Vísir - 07.10.1963, Side 8
8
V1SIR . Mánudaginn 7. október 1983,
LJ
VISIR
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ö. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði,
í lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Verðból guhættan
Hér í blaðinu hefir undanfarnar vikur verið vak-
in athygli á því að þenslu- og verðbólguhættu er að
finna í efnahagslífi margra Evrópuþjóða um þessar
mundir. Danir hafa á undanfömum misserum átt við
mjög svipaða örðugleika að etja og nú steðja að fs-
lendingum. í Frakklandi og Sviþjóð hafa nýlega verið
gerðar ýmsar stöðvunarráðstafanir til þess að koma
í veg fyrir að verðbólgan næði tökum á efnahagskerfi
landanna. Síðast hefir þetta sama gerzt á Ítalíu fyrir
fáum dögum.
f þessari viku kemur Alþingi saman. Það verður
fyrsta hlutverk þess að ræða á hvem hátt ógnum
verðbólgu og ofþenslu verður bægt frá dymm þjóðar-
innar. Við stöndum i dag frammi fyrir því vandamáli
að hinn mikli árangur viðreisnarinnar skerðist í eldi
nýrrar dýrtiðar. Slíka ósvinnu þarf að hindra. Ráðin til
þess hljóta hér að verða svipuð og nágrannaþjóðir
okkar hafa gripið til. Hagfræðin kann mörg svör við
slíkum vanda. Ekki em þau öll líkleg til þess að verða
vinsæl hjá almenningi, en það verður hiklaust að beita
þeim svo sú óheillaþróun verði stöðvuð, sem nú blas-
ir við þjóðinni.
Ekkert þjóðfélag í veröldinni þolir 30—40% almenn-
ar kauphækkanir á einu ári án þess að til vandræða
dragi. Þá staðreynd verða menn að gera sér Ijósa.
Hóf í kjarakröfum færir launþegum raunhæfar kjara-
bætur. EHa brestur hinn hátt spennti bogi með þeim
afleiðingum, sem öll þjóðin þekkir af biturri reynslu.
Haustveður
Eini blaðamaðurinn sem þátt tók í hinum mikla
leitarleiðangri Húnvetninga á Eyvindarstaðaheiði fyrir
helgina var Þorsteinn Jósepsson frá Vísi.
f blaðinu í dag birtist frásögn hans af svaðilför
Ieitarmanna. Þar er brugðið upp glöggri svipmynd af
erfiðleikum íslenzka fjárbóndans og baráttu hans við
að ná fé sínu heim heilu á húfi úr fönn og byl. Erflð-
leikar gangnamanna norðanlands em einstæðir á þess-
ari öld og hið leiftursnögga áhlaup hefir valdið tug-
milljóna króna tjóni.
Ævi íslenzka bóndans er erfið og á miklu ríður
að stjómarvöldin í landinu geri honum kleift að auka
bústofn sinn,byggja ný hús og stækka búin eins og
hann telur nauðsynlegt. Að því hefir núverandi ríkis-
stjóm vel unnið. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefir
nú verið komið á fót og lánasjóðirnir, sem áður voru
gjaldþrota, réttir við.
Landbúnaður hlýtur ávallt að vera undirstöðu-
atvinnugrein á þessu landi. fslenzki bóndinn á við
næga erfiðleika að etja, þó skammsýni yfirvaldanna
bætist þar ekki við.
Vtan hafðl veigamiklu hlutverki að gegna og var e. t. v. þarfasti þjónninn í aiiri þessari för.
Hér sést hún ýta mlkilli snjóbreiðu á undan sér, en á bak við bíða dráttarvélamar þar til
brautin er rudd fyrir þær.
I.
Tjað er mánudagsmorgunn og
fundur er settur með blaða-
mönnum á ritstjórnarskrifstofu
Vlsis. í forsæti situr ritstjóri
Vísis. Hann vekur máls á því
að sig vanti einhvern úr hópn-
um til að skreppa I haustgöng-
beindust öll sigri hrósandi að
mér.
„Þá er bezt að þú farir, Þor-
steinn" Þannig hljóðaði dauða-
dómurinn yfir mér af hálfu rit-
stjórans. Ég sá mig I anda sokk-
inn í snjóskafl upp að höku og
byrjaði að skjálfa.
miði að heiðinni, og þeir sem
ekki geta sýnt það svart á hvítu
að þeir séu í þvílíku fati verða
tafarlaust endursendir."
Fyrir mig var þetta hálfu
meiri skelfing heldur en nokk-
urn tima snjóskafl upp í höku.
Ég hafði einu sinni farið i
ur norður á Eyvindarstaöaheiði.
Þar sé fé bænda teppt vegna
fannfergis, en gera eigi út leið-
angur úr Svartárdal morguninn
eftir til að freista þess að bjarga
fénu. Blaðamaður frá Vísi megi
fljóta með ef einhver fáist til
ferðarinnar. Ritstjórinn bætti
því við að snjórinn næði meðal-
mðnnum frá buxnastreng og
upp 1 höku. Hins vegar yrðu
leitarmenn dregnir á sleðum aft
an í beltisdráttarvélum og jarð-
ýtu upp á háheiði. I bakaleið
yrði hver að sjá um sig sjálfur,
en þá hallaði líka undan fæti.
Og það er betra að vaða snjó
I höku niður í móti heldur en
upp brekku. „Hver býður sig
svo fram til þessarar farar?“
spurði ritstjórinn að lokum.
Allir þögðu og allir litu hver
á annan með skelfinguna og
kviðann uppmálaðan I andlltlnu.
„Hvernig er það með þig, Þor
stelnn Jósefsson, þú hefur far-
18 1 göngur sem gamall sveita-
maður?" spurði ritstjórinn til að
rjúfa þögnina.
„Jú, fyrir um það bil 40 ár-
um,“ varð ég að vlðurkenna.
„Og þú þekklr kindur frá öðr-
um skepnum?"
„Já, frá fuglum," anzaði ég
aumlega og reyndi að leiða at-
hyglina frá mér.
Augu starfssystkina minna
FYRRI
GREIN
„En það er eitt, sem ég þarf
að taka fram við þig áður en
þú leggur af stað," bætti Gunn-
ar ritstjóri við. „Það verður eng-
inn tekinn 1 ferðina upp á Ey-
vindarstaðaheiði nema hann sé
fklæddur prjónanærbuxum. —
Prjónanærbuxur eru aðgöngu-
prjónanærbuxur á unglingsárum
minum, hélzt við í þeim I tvo
daga, en síðan klæjar mig um
allan kroppinn ef ég hugsa til
þvílíks Iláts fyrir neðri hluta
llkamans.
II.
Aðfaranótt þriðjudagsins fer
Vaikyrjumar í ferðinni, þær Sigurbjörg Stefánsdóttir frá
Steiná t. v. og Sigurlaug Markúsdóttir frá Reykjarhóli t. h.
Þær hafa báðai farlð oft í haustgöngur á Eyvindarstaðaheiði
áður, en aldrei lent í öðrum eins erflðleikum og í haust. Þær
voru báðar í göngunum þegar leitarmenn urðu að snúa heim
af fjallinu safnlausir í hríðarveðri og kafa ófærð. Og nú
þegar þær fóru að sækja safnið lentu þær í hrakviðri heila
nótt á leiðinni upp. En þeim sá hvergi bregða og eftir einnar
stundar svefn voru þær sendar f erfiða göngu norður heiðina.