Vísir - 10.10.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 10.10.1963, Blaðsíða 9
V1SI ft . Fimmtudagur lð. október 1963. „Söguþráðurinn í leikritum Marchel Achard er yfirleitt heldur magur“, segir í smápistli i leikskrá Þjóðleikhússins, har sem kynntur er höfundur „Flóns ins“, hins nýja franska gaman- leiks, sem það hefur tekið til sýningar. Magur — það er nú Ísvo. Ást, léttúð og hefnigimi ’og framhjáhald á alla kanta, er að vísu ekki neitt nýnæmi I frönskum gamanleikjum, en þrátt fyrir það þarf sá sögu- þráður ekki endilega að teljast magur. Það má mikið vera, ef ekki einmitt sá þráður er ekki uppistaðan í flestum þeim gam- anleikjum, frönskum og ekki frönskum, sem samdir hafa ver ið; og ekki nóg með það, heldur og í velflestum harmleikjum og meirihluta allra þeirra skáld- verka, sem við teljum til bók- mennta, að þeim sígildu ekki undanskildum. — Höfundurinn þarf því ekki að fyrirverða sig fyrir söguþráðinn í „Flóninu", þegar hann horfir framan í þá ódauðlegu bræður sína I frönsku akademíunni. Sennilega er það einmitt sá söguþráður, sem þeir hafa yfirleitt ódauðleika sinn af — og sennilega verður hann ódauðlegri en þeir allir til sam- ans. Annað mál er svo það, að franskir gamanleikjahöfundar hafa tileinkað sér þá list að vefa úr þessum söguþræði fis- létta, fína gagnsæja voð, sem löngu er orðin ekki síður sér- kennandi fyrir þá en Harrys- vaðmálið fyrir þá skozku, en um leið eins ólíkt þeim vefn- aði og hugsazt getur, ekki sízt hvað endinguna snertir. Og þetta hnökralausa híalín munu franskir höfundar halda áfram að vefa, meðan þeir skrifa gam anleiki á annað borð. Að sjálf- sögðu tekst þeim misvel, enda getur varla list, sem gerir meiri kröfur til skapandans en þá, að útsetja létt og ijúft viðlag, sem aðrir hafa áður útsett oftar en tölu verður á komið, og ná þar þó nýjum blæbrigðum, þannig að áheyrendunum þyki sem þeir hafi aldrei heyrt það leikið svo fyrr. Marchel Achard tekst það að vísu ekki í þessum gam- anleik: hitt tekst honum aftur á móti, að láta þetta marg- ieikna viðlag halda skemmtileg- ustu erfðaeinkennum sínum,. og kannski er það mest snilld hans, að nema úr þvf alls konar trillur og útúrdúra, sem nútfma höfundar franskir hafa lagt því til, og færa það þannig nær uppruna sínum. En þó að gamanleikurinn sé f sjálfu sér ekki þannig frá höfundarins hendi, að áheyrend ur beinlínis hrökkvi við, þá er þessi sýning athyglisverð fyrir tvennt Sér í lagi — eða kannski öllu heldur eitt, þó að tvískipt sé. Þýðandinn og leikstjórinn hafa semsé gert sér það biess- unariega ijóst, að það er hvorki unnt að þýða né flytja franskan gamanleik „uppá frönsku". Til þess skortir fyrst og fremst tungu okkar svo blessunarlega alit það, sem með þarf, að úr slíku verður, ef reynt er, hégilju leg tæpitunga," sem alltaf orkar á árheyrendurna sem leiðinda- klám. Og til þess skortir fs- Ienzka leikendur þá skapgerð, sem engir eiga nema franskir, auk þess sem íslenzka áhorfend ur skortir líka þá skapgerð, sem þarf til að geta tekið slíku gamni og notið þess til hlítar. Þýðandinn hefur þvf tekið þann kostinn sem næst Iá og beztur var, að sleppa allri tæpitungu, og nefna hvern hlut sínu rétta nafni, svo að úr verður hressi- legt tungutak, án þess að nokk- ur geti hneykslazt. Og leikstjór- inn hefur tekið sama kost — leikendurnir eru ekkert að burð- ast við að leika uppá frönsku; þetta eru fslenzkar persónur, sem flytja fslenzkum áheyrend- um hressilegt gaman á hressi- legri íslenzku. Fyrir þetta eiga þýðandi og leikstjóri sannarlega þakkir skildar. Af leikendunum undanskil ég þó Baldvin Hall- dórsson, hvað þetta snertir — honum er það svo eðlilegt að leika uppá hálfgildings frönsku, að hann getur ekki að þvf gert, og þar sem það er ekki til að sýnast, kemur það ekki heldur að sök. Og þð að gamanleikurinn sjálfur komi manni ekki á ó- vart, hvað söguþráðinn að minnsta kosti snertir, kemur manni þó margt annað skemmti lega á óvart. Ekki hvað sfzt túlk un Kristbjargar Kjeld á hlut- verki vinnukonunnar — sem alltaf er ómissandi aðalmann- eskja f öllum frönskum gaman- leikjum. Ófranskari kvenper- sónu en Kristbjörgu f þessu hlutverki er vfst varla hægt að gera sér í hugarlund, enda hef- ur ekkert verið til þess gert að hún minnti á franska konu; gerv ið er eins háíslenzkt og hugsazt getur, hreyfingarnar, framkom- an, svipbrigðin og geðbrigðin ... fyrir bragðið virkar hið franska „úlalala" eins og setu- liðsmálsletta í munni hennar. Leikur hennar er svo dásam- lega ferskur, tilgerðarlaus og ófeiminn, að manni finnst hver setning látlaus og eðlileg á vörum henni, sannarlega mergjaðar, sumar hverjar. Þetta hispursleysi verður fyrst og og fremst til að gera okkur Josefu Lantenay eftirminniiega í meðförum Kristbjargar, óneit- anlega nokkuð á kostnað þess, sem höfundurinn ætlast auð- heyranlega til að komi fyrst og fremst fram — hæfni „flónsins" til að sjá gegnum allan blekk- ingavef vanans og hræsninnar og skynja og skilja Iffið og mannfólkið, eins og það er, og óneitanlega er ádeilan þar með fyrir borð borin. Rúrik Haralds- son fer á svipaðan hátt með hlutverk Sévigrie ránnsóknar- dómara; þó að Jeikur háns sé ekki eins heill og Kristbjargar, þá er hann hressilegur og með nokkrum tilþrifum. Sigríður Hagalín leikur konu hans; metn aðargjarna og í hófi gáfaða, sem álítur sólarhringinn byrja klukkan ellefu — að kvöldi. Bessi Bjamason er forkostuleg- ur réttarritari og Róbert Arn- finnsson samvizkulipurðin upp- máluð í hlutverki Edvards Lablache. Ævari Kvaran tekst vel í hlutverki Benjamíns Beaurevers; svipbrigðin í sam- leik hans og Kristbjargar eru með ágætum — en miður tekst honum í hlutverki lögreglu- mannsins. Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir hefur svo sannarlega margt betur gert en í hlutverki frú Beaurevers. enda spillir það hve gervi hennar kemur lítt heim við lýsingu þá, sem á henni er gefin, áður en hún kemur fram á sviðið. Á leik Baldvins Halldórssonar f hlut- verki Cardinals lögfræðings er áður minnzt; hann er heil- steyptur f sjálfu sér — en f fyllsta samræmi við það, sem áður er sagt um sviðsetningu og leikstjórn, spyr maður ó- sjálfrátt sjálfan sig, hvern fjár- ann sjálfan fransmaður sé að vilja þarna fram á leiksviðið. Anrar Jónsson leikur náfölan Austurstrætisgæja, af prúðari gerðinni, f frönskum lögreglu- búningi. Og svo getur áhorfandinn spurt sjálfan sig að sýningu lokinni, hvort þessi franski gam anleikur eigi nokkurt erindi á leiksvið Þjóðleikhússins. Ég játa það, að ég þekki ekki rit- höfundarafrek Achards, en þó að „Flónið" sé sæmilegasti gamanleikur, hefði hann varla verið kjörinn í fylkingu hinna ódauðlegu, hafi hann ekki sam- ið neitt athyglisverðara, og er honum því tæplega gert fylli- lega rétt til af hálfu Þjóðieik- hússins, er það kynnir hann á þennan hátt. Ekki fæ ég heldur séð, að þeirri stofnun beri nein skylda við leikhúsgesti, að kynna þeim „boulevard“-Ieik- menningu Parísarborgar í ís- lenzkum búningi. Þýðingin er það vel og hressiiega gerð, að Þjóðleikhúsið hefði betur fengið Ernu Geirdal eitthvert veiga- meira viðfangsefni til úrlausnar. En — því má Þjóðleikhúsið ekki einstaka sinnum „skvetta sér upp“ eins og aðrir; taka ofan virðuleikasvipinn, gefa skrattann sjálfan í allt menn- ingarhlutverk og annað þess háttar, og gefa gestum sínum kost á að skoða lífið og mann- fólkið frá sjóriarhóli Josefu vinnukonu? Leyfist því það — eða leyfist því það ekki? Það er spurningin, og ég er ekki viss um að frumsýningargest- irnir svari henni allir á einn veg — eftir þessa sýningu. Loftur Guðmundsson. ☆

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.