Vísir - 07.10.1963, Side 6
6
V í S IR . Mánudaginn 7, október 1963.
$#tlttaft ... ræsir bílinn
SMYRILL
LAUCAVECI 170 - SIMI 12260
Fyrsta flokks
rafgeymir
sem fullnægir
ströngustu kröfum
tiönpr —
Framhald af bls. 9.
kvísl. Það er leiðarendinn á
þessari ferð.
Raunin varð reyndar allt önn-
ur. Þangað komumst við ekki
fyrr en klukkan 5 um morgun-
inn eftir. Fram til þessa hafði
veður verið eins fagurt og bezt
varð á kosið, blæjalogn og
mánaskin sem merlaði á snæ-
breiðurnar svo langt sem aug-
að eygði. Það var hugðnæm
kvöldstund og rómanttsk við
Galtará og hvort myndi Jónas
ekki hafa hugað að lokkum
ástmeyjar sinnar í fölu skini
mánans ef hann hefði átt þess
kost?
En við höfðum ekki langt
farið eftir þessa undurfögru
kvöldstemningu við Galtará, er
við sáum dökkan skýjabakka út
við sjóndeildarhringinn teygja
sig óðfluga upp á himinhvolfið
frá suðvestri. Það var næsta
uggvænlegt hversu skýjabakk-
inn færðist hratt upp á himin-
inn, og á örskammri stundu
hafði hann byrgt sýn til tungls-
ins og færzt yfir allt himin-
loftið.
Sem hendi væri vetfað brast
óveðrið á. Fyrst snöggar en
stuttar bylgusur og þvi næst
blindhríð. Fólkið hnipraði sig
saman á sleðanum, reyndi að
búa um sig eftir föngum og
skýla sig hvort við annað. En
ekkert dugði. Snjórinn lamdist
inn í andlitið, maður yarð að
loka augunum, hörundið særð-
ist undan snjónum "em tamdist
með feikna afli á andlit manns.
Dráttarvélastjórarnir einir
máttu horfa í veðrið og létu
engan bilbug á sér finna hvern-
ið sem stormurinn geísaði og
hrlðin djöflaðist beint í fang
þeirra. Það voru fangbrögð við
náttúruöflin. .
Verst af öllu var það að
engin leið var að greina hvert
eða hvernig halda skyldi. Leið-
sögumaður ýtustjórans, þaul-
kunnugur leiðinni og harðdug-
legur ferðalangur varð hvað
eftir annað að láta ýtuna nema
staðar á meðan menn gengu á
undan til að reyna að kanna
hvaða leið helzt væri fær.
Sem betur fór varði hríðin
ekki lengi nætur, en á eftir
blotaði og þá fór fólkinu fyrst
fyrir alvöru að verða kalt.
Snjórlnn bráðnaði I fötum þess
og sætin urðu rennblaut. Stíg-
vélin fylltust af vathi, og vett-
linga mátti vinda. Allur galsi
var horfinn, smalarnir urðu
þögulir og sátu hnipnir þar sem
þeir voru komnir. Þeir Voru
einnig svefnvana og þreyttir
eftir langan dag. Kuldadoði
færðist smám saman í gegnum
líkama þeirra. Samt held ég að
engum þeirra hafi Vaxið þetta
veður í augum, eða fundizt neitt
athugavert við það. Þetta er
daglegt brauð sveitamannsins.
Hann er alinn upp Við þvílík
veður ög þau herða hann og
styrkja I llfsbaráttunni. Ég er
ef til vill einn um það að finn-
ast þetta veður vont og finna
til óþæginda af þvl að vera
holdvotur I kuldahreti. Én svo
vont þótti mér veðrið að það
læddist að mér lúmskur grunur
um að „föðurlandið", sem ég
var klæddur I að ofan og neðan
og innst klæða hafí bjargað
heilsu minni þessa nótt.
VI.
Það er vafasamt að nokkur
ykkar viti hvemig manni verði
innanbrjósts þegar dauðinn stað
næmist allt I eínu I 50 senti-
metra fjarlægð. En ég veit það.
Við erum lcomin að svoköll-
uðum Vöðum við Ströngukvfsl.
Klukkan er að verða 5 að
morgni og manni verður æ
kaldara með hverju augnablik-
inu sem líður. En nú eru ekki
nema nokkur hundruð metrar
eftir heim I sæluhúsið og þar
logár ljós I glugga. Það er forn
siður að Iáta loga ljðs I glugga
á óveðursnóttum þegar gesta
er von. Það hefur vafalaust
bjargað mörgum nauðstöddum
vegfaranda I villum, hríðum og
náttmyrkri. Ljósið I Ströng-
kvfslarskálanum höfðum við
séð lengi og ég hef það á til-
finningunni að það hafi gert
okkur gott, haldið voninni við
og bjartsýninní þegar okkur
var sem kaldast aftan á sleð-
anum. Við vissum að þarna var
skjöl og að þarna var hlýja og
það færðist ósjálfrátt og óvit-
andi hlýja I dofna fætur og
loppnar lúkur.
Færið er hér betra og minni
snjór heldur en norður á heið-
innt og hér taka dráttarvélarn-
ar frumkvæðið og renna síðasta
spottan fram úr jarðýtunni sem
ekki hafði sama spretthraða I
góðu færi og þær. Félagar mínir
voru allir á fremri sleðanum,
nema Guðmundur Sigurðsson á
Leifsstöðum sem stóð aftan á
beizlistaumum dráttarvélarinn-
ar sem Aðalsteinn bróðir hans
stýrði. Ég hafði gengið nokkurn
spotta mér til hita, en um leið
og Aðalsteinn fór fram hjá mér
með sleðann kastaði ég mér upp
á hann ofan á heypoka og hélt
mér þar föstum.
En við höfðum ekki langt
farið þegar dráttarvélin nam
staðar. Hún var olíulaus orðin.
Aðalsteinn fór þá af henni til
að bæta á hana ollu, en Guð-
mundur brððir hans stóð enn
kyrr á beizlinu, sem sleðinn
var festur I.
Jarðýtan var skammt á eftir
og nálgaðist óðfluga. Ég sá
sterk kastljósin frá henni fær-
ast með hverju augnablikinu
nær. Allt í einu tekur sleðinn
heljarmlkinn rykk og hendist
fram á dráttarvélina og slðan
fer allt á stað, bæði sleðinn og
véin og kastast áfram.
Mér varð litið aftur fyrir
mig og sá mér til undrunar og
skelfingar að jarðýtan hafði
ekið á sleðann, ýtulömin hafði
skollið á heypoka 50 senti-
metra fyrir aftán mig og ef
ég hefði fleygt mér á þann
poka, en ekki hálfum metra
framar hefði ég ekki kunnað
frá tíðindum að segja.
Ég hafði þó engan tlma til
umhugsunar um þetta því I
sama vetfangi heyrði ég hátt og
hvellt sársaukahróp fyrir fram-
an mig. Það sem skeð hafði
var það, að um leið og ýtan
skall á sleðanum og kastaði
honum fram á dráttarvélina
missti Guðmundur fótanna af
beizlinu og klemmdist með
annan fótinn milli sléðans og
vélarinnar.
Ég sá andlit Guðmutidar í
logaskærri birtu frá ýtunni.
Það var afskræmt af sársauka
og hann hélt áfram að hljóða.
En ýtumennirnir sáu ekki niður
til okkar fyrir óhreinindum á
rúðunni, heyrðu ekki sársauka-
hljóðin I Guðmundi fyrir veður-
gný og vélarskrölti og vissu
ekkert hvað var að ske. Ýtan
hélt áfram að kasta sleðanum
og dráttarvélinni á undan sér
eins og hverju öðru fisi. Ég
taldi vlst að Guðmundur myndi
kremjast sundur á hvaða augna
bliki sem væri og ég fór sjálfur
að hljóða og æpa ef það mætti
verða til þess að vekja athygli
ýtumanna á því sem var að
ske.
Allt I einu stöðvaðist ýtan.
Mennirnir I henni höfðu orðið
einhvers varir og komu skelf-
ingu lostnir út. Þeir sáu að
Guðmundur hafði losnað úr
klemmunni og að hann kastaði
sér niður á snjóinn bak við
dráttarvélina. Við héldum allir
að hann væri brotinn og meira
eða minna limlestur. Sem bet-
ur fór töldum við að svo væri
ekki. Hann gat tyllt I fótinn og
það benti til að fótleggurinn
væri a. m. k. ekki í sundur.
Ég veit ekki ennþá hve mik-
ið Guðmundur hefur meiðzt. Ég
vissi það eitt að hann var fiutt-
ur til læknis niður á Blönduós
á fimmtudagskvöld þegar kom-
ið Guðmundur hefur meiðzt. Ég
vissi tvennt annað líka. Annað
það, að Guðmundar var mjög
saknað I smalamennskunni þvi
hann var talinn I röð allra beztu
leitarmanna norður þar. Hitt,
að ég hef aldrei séð slasaðan
mann bera sig karlmannlegar
heldur en Guðmund. Hann
hvorkj æðraðist né kvartaði,
þótt fóturinn bólgnaði og
sársaukinn ágerðist. Hann
hló og gerði að gamni sínu eins
Framh. á bls. 5.
CONSULCORTINA
^__— : ‘
hann er metsölabíll á
Norðurlöndum.
Vegna hins glæsilega útlits og mörgu góðu eig-
inleika, hefur CONSUL CORTINA verið met-
sölubill á Norðurlöndum.
Hann er stærsti bíllinn í þessum verðflokki —
rúmgóður og þægilegur, með góðu bili milli
sæta, sem gefur gott rými fyrir fæturna.
Hann er gæddur dærnafáum styrkleika í bygg-
ingu, eins og ótal akstursprófanir hafa sýnt -
og því vel valinn fyrir íslenzkar aðstæður.
Hann er ótrúlega sparneytinn, hefur rúmgóða
farangursgeymslu, og er búinn margs konar
þægindum, sem aðeins fæst I dýrari bitUm.
CORTINA STATION hefur alla sömu kosti að
bera. 4 dyra DE-LUX, mjög rúmgóður 5 manna
btll. Hin stóra farangursgeymsla, sem auka má
með því að leggja fram aftursætin, gerir bílinn
hinn ákjósanlegasta til fefðalaga.
Val um 53V2 ha.
og 64 ha. vél.
FORD tryggir gæðin.
SVEINN EGILSSON H.F • Laugaveg 105