer ekki hjá því að mjög er það misjafnt hvað okkur finnst mikill mannskaði að þeim, sem dauðinn kallar til sín hverju sinni. Sumum virðist áskapað að vera samferða- fólki sínu til erfiðleika og skiptir þá engu máli hvað veganesti þessa fólks er mikið frá náttúrunnar hendi. Ef manndóminn vantar, er eins og fagrar vöggugjafir þess séu til verra en eiriskis. f þessum flokki manna var Magnús Másson ekki. Að vísu voru vöggugjafir hans fagrar, fríðieiki svo af bar, gáfur framúrskarandi og það sem bezt var, manndómur mikill. Magnús var fæddur i Reykjavík 24. marz 1944. Foreldrar hans voru þau hjónin Guðrún Ragna Guð- mundsdóttir og Már Sigurjónsson, er lézt árið 1946. Árið 1951 giftist Guðrún móðir hans í annað sinn Steini Árnasyni bifvélavirkja og eignaðist með honum tvo syni. Með albróður sínum Guðmundi og tveirriur hálfbræðrum ólst Magn ús upp við mikla umhyggju og ó- veniu hugljúft heimilislíf, enda móðir hans annáluð gæðakona og Steinn prúðmenni svo að af ber. Framan af ævinni átti Magnús fjör og þrótt á við- jafnaldra sína og var meðal annars í úrvalsflokki unglinga í Knattspvrnufélagi Reykjavíkur og fór með þeim utan F keppnisferð fyrir þremur árum. Á andlega sviðinu var Magnús bó sennilega ennbá fremri, því þrátt fyrir þungbær veikindi tvö síðastliðin ár hlaut hann I. eink- unn við burtfararpróf úr Verzlun- arskóla íslands á s. 1. vori og inn- ritaðist þá um leið í stúdentsdeild þess sama skóla, og virtist allt benda til þess að menntabraut hans hefði getað orðið hin glæsilegasta. Á þessu ári ágerðist sjúkleiki Magnúsar svo mjög, að grípa varð til örþrifaráða og var það í annað sinn að slíkt var gert, í fyrra sinn- ið með nokkrum árangri, en nú með þeim afleiðingum, er fyrr seg- ir. Af því að Magnús var drengur góður og þakklátur fyrir allt, sem honum var gott gert, er ég viss um að hann vildi þakka elskaðri móður sinni, fósturföður og albróð ur fyrir allan kærleikann, skilning- inn og hjálpsemina, og ekki mundi hann þá gleyma þeim hjónum Tryggva Ólafssyni og Guðrúnu Magnúsdóttur, en Guðrún fór með honum hans hinztu för til útlanda, hjúkraði honum af kærleika og styrkti hann með manndómi sínum allt þar til yfir lauk. Að endingu votta ég svo ást- vinum þessa góða drengs mína dýpstu samúð.- Blessuð sé minning hans. Þorsteinn Hjálmarsson. f Kynni mín af Magnúsi Mássyni stóðu í sambandi við áhuga okkar beggja á getu og gengi yngri flokka Knattspyrnufélags Reykjavíkur, en hann var einlægur og áhugasamur félagi þar. Munu ráðamenn félags- ins hafa gert sér fulla grein fyrir ótvíræðum hæfileikum hans sem efnilegs íþróttamanns. Það hlýtur að vera mikil þolraun hveriu ungmenni að finna heil- brigði og Iífsorku sinni settar óeðli Iegar hömlur. Við áttum samleið af Melavell- inum f sumar. Ég hafði hugmynd um að hann gengi ekki heill til skógar og innti hann eftir bata- horfum, Sagði hann mér frá vænt- anlegri för sinni til aðgerða á sjúkrahúsi erlendis, sem hann vænti sér góðs af. Er við skildum, var kveðja hans hressileg að veniu. Hann tók sinni þolraun af karlmennsku. Magnúsar Mássonar er sárt sakn að af félögum hans í Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur, en minningarn- ar um góðan dreng í leik og keppni mun geymast í hugskoti þeirra. Inn í raðir KRinga átti hann erindi sem erfiði. Ég sendi móður Magnúsar og ætt ingjum innilegar samúðarkveðjur. Guð huggi þá, sem hryggðin slær. Blessuð sé minning Magnúsar Mássonar. KR-ingur. t 1 dag verður til moldar borinn okkar góði vinur og félagi Magnús Másson, en hann lézt í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 28. ágúst síðast- liðinn, þá aðeins 19 ára gamall. Magnús var uppalinn í Vestur- bænum og hóf 7 ára gamall æf- ingar með KR. Fljótlega komu fram góðir eiginleikar hans sem knattspyrnumanns og lék hann þá íþrótt af miklum áhuga, þar til sjúk dómur hans fór að segja til sín og hann varð að hætta öllum afskipt- um af íþróttum. En áhuginn fyrir KR og knattspyrnunni varð ekki minni hjá Magnúsi fyrir þetta, ætíð var hann fremstur í flokki þeirra, er utan vallar stóðu og hvöttu fé- laga sfna til dáða. Á leikvelli var Magnús ætíð hinn öruggi leikmaður, er hafði góð áhrif á samherjana með sinni prúðu framkomu, er sýndi sannan íþrótta anda, en hann hafði Magnús í rík- um mæli. Magnús átti fjölda vina, enda var hann hvers manns hugljúfi. Hann var síkátur og því hrókur alls fagnaðar f sínum stóra vinahóp, sem nú verður að sjá að baki þessa góða drengs. Við í KR, sem þekktum Magga vel, minnumst hans í svart-hvfta búningnum, sem hann bar með mikilli gleði. Nú þegar við kveðjum hann í hinzta sinn, sendum við ættingj- um hans okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að gefa þeim styrk á þessari stund. í huga okkar allra mun minningin um þennan góða dreng lifa um kom- andi ár. Kveðja frá IÍR. Eimskip eykur áætlun- arsiglingar sínar Eimskipafélag íslands hefur á- jíveðið að auka nokkuð áætlunar- siglingar farmskipa sinna með því að taka upp fasta áætlun á leiðinni Antwerpen, Hull Reykjavík. Enn- fremur mun Mánafoss hefja fastar áætlunarferðir í strandsiglingum vestur um land til Húsavíkur. Að undanförnu hafa fjögur af skipum Eimskipafélágsins haldið uppi áætlunarsiglingum til nokk- urra hafna í helztu vðskiptalönd- um landsmanna. Eru Brúarfoss, Dettifoss og Selfoss í áætlunar- ferðum milli Rotterdam, Hamborg- ar, Dublin, Reykjavíkur og New York. Nú hefur verið ákveðið að taka einnig upp reglubundnar þriggja vikna ferðir til Antwerpen og Hull, fyrst um sinn til reynslu og verður Reykjafoss í þessum ferð- um. Áætlunin nær yfir tímabilið 5. október til 10. janúar. Þá hefur verið gerð áætlun yfir strandsiglingar Mánafloss á tlma- bilinu 19. okt. ti! 17. des. og eru það fjórar ferðir frá Reykjavík til Isafjarðar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Hefur Eimskipafélagið stefnt að því að auka strandsiglingar með kaup- um á litlum skipum. Skortur á vélstjórum Mikill skortur er á vélstjóruni. Er allmikið um það að skipafélög- in verði að fá undanþágur fyrir menn til að starfa sem vélstjórar hjá þeim. Að sögn Gunnars Bjarnasonar, skólastjóra Vélskólans, verða 15 nemendur I vetur í 1. bekk skól- ans, en þyrftu að vera jafnmargir og skólinn rúmar f bekkinn, eða 40 talsins. S.l. vetur útskrifuðust 15 nemendur og árið þar áður 22 nemendur. Hefur þegar myndazt vandræðaástand vegna þessa skorts á vélstjórum og sýnilegt að það stendlir ekki til bóta. Námið er talsvert langt. Verða vélstjórar að hafa lært fjögur ár í smiðju áður en þeir hefja þriggja ára nám I Vélskólanum og hafa margir látið sér nægja námið og sveinsbréfið eftir smiðjustörfin, þar sem þeir virðast geta haft betur upp úr sér á eftir. msmmr'?. m

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.