Vísir - 10.10.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 10.10.1963, Blaðsíða 3
V í SIR . Fimmtudagur 10. október 1963. Áttugasta og fjórða lög- gjafarþing þjóöarinnar verður sett í dag. Áður en þingsetn- ing fer fram hlýða þingmenn ásamt ráðherrum og forseta íslands guðþjónustu í Dóm- kirkjunni og mun séra Óskar J. Þorláksson prédika. ☆ Mikið hefur verið að gera 1 Alþingishtisinu að undan förnu og unnið hefur verið af kappi að undirbúningi þing haldsins. Viðgerðir og endur- bætur hafa farið fram á hús- inu. Innl í húsinu sjálfu hefur nær allt verið hreinsað og þvegið frá gólfi til lofts. Unn- ið hefur verið í áföngum við að skipta um glugga í húsinu og mála það. Lokið er við að mála og lokið verður við að Verið er að leggja síðustu hönd á uppsetningu ljósavélarinnar. Á myndinni eru Einar Sigmundsson húsvörður og Enok Helga- son, rafvirki. endumýja alla glugga í hús- inu á næsta ári. ☆ Verið er að ljúka við að setja upp ljósavél í kjallara hússins og finnst kannski sumum það vera hálfspaugi Iegt að Ijósavél skuli vera í Alþingishúsinu. En það er langt frá því, vegna þess að mjög nauðsynlegt er að hafa slíka vél, svo þingstörf geti haldið áfram ef bilanir eða truflanir verða á rafmagni. Fast 49 manna starfslið vinnur yfir þingtímann, auk þeirra sem vinna að ræstingu. ☆ — Við skruppum niður í AI- þingi í gær og ræddum við Friðjón Sigurðsson skrifstofu stjóra Iítillega. Friðjón sagði að ætíð væri um nokkuð mik- ið undirbúningsstarf að ræða þegar nýtt þing kæmi saman. Mikið er um að sama fólkið starfi ár eftir ár og ganga því allir hlutir skiljanlega betur fyrir sig. Þegar við spurðum Friðjón að því hvort honum fyndist ekki heldur þröngt í húsinu, svaraði hann: „Jú, því er ekki að neita að þessi gamla ágæta bygging er orð- in nokkuð lítil fyrir starfsemi alþingis. Starfskilyrði nefnda eru erfið. Nauðsynlega vant- ar alþingismenn aðstöðu til þess að geta tekið á móti gest um og svo mætti nokkuð Iengi telja. ☆ Uppi á Iofti hittum við að máli Jóhannes Halldórsson, sem sér um útgáfu alþingis- tíðinda. Mikið kapp er lagt á útgáfu alþingistíðinda og um þessar mundir er unnið að prentun og setningu í alls fimm prentsmiðjum. Eins og fyrr segir fer þing- setning fram í dag. Að lokinni guðþjónustu verður gengið í þinghúsið og setur forseti ís- lands þingið. Eftir það tekur aldursforsetinn við stjóm, en aldursforseti er nú Ólafur Thors forsætisráðherra. Jóhannes Halldórsson, sér um útgáfu alþingistíðinda. A mynd- inni sést hann með síðustu 7 bækurnar sem gefnar hafa verið úr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.