Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 10.09.1963, Blaðsíða 9
V1SI R . Þriðjudagur 10. september 1963. Styrkur úr sjóðí Björgólfs Stefónssonur 1 sumar var í fyrsta sinn veittur styrkur úr Verðlaunasjóði Björg- ólfs Stefánssonar, kaupmanns. Hlaut Þórunn Felixdóttir, vélritun- arkennari við Verzlunarskóla ís- lands, tuttugu þúsund króna styrk til framhaldsnáms í Englandi í kennslugrein sinni. Sjóðurinn var stofnaður á 25 ára afmæli Skóverzlunar B. Stef- lánssonar, 1. okt. 1942, með gjöf frá frú Oddnýju Stefánsson, ekkju Björgólfs Stefánssonar. Stofnfé sjóðsins var 25 þúsund krónur. Tilgangur sjóðsins er að veita efnilegu og duglegu ungu fólki, sem lokið hefur prófi frá Verzlun- arskóla íslands, styrk til fram- haldsnáms erlendis, sem viður- kenningu fyrir ástundun og dugn- að við verzlunarstörf og verzlun- arnám. Er svo fyrir mælt í skipu- lagsskrá sjóðsins, að styrkir skuli vera það háir, að þeir komi styrk- þega að verulegum notum, frekar en að verða lágir heiðursstyrkir. Björgólfur fæddist á Þverhamri f Breiðdal 12. . marz 1985. Lauk hann prófi frá Verzlunarskólanum árið 1906 og vann eftir það í nokkur ár hjá Leðurverzlun Jóns Brynjólfssonar, auk þess sem hann fór utan til frekara náms. Eigin skóverzlun stofnaði hann 1917. Naut hann mikils trausts innan stéttar sinnar og var kosinn fyrsti formaður Félags skókaupmanna, er það var stofr.að. Kona hans, Oddný. hefur að undanförnu dval- izt f Bonn, hjá dóttur sinni og tengdasyni, Pétri Thorsteinsson, sendiherra. Stjórn sjóðsins skipa nú sam- kvæmt skipulagsskrá hans, skóla- stjóri Verzlunarskólans, Jón Gísla- son, formaður Verzlunarráðs ís- lands, Þorvaldur Guðmundsson og Gunnlaugur Þorláksson, fyrir hönd erfingja Björgólfs Stefánssonar. Agæt humar- ve/'ð/ d Akra- nesi Humarveiði hefur verið ágæt á Akranesi í sumar. Fram til 1. sept- ember nam humarafli 9 báta 726 tonnum. Aflahæstu humarbátarnir voru Ásbjörn með 106 tonn, Fram með 103 tonn og Ásmundur með 100 tonn. Til samanburðar má geta þess, að hæstu bátar í fyrra voru með rúm 60 tonn. Er sömu sögu að segja af •humarveiðum á Akra- nesi og annars staðar, að þær hafa aukizt mjög í sumar. í byrjun ágústmánað- ar komu hingað til lands 25 norrænir stúdentar til að taka þátt í ís- lenzkunámskeiði, sem Háskóli íslands stendur fyrir. Árni Böðvarsson eand. niag. hefur séð um framkvæmd námskeiðs- ins og því fórum við á hans fund, er okkur fýsti að fræðast nánar um það. — Námskeiðið, sem nú stend- ur yfir, segir Árni, er 5. sum- arnámskeiðið, sem haldið er á íslandi fyrir norræna stúdenta. Gert er ráð fyrir að námskeið í norrænni kennslustund. Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor og Árni Böðvarsson cand. mag til hægri. Verja sumarle til íslenzkunáms sem þessi séu haldin á öllum Norðuröndunum, sem háskóla hafa, árlega í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð en þriðja hvert ár í Finnlandi og á íslandi. Síð- ast var það haldið hér árið 1959 og var þá á vegum stú- dentaráðs. — I* ár er það heimspekideild Háskóla Islands, sem sér um framkvæmd námskeiðsins, og voru til þess veittar 150 þúsund krónur á fjárlögum yfirstand- andi árs. Ég var fenginn til að veita námskeiðinu forstöðu og sjá um allan undirbúning að því. Send voru boð um þátttöku til allra háskóla á Norðurlöndum, sem hafa kennslu í norrænum fræðum. Okkur bárust margar fyrirspurnir og endirinn varð sá að 25 stúdentar komu, 16 stúlk- ur og 9 piltar. Þau eru frá öll- um Norðurlöndunum, nema Fær eyjum, og eru Svíar fjölmenn- astir, ellefu. — Námskeiðið hófst 2. ágúst og lýkur því 19. september. Stúdentarnir kosta sjálfir ferðir sínar hingað og uppihald, en kennslu og ferðalög fá þeir end- urgjaldslaust. Þeir komast nokk uð létt af með dvalarkostnað, því að þeir búa i heimavist Sjó- mannaskólans. Fjárhæðin, sem veitt er til námskeiðisins, fer í \ að standa straum af ýmsum kostnaði, greiða kennslulaun, ferðalög o. fl. — Islenzkunámskeiðið er ein- göngu ætlað þeim stúdentum, er leggja stund á norræn fræði, og tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að kynna þeim ís- land, íslenzka menningu, tungu og bókmenntir og helzt að gera þá talandi og Iæsa á íslenzkt nútímamál. En það er ekki við því að búast, að þeir fari allir héðan talandi, aðeins þeir, sem talsvert kunnu, áður en þeir komu, tala nú málið sæmilega. — Kunnátta stúdentanna í málinu var mjög misjöfn, er þeir komu. Sumir höfðu aldrei séð eða heyrt íslenzkt orð, en aðr- ir voru allvel talandi. Áttum við í nokkrum erfiðleikum, bví að auðséð var að ekki var hægt að hafa þá alla saman. Við tók- um þann kost að skipta þeim í tvo hópa eftir íslenzkukunnáttu, byrjendaflokk og framhalds- flokk. — Kennslan hefst kl. 8.30 á morgnana og stendur fram und- ir hádegi. Ég og Baldur Jóns- son mag. art., fyrrverandi sendi kennari í Gautaborg og Lundi, erum aðalkennarar og höfum með þeim fyrstu tímana. Þá er farið í íslenzkt nútímamál, tal- að, lesið, skrifað, farið í mál- fræði og gerðar æfingar. Við veljum Iestrarefnið allfjölbreytt, svo að stúdentarnir kynnist sem fiestum hliðum íslenzks máls. Við lásum t. d. Vísi og Dag um daginn, því að í dagblöðum er að finna mörg orð og orðatil- tæki, sem eru ekki algeng ann- ars staðar — auk þess sem þar má benda á ýmislegt, sem gott er að varast. Prófessor Einar Ólafur Sveinsson og prófessor Steingrímur J. Þorsteinsson hafa með þeim bókmenntir og bókmenntasögu, Einar hefur eldra tímabilið og Steingrímur hið yngra. — Auk okkar hafa ýmsir flutt einstaka fyrirlestra. T. d. flutti próf. Magnús Már Lárusson fyr irlestur um menningarsöguleg atriði í sambandi við dagheiti, dr. Jakob Benediktsson um Arn- grím lærða, próf. Halldór Hall- dórsson um nýmyndun orða í íslenzku og dr. Sigurður Þór- arinsson sagði frá ýmsu í sam- bandi við náttúrufræði landsins. — Námskeiðinu lýkur með prófi og stúdentarnir fá vottorð um að þeir hafi tekið þátt í nám skeiðinu og hvern árangur þátt- takan hafi borið. Ef þeir ætla að ná góðum árangri verða þeir að nota tfmann vel. Ætli þeir að fyigjast vel með í tímunum og hafa af þeim fullt gagn verða þeir að búa sig mjög vel undir þá og verður það til þess að um lítinn frítíma er að ræða, nema þegar farið er í ferðalög. — I sambandi við námskeið- ið hefur verið farið í nokkur ferðalög um borgina og landið. Farið var í ferðalag til Þingvalla og upp í Borgarfjörð. Þá var farið í þriggja daga ferð inn á Hveravelli og svo fóru nokkrir Úr hópnum á eigin kostnað norð ur í land, til Akureyrar og Mý- vatns. I gær var svo síðasta ferðin, um Suðurland, og voru sögustaðir Njálu heimsóttir. — Þegar stúdentarnir fara í þessar ferðir er farið með þá sem erlenda férðamenn, leið- sögumaður segir sögu staða, sem komið er á o. s. frv. Reynt er að láta þá fá yfirsýn yfir landið, landshagi og atvinnu- hætti. — Hópurinn, sem hér dvelst nú, segir Árni að lokum, er skipaður ágætis fólki, áhuga- sömu og duglegu. Reynslan er sú, að útlendingar, sem koma hingað til lands, stunda nám við háskólann og ná að kynn- ast landi og þjóð, verða síðar meðal okkar beztu fulltrúa á erlendri grund. sé það styrkur, að vita, að í grenndinni hefur verið sett nið- ur sitkatré? Eða það, að ekki drapst nema helmingur nýju trjáling- anna í áhlaupinu í vor? Var það ekki kraftaverk, að sumir þessara suðrænu gesta lifðu það af? Sums staðar upp til fjalla eru litlir sandblettir, sem þyrla moldryki yfir heilar nálægar sveitir. Hvað á að gera við því? Sá í þá, rækta þá. TJvort er meira aðkallandi verkefni, að vinna til að geta bent á nokkrar hjarandi, særðar hríslur úr erlendri mold eða að hefta sandinn, sem hylur sólu. Við höfum mörg dæmi um góðap árangur af slíku starfi. Með ötulu starfi hefur nytja- gróðri verið markaður reitur, þar sem áður rauk sandur. Við höfum dálæti á orðinu stórhugur og viljum að síðari kynslóðir minnist okkar með því orði. Því er það okkur verð- ugt verkefni að sá í sand öræf- anna. öræfin í dag eru byggðin á morgun. Öræfasandur getur verið skemmtilegt leiksvið Ijóss og skugga, en hann má ekki ráða framtíð landsins. Verðugt verkefni skógræktar- manna í dag og framvegis er það, að vernda það yndislega kjarr og skóga, sem er og verð- ur jafnmikið sérkenni landsins og fjöll, ár og jöklar. Það er nóg. Mér finnst það, að meta á- gæti trjágróðurs eftir hæð ein- stakra skóga skylt deilum um, hvort nota megi trefjastöng í stangarstökki. 1 Við þurfum ekki að hafa minnimáttarkennd gagnvart er- lendum, sem gengið hafa túr í skóginum. Það er formyrkvun- arganga, afneitun sólar. Kjarrið okkar og smáskógar er okkur mátulegt og verður ekki bætt með mannanna sköp- unargáfu. Skógræktarmenn, verndið þetta. Nytjaskógar? Um það á að fjalla með þeim vísindum, sem heita hagfræði. íyTú langar mig til að biðja blað það, sem þetta birtist í, að safna upplýsingum um það, hve miklu fé er árlega varið annars vegar í skógrækt og hins vegar sandgræðslu. Hve mikið fé kemur árlega í Landgræðslusjóð? Ennfremur vil ég biðja blaðið að leita til sérfróðra manna um sand- græðslu um álit á árangri auk- inna fjárveitinga til sand- græðslu og hagnýti þess gróð- urs, sem þar festir rætur. Innlendir ferðamenn eru sem næst réttlausar verur, sport- skarfar, en þó verður að viður- kenna, að þetta eru vinnuvélar þjóðfélagsins að safna orku. Ekki tjáir að beiða þeim greiða. En ef rétt er, að ekki þurfi nema tvær milljónir til að ryk- binda Þingvallaveginn sumar- langt, er það ekki nema smá- peningur í Landkynningarhit- ina, en áhrifamikil! skerf.ur, þvi rykið þar gleymist ekki óvön- um. Því beiðist ég útlendingum þess greiða. Gkógræktarmenn kunna að segja: Þetta er bara ólaun- uð áhugamannavinna. Hvað um það. Ef lög þarf til að banna niðursetningu sitka í Þórsmörk, ber að setja þau lög.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.