Vísir - 13.09.1963, Síða 5

Vísir - 13.09.1963, Síða 5
VÍSIR . Föstudagur 13. september 1963. 5 Nær blindur — Framhald af bls. 16. að draga línuna aftur og var afli góður, en veður versnaði svo að hann varð að skilja þrjú bjóð eftir. Þá var hann kominn með 1200 kg. afla. Veður fór versnandi og var komið öskurok með skafningi. Telja sjómenn á stærri skipum, sem voru í flóanum, að vind- hæðin hafi náð 11 til 12 vind- stigum. Sigurður andæfði á Bensa sínum og v&r kominn um 12 mílur frá landi, þegar hann fannst í gærmorgun kl. 9. Þá hafði Sigurður verið að hugsa um að kasta út aflanum til að freista þess að komast í höfn, en óvíst hvort það hefði tekizt, þar sem báturinn hefði þá orðið of léttur. Það var sem fyrr segir vél- báturinn Ólafur Magnússon sem fann hann og sigldi á und- an honum, klauf ölduna og lét drjúpa olíu í sjóinn til að lægja sjóinn. Þannig komst Sigurður óskaddaður í höfn með afla sinn. Ekki þorðu þeir að draga bátinn, því að hann hefði þá getið liðazt I sundur í rokinu, Sigurður var holdblautur og kaldur. Hann var að vísu í sjó- stakk en regnið og sjórinn barði hann og rann vatnið nið- ur með hálsmálinu. Vél bátsins gekk allan tímann og missti ekki úr eitt einasta slag. Sigurður hefur átt þennan bát í tvö ár. Hann keypti hann af sonum Benedikts Tómasson- ar á Akranesi, en þeir höfðu skírt bátinn í höfuðið á föður sínum og kallað hann Bensa. Trillubátaveiðar eins og Sigurð ur stundar geta verið vel arð- bærar, sem sést af því að fyrir aflann úr þessum eina róðri fær hann um 3500 krónur og hefði sennilega getað farið yfir 5 þúsund krónur, ef veðrið hefði ekki skollið á og hann get- að tekið upp alla lfnuna. Hinning Frh. af bls. 7. lagði fyrir Benedikt á hinum stutta samstarfsferli okkar hjá Ábyrgð. Og alltaf var hann reiðu- búinn að veita hjálp og gefa ráð, án nokkurra undanbragða né vífi- lengja. Hann vann rólega, ekki með neinn asa, flanaði ekki að neinu.. Hann lagði sig í fram- króka við að kynna sér sem bezt umferðartjón þau sem hann fjall- aði um og skömmu áður en hann fór utan ræddum við ýmislegt um tilhögun og framkvæmdir hans í þessum málum, er hann skyldi hefja þegar heim kæmi. Ég sakna sárlega okkar sam- verustunda, á skrifstofu Ábyrgð- ar og á heimili hans. Þegar hann birtist í önn dagsins, rólegur með milt bros á vör, var eins og öll þreyta hyrfi og andrúmsloftið fylltist af ró hans og ljúf- mennsku. Það er þungbært til þess að hugsa að Benedikt sé horfinn, komi aldrei aftur. Ég mun geyma Ijúfa og bjarta minn- ingu hans í hjarta mínu sem helg an dóm. Ég sendi þér hinztu kveðjur og þakkir frá mér og fjölskyldu minni. Konu hans og öllum að- standendum votta ég dýpstu sam- úð mfna. Jóhann Bjömsson. Fuku — Framhald at bls. I. En þegar hann var nýkominn út úr bifreiðinni kom geysihörð vind- hviða og tók maðurinn þá eftir því að bíllinn fór á stað fyrir utan veginn og fauk um koll með kon- una innanborðs. Var vindhviðan svo hörð að sjálfan manninn tók upp þar sem hann stóð á veginum og feykti honum í áttina til bíls- ins. Skall maðurinn þar niður og mun eitthvað hafa lent utan í bif- reiðinni. Þau munu hafa meiðzt eitthvað maðurinn og konan því þau fóru í slysavarðstofuna í Reykjavík til athugunar. Föt mannsins voru og allmikið rifin. Kvöldsölur — Framhald af bls. 16. ótvírætt þarfir neytenda fyrir þessa þjónustu, og al,mennt teljum við að fremur beri að stefna að því að auka slíka þjón ustu við neytendur en að draga úr henni. IV. Sá aðstöðumunur sem í því felst að ganga um verzlun- ina og velja sér vörurnar og að hinu leyti að láta rétta sér vör- urnar úr um lúgu hlýtur að sanna þörf neytenda fyrir kvöld sölum og um leið að afsanna þá fullyrðingu að hún sé óþarfa á- vani og færi hinn venjulega verzlunartfma fram á kvöld. V. Með hliðsjón af þeirri fræðslu um aukna hagræðingu í íslenzkum atvinnurekstri, er Iðnaðarmálastofnun íslands hef- ur miðlað kaupmönnum sem öðr um, er frá sjónarmiði kaup- mannsins sannanleg hagræðing í kvöldsölu. Það er betri nýting á tækjum, á orkueyðslu, á lager, á vinnuafli og á húsnæði þ. e. minni gólfflötur annar meiri sölu. VI. Frá þjóðfélagssjónarmiði sparar kvöldsalan okkar fá- menna þjóðfélagi upphæðir f fjárfestingu, á húsnæði, tækj- um, orkueyðslu og vörulager. Framhald af bls. 1 Þ. Gíslason að máli. Síðdegis skoðaði Aalto svæðið, sem fyr irhugað er að Norræna húsið rfsi á og ræddi hann jafnframt við ráðamenn háskólans. í gær- kvöldi fór hann ásamt konu sinni og Meinander á sýningu Konunglega danska ballettsins f Þjóðleikhúsinu. Aalto, sem er 65 ára gamall, er eins og að framan er sagt einn frægasti húsameistari heims og hefur verið talinn með al hinna róttækari brauðryðj- enda í nútfma byggingalist. Einar Olg. — Framn at l síðu eftir þessa 25 ára baráttu á þjóðfrelsissviðinu að varðveita og efla SósíalistafIokkinn“. DEILURNAR ORÐNAR OPINBERAR. Hér ganga þeir Einar Olgeirs son og ritstjórar Þjóðviljans beinlfnis í berhögg við sam- þykkt síðasta flokksþings kommúnista, sem vitnað er til hér að framan, og setja ræki- lega ofaní við Verkamanninm á Akureyri, sem vonaðist til þess á föstudaginn að „vetur- inn yrði notaður tU þess að stofnsetja og byggja upp nýj- an stjórnmálaflokk — fjölda- flokk vinstrj manna — senni- lega undir nafininu „Alþýðu- bandalag". Ekki hafa hinar innbyrðis deilur innan Sósíalistaflokksins fyrr birzt svo greinUega á síð- um ÞjóðvHjans sem í greinum Einars og ritstjórans í morg- un. IVIeð þedm hefir Þjóðviljinn tekið afstöðu gegn stórum hóp flokksmanna Sósíalistaflokksins í meginmálinu sem fyrir flokks þinginu í haust liggur. Við þvi má þess vegna búast að átökin harðni nú mjög innan flokks- ins, þegar hinn harði kjami hans hefir byrjað svo öfluga sókn. Olíufflutningar — Framhald .! bls. 1. til þessara flutninga og eru far- in austur með olíu. Herjólfur hefir einnig fengið undanþágu til að flytja mjólk, farþega og póst milli Vest- mannaeyja og Iands, en ekki vörur. Akraborg fer sínar ferð- ir óháð farmanmaverkfallinu, þar eð verkalýðsfélag Borgar- ness fer með samninga fyrir hönd háseta á þvi skipi, og þeir em ekki í verkfallinu. Kirkjútónleik- ar í Skálholti Opinberir orgelhljómleikar verða haldnir í Skálholtskirkju á sunnudaginn. Er bað Haukur Guðlaugsson organisti á Akra- nesi sem leikur á orgelið, hefj- ast þeir kl. 4 siðdegis. Á efnis- skrá verða verk eftir Pachelbel, Buxtehude, Bach og Max Reger. Þetta eru fyrstu opinberu kirkju tónleikar í Skálhoítskirkju. -...—....... ...... .... < Nær enginn síldnrafli Síldaraflinn s. 1. sólarhring var rýr og fengu 8 skip aðeins 4650 mál. Veður var slæmt og veiddist síldin um 130 mílur A-S.frá Bjarn- arey. Á Raufarhöfn eru nú allar þrær fullar og bíða nokkur skip löndun- ar. Eins og skýrt var frá í gær fann Þorsteinn þorskabítur allmikla torf ur í gærmorgun og voru á kastfæru dýpi um 50 sjómílum NA að norðri Haukur Guðlaugsson frá Raufarhöfn. Engin skip hafa kastað þar því að veður er slæmt. Minni skip eru nú óðum að bú- ast til heimferðar af miðunum, því að of langt er fyrir þau að sækja á miðin og löndunarbiðin á höfn- unum er orðin of löng. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför systur okkar og mágkonu SESSLEJU STEFÁNSDÓTTUR, píanóleikara. Gunnar Stefánsson, Guðríður Stefánsdóttir Green, Colonel Kirby Green. IÐNAÐARHÚSNÆÐI Iðnaðarhúsnæði, ca. 400-600 ferm., óskast keypt eða til leigu. Mætti vera á þremur hæðum. Ca. 150 ferm. skulu notast fyrir þungbyggðar vélar. Minnsti leigutími 10 ár. Tilboð óskast sent Vísi merkt: „Iðnaður — Verzlun“. Ný deild — Málmfylliug Höfum opnað nýtt verkstæði að Brautar- holti 3. Framkvæmum alls konar málmfyll- ingu og málmhúðun. Endurnýjum slitfleti með málmsprautun svo sem: Sveifarása (Bensín eða Disel), öxla margs konar o. fl. Þrautreynd aðferð með öllum tegundum harð- eða mjúkmálma. ' Ennfremur alls konar rennismíði. Þ.JÓNSSON&CO BRAUTARHOLTI 6 - SIMI 19215 —- - --- • .i Í'J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.