Vísir - 10.10.1963, Blaðsíða 1
Alþingi sett í dag:
Fjárlagafrumv. á mánudag
Reglulegt Alþingi 1963 verð-
ur sett í dag. Þingmenn munu
safnast saman í þinghúsinu upp
úr hádeginu og ganga þaðan til
messu í Dómkirkjunni að vanda
ki. 1.30. Séra Óskar J. Þontáks-
son prédikar.
Að lokinni guðsþjónustu fer
þingsetningarathöfnin fram í
Neðri deildarsal Alþingis. For-
seti Islands, herra Ásgeir Ás-
geirsson, les upp forsetabréf
um að Alþingi skuli koma sam-
an til fundar 10. október 1963
og setur síðan þingið. Þá tekur
aldursforseti við fundarstjórn
samkvæmt þingsköpum, en ald-
ursforseti þingsins er nú Ólafur
Thors, forsætisráðherra. Fundi
mun verða frestað venju sam-
Framh. á bls. 5.
Ólafur Thors forsætisróðherra í moraun:
Vísir náði snöggvast í
morgun í Ólaf Thors, for
sætisráðherra í síma og
átti við hann stutt viðtal
í tilefni þess að í dag
kemur hið nýja Alþingi
saman til funda.
VÍSIR náði snöggvast f morg
un í Ólaf Thors, forsætisráð-
herra i síma og átti við hann
stutt viðtal í tilefni af því að
áttugasta og fjórða iöggjafar-
þingið er sett í dag.
— Hvaða verkefni bíða heizt
hins nýja þings?
— Alþingi mun að venju fjaila
um mörg og mikilvæg mál. En
mestu varðar að ráða fram úr
þeirri hættu, sem vofir yfir efna-
hagslífi þjóðarinnar í dag.
— Hvernig litið þér á þann
vanda?
— Allar ríkisstjórnir í öllum
löndum eiga við erfiðieika að
etja og ég viðurkenni fylliiega
að ríkisstjórnin á að eiga frum
kvæðið í því að benda á úr-
ræðin. Mér er auðvitað ljóst að
við talsverðan vanda verður að
etja, en mér er líka ljóst að
hann er heimatilbúinn. Og mér
er ennfremur Ijóst að vandinn í
AUSTURSTRÆTI
dag er miklu minni en þegar
stjómin tók við völdum.
— Á hverju byggið þér þá
skoðun?
— Ég á fyrst og fremst við
það að þjóðin er nú miklu bet-
ur undir það búin að glíma við
verkefnin heldur en hún þá var,
m. a. af því að þá áttum við
engar erlendar inneignir og ekk-
ert lánstraust og enga tiltrú.
— Hvaða úrræði er nú um að
velja?
— Auðvitað hefi ég í aðalefn
um gert mér grein fyrir því um
hvaða leiðir er að veija og ég
hefi líka gert mér grein fyrir því
hvaða ieiðir ég tel að eigi að
fara og hverjum að hafna. Hins
vegar vil ég ekki fara að skýra
blöðunum frá því nú á sam-
komudegi Alþingis. Gangur máls
ins á að mfnu viti að vera sá
að stjórnarliðið fái allar upplýs-
Ólafur Thors.
ingar sem fyrir hendi eru hið
allra bráðasta. Síðan verður að
gcra ítrustu tilraunir til þess að
ná allsherjarsamkpmulagi um
hvaða leiðir verða famar. Meg-
inatriðið er að ná aftur því jafn
vægi sem okkur hafði tekizt svo
giftusamlega að ná og viðhalda
allt fram á síðustu mánuði.
Nú, sem ella, á þjóðin allt
undir sjálfri sér. Vilji hún hlita
þeim úrræðum ,sem ég tel vera
fyrir hendi, og að öðru leyti
sætta sig við þau kjör sem þjóð
arbúskapurinn bezt getur boðið,
þá er henni borgið.
— Hvað viljið þér segja að
lokum, forsætisráðherra?
— Aðeins þetta: íslendingum
er engin vorkunn. Þeir eiga ekki
aðeins fegurra land en flestir
aðrir, heldur eiga þeir meiri auð
í elfum landsins, iðrum jarðar
og í skauti hafsins en títt er.
Og þeir búa auk þess í dag við
betri kjör en nær allar aðrar
þjóðir veraldarinnar.
Austurstræti er um þessar
mundir að missa sitt gamla and
lit. Stórhýsin þjóta upp, hver
hæðin á fætur annarri er steypt
upp, en gömlu verzlunarhúsin
hverfa. Austast í Austurstræti
eru t.d. stórhýsi Silla & Valda
og Útvegsbankans að þjóta upp
hlið við hlið ,og verið er að slá
upp fyrir 5. hæðum húsanna.
Hefur vinna við þau gengið
mjög vel frá því byrjunarfram-
kvæmdir hófust í vor.
Á hinu sígilda horni Austur-
strætis, þar sem Ámi B. Bjöms
son seldi áður fyrr gull- og silf-
urmuni, en Sápuhúsið er nú,
mun einhvern tíma rísa mikið
hús, sem Ásbjöm Ólafsson, stór
kaupmaður, mun hafa i huga að
byggja. Þar sem nú er Hress-
ingarskálinn, hefur heyrzt að
KFUM hafi í hyggju að byggja
mikið hús, en KFUM er eigandi
lóðarinnar.
Þannig eru gömlu húsin við
Austurstræti að hverfa, en stór
kostleg steinsteypuslot koma í
Nýja slökkvistödin:
staðinn. Það segir sig sjálft að
umferð um Austurstræti á eft-
ir að aukast til muna þegar
fleiri verzlunarfyrirtæki hafa
hreiðrað um sig við Austur-
strætið. Strætið „þrengist“ líka
og það dimmir yfir. Verður þá
kannski tekið til þess ráðs að
loka Austurstrætinu fyrir bíla-
umferð eins og Kaupmannahafn
arbúar gerðu við aðalverzlunar-
æð sína „Strikið" í fyrrahaust,
en það hefur orðið afar vinsæl
ákvörðun.
Lægsta tilboi 19,5 milljónir
Tilboð í byggingu nýrrar slökkvi
stöðvar í Reykjavík voru opnuð
í morgun í skrifstofum Innkaupa-
stofnunar Reykjavíkurborgar. Tvö
tilboð bárust, annað frá Byggingar
félaginu Brú, sem hljóðaði upp á
22 millj. 683 þús. kr. en hitt frá
byggingarmeisturunum Magnúsi
K. Jónssyni og Magnúsi Árnasyni,
er nam 19 millj. 516 þús. kr.
Tilboðin voru opnuð af Valgarði
Briem, forstjóra Innkaupastofnun-
arinnar að viðstöddum fulltrúum
tilbjóðenda, slökkviliðsstjóra, Jóni
Sigurðssyni og varaslökkviliðsstj.,
Gunnari Sigurðssyni. — Eftir var
að athuga tilboðin nánar með til-
liti til þess hvort þeirra væri hag-
stæðara, þegar á allt er litið.
Blaðið í dag
BIs. 3 í Alþingishúsinu.
— 4 Viðbjóðslegt að vera
ungur.
— 6 Æskulýðssíða Heim-
dallar.
— 7 Úr hinnj nýju bók
Kiljans.
— 9 „Flónið“, ritdómur,
eftir Loft Guðmunds
son.