Vísir - 18.09.1963, Blaðsíða 4
4
/
VÍSIR . Miðvikudagur 18. september 1963.
W
Bréf sent VISI
Ekki skal
bónda heldur safna iiði“
Tpyrir nokkrum dögum komu
sjö þúsund höfuðborgar-
búar vonsviknir frá iþrótta-
kappleik við Breta. Landinn
bauð fram sitt vaskasta lið, en
beið hinn sögulegasta ósigur.
Margar ytri ástæður voru í
góðu lagi við þessa kappraun.
Bærinn lagði fram góðan mill-
jóna völl. Stórhugur er í bygg-
ingamálunum því að hjá þess-
um velli er verið að reisa
íþróttahvelfingu sem kostar
milljónir. Tilsýndar minnir
þetta hús helzt á Péturskirkjuna
í Róm. En ekkert af þessum
gæðum varð íþróttamönnunum
að björg f þetta sinn. Ósigur-
inn var óumdeilanlegur. Önnur
hliðstæð kappraun bíður Islend-
inga í London.
Skörungsekkja fyrr á öldum,
missti mann sinn í kappleik
þeirrar aldar við enska ofbeld-
ismenn. En íslenzka konan gafst
ekki upp. Hún lærði af ósigrin-
um hversu úr skyldi bæta. Vörn
in var aukin og viðeigandi sigur
unninn á þeirri tfð.
Reykjavík hefur tapað leik
fyrr en nú, en sýnt þrek og
framsýni og jafnaði metin. Um
1870 var engin fleyta með þii-
fari í eigu manna við Faxaflóa
og enginn maður með sjómanna
kunnáttu til að stýra slíku
skipi. En það var hugur og
dirfska í afkomendum Ingólfs
Arnarsonar. Fátækur, föður-
laus piltur vestan af fjörðum
kom til Reykjavíkur, nam sjó-
fræði og kenndi síðan á ára-
tugum hundrað vöskum bæjar-
búum skipstjórn. Þá kom á
sjónarsviðið piltur úr miðbæn-
um, sterkur og vaskur, en svo
auralaus, að hann gat ekki
komizt í Latínuskólann sökum
fátæktar. En hann skorti hvorki
kjark eða orku. Hann vildi eign
ast skútur og gera þær út.
Þessir tveir áhugamenn lögðu
grundvöilinn að veldi Reykja-
vfkur. Þeir og samtíðarmenn
þeirra breyttu Reykjavík á 30
árum í útgerðarbæ með 100
þilskipum. íslenzkur saltfiskur
varð úrvals vara á Spáni. Það
an fékk landið á góðum árum
20 milljónir gullkróna fyrir
bezta saltfiskinn sem þá var
til á markaðinum. Ingólfsbær
óx hraðfara. Nokkrar götur
voru fullbyggðar á fáum árum.
TTm aldamótin komu enskir
togarar og sópuðu íslenzk
mið uppundir landsteina. ís-
lenzkir sjómenn unnu hreysti-
verk á stórum fiskibátum og
skútum, en þeir kunnu ekki að
toga. Bretarnir fengu oft svo
mikið af fiski hér við land, að
þeir vörpuðu ódýru tegund-
unum í sjóinn. íslendingar
kynntust Bretum í hafinu og
fór vel á allri sambúð með son-
um stórþjóðar og smáþjóðar
eins og oft endranær. Þá hófust
gagnkvæm viðskipti milli reyk-
vfskra sjómanna og brezkra
togaramanna. Islendingar fengu
feiknin öll af nýjum og góðum
togarafisk, fluttu hann í land,
en borguðu með brennivfni eftir
því sem með þurfti. Þá orti eitt
af góðskáldum þjóðarinnar
snillilegt gamanljóð um einn
dugl. útgerðarmanninn sem
fiskaði vel og verzlaði líka við
Bretann, skipti á brennivíni og
þorski. Erindið er svona:
„Nesja-Gvendur, Nesja-
Gvendur,
nú er kominn hér,
Trollar hann með tröllum,
tekur fisk af öllum.
Gullið enska, gullið enska,
Gvendur f vösum ber.“
Ekki undu Islendingar nema
stutta stund við þessa atvinnu.
Þeir lærðu af Bretum að nota
togara og gerðu Reykjavfk að
mikilli togarastöð. Yfirmenn og
hásetar á þessum togurum voru
úrvals fólk að orku og áhuga.
Þeir lærðu af Englendingum
alla þá mennt sem með þurfti
til að stunda togaraveiðar við
Island með góðum árangri og
komust fram úr lærifeðrunum.
Innan tíðar voru Islendingar
komnir ámóta Iangt fram úr
Bretum f togaraveiði hér við
land eins og Bretar voru fremri
íslendingum á leikvanginum f
Laugardal. Þessa sögu má end-
urtaka. fslendingar keyptu skút-
ur af Bretum og lærðu að nota
þær. Þeir keyptu togara af
eftir Jónas
Jónsson
fró Hriflu
Bretum og urðu brátt fullnuma
f þeirri útgerð. Þjóðin hefur
lfka numið knattspyrnu af Bret-
um, en ekki til fulTS. Éh'það 'er
íslenzkt yfirsjónarmál en ekki
brezkt.
Fyrir nokkrum árum hafði
ungur Reykvíkingur, Albert
Guðmundsson, félagi í K. F. U.
M. numið knattspyrnu f Eng-
landi með þeim hætti að hann
varð á skömmum tíma í allra
fremstu röð afburðamanna f
þessu efni í Englandi, Frakk-
landi, Italíu, Spáni og Suður-
Ameríku. Hann hvarf heim á
hátindi frægðar sinnar til
Reykjavfkur til að sinna at-
vinnu sinni, en það var verzlun.
Þá mennt hafði hann búið sig
undir f Englandi, en knatt-
spyrnan hreif hann um stund
frá atvinnunni, að íþróttamál-
unum. Þegar Albert var alkom-
inn til Reykjavíkur, bauð hann
leiðtogum knattspyrnumálanna
ókeypis aðstoð sína við að
skipuleggja knattspyrnuíþrótt-
ina á grundvelli stórþjóðanna,
að því er snerti mennt og kunn-
áttu. Boði hans var hafnað með
meiriháttar vöntun á háttvísi.
Þá kenndi Albert án endur-
gjalds drengjum í Hafnarfirði
knattspyrnu um tveggja ára
skeið og kom þeim með mik-
illi elju vel á veg í þeirri fþrótt
sem þeir höfðu áður haft lftil
tækifæri til að stunda. Um
sama leyti sendu höfuðstaðar-
búar úrvalsflokk knattspyrnu-
manna til að þreyta leik við
Frakka og Belgíumenn. öll
franska þjóðin þekkti vel afrek
Alberts Guðmundssonar og
uppruna hans á Islandi. Menn
gerðu ráð fyrir að úr því að
íslendingar sendu lið til Suður-
landa þá mundu knattspyrnu-
menn f þvf liði vera á borð við
Albert Guðmundsson, en það
fór á annan veg. Ósigur Islend-
inga f Belgíu og Frakklandi var
enn tilfinnanlegri heldur en
töpuðu mörkin á dögunum á
Laugardagsvellinum.
Tslendingar eru um þessar
mundir í knattspyrnumálum
líkt settir og Nesja-Gvendur og
hinir vösku sjómenn hans sem
skiptu við Breta á fiski og
brennivíni. Við erum broslega
vanmáttugir. Þó skortir hér
ekki álitlegan Iiðskost í knatt-
spyrnu eins og fleiri íþrótta-
greinum. En hér skortir til-
finnanlega tækni og það and-
rúmsloft í bænum og lanchnu,
sem veitir dugandi mönnum
nauðsynlegan stuðning til að
vinna afrek. Albert Guðmunds-
son varð sá afreksmaður sem
raun ber vitrii um með þvf að
vilja nema til fullnustu knatt-
spymumenntina. I trúarlegum
málum fylgdi hann sömu æf-
ingu eins og liðsmenn Gustafs
Adolfs og Cromwells þegar
þeir unnu sína mestu sigra. Þá
æfingu hafði hann fengið í
fóstri ömmu sinnar og hjá sr.
Friðrik f K.F.U.M. En á starfs-
tfma hans utanlands var aldrei
vín á borðum. Svefn- og hvíld-
artími ákveðinn af kunnáttu-
mönnum. I æfingum og baráttu-
leikum var það fyrsta boðorðið,
að hugsa ekki um eigin metnað
heldur sigur og gengi leik-
flokksins. Með andlegri og
þrotlausri þjálfun náði Albert
þeirri tækni sem gerði hann
um nokkurra ára skeið einn af
fremstu mönnum heimslistar í
knattspyrnu. Forustulið ís-
lenzkra knattspyrnumanna
fylgdi f skiptum við Albert
slysagötu Frakkakeisara þegar
hann þáði ekki gjöf Fultons
hins enska, sem bauð honum
valdið yfir hafinu.
Um þessar mundir stöndum
við Islendingar í knattspymu-
málum á svipuðu stigi eins og
Reykvfkingar þegar Markús
skólastjóri og Geir Zoöga út-
gerðarmaður hófu nýsköpun
skútualdarinnar eða þegar
Nesja-Gvendur og hraustir sjó-
liðar hans sáu hylla undir rétta
leið f togaramálum þjóðarinnar.
íslendingar eiga nóg efni í sig-
ursæla knattspyrnumenn. Þar
mun vera liðsafli, sem ekki
stendur að baki sjómönnunum
sem komust fram úr Bretum í
togaraveiðunum við Island. En
þeir þurfa andlega og lfkam-
lega þjálfun sem knattspymu-
liðsoddarnir þáðu ekki þegar
þeim var boðin hin bezta liðs-
saga. En íþróttalið þjóðarinnar,
konur og karlar, þurfa að
styrkjast við hressandi blæ
samtfðarinnar.
Um síðustu aldamót átti ís-
lenzka þjóðin fleiri skáld held-
ur en nokkm sinni endranær
f allri sögu sinni. En kringum
þessa afreksmenn stóðu þús-
undir karla og kvenna um allt
land sem fylgdu með vakandi
eftirtekt afrekum sinna beztu
manna. F.n um þá helgi þegar
ísland beið sinn mikla ósigur
á knattspyrnuvellinum vom öll
danshús í höfuðstaðnum full af
dansandi fólki, þar sem annar
hvor maður var undir áhrifum
áfengis og margir ölvaðir. Oti
á götunni var lögreglan önnum
kafin við að hirða dauða-
drukkna menn og raða þeim í
ból sín á Síðumúla eða f Stein-
inum meðan nokkurt rúm var
til.
Tslenzka þjóðin má í knatt-
x spymumálum minnast drengi
legra orða skömglegrar ekkju
sem ákvað að rétta hlut ættar
sinnar með útsjón og breki, en
ekki með grátkviðum. Iþróttalið
Reykjavfkur hefur nú beðið
mikinn ósigur og hann var ó-
hjákvæmilegur, eðlilegur og
réttmætur. Nýir sigrar verða
undirbúnir. Fordæmi em til
eftirbreytni hér f bænum svo
að ekki sé lengra farið. Við-
reisnin hlýtur að verða marg-
þætt. Hún gerist ekki nema að
litlu leyti á Laugardalsvellinum.
Það þarf nýjan og hressandi
andblæ f bæjarlffið. Kynslóð
sem breytir dansinum, einni
fegurstu íþrótt mannkynsins í
auðvirðilega svallæfingu á ó-
numið mikið af sinni lexíu. Ef
til vill er hægt að læra nokkuð
af gamla Geir og Markúsi
skipstjóra þar sem þeir stóðu
fyrir næstum einni öld á möl-
inni við hafnlausa strönd með
tvær hendur tómar, en alráðnir
að gera garð Ingólfs að miklum
og glæsilegum útgerðarbæ og
verzlunarbæ.
Keriingarfjallakvöldvaka
Annað kvöld verður sameiginleg
kvöldvaka f Þjóðleikhúskjallaran-
um fyrir þá sem dvalið hafa á
skíðanámskeiðum í Kerlingarfjöll-
um í sumar.
Eins og áður var skýrt frá í
Vísi var starfandi skíðaskóli f
Kerlingarfjöllum í sumar og nem-
endur voru samtals hátt á 2.
hundrað. Nú koma þeir til sam-
eiginlegrar kvöldvöku í Þjóðleik-
hússkjallaranum annað kvöld kl.
9. Þar verða m. a. sýndar kvik-
myndir frá öllum námskeiðunum f
sumar, þar verður sungið og dans-
að auk fleiri skemmtiatriða.
Myndin hér að ofan sýnir eina
hlið Iandslags f Kerlingarfjöllum,
en þar getur m. a. að lfta ínhella
og hrikalegar sprungur, sem m. a.
myndast vegna jarðhita undir
snjónum.