Vísir - 18.09.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 18.09.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Miðvikudagur 18. september 1963. 75 Peggy Gaddis. 25 Kvenlæknírinn — Vonandi var mér ekkj hall mælt í yðar eyru. — Nei, það var nú öðru nær, svaraði Larry. — Larry var að fara, sagði Rosa lie þurrlega. Hann leit til hennar snöggt eins og f mótmælaskyni, en áður en hann fengi svarað sagðj Meredith: — Það var leitt, gætuð þér ekki dokað við og borðað með okkur, herra Sterling? Andlit hans ljómaði og það var auðséð, að hann vildi giarnan þiggja boðið. — Það væri mér ánægja, sagði hann. — En hann getur það ekki, sagði Rosalie næstum fjandsamlega, hann þarf að ná í næstu lest. Hann horfði á hana, nú þreytu- legur, vonsvikinn, en Rosalie var næstum skipandi á svip, og undrun Meredith yfir ruddaskap hennar, þar sem þessi kunnir.gi hennar hafði þegið boðið þakksamlega og kurteislega, var svo mikil, að hún fékk engu orði upp komið. Það var eins og einhver þögul átök væri að ræða milli þeirra, hans og Rosalie. Þau horfðu hvort á annað — og hún sigraði. Hann sneri sér kyrrlátlega að Meredith og sagði: i— Ég er smeykur um, að af þessu getj ekki orðið núna — kannski einhvern tíma seinna. — Hvenær sem hentar, sagði Meredith vinsamlega. — Verið þér sælar, Blake lækn ir, sagði hann, það var ánægjulegt að kynnast yður. Han sneri sér að Rosalie og sagði sorgbitinn: — Þetta er þá — kveðjustund, Rosalie? — Það verður svo að vera, sagði Rosalie hörkulega og sneri sér und an. Larry rétti úr sér og það var eins og hann yx; að vallarsýn. Svo sneri hann sér snöggt við og gekk út. Rosalie stóð grafkyrr, eins og hún þyrði ekki að draga andann, fyrr en fótatak þessa vinar hennar heyrðist ekki Iengur, og garðhliðið féll að stöfum. En þá var eins og máttur hennar væri þrotinn. Hún hneig niður á kné hjá stól Jónatans frænda og huldi andlitið í höndum sér. — Hann, — hann er farinn, hvíslaði hún, og Meredith hafði aldrei fyrr orðið var slíkrar hryggð ar og vonleysis í rödd hennar. — Hann er farinn og ég sé hann aldrei aftur. — Þú elskar þennan mann hvísl- aði Meredith. — Já, ég elska hann, sagðj Rosa Iie og leit upp, en ég býst ekki við, að þú skiijir það, jafn köld og tilfinningaiaus og þú ert, — ef bú værir það ekkj mundirðu ekki halda áfram að kvelja Hugh — og "fáifa big — Meredith fölnaði og beit á vör sér og þjáningasvipur kom á andlit hennar. Eftir stutta þögn sagði hún 'nildalega: — Þess er engin þörf að ræða um Hugh og okkar einkamál vegna bess sem milli þín og þessa manns sr — eða var. Þegar alit kemur til alls eru það einkamál þín, sem þú ert að fitja unp á. Þú segist elska Lawrence Sterling og hann virðist sannarlega elska þig — og hvað er bá að? Rosalie virtist eiga í harðri bar áttu við siáifa sig, en svo hreytti hún út úr sér: — Aðeins það að hann á eigin- giarna konu. sem ekki vill sleppa bonum. — Hann er kvæntur, sagði Mere dith og var auðbevrt að henni "‘bafði hrugðið mjög. — .Tá. saaði Rosalie, nú vonlevsis iega, og ég — ég er svo vitlaus í honum, að ég er að ganga af vitinu. Hún huldi á ný andlitið í höndum sér sem snöggvast og hélt svo á- fram: — Þegar ég kom heim hélt hann. að hann gæti fengið hana til að fallast á skilnað. Þau búa ekki sam an, það er að segja, þau hanga sam an undir sama þaki, því að þau eiga þriggja ára strák, og Larry ætlaði að láta hana fá nærri allt, fallega heimilið sitt og allt sem hann gæti við sig losað, ef hún féllist á skilnað — og að drengur inn yrði til skiptis hjá þeim. Hann vildi ekki flækja mér i þetta, og sendi mig heim. Við vorum svo viss um, að allt mundi ganga eftir áætlun, og svo — þegar hann lagði lagði spilin á borðið þá — bara hló hún að honum. — Rosalie mín, mikið barn ertu, sagði Meredith af viðkvæmni, en víst hefi ég samúð með þér, en þú verður að horfast í augu við þetta: Hún er konan hans, og þau eiga barn, sem þeim vafalaust þykir báðum vænt um — og — hann er allmiklu eldri en þú. — Já, ég er ung, sagði Rosalie næstum heiftarlega, ég er ung og ég hef verið ástfangin fyrr og kom ist yfir það, og það tekst kannski líka núna. — Mikill heimskingi ertu Merry, heldurðu, að ég viti ekki hvað ég vii. Allt sem gerðist áður var eins og barnaleikur saman borið við þet ta. Ég veit að Larry er eini maðurinn, sem ég nokkurn ti'rna hefi elskað og mun elska. Mér er efst í huga að fara til hans, og búa með honum — — Rosalie það mundurðu aldrei gera, greip Meredith fram í. Rosalie leit á hana kuldalega. — Nei, ekki það? Ég mundi fara til hans eins og skot — en hann vill það ekki. Hann segist vilja kvongast mér - hafa mig hjá sér ævilangt. Hann þráir börn — að við eignumst börn. Meredith sat þögul langa stund. loks tók hún til máls: — Ef þessi kona elskar hann ekki, ef ekki er um neitt ástalíf að ræða lengur þeirra milli, hverjar eru 'þá ástæður hennar fyrir að neita honum um skilnað? — Henni er að skapi að vera frú Lawrence Sterling. Henni er að skapi að búa í stóra, skrautlega hús inu, sem hann byggði hennar vegna. Hún vill halda stöðu sinni í félagslífinu, virðingu sinni — hún vill ekki vera „stakur“ gestur í boðum . . . Rosalie varð að hætta vegna klökkva. En brátt gat hún haldið áfram. — Þau — þau hafa í rauninni ekki — það hefir ekki verið nein ást, ekki neinn innileiki, þeirra á milli, alla tíð síðan drengurinn fæddist. Og hún sagði honum, að hann gæti leitað til annara ef hann vildi, en það mættj bara ekki kom- ast upp. Rosalie barði með knýttum hnef anum í gamla stólinn. Tillit augna fesnnar.jöiíu^Ji-v,i|pi. — Ég — ég gæti drepið hana. — Rosalie, — sagði Meredith undrandi og hneyksluð. — Mér er rammasta alvara — helzt þannig, að hún kveldist sem lengst. Þú gætir kannski bent már á eitthvert hægdrepandi eitur? Meredith horfði á hana þögul, furðu lostin, gerði sér ljóst að þetta var mælt í æði og örvænt- ingu, beið þess að hún róaðist. Rosalie dróst á fætur með erfiðis munum, neri augun með blautum vasaklútsblettinum, og sagði: — Segðu ekkert, — ég grenja að minnsta kosti ekki frekara. Ég kem ekki að kvöldverðarborðinu, matar lystin er engin, aldrei þessu vant. Meredith ætlaði að leggja ró- andi hönd á herðar henni, en fyrr en hún gætj gert það var Rosalie rokin út, og fáeinum andartökum síðar heyrði Meredith, að hún skellti aftur svefnherbergishurð sinni. Meredith sat áfram um stund í gömlu fremur skuggalegu setustof unni hugur hennar fullur samúðar og meðaumkunar í garð Rosalie, hinnar ungu systur sinnar, sem æ ofan í æ þurfti að verða fyrir sár- um vonbrigðum. Meredith ályktaði af því, sem hún hafði heyrt, að engin von myndi til þess að kona Lawrence Sterlings mundi neitt vilja gera, til þess að maður hennar fengi skilnað. Henni fannst augljóst að hún myndi ein þeirra kvenna, sem teldi mikilvægast að geta borið giftingahringinn áfram og nafn manns síns, þótt engu yrði við ujargað til endurreisnar hjónaband^. sælunni. Kannski ól hún líka vonir um að sættir tækjust síðar með henni og manni hennar. En ekki gat Meredith varist því með öllu að álykta að konan — sem hún að vísu þekkti ekki — gerði ekki það sem rétt "var, og hafðj það sfn áhrif á Meredith, að hún hugði um sanna ást að ræða í brjósti beggja, Rosalie og Lawrence, en hún vissi líka að Rosalie myndi hörð og ósveigjanleg gagnvart vart Lawrence, eins og jafnan þeg ar hún fékk ekki vilja sínum fram gengt. Meredith stundi þungan og stóð upp. Þetta hafði verið erfiður dag ur og hún var allþreytt orðiii. Þeg ar hún kom fram í forstofuna mætti hún Jennie, sem spurði: — Hvernig er þetta? Kemur eng inn til kvöldverðar? — Rosalie er dálítið miður sín og kemur ekki niður. En ég er hér, Jennie, — og að bana komin af hungri, — Já, að bana komin af hungri, en ef ég þekki þig rétt borðarðu ekki meira en það sem hægt væri að troða upp í nös á ketti, og svo þegar þú stendur upp frá borðum segistu vera alveg að springa, — en annars vona ég að lystin örvist þegar þú sérð hvað ég hefi til þess að gæða ykkur á. Hvernig væri annars að slá á þráðinn til herra Hugh. Ég er viss um, að hann kann að meta réttina rnína. — Þessi uppástunga þín ber blátt áfram vitni um hve snjallar hug- myndir ggfa sKotið upp. þjá þér, sagði Merry glettnislega og gekk að símanum, en Jennie Ijómaði af á- nægiu og lagði leið sína fram í eld húsið. Hún hringdi í skömmtunarskrif- stofuna og rödd Hugh var þreytu leg fremur venju. Meredith reyndi að breyta rödd sinni og reyndi að vera eins mjóróma og hún frekast gat. — Já, þetta er í skömmtunar- skrifstofunni, sagði Hugh. — Ég sótti um aukabenzín- skammt fyrir þrem dögum og hefi ekki heyrt frá ykkur — en ná- grannakona mín, sem . . . — Vertu ekki að þessu, sagði Hugh, og var rödd hans glöð og hlý. Þú heldur þó ekki, að þú getir breytt rödd þinni svo að ég kann Jst ekki við hana. Guð sé lof, að þú hringdir elskan — þetta hefur verið leiðinlegur dagur, og ekkert gat verið betra en að heyra í þinni fögru rödd nú. — Hefur það verið mjög slæmt í dag, elskan, það var leiðinlegt. — Taiaðu áfram í þessum dúr, vina mín, það er mikil bót í því. T A R Z A N Ég vona að Medu sjáj sér fært að koma á fundinn, segir Tarzan. Hann er sá maður sem allir töfra menn hata og óttast. Ég þekki hina miklu kunnáttu hans og dugnað til þess að lækna fólk og gera það sterkt. — Já, bætir Tut við. Medu er bæði vitur og heið- arlegur. Við sendum börn okkar ávallt til hans þegar eitthvað bjátar á. Við skulum vona að ekk ert hafi komið fyrir hann. — Jennie segist hafa tilbúna hina lystilegustu rétti til kvöld- verðar hélt Meredith áfram. — Ber að skilja svo, að það eigi spurði Hugh af áhuga. að bjóða mér til kvöldverðar, — Það ber að skilja svo, hjartað mitt, Rosalie — líður ekki sem bezt, svo að það verða bara við tvö ein. Það var þögn drykklanga stund og svo tók Hugh til máls eins og varlegast væri að vera ekki trú-._ aður á þetta um of. r OSUIKENNSLA ^ HÆFNISVOTTORÐ ÚTVEGA ÖLL GÖGN VAROANDI BÍUPRÓF ÁVALT NÝIAR VOlKSWAffiEN SiFREiðAR sími 19896 (Stærsta úrval bifreiða á teinum stað. — Salan en örugg hjá okkur. Bílakjör iNýir bílai Commer Cope St. BIFREÍÐALEiGAN, BergþOrugötu 12 Simai 13660. H47? og T6,Wb \/WW/V/V\/W\A/\AAAAAA/v 16250 VINNINGAR! 5i hver rniði vinnur að meðaltali! stu vinningar 1/2 milljón krónur. Óeiýrnr þykkor drnigjcapeysur HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.