Vísir - 18.09.1963, Blaðsíða 5

Vísir - 18.09.1963, Blaðsíða 5
V1SIR . Miðvikudagur 18. september 1963. » 5 Thomsen — Framhald af bls. 8. unnar. Kristbjörg kona mín vann sitt starf inni I myrkra- herberginu og kannski er það þýðingarmesti hlutinn til þess að hraða verkinu. Loks bættist Helga dóttir mín í hópinn. Hún sá um að þurrka myndirnar og líma þær inn f albúmið. — TTefur Birgir sonur þinn lengi stundað ljós- myndun? — Hann er í ljósmyndara- námi, virðist ætla að feta í fót- spor föðurins. Og þó ég segi sjálfur frá, er hann mjög efni- legur. — Hvað tókuð þið margar myndir? — Við skulum sjá. Ég hafði 75 kassettur af 4 sinnum 5 plöt- um. Það gera 150 myndir. Svo tók ég þrjár filmur á Rolleiflex- inn, sem gerir 36 myndir. Og Birgir sonur minn tók um 250 myndir á 35 mm filmu. Þetta gerir nokkuð á fimmta hundr- að ljósmyndatökur. Af þeim notuðum við eitthvað á milli 80 og 90 ljósmyndir í albúmið. Það voru allt stórar myndir, 18 sinnum 24, og ég held mér sé óhætt að fullyrða, að þær voru allar vel unnar. Þetta voru líka margt mjög líflegar myndir og það á ég m. a. varaforsetahjón- unum að þakka, því að það var mjög skemmtilegt að taka mynd ir af þeim, þau eru bæði svo lífleg og alltaf eitthvað að ger- ast f kringum þau og myndirn- ar hafa orðið líflegar líka. — Hvernig gaztu komið film- unum upp í Ingólfsstræti til framköllunar, þegar þú þurftir alltaf að fylgjast með varafor- setanum? — Við höfðum tvo fasta leigu bíla1 f sendiferðum. Þeir voru mjög fljótir í ferðum og voru fullir af áhuga fyrir því að á- ætlunin heppnaðist. — llTvað heldurðu að síðustu myndimar hafi verið orðnar gamlar, þegar þær komu tilbúnar í albúminu niður á Hótel Borg? — Þær hafa verið um klukku- tíma gamlar. Styttra er ekki hægt að þafa það, því að fram- köllunin og ferðirnar fram og til baka taka sinn tíma. — Var þetta ekki erfitt verk? — Mér fannst það vinnast vel. Það gekk alls staðar eins og í sögu að taka myndirnar, eins og ég sagði áðan mikið fyrir það hvað Johnson varafor- seti er skemmtilegur maður. En samt er maður nú eftir sig eftir skorpuna. í ljósmyndastofunni er allt eins og eftir loftárás. En ég held ég fari við fyrsta tæki- færi á gæsaskytterí. Laugardalur — Framhald af bls. 16. Stefnir Ólafsson hefur átt heima að Reykjaborg sl. 47 ár. Reykja- borgarlandið er 5 hektarar og und- anfarið hefur Stefnir verið með 5 nautgripi, milli 20 — 30 kindur og einnig nokkuð af hænsnum og önd- um. Er við spurðum Stefni hvern- ig honum þætti að þurfa að hætta búskap, svaraði hann: — Það er óneitanlega mjög erf- itt að sætta dig við það, eftir að maður hefur verið hér í 47 ár. Foreldrar mínir byggðu þennan bæ, og bjuggu hér, en síðan tók ég við búinu. Þegar foreldrar mln- ir byggðu þennan bæ, var engin byggð hér í kring, og ég man þá tíð, að það þótti tíðindum sæta að fá að fara í kaupstaðinn. Nei, þá var ekki hægt að skreppa upp á Suðurlandsbraut og taka strætó. — Ég hef alla mína tíð stundað búskap, og því finnst mér erfitt að þurfa að farga dýrunum. Annars er mjög erfitt að búa hér í Laugar- dalnum. Umferðin er mikil og á- troðningur barna og margra fleiri gífurlegur. Ég hef veitt þv£ at- hygl; nú í seinni tíð, hvað mörg börn kunna alls ekki að umgang- ast dýr, þau þurfa ætíð að vera að hrekkja þau. Að sfðustu vildi ég segja það, að mér gremst það mjög að ég hafi enga tilkynningu fengið um það að hér eigi að Ieggja niður búskap og taíka erfðar festulandið. Það eina sem ég hef séð hefi ég lesið í blöðunum. Það minnsta sem þessir herrar geta gert er að tilkynna okkur sam- þykktir sínar. Sigrún Bjarnar hefur búið að Laugarbrekku undanfarin 21 ár, en áður bjó hún að Raúðará. Sigrúii sagðj okkur, að hún hefði um 1Ó nautgripi og einnig hefði hiún nokkr ar hænur. Túnið að Laugarbrekku er 25 dagsláttur. Þegar við spurð- um Sigrúnu hvort ekki væri erfitt að þurfa allt í einu að hætta að búa svaraði hún: Þetta hefur legið í loftinu í nokkuð Iangan tíma, en ég sé mikið eftir skepnunum. Eink um þykir mér þetta leiðinlegt vegna sonar mfns sem mikinn á- huga hefur á búskap. OlíumöB —- Framhald af bls. 16. verið völtuð sem skyldi. En að sjálfsögðu er hægt að sletta og laga áferðina með því að kemba veginn. Einnig sagði Ólafur, að íbúarnir á umræddu svæði, sem olíumölin hefði verið borin á, væru mjög ánægðir, eftir þvf sem hann vissi bezt. Jón Bergsson, bæjarverkfræð- ingur í Hafnarfirði, sagðist vera Ákveiii ai takmarka vöru■ kaupalán erlendis á bílum Viðskiptamálaráðuneytið hefur f samráði við Seðlabankann og gjald eyrisbankana ákveðið að takmarka nokkuð heimild til innflutnings á vörum með greiðslufresti erlendis. Verður nú felld niður heimild til að nota greiðslufrest við bílainn- flutning, en sú heimild hefur mjög auðveldað bflainnflutning á þessu ári og m.a. gert bílasölufyrirtækj- um kleift að hafa bfla til á lager til sölu. Verður héðan í frá bannað að nota greiðslufrest við innflutning á fólks-og sendiferðabifreiðum, nema mjög ánægður með olíumölina, sem lögð hefði verið á þar f bæ. Þegar mölin var lögð niður var veður mjög óheppilegt, m. a. mikil rigning. Vegna þess að pollar hefðu verið á stöku stað hefðu myndazt holur, en þar sem undirstaðan var góð og slétt er olíumölin mjög góð og ekki er hægt að sjá mun á henni og asfalti. Sagði Jón, að strax og tæki- færi gæfist myndi olíumöl verða sett á það svæði, sem pollarnir voru á og holurnar mynduðust, síðan yrði farið með hefli yfir og þvf næst valtað. Jakob — Frh. af bls. 16: leiðis er stór floti norskra skipa á reknetaveiðum:. • • ';>&■' Er ■ eitthyað bilað hjá ykkur eða eruð þið að sækja vistir? — Hvort tveggja. Það varð smá bilun hjá okkur, sem gera þurfti við og svo þurftum við að taka vatn o.fl. þvf að við vorum búnir að vera úti f hálfan mánuð. Við förum aftur út í kvöld. 111 myndir — Framh. af bls. 13. máli Jón Engilberts listmálara, en Sólveig var um tfma undir handleiðslu hans. Var listamað- urinn glaður og reifur, og kvaðst alltaf hafa fylgzt með ferli Sólveigar. Fyndist sér hún vera í stöðugri sókn, og væri sér það mikil ánægja. Þessar 111 myndir, sem Sól- veig hefur gefið til styrktar góðu málefni, eru allar til sölu, óg hafa því Reykvíkingar tæki- færi til að sýna hug ‘sinn, og hafa þegar gert að nokkru leyti, því að um það bil helmingur myndanna var þegar seldur f gærkvöldi. Tekinn tvisvar sömu nóttina fyrir atvinnubflstjóra, jeppabifreið- ir og bifhjól. Hafa bílar mikið verið fluttir inn með 3ja mán. greiðslu- fresti. Einnig er ætlunin að draga úr notkun lengri greiðslufrests við innflutning á ýmsum öðrum vör- um bæði með styttingu hans og fækkun þeirra vörutegunda, sem heimilt er að flytja þannig inn. Erlendar vöruskuldir vegna stutts greiðslufrests hafa á fyrstu átta mánuðum þessa árs hækkað um 165 milljónir króna og átt sinn þátt í óhlgstæðri þróun verzlunar- jafnaðarins sfðustu mánuði. Mjög mikið var að gera hjá götu lögreglunni í fyrrakvöld og fyrri- nótt og tjáði varðstjóri Iögreglunn- ar Vfsi f gær, að slíkt a.nnríki væri næsta einstætt í fyrri hluta viku. Alls voru teknar milli 50 og 60 skýrslur f fyrrinótt vegna ýmiss konar brota, ölvunar á almanna- færi, ölvunar við akstur og ann- arra umferðarbrota, þjófnaði og þar fram eftir götunum. Fanga- geymslur lögreglunnar voru yfir- fullar. Einn þeirra manna, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur seint f fyrrakvöld, var kominn aftur undir stýrið nokkru eftir miðnættið. Lög- reglan hafði tekið mann þenna um kl. hálf tólf í fyrrakvöld þar sem hún hafði hann grunaðan um að vera ölvaður við akstur. Bifreiðin var tekin af honum, svo sem venja er til undir slíkum kringumstæð- um, og flutt til geymslu f port lögreglustöðvarinnar. Með öku- manninn var farið I Slysavarðstof- una, þar sem tekið var af honum blóðsýnishorn. Að því búnu var in 2 varð lögreglan vör við að sami maður var kominn inn í bifreið sína í lögreglustöðvarportinu, var búinn að koma henni f gang og í þann veginn að aka burt þegar lögreglan kom á vettvang og hand tók manninn að nýju. Eftir það sá lögreglan honum fyrir húsnæði. ! fyrrakvöld var kært til lög- reglunnar yfir innbroti og þjófnaði í í íbúð í Þingholtsstræti. Var stolið | þaðan fatnaði og bókum. Grunur f féll á ákveðinn mann, var hann hónum sleppt. handtekinn litlu síðar og fluttur í En f fyrrinótt klukkan langt geng fangageymslu lögreglunnar. Þjónusta — Framh aí 1. síðu. sala á innpökkuðum mat fram eftir nóttu, með sérstöku leyfi. Ýmsar aðrar breytingar í hag neytenda mætti nefna. 2. „Skerðing" sú á hags- munum nytenda, sem mjög er á loft haldið, er f þvf fólgin, að reynt er að harula gegn hinum svokölluðu sjoppum, sem allir, ef trúa má blaðaskrifum und- anfarin ár, virðast sammála um, að séu til lítils menningarauka. Þess vegna er lagt til að allir söluturnar selji beint út um söluop og verði lokaðir kl. 22.00 f stað kl. 23.30, og verði söluvarningur þeirra í meginat- riðum svo sem um ræðir f 5. gr. tillagnanna. Þeir, sem þurfa að skipta við þessi fyrirtæki, geta þvf náð til þeirra til kl. 22.00. Hins vegar er síður við því að búast, að þessir staðir verði bækistöðvar fyrir unglinga svo sem töluvert hefur kveðið að. Þá er jafnframt gert ráð fyr- ir, að sú almenna vörusala, sem viðgengizt hefur um söluop á allmörgum stöðum, hætti. Um þetta er það að segja, að þessi vörusala er að verulegu óheimil, skv. gildandi reglum, þótt hún hafi viðgengizt. I hennar stað eiga að koma verzl- anir í öllum hverfum, sem veitt geta langtum betri þjónustu, enda mjög takmarkað hvað hægt er að selja um söluop. Við þetta bætist heimildin til að hafa allar verzlanir opnar til kl. 22.00 alla föstudaga, en þar munu skapast algerlega nýir möguleikar til verzlunar fyrir allan almenning. Að lokum er rétt að taka fram, að heimildir þessar eru að sjálfsögðu háðar þvf, að breytt verði mjög úreltum lögum um bann við verzlun á helgidögum þjóðkirkjunnar. Byssumaðurinn — Framnald at bls. 1. varð til þess að maðurinn var handtekinn, og uppgötvaðist þá vélbyssan. Eftir yfirheyrsluna var manninum sleppt úr varð- haldl en mál hans verður sent . bæjarfógetanum á Akraesi. (Ljósm.: T.F.). Thors Thors. t. Aiiv .ffiw Kjörinn vnrn- forseti S.Þ. Thor Thors, ambassador Is- lands í Bandaríkjunum og aðal- fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, var á fyrsta fundi Ailsherjarþings Sameinuðu þjóð anna í gær, kjörinn einn af vara forsetum þingsins. Kjörnir eru 13 varaforsetar, og þar af tveir frá V-Evrópu, og var Thor Thors annar þeirra. Kjör varaforsetanna var ein- róma. Þetta er i fyrsta sinn, sem fulltrúi fslands lijá Sameinuðu þjóðunum er Icjörinn varafor- seti Alisherjarþingsins. Felst f þessu viðurkenning og heiður fyrir ísland og aðalfulltrúa þess. Sýning Nínu í kvöld kl. 10 lýkur sýningu Nínu Tryggvadóttur, sem staðið hefur yfir í Listamannaskálánum undanfarið, en sýningin var fram- Iengd um 3 daga vegna mikillar aðsóknar. Næstum allar þær mynd- ir, sem til sölu voru, hafa selzt. Enska, danska, þýzka, franska, spænska, italska, sænska. Islenzka fyrir útlendinga. Innritun kl. 1—7

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.