Vísir - 13.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 13.09.1963, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Föstudagur 13. september 1963. t vr^nwnni'jiii wmihh—on—ni uni in Útgefandi: Biaðaútgáfan VÍSIR. Rilstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Visis. — Edda h.f. FarmannaverkfalliÖ Enn stendur farmannaverkfallið og er þegar far- ið að valda verulegum erfiðleikum, einkum að því er varðar flutninga frá síldarverunum norðan og austan- lands á lýsi og mjöli. Uggvænlegt er og ef kemur til stöðvunar síldveiðanna vegna olíuskorts. Vonandi verður þeim vandræðum forðað og lcomið í veg fyrir að verkfallið bitni á starfsbræðrum farmanna, sjó- mönnunum á síldveiðiflotanum. Vonir stóðu til að lausn væri fengin á verkfall- inu, en svo reyndist þó ekki, er úrslit atkvæðagreiðsl- unnar voru kunn. Eins og ritari Sjómannafélagsins skýrði frá hér í blaðinu í fyrradag telja farmenn sig ekki hafa sambærileg laun við menn í landi og telja ekki réttmætt að tekið sé tillit til yfirvinnu í launa- útreikningum skipafélaganna, sem þau hafa birt á prenti. Kommúnistar leika undarlegan leik, í þessu verk- falli. Þeir gera allt sem þeir mega til þess að spilla fyrir lausn þess og beina jafnframt órökstuddum ásök- unum á hendur forystu farmanna. Vita þó allir að hún hefir haldið á málunum af einurð og festu og nýtur fyllsta trausts félagsmanna. Liðsveit kommúnisfa / íslenzkir kommúnistar hafa sérstakt lag á að gera sig að viðundri. Nú hefir ein af áróðursdeildum þeirra, „samtök hemámsandstæðinga“, auglýst mótmælafund við Há- skólabíó á sama tíma og varaforsetinn flytur þar ræðu sína. Kommúnistar á hinum Norðurlöndunum hafa skilið að heimsókn varaforsetans er kurteisisheimsókn þess manns, sem næstur gengur þjóðhöfðingja einn- ar helztu vinaþjóðar Norðurlandanna. Þeir hafa því haldið að sér höndum, og ekki staðið fyrir óspektum eða hrópum, enda er það ekki siðaðra manna háttur, þegar erlendir þjóðhöfðingjar koma í heimsókn. For- ingjar Sovétríkjanna hafa þannig farið í friði um Norð- urlönd, án þess að æsingafundir hafi verið haldnir gegn stefnu Sovétríkjanna. Og hvert er svo tilefni þessa kommúnistafundar? Að mótmæla yfirvofandi samningum um Hval- fjörð, segir Þjóðviljinn. En nú vill svo til að engir samningar eru á döfinni um Hvalfjörð. Bygging nokk- urra olíugeyma hefir verið leyfð þar. Um ekkert er því að semja. Því er ljóst, að fundinum er einungis ætlað að vera áróðurssamkunda þeirra fáu sálna, sem enn hafa ekki skilið þann einfalda sannleik, að í varn- arleysinu felst engin vörn. Skreiðaruppfinningin: fslenzkur skreiðarhjallur — betra bragð en eftir hraðþurrkim? Vísir skýrði í fyrradag frá nýrri aðferð sem Bretar teija sig hafa fundið upp til að hrað- þurrka fisk. Sé um hagnýta uppfinningu að ræða gæti hún valdið gjörbyltingu í skreiðar- framleiðslu og kollvarpað sölu- möguleikum Norðmanna og ís- lendinga á beztu mörkuðum þeirr.a. I viðbótarfregnum af þessari nýju uppfinningu sem borizt hafa segir, að Bretar hyggist smíða tilraunatogara með þessum hraðþurrkunar- tækjum, en sagt er að þau eigi að geta orðið þýðingarmikiil hluti í útbúnaði togara. Vísir hefur leitað álits Kristjáns El- íassonar, yfirfiskimatsmanns og Þórodds Jónssonar, for- stjóra, sem selur mikið af skreið á Afríkumarkaðinn, sem er þýðingarmestur markaða fyrir skreið. Þeim kemur saman um að hraðþurrkuð eða húsþurrkuð skreið muni aldrei geta orðið jafngóð og skreið, sem verkuð er með gamla laginu, og að hér sé ekki um hættu að ræða. Kristján segir: „Þar sem ég veit ekkert um þessa uppfinningu Breta um hraðþurrkun eða herzlu á skreið, og hefi ekki séð annað eða heyrt um hana, en það sem var I Vísi 1 fyrradag, — þá get ég ekkert um það sagt. Mér þykir þó sennilegt, að hér sé um að ræða flakaðan fisk eða flattan, því mér finnst það vera mjög ólíklegt,' að mögulegt sé að gegnþurrka ó- flattan stóran og þykkan fisk svo með loftblæstri, að hann verði fullverkaður og „bezta skreið” á 30 klst. Eftir reynslu þeirra manna sem ég veit um að hafa reynt svipaða húsþurrkun, bæði 1 Noregi og hér heima, þá verð ég að telja það vera með ólfk- indum að slíkt sé mögulegt. Skreiðarmarkaðir okkar kaupa mest af bolhertum fiski, þ.e. óflöttum fiski enda er is- lenzka skreiðin að heita má öll verkuð þannig. Ég tel því, að ekki sé ástæða til þess fyrir okkur, að óttast samkeppni við húsþurrkuð flök, á mörkuðum okkar, að öðru jöfnu. Ennfremur álít ég, að hús- þurrkuð skreið muni alltaf verða svo mjög frábrugðin þeirri, sem verkuð er með okk- ar gömlu og góðu verkunarað- ferð, 1 sól og köldum vindum, að sólþurrkaða skreiðin yrði bæði bragðbetri og úúits- fallegri, og sennilega þar að auki mun ódýrari I framleiðslu. Ég held því, að við íslending- ar þurfum ekki að óttast þetta, né heldur að við missum skreiðarmarkaðina, svo frama-r- lega sem við framleiðum sæmi- lega og góða vöru“. Þóroddur Jónsson sagði: „Ég tel þetta vera ýkjur og grobb hjá Bretum. Það er hægt að hraðþurrka smáfisk, bryggju- fisk, en hann verður algerlega bragðlaus. Það myndj líka mynd ast skel á fiskinn við hrað- þurrkun og fiskurinn myndi ekki þorna í gegn. Fólkið kaup- ir fiskinn vegna bragðsins, það vill sterka bragðið, en ekki bragðlausan fisk.“ íslendingar fluttu út skreið fyrir um 28 milljón krón- ur á sl. ári, langmest til Nígeríu. Nígerla kaupir skreið fyrir um 8 milljónir sterlings- punda árlega. Einn kunnasti útgerðarmaður landsins kom að máli við Vísi og kvað það ekki hafa komið nægilega skýrt fram í umræð- um er urðu vegna sölu togarans Freys til Bretlands, hver væri aðstöðumunur á útgerð í Bret- landi og á íslandi. Taldi hann mun ódýrara að gera út í Bret- landi, ekki sízt vegna þess að þar væri krafizt færri manna á skipunum og hvíldartíminn væri þar ekki eins langur og hér. Þess vegna gætu þeir kom- izt af með færri menn á brezk- um togurum. Hann benti á að brezka út- gerðin myndi láta sér nægja að hafa 21 mann um borð í Frey en hér hefðu þeir orðið samkv. lögum að vera 31 talsins. Það munar með öðrum orðum nokkur hundrað þúsund krón- um og jafnvel á aðra milljón króna árlega hvað kostnaður við mannahald er minni á brezk um togurum en Islenzkum. Sagði hann að af stærra manna- haldi leiddi að hvíldartíminn yrði langtum lengri á Islenzkum togurum en brezkum. Þá benti hann á að losun tog- ara í Bretlandi tæki yfirleitt miklu skemmri tíma í Bretlandi en á íslandi. Hér væri því yfir- leitt um áberandi meiri kostnað við löndun að ræða. Þessar ábendingar lagoi ut- gerðarmaðurinn fram 1 spurn- ingaformi og kvað svörin meðal skýringanna á því hvers vegna íslenzk togaraútgerð ætti orðið jafnerfitt uppdráttar og raun ber vitni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.