Vísir - 10.10.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 10.10.1963, Blaðsíða 15
V í S IR . Fimmtudagur 10. október 1963. 15 Barbara fékk nú hugmynd, sem hún hafði mikinn huga á að framkvæma. — Ef ég gæti sent bréf til London. Ef einhver gæti hjálpað mér að senda það. Hún leit frá einum til annars og eftir nokkra þögn sagði Harilaos: — Eleni getur farið með það til Orestes. Barbara tók bréf og penna fram úr tösku sinni. Hún varð að skrifa Lindley, en hvemig gat hún skrifað þann ig að hann skildi alvöruna í þessu öllu og hve mikið lægi við, þannig að hann tæki sér strax flugferð til Aþenu? Ef hann tryði henni nú heldur ekki? Hún beit í pennaskaftið eins og henni yrði eitthvað rórra við það og með óstyrkri hendi skrifaði hún nokkrar sundurlausar setningar. Tárin komu fram í augun á henni er hún hugsaði til þess, að ef .til vill myndi Lindley aðeins hrista höfuðið og ekki skilja eitt orð af því sem hún skrifaði. En hún var of máttvana og þreytt til að geta gert meira og rétti því bréfið til Eleni. Hún heyrði Harilaos ræða um bréfið við Eleni og Christos en grúfði sjálf andlitið niður í koddann. Teppið, sem Eleni hafði lagt yfir hana angaði af kindalykt og kryddlykt, en henni fannst lykt- in alls ekki vond. Hún veitti henni visst öryggi. Að lokum féll hún í djúpan, væran svefn. ★ Eleni fylgdi mönnunum tveim ur út. Harilaos sagði við Christ- os: — Gættu hennar-vel. Heimili þitt er eini staðurinn, sem getur bjargað henni úr mikilli hættu. Eleni rak upp stór augu, en engar svipbreytingar var að sjá á Christos: — Hér kemur eng- inn, var það eina sem hann sagði. Harilaos leit í átt til Eleni: — þegir hún? — Já, það mun ég gera, svar- aði Eleni sár: — Frá hverjum er hún að flýja? — Þegiðu, sagði Christos reið ur: — Okkur kemur það ekki við. Þú átt bara að gæta hennar vel. Eleni fór að snökta en sagði svo með fyrirlitningu: Hún sneri bara á sér fótinn. Þegar bólgan er farin getur hún gengið. Harilaos tvísté og lyfti upp hliðartöskunni sinni, sakouli. Hann var órólegur yfir því að þurfa að skilja þessa brezku konu eftir þarna. Ef maðurinn hennar hafði elt þau, kæmi hann ef til vill til hennar áður en hann, Harilaos, kæmi til baka með múldýrið. Það var óhætt að treysta Christos, og húsið hans var mjög afskekkt. En orðrómur inn, það var aldrei að vita nema fréttin um hina horfnu konu væri komin til bæjarins: -— Orð rómurinn er fljótur í förum, sagði hann. Ég ætla að fara nið ur á krána og heyra hvort hann er kominn til bæjarins. —f'Á’ ég að kotna weð þér? spurði Christos. Harilaos hristi höfuðið: — Nei, víktu ekki frá henni. Ef einhver kemur skaltu segja, að Eleni sé veik og það megi ekki hleypa neinum inn. Han lyfti hendinni í kveðjuskyni. — Ég kem aftur á morgun. ★ Það var ekki löng leið niður fjallið til bæjarins. Harilaos sá tilsýndar þyrpingu hvítkalkaðra húsa og hann gat einnig greint litlu krána, þar sem bæjarbúar söfnuðust saman að loknu dags- verki og fengu sér einn bolla af sterku kaffi eða vínglas. Hann staðnæmdist og íhugaði, hvort hann ætti að eyða hinum dýr- mæta tíma í að koma við á kránni til að athuga hvort frétt in um hvarf konunnar hefði bor- izt þangað. Allt í einu var sagt að baki hans: — Harilaos, hvað ertu að gera hér? — Stephanos. Harilaos sló á öxl vinar síns. — Ertu á leið til krárinnar? Hvaðan ertu að koma — varstu í Tymbaki? Stephanos hristi höfuðið: Nei, ég var í Mires. — Ég var líka í Mires, sagði •Harilaos hægt, Ef Stephanos hafði verið í Mires og hafði samt ekki heyrt neitt, voru litlar lík ur fyrir því, að fréttin væri komin til bæjarins. Þá þyrfti hann ekki að koma við á kránni. — Komdu þá niður á krána, sagði Stephanos. En Harilaos hafði tekið á- kvörðun: — Ég má ekki vera að því í dag, Stephanos. Ég er á leið til tengdasonar rníns svo að ég þarf að flýta mér. — Hafðu það eins og þú vilt. Þú átt langa leið fyrir höndum, Herete, Harilaos. — Herete, Stephanos. Þegar Harilaos hafði gengið nokkurn spöl kallaði Stephanos á eftir honum: — Ef þú mætir vitlausu kon- unni á leiðinni, þá skaltu stöðva hana. Harilaos snarstanzaði og sneri sér við: — Vitlausu kon- unni? endurtók hann undrandi. — Já, hefurðu ekki heyrt um hana? Það er ekki talað um ann- að í Mires. Vitfirrt ensk kona er á reiki hér um fjöllin. Maðurinn hennar hefur heitið hverjum þeim, sem nær henni, verðlaun- um. Þúsund drachmer. — Þú skalt nú fara varlega í að trúa öllu því, sem þú heyrir á markaðsdegi í Mires, sagði Harilaos snöggt. Dapur í bragði hélt hann á- fram. Hann bölvaði hinum illu forlagadísum, sem höfðu sent Stephano til Mires, einmitt þenn án'dag. Nú myndi fréttin þjóta eins og eldur í sinu um allt hér- aðið. Hann treysti Christos og Eleni, en húsið þeirra lá hættu- lega nærri bænum. Og hann myndi sjálfur ekki koma þangað fyrr en næsta morgun, og hvað gat ekki gerzt á þeim tíma? Harilaos herti gönguna. Nú vissi hann að hann hafði rétt fyrir sér. Enginn eiginmaður sem elskaði konu sína myndi heita þúsund drachmer þeim, sem gæti klófest hana — eins og hún væri hættulegur glæpa- maður. Eiginmaður ensku kon- unnar sóttist eftir lífi hennar, og því miður voru margir fúsir til að svikja hana fyrir þá þúsund drachmer, serti heitið hafði ver- ið. Hann varð að vera á undan þeim, sem voru að leita hennar. Harilaos hljóp síðasta spölinn niður fjallið. Hann tók ekki eftir „manninum, sem kom út úr skóg- inum, staðnæmdist, og horfði á eftir honum. ★ Snemma um morguninn vakti Eleni Barböru og kom með skál af yogourt handa henni. Súrt, ferskt bragðið hressti Barböru og henni fór að líða vel. Henni var ekki eins illt í öklanum og daginn áður og bólgan var eitt- hvað farin að minnka. Henni varð hugsað til Lindley og fór að velta því fyrir sér, hvenær hann gæti komið til Aþenu. — Fyrst varð hann að fá bréfið frá henni og svo — það hlaut að taka að minnsta kosti fjóra eða fimm daga. Og á þeim tíma gat margt skeð. Hugsunin um þetta skelfdi hana, og hún sett- ist á rúmstokkinn og setti fæt- uma varlega niður á gólfið. Það var mjög sársaukafullt að stíga í fæturna en hún píndi sig til þess og tók nokkur skref yfir gólfið. — Kala, þér getið gengið aft- ur. Harilaos var kominn og úti fyrir húsinu sá Barbara glitta í múldýrið. Hún varð svo glöð yfir að sjá Harilaos að hún hefði getað hlaupið í fang honum: — Förum við strax af stað? spurði hún áköf. — Já, það er bezt. Þeir hafa þegar heyrt um yður niðri í bænum. Hefur nokkur séð yður hér? Barbara horfði skelfd á hann og hristi höfuðið: — Nei, eng- inn. Harilaos virtist fyllilega á- nægður. Barbara leit á Eleni og hana langaði til að sýna henni þakklæti sitt — en hvernig? Ó- sjálfrátt tók hún hálsklútinn af sér og rétti Eleni hann: — Eigðu þetta, sagði hún. Eleni rak upp stór augu og hristi höfuðið, en Barbara næst- um tróð honum upp á hana og að lokum tók Eleni við honum. bmb 16250 VINNINGAR! Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Haestu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. T A R Z A N Ef þið vitru töframenn getið ekki komið ykkur saman um hver á að vera foringi ykkar, þá kannski viljið þið að vinur minn captain Wildcat taki að sér for- ystuna. Hann kann mörg töfra- brögð sem notuð eru handan við hið mikla haf. Við þekkjum ekki þennan Wildcat, hrópar einn þeirra. Ef hann hefur mikinn töframátt, þá verðum við að rannska það vel. Getur hann talað við guðina? Nei nei hrópar annar. Hann er ókunnugur. Og han talar ekki mál okkar segir sá þriðji, hann lítur heldur ekki út fyrir að vera töframaður. Guðirnir munu ekkj taka neitt mark á slíkum manni. — Efharisto, — kærar þakkir. Hún þrýsti fallegum hálsklútn- um upp að vanga sér og augu hennar ljómuðu. — Hún má ekki hafa hann á sér, sagði Harilaos skyndilega, Og þarna á mili baðkarsins og ísskápsins finnið þér barinn, og radio-grammofón-sjónvarpið. HT Þau hljóta að vera heima, það er Ijós þarna uppi. Taunus stadion ’60, 90 þús. Plymouth ’58 stadion, til greina kemur skuldabréf. Benz ’55, diesel, góðir skil- málar. Rússajeppi ’59, blæja. Simca ’62, sex manna. Morris 1100 ’63. ZePhyr ’62 og ’63. Ford ’55 sex og átta cyl. Auk þess hundruð alls konar bifreiða. SKÚLAGATA 55 — SI.MI 1581* Crepe-bnrnahosur Kr. 20,00 HAGKAUP Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.