Vísir - 18.09.1963, Blaðsíða 1
VISIR
53. árg. — Miðvikudagur 18. september 1963. — 205. tbl.
Tveir ráðherrar
fóru utan í gaer
Enn óákveðíð
um þrjá starfs-
mannnhópa
í fyrradag var skýrt frá því hér
f blaðinu, að samkomulag hefði
orðið um niðurskipun í launaflokka
bæjarstarfsmanna. Þó verður að
taka það fram í þessu sambandi,
að fullt samkomulag hefur enn
ekki náðst fyrir þrjá starfsmanna-
hópa, lögreglumenn, brunaverðí og
strætisvagnastjóra. Standa viðræð-
ur enn yfir um staðsetningu þeirra
í launastiganum.
Tveir íslenzkir ráðherrar fóru
utan í gær, annar til Norður-
landa, hinn vestur um haf. Ól-
afur Thors, forsætisráðherra,
flaug með flugvél frá Flugfélagi
fslands til Kaupmannahafnar.
Hann mun sækja fund forsætis-
ráðherra Norðurlanda, sem hald
inn verður þar dagana 25. til
20 ' - mánaðar.
Gíslason viðskipta-
r. a fór til Washing-
toi. íun sitja þar ársfund
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, en
hann er fulltrúi fslands í stjórn
þess sjóðs. Einnig sækir við-
skiptamálaráðherrann fund Al-
þjóðabankans, sem haldinn er
um sama leyti og standa þessir
fundir yfir vikutíma.
Byssumaðurinn handtekinn
Nýi verðlagsgnmdvölhiriini í dag
Eins og Vísir skýrði
frá í gær varð ekki sam-
komulag í 6 manna
nefndinni um verðlags-
grundvöll landbúnaðar-
afurða á þessu hausti.
Grundvöllurinn fór því
fyrir yfirnefnd og kom
hún saman til fundar kl.
2 í dag. Vísir hafði í
morgun tal af formanni
nefndarinnar, Klemenz
Tryggvasyni, hagstofu-
stjóra. Kvað hann yfir-
nefndina mundu taka
endanlega ákvörðun um
verðíagsgrundvöllinn á
fundinum í dag, og ætti
sú ákvörðun að liggja
fyrir í kvöld. Eftir væri
svo að ákveða verð á
----------------------
Kvöldsöluþjónustan við
almeaning verður bætt
Á borgarstjórnarfundi n.k.
fimmtudag verða teknar til um-
ræðu tillögur þeirra Páls Lín-
dal og Sigurður Magnússonar
um lokunartíma sölubúða, en
sem kunnugt er hafa þær tillög-
ur valdið allmiklum blaðaskrifum
að undanförnu og hafa ýmsar
skoðanir komið fram á þeim.
Undanfarið hafa Iegið frammi í
verzlunum þeim, sem kvöld-
Bfoöið ? dag
BIs. 3 Leikfimi í bama-
skóla.
— 7 Um sýningu Ntnu
Tryggvadóttur.
— 7 Sjónvarpsstjarna —
nautabanl.
— 8 Johnson var afhent
myndaalbúm.
— 9 Humarveiði þrefalt
meiri en f fyrra.
1 frtff ■ Ví'i'.'V;\ ■) ; | -i '• !'
'•■ V ■ . ,
söluleyfi hafa undirskriftalistar,
sem mótmæla tillögunum á þeim
forsendum að þær feli í sér
„þjónustuskerðingu við almenn-
ing“. Undirskriftalistar þessir
hafa nú verið afhentir viðkom-
andi aðilum.
Að sjálfsögðu þykir tillögu-
höfundum nauðsynlegt að skýra
nokkuð mál sitt og boðuðu þeir
því til fundar með fréttamönn-
um í gær og afhentu þeim eftir-
farandi greinargerð. Það skal
þó tekið fram að þar sem rætt
er um að engar verzlanir verði
opnar eftir kl. 10 á kvöldin er
gert ráð fyrir að biðskýli verði
eftir sem áður opin til kl. 23.30.
í ýmsum blaðagreinum und-
anfarna daga, þar sem gagn-
rýndar eru tillögur þær um af-
greiðslutíma verzlana I Reykja-
vík o. fl., er nú liggja fyrir
borgarstjórn, hefur greinilega
komið fram, að greinarhöfundar
hafa annað hvort ekki kynnt sér
tillögumar nægilega eða skýrt
rangt frá af ásettu ráði. Þess
vegna þykir tillögumönnum
nauðsynlegt, að þetta komi
fram:
’Y : v'' \V.y,Vi*i't ‘{ i Vl'i:
I. Tillögurnar fela I sér að
þeirra dómi stóraukna þjónustu
við neytendur í Reykjavík. Er
það meðal annars fólgið í því,
að heimilað er, að allar verzl-
anir, sem þess óska, megi hafa
opið án sérstaks leyfis til kl.
22.00 alla föstudaga; þá verði
þeim og heimilað að hafa opið
til kl. 14.00 á laugardögum að
sumri, en kl. 16.00 að vetri.
Gert er ráð fyrir þvl, að til-
tekinn fjöldi verzlana megi vera
opinn til kl 22.00 alla daga
ársins nema 6 tiltekna helgi-
daga. Miðað er við, að slíkar
verzlanir verði í helztu íbúðar-
hverfum, og ákvarði borgarráð
fjölda þeirra að fengnum til-
lögum Kaupmannasamtakanna
og K.R.O.N. Allar getsakir um
það, að tiltekin stórfyrirtæki
eigi að sitja að þessari verzlun
eru algerlega tilefnislausar.
Þvert á móti hefur verið reikn-
að með þvf, að verzlanir skipt-
ist á um þessa þjónustu.
Þá má geta þess, að með til-
! lögunum er farið inn á braut,
sem ekki er leyfð nú, en það er
Framh. á bls. 5.
einstökum vörutegund-
um, og mun 6 manna
nefndin ákveða þá verð-
lagningu. Nái hún ekki
heldur samkomulagi um
hana fer það mál einnig
fyrir yfirnefndina til úr-
skurðar.
Auk hagstofustjóra
eiga sæti í yfimefndinni
Sæmundur Ólafsson af
hálfu fulltrúa neytenda
og Gunnar Guðbjarts-
son af hálfu fulltrúa
framleiðenda.
Byssumaðurinn var handtek-
inn í Lækjargötu um hádegls-
leytið á mánudaginn. Á mynd-
inni sést í pokann sem hrið-
skotabyssan var geymd í og
heldur maðurinn á henn; í hægri
hendi, en í vinstri hendi heldur
hann á pakka. — Maðurinn var
fluttur í hegningarhúsið og var
þar í fyrrinótt. í gær var hann
tekinn til yfirheyrslu. Gat hann
þess þá að hann hefði fengið
vélbyssuna hjá lögreglunni á
Akranesi, enda verið ráðinn til
þess að drepa veiðibjöllur.
Han kvaðst ekkj hafa ætlað að
nota byssuna en hins vegar væri
hann andstæðingur allra hern-
aðarframkvæmda, meðlimur i
Æskulýðsfylkingunni á Akra-
nesi og hcfði ætlað að taka þátt
í göngu kommúnista við Há-
skólabíó. „Þessvegna hefði hann
ekkj getað stillt sig um að sýna
andúð sína i verki þegar hann
fékk tækifæri í gær til að
hrækja á bandaríska fánann á
bifreið varaforsetans fyrir fram
an Stjórnarráðið“, stendur í
Igregluskýrslunni. Sá atburður
Frh. á bls. 5.
Þessi bifreið, R-5992, átti í æðislegum eltingaleik við lögregluna
sl. sunnud. Ökuníðingurinn komst undan, en náðist á mánudag.