Vísir - 19.09.1963, Page 5
V í SIR . Fimmtudagur 19. september 1963.
Fyllsta öryggis gætt á
Söluopi og styttum
sölutíma mótmælt
— segir í skýrsSis sérfræðings
AlþjéðaflugniálastofDiunarðniMflr
S.l. vor fékk flugmálastjóri
Agnar Kofoed Hansen hingað til
lands tæknisérfræðlng Alþjóða-
fi nálastofnunarinnar (IACO), J.
S. Shepard til „að athuga hvort
n vsrandi starfræksla flugfélaga
okiiar af Reykjavíkurflugvelli sé
nægilega örugg hvað farþegum
viðvíkur og hvort hún hafi í för
með sér sérstaka hættu fyrir íbúa
næsta nágrennis Reykjavíkur“.
Shepard dvaldist hér um hríð og
gerði allar nauðsynlegar athuganir
og hefur hann nú skilað skýrslu
um athuganir sínar og niðurstöður.
Boðaði flugmálastjóri Agnar
Kofoed Hansen og nánustu sam-
starfsmennu hans fréttamenn á
sinn fund í gær og skýrðu þeim
frá og afhenti skýrslu Shepards.
Kemur fram £ henni að fyllsta ör-
yggis sé gætt 1 öllum atriðum á
Reykjavíkurflugvelli.
Á fundinum í gær sagði flug-
málastjóri að lengi hefði verið
látið að því liggja bæði í blaða-
greinum og ummælum að öryggi
á og við Reykjavíkurflugvöll væri
ábótavant og væri því nú að feng-
inni skýrslu fulltrúa Alþjóðaflug-
málastofnunarinnar mjög nauðsyn-
legt að almenningur gerði sér
grein fýrir að svo væri ekki.
í sambandi við hindranir í að-
flugi kom fram að um þær væri
vart að ræða nema helzt Frl-
kirkjuturninn, hann væri 5 metrum
of hár. Má þetta kallast mjög gott
sagði flugmálastjóri og myndu
margir stórir flugvellir úti um
heim vera stoltir ef þeir gætu
sagt sömu sögu.
Hér fara á eftir kaflar úr skýrslu
J. J. Shepards:
Ég kom til Reykjavíkur 17.
apríl 1963 kl. 13.00. Síðari hluta
komudags átti ég fund með flug-
málastjóra og nánustu samstarfs-
mönnum hans, til að fræðast
nánar um ástandið og vandkvæði
þau, sem við var að stríða.
Þegar flugmálastjóri skýrði fyr-
irmæli sín, sagði hann, að nokkuð
bæri á áhyggjum manna vegna
hávaða þess, er stafaði af flug-
vélum, sem hefja sig til flugs af
flugbraut 02—20. Flugtakssvæði
flugbrautar þessarar nær yfir
íbúðahverfi.
Hann samsinnti þvl hins vegar,
að þessi vandkvæði væru ekki
bundin við Reykjavík eina og
gerði sér Ijóst, að svo fremi sem
starfræksla flugvéla af flugbraut-
Bókasýning —
Frambald at bls. 1.
frá 14—22 daglega en á sunnu-
dögum frá 10—12 og 14—22. Að-
gangur verður ókeypis.
Vestur-Þjóðverjar gefa um 23000
bæku-r út árlega, svo að þarna er
aðeins um lftið sýnishorn að ræða,
en engu að síður merkilegt safn.
þrír fjórðu hlutar allrar bókaútgáfu
í V.-Þýzkalandi eru nýjar bækur,
en hitt eru endurútgáfur. Samband
v.-þýzkra bókaútgefenda og bók-
sala hefur haldið 131 bókasýningu
á erlendum _ vettvangi síðan eftir
heimsstyrjöldina. Síðast var haldin
v-þýzk bókasýning á íslandi árið
1959.
um þessum væri I samræmi við
alþjóðlegar flugöryggisreglur væri
lítið meira hægt að gera I þessu
efni. Aðaláhyggjuefnið væri al-
mennar æsingar og áróður fyrir
Iokun og flutningi Reykjavíkur-
flugvallar á annan stað. Átt hefðu
sér stað talsverð blaðaskrif um
þennan ágreining og væri augljós
tilhneiging til þess að telja mönn-
um trú um, að flugumferð væri
ekki örugg um núverandi flugvöll.
í Ijósi þessara umræðna og með
tilliti til þess, hve stuttur tími var
til stefnu, var verkefni það, er
flugmálastjóri fól mér sérstaklega
að athuga og gera skýrslu um ör-
yggi flugs af flugbraut 02—20
með núverandi vélakosti íslenzku
flugfélaganna tveggja og skyldi ég
beina athyglinni sérstaklega að
hindrunarskilum (obstacle clear-
ances) við flugtalc og nauðsynleg-
um takmörkunum á hámarksþunga.
STARFRÆKSLA
LOFTLEDÐA.
Athuganir mínar voru gerðar I
samvinnu við flugdeildarstjóra og
yfirflugumsjónarmann.
Getu og hæfnisskrár (Perform-
ance charts) DC-6B I flughandbók
þess flugfélags voru nákvæmlega
yfirfarnar að þvl er viðvíkur
hraða-stöðvunarlengdum (accel-
erate-stop distance) flugtakslengd,
flugtaksleið og lendingalengd.
Loftleiðir tjáðu mér, að þeir
notuðu einvörðungu handbækur
frá Pan American flugfélaginu, að
þær væru viðurkenndar af flug-
málastjórn Bandaríkjanna og væru
stöðugt endurskoðaðar. Mér reikn-
aðist, að hámarksbrottfararþungi
af flugbraut 02—20, I logni á
venjulegum degi, fyrir DC—6B
flugvél væri 101.200 ensk pund.
Þessi þungi er innan þeirra tak-
marka, sem fyrir eru lögð I hæfn-
iskröfum rekstrarhandbóka fé-
lagsins. Félagið notar hámarks-
þunga, sem er 100.600 ensk pund.
Niðurstöðurnar fengust með þvl
að nota alla flugtakslengd, sem
fyrir hendi er, eða 5.800 fet eins
og gefið er til kynna á kortum
flugmálastjórnarinnar. Nauðsyn-
legt tillit var tekið til brautarhalla.
Tiltæk brautarlengd takmarkar
hámarksþunga.
Getu- og hæfnisskrárnar stað-
festa, að óhætt er að halda flug-
taki áfram, þótt veigamesti hreyfill
bili, þegar flugvél hefur náð til-
skildum flugtakshraða eða meiri
hraða, þvl að nægt afl er fyrir
hendi til að fljúga ofar öllum
hindrunum á flugtakssvæðinu.
Það var einnig staðfest í hand-
bókum flugvélanna, að leyfilegt
væri að nota báðar flugbrautir til
lendingar með hinum takmarkaða
hámarksþunga.
Flugdeildarstjórinn tjáði mér enn
fremur, að félagið notaði Kefla-
víkurflugvöll, þegar krap væri á
flugbrautum.
Það er eingöngu á flugleiðinni
Reykjavík-Norður-Ameríka, sem
nauðsynlegt er að takmarka há-
marksþunga. Á styttri flugleiðum
til Evrópu er hinn eiginlegi há-
marksþungi talsvert undir 100.600
lbs., til þess að lendirigarþunginn
sé innan tilskilinna takmarkaría á
ákvörðunarstað.
STARFRÆKSLA
FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H.F.
Þetta flugfélag notar fjórar teg'
undir flugvéla, DC—6B, Viscount
759 DC—3 og DC—4. Athuganir,
voru gerðar I samráði við yfirflug-
umsjónarmann. Síðar var rætt við
flugdeildarstjóra, er var þá að
koma úr ferðalagi til Evrópu.
Fyrir flugvélar af gerðinni DC—
6B notar flugfélagið flughandbók
frá SAS. Þessi handbók hefur ver-
ið viðurkennd af flugmálastjórn
Bandarlkjanna (FAA), og er hún
leiðrétt jafnóðum og eina flug-
handbókin, sem notuð er. Þar eð
félagið notar vélar þessar ein-
vörðungu á stuttum flugleiðum til
Evrópu, ber enga nauðsyn til þess
að fljúga þeim þyngri en 44.400
kg (þ.u.b. 97.500 lbs). Konýð hef-
ur fyrir, að DC—6B flugvélar fé-
lagsins hafa verið leigðar Loftleið-
um og eru þær þá alltaf starfrækt-
ar £ samræmi við reglur Loftleiða.
Hámarksþungi DC—6B reiknaður
skv. SAS flughandbókinni gefur
sömu tölur og þær, er fást með
aðstoð flughandbókar PAA, sem
Loftleiðir nota.
Fyrir Viscount-vélarnar er not-
uð flughandbók Viscount 759
flugvéla, sem reyndist leiðrétt og
I fullu gildi. Þessi flugvélarteg-
und er starfrækt með hámarks-
þunga og sannprófað var, að
brautarlengd, var nægileg og að
fljúgá mStti ýfir hindranir ofar til-
skilinrii'!%á8'1 flugsvæðiriu.
Ýéfár áf "gerðirini DC—3 eru
einnig starfræktar með hámarks-
þunga og einnig I þvl tilfelli eru
brautarlengd og hindranaskil nægi-
leg.
Að því er varðar starfrækslu
véla af gerðinni DC—4, sem not-
uð er einvörðungu á stuttum flug-
leiðum, er hámarksþungi sá, sem
notaður er lægri en leyfilegur há-
marksþungi, sem er 33.475 krg.,
til þess að vélarnar séu hæfilega
þungar við lendingu. Þar af leiðir,
að brautarlengd og hindranaskil
eru ríflega innan settra marka.
NIÐURSTÖÐUR.
Takmarkanir á hámarksþunga
DC—6B flugvéla Loftleiða, sem
fljúga milli íslands og Bandaríkj-
anna, eru nauðsynlegar og þeim
framfylgt.
Takmarkanirnar eru byggðar á
Félag Söluturnaeigenda hélt
blaðamanrfafund I gær og kom
eftirfarandi sjónarmiðum á fram
færi:
Félagið vill harðlega mótmæla
öllu, sem I reglugerðinni er bein
línis stefnt að því að Iama eða
jafnvel eyðileggja starfsemi
söluturna, svo sem styttum af-
greiðslutíma, fækkun vöruteg-
unda og nú slðast þeirri kvöð,
að selt sé út um söluop.
Félagið lltur á kvöð um sölu-
op sem dulbúið neyzlubann,
enda tilbúna til þess að sala
minnki hjá söluturnum og fær-
ist til annarra aðila, enda þótt
það sé látið I veðri vaka, að
kvöð þessi eigi að vera til að
bæta siðmenninguna I bænum.
Félagið mótmælir því harð-
lega, að svonefnt „sjoppuhangs“
sem I reglugerðinni er notað til
árása á eigendur söluturna, eigi
sér almennt stað. Ef um slíkt
væri hins vegar að ræða, telj-
um við, að reglugerðin ætti
fremur að gera ráð fyrir, að
þeir eigendur söluturna, sem
leyfa slíkt, verði sviptir leyfi
að undangenginni aðvörun.
Hvers vegna þarf að stytta af-
greiðslutímann, ef hvergi er
hægt að hanga inni?
Þá bendir félagið á að af-
greiðsla um söluop sé ósamboð-
in neytendum og muni færa
neyzluna út á götur. Einnig að
flestar sölurnar hafi almennings
síma, en sú þjónusta muni leggj
ast niður.
Loks segist félagið llta á heim
ildina til hverfaopnunar mat-
vörubúða sem spor I rétta átt,
en telur að matvörukaupmenn
muni varla hafa áhuga á að
nota sér heimildina.
viðurkenndum flughandbókum,
sem flugfélögin leggja fram og
eru með nýjustu leiðréttingum og
I fullu gildi ásamt upplýsingum
flugmálastjórnar um stærð flug-
brauta og hæð og fjarlægð hindr-
ana. Útreikningar eru miðaðir við
flugaðstæður að degi til, I logni
og leiðréttar vegna brautarhalla.
í starfrækslu sinni taka flugfélög-
in ennfremur tillit til alls annars
er máli skiptir, svo sem veður-
hæðar, hitastigs og þéttleika lofts-
ins.
Takmarkanir eru nauðsynlegar
vegna ónógra stöð'vunarmöguleika
eftir að flugtakshraða hefur verið
náð. Éngin vandkvæði eru á að
fljúga ofar hindrunum á flugtaks-
svæðunum.
Eins og nú háttar starfrækslu
eru takmarkanir á flugvélum af
gerðinni DC—3, DC—4 og Vis-
count ónauðsynlegar og hindrana-
skil fullnægjandi.
Með þvl að haga starfrækslu
sinni skv. viðurkenndum flughand-
bókum og upplýsingum flugmála-
stjórnar um flugvöllinn og aðflugs
hindranir, virðast bæði flugfélögin
fullnægja ákvæðum Annex $,
AMC No 1.2 málsgrein.
Núverandi starfræksla flugvéla
Loftleiða og Flugfélags íslands h.f.
veitir farþegum fullnægjandi ör-
yggi og skapar íbúum næsta ná-
grennis flugvallarins enga sérstaka
hættu.
Meðan stóð á athugun minni
fékk ég það álit,/ að bæði flug-
málastjórn og ráðamenn beggja
flugfélaganna gengju ríkt eftir
því, að tryggt væri, að öll starf-
ræksla flugvéla færi fram I sam-
ræmi við ströngustu öryggiskröfur.
Hæfasti —
Framhald af bls. 16.
mæltu báðir sóknarprestamir f
Eyjum með þvl að staðan yrði
veitt Sigfúsi Johnsen, svo og
fráfarandi skólastjóri. Auk þess
að Sigfús er yfirkennari Gagn-
fræðaskóla Vestmannaeyja, á
hann Iengstan starfsaldur allra
umsækjendanna að baki sér.
En sem fyrr segir var staðan
veitt þriðja umsækjandanum,
Eyjólfi Pálssyni, sem framan-
greindir aðilar, sem umsögn
skulu gefa samkv. lögum um
slíkar stöðuveitingar, töldu ekki
jafn hæfan og Sigfús Johnsen.
Skipafélag —
Framn l siðu
birtingarblaðinu er hlutafé fé-
lagsins heilar 5 millj. króna og
eru án efa fá félög með eins
mikið hlutafé. Kaupskip h.f. hef
ur leitað fyrir sér um kaup á
vöruflutningaskipi og mun fél-
agið nú hafa keypt yfir 2 þús.
tonna vöruflutningaskip, en
einn hluthafa, Vigfús Friðjóns-
son, dvelst um þesnar mundir
úti I Þýzkalandi. Eftir því sem
blaðið veit bezt mun skipið
verða væntanlegt til landsins
um næstu mánaðamót.
Úrskurður ffirnefndar:
A furSaverS tíl bænda kækk■
ar um 20,8%
Yfirnefnd 6 manna nefndar-
innar kvað I gær upp úrskurð
sinn um verðlagsgrundvöll land
búnaðarafurða fyrir verðlagsár-
ið frá þessu haustí til næsta
hausts. Samkvæmt úrskurði
hennar hækkar afurðaverð til
bænda nú um 20.8%, og þeim
úrskurði verður ekki áfrýjað
lögum samkvæmt.
í þessu sambandi er vert að
rifja upp að fulltrúar framleið-
enda I nefndinni höfðu mælt
með þvl að verðlagsgrundvöll-
urinn hækkaðj um 36,5% og
stéttarsambandsfundi bænda
þótti það of skammt gengið.
Hins vegar höfðu fulltrúar neyt
enda. f sex manna nefndinni
lagt til að hækkunin næmi að-
eins 10 — 11%, svo að þarna bar
mikið á milli og því fór verð-
lagsgrundvöllurinn fyrir yfir-
nefnd. Hið rétta var trúlega ein
hvers staðar þarna á milli, eins
og fram kom með úrskurði yf-
irnefndar. í yfirnefndinni eiga
sæti Klemenz Tryggvason hag-
stofustjóri, sem er oddamaður,
Gunnar Guðbjartsson, framleið-
endafulltrúi og Sæmundur Ól-
afsson neytendafulltrúi.
Sex manna nefndin á nú eftir
að fjalla um verð á einstökum
afurðum I haust, I samræmi við
hinn nýja verðgrundvöll, og um
þann vinnslu og dreifingar-
kostnað, sem leggst á afurðirn-
ar. Það er því ekki unnt að
birta tölur ennþá um útsölu-
verð á einstökum landbúnaðar-
vörum.