Vísir - 18.09.1963, Blaðsíða 8
8
V í SIR . Miðvikudagur 18. september 1963,
Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegj 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línurj.
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Viðsjár með kommum
Miklar sögur ganga nú um ósamlyndi í kommún-
istaflokknum. Ósigurinn, sem flokkurinn beið í Alþing-
iskosningunum í sumar, var mikið áfall fyrir foringj-
ana, en skoðanir þeirra kváðu vera skiptar um orsök-
ina. Þeir kenna hver öðmm um ófarimar og ósam-
lyndið magnast svo með hverjum deginum, sem líður,
að við klofningi liggur. Ennþá einu sinni er talað um
að skipta um nafn, leggja Sósialistaflokkinn — Sam-
einingarflokk alþýðu, niður og kalla hann hér eftir
Alþýðubandalag. Þetta er gamall draumur Hannibals,
en hins vegar eru svo sterk öfl andvíg hugmyndinni,
að ólíklegt er að hún nái fram að ganga. Einar Olgeirs-
son berst t. d. gegn henni af öllum mætti, og til þess
skrifaði hann afmælisgreinina um Sósialistaflokkinn
nú fyrir skömmu, þótt mánuður væri þá enn til af-
mælisins!
Hugsanlegt er að samkomulag verði um nýtt nafn
einu sinni enn, ef forustumenn flokksins trúa því í
barnaskap sínum, að nafnabreyting komi að einhverju
gagni. Eftir reynslunni að dæma er það ekki líklegt,
enda sagt að sumir foringjarnir líki því við uppgjöf,
að fara að breyta um nafn einu sinni enn.
En það sem forustumenn kommúnista virðast ekki
átta sig á, eða vilja ekki skilja, er það, að fólkið er
að snúa við þeim baki. Unga fólkið, sem er að fá
kosningarrétt skipar sér ekki undir merki þeirra, með
sárafáum undantekningum, og margir af fyrri fylgis-
mönnum hafa sagt skilið við þá. Þess vegna hlýtur
fylgishrunið að halda áfram og ósigurinn að fjórum
árum liðnum, eða næst þegar kosið verður, að verða
ennþá stærri en í sumar. Og fengist Framsóknarflokk-
urinn til að hætta stuðningi sínum við kommúnista í
verklýðsfélögunum, væri hægt að þurrka þá mikið
til út á fáum árum.
Tíminn og varnarmálin
Ritstjóri Tímans helgaði heimsókn Johnsons, vara-
forseta Bandaríkjanna, forustugrein blaðsins s. 1.
sunnudag. Er þar farið mörgum fögrum orðum um
Bandaríkin og samskipti þeirra við smáþjóðir, m. a.
að þau séu óumdeilanlega „það stórveldi fyrr og síðar,
sem bezt hefur viðurkennt rétt smáþjóðanna“.
Um þetta ættu allir að geta verið sammála. Og
það er líka rétt, að Bandaríkjamenn skilja það, að fs-
lendingar „æski eftir eins skjótri brottför varnarliðsins
og aðstæður í heiminum frekast Ieyfa“. En með allri
virðingu fyrir þekkingu ritstjóra Tímans á heimsmál-
unum, verður að draga í efa, að hann sé dómbærari
á. hvenær þær aðstæður eru fyrir hendi, heldur en
herfræðingar Atlantshafsbandalagsins. Og það er eng-
'0 ástæða til að ætla að Bandaríkin vilji hafa hér
vamarlið lengur en þau telja nauðsynlegt, vegna „að-
stæðnanna í heiminum“.
53
Pétur kemur með síðustu film-kassettumar og afhendir þær Kristbjörgu konu sinni.
Johnson fékk albúm með
myndum af allri heimsókninni
i
Skipulögð og vel heppnuð uðgerð Péturs Thomsens
hvert sem hann fór, í Hótel
Sögu og inn í Háskólabíó.
Síðan kom kvenfólkið til sög-
Frh. á bls. 5.
anríkisráðuneytinu og banda-
ríska sendiráðinu höfou" 'verio
svo vikum skipti að undirbúa
heimsóknina og sjálfan heim-
sóknardaginn vann stór hópur
manna á þönum til að reyna að
gæta þess, að allt færi fram sam
kvæmt áætlun.
En sá sem mest hafði að gera
af þeim öllum var e. t. v. Pétur
Thomsen, sem var ráðinn hinn
o'þinberi ljósmyndari forsetans.
Honum tókst að vinna það
ótrúlega verk, að taka myndir af
allri heimsókninni og skila þeim
í kvöldverðarboðið að Hótel
Borg innlímdum fagurlega í
myndaalbúm. Áður en Johnson
varaforseti og fjölskylda hans
yfirgáfu veizlusalinn, gat Ás-
geir Ásgeirsson forseti afhent
Johnson þetta albúm og lét
hinn bandarfski heiðursgestur ó-
spart í ljósi undrun sína og að-
dáun yfir því að þetta skyldi
takast. Þegar hann fletti albúm-
inu komst hann að því, að sið-
ustu Ijósmyndirnar í því voru
teknar einmitt í þessu sama
hófi, sem hann nú sat í. Slikt
hafði engum myndatökumanni
á hinum Norðurlöndunum tekizt
að framkvæma.
Jj'réttamaður Visis brá sér nið-
ur í Ijósmyndastofu Péturs
Thomsens I Ingólfsstræti til að
grennslast fyrir um þetta.
— Hvernig gaztu framkvæmt
þetta á svo skjótan hátt? spurð-
um við Pétur.
— Ja, það var ekki annað að
gera en að skipuleggja verkið
nákvæmlega, líkt og þetta væri
þýðingarmikil hernaðaraðgerð.
Og ég ákvað að taka alla fjöl-
skylduna í það. Við skipulögð-
um það þannig, að Birgir son-
ur minn tók myndirnár á Kefla-
víkurflugvellinum, í Þjóðleik-
húskjallaranum, Árbæjarsafni, Systkinin Birgir og Helga hjálpuðu til við framkvæmdina.
Tjað var mikið að snúast dag- Blikastöðum, og úti fyrir Há-
inn sem bandaríski varafor- skólabíói. En ég fylgdi Johnson
setinn kom í Ieifturheimsókn varaforseta eftir frá Bessastöð-
sína til islands. Fjöldi starfs- um ,að Stjórnarráðinu og síðan
manna os aðstoðarmanna> í ut-
i i* v’ V þi’ ili'i í' ! \ ■ i ( i i >’v V ;i !' i ", V- 1 1 ' • ''
i ' M l, k,