Vísir - 17.10.1963, Qupperneq 2
I
VISIR . Fimmtudaginn 17. oRtóber. 1963.
iPZm,
ty//áí
[F^t nr=f
mL
V////////M
T"" C=T
VV///Æ
Sagt fré tippvakningu
i ifftn
Fyrir nokkrum árum
státuðu Vestmannaey-
ingar af Evrópumeistara
í frjálsum íþróítum. —
Þetta var Torfi Bryn-
geirsson, sem að vísu
keppti þá undir merkj-
um KR, en var engu að
síður Vestmannaeyingur
eins og margir beztu
stangarstökkvarar lands
ins á undan honuni. —
Margir fleiri góðir frjáls
íþróítamenn voru líka
frá Vestmannaeyjum, t.
d. Adolf Óskarsson,
Krisíleifur Magnússon
og Guðjón Magnússon.
I sumar gerðu þessir kappar
og margir aðrir átak í þá átt
að efla frjálsar íþróttir Vest,
mannaeyinga, en til þessa hef-
ur knattspyrnan verið svo til
algerlega einráð í Eyjum. S6 lit-
ið yfir beztu árangra í Eyjum
í sumar kemur í ljós að þar
eru góð efni, ekki sízt hinn
ungi spretthlaupari Árni B.
Johnsen, sem náði bezt 11,3 sek.
Gömlu kempurnar brugðu á
leik í sumar með hinum yngri
og árangrar þeirra eru líka eftir
tektarverðir. Guðjón Magnússon
sem átti íslandsmetið í stangar
stökki 1945 og stökk þá 3,67
stökk nú 3,20, — og er þó orð-
inn 43 ára og hefur ekki snert
á stöng i 14 ár! Hann stökk nú
með bambusstöng eins og þá
tíðkaðist og er orðið sjaldgæft
að sjá þannig stengur 1 keppni.
Þetta gerði Guðjón í ausandi
rigningu og ónotakulda. Adolf
Óskarsson náði iíka mjög langt
í sumar, 58,7 I spjótkasti.
Ágœtis aðstaða er nú að verða
í Eyjum til íþróttaiðkana, Ný-
legt íþróttasvæði, búningsklefar
og böð, en það sem aðallega
háir, er vöntun á hæfum leið-
beinendum.
Guðjón Magnússon stekkur yfir 3.20 metra í ausandi rigningu eftir 14
ára hvíld. Hann stekkur af bambusstöng og með „gamla laginu“.
Tveir af beztu frjálsíþróttamömnim Vestmannaeyja, þeir Árni
Johnsen, efnilegur spretthiaupari, og Hallgrímur Jónsson, sem er
yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum, en hann hefur náð beztum
árangri í sumar, 49.22 í kringlu og 14.25 í kú!u.
SCmsiffspyrBiufélsiis SigEufprÍurs
Már Elíasson, skrifstofustjóri hjá
uskifélaginu er nýkominn heim af
Uþjóðafiskiráðstefnunni í Madrid,
:n henni lauk í fyrradag. Fundum
lagfræðinganna lauk nokkru fyrr
>g kom Már því á undan fiskifræð-
ngunum, þeim Jón; Jónssyni, Þór
inni Þórðardóttur og Ingvari Hall-
'rimssyni, sem koma næstu daga.
Már sagði okkur í morgun að
iðalverkefni hagfræðinganna hefði
ærið samræming á skýrslun hinna
skýrslugerð væri höfuðnauðsyn fyr
ir fiskifræðingana, sem siðar vinna
úr skýrslum hagfræðinganna.
„Annars hefur þetta stórlagazt
frá því Árnj Friðriksson tók við
sem framkvæmdastjóri Alþjóðahaf
rannsóknarráðsins, en hann hefur
haft aðsetur í Kaupmánahöfh und-
anfarin ár. Árni hefur unnið mjög
gott starf og það er hann, sem
skipuleggur hina árlegu fundi ráðs
ins og þar á meðal-fund ráðsins í
Madrid að þessu sinni“.
Greinargerð frá Knatt-
spyrnufélagi Siglufjarðar,
sem birtist í tveim dagblöð
um borgarinnar í gær hef-
ur inni að halda þungar á-
kúrur á stjórn KSÍ og jafn-
vel hótun um að kljúfa
stjórnina, „Ég veit ekki
hvort við Siglfirðingar
verðum nokkuð með í ís-
landsmótum á næstunni“,
sagði Tómas Hallgrímsson
formaður KS í símtali í
gærkvöldi, „við höfum
| kynnzt svo miklum ódreng
j skap og fúlmennsku á
jfjessu fyrsta sumri okkar
í Islandsmótinu að engu
jlagi er líkt. Það eru uppi
raddir núna að verja held-
m kostnaðinum við íslands
mót til uíanfarar, en kostn-
áðurinn í sumar nálgast 70
þúsund krónur.“
„Við teljum að KSÍ-stjórnin hafi
haldið mjög hlutdrægnislega á mál
um fyrir Þrótt, sérstaklega að leyfa
okkur ekki að koma fram til að
verja okkur, en dæma okkur síðan
fjarverandi i sekt eftir lagabók-
staf, sem ekki er til! Annars tel
ég málið engan veginn tapað fyrir
okkur, við höfum pálmann í hönd-
unum, hinn rétta málstað. Annars
er þetta mál í fyilsta samræmi við
það sem stjórn KSl vill, utanbæj-
arfélögin mega ekki komast í 1.
deild, það er að þeirra. áliti allt
of dýrt að hafa utanbæjarfélögin
með, og það hafa þeir sjálfir sagt
framan í ísfirðinga. Við erum því
á þeirri skoðun, að íþróttirnar séu
ekki rétti vettvangurinn fyrir okk-
ur, þar ræður nefnilega ekki rétt-
sýni og félögin hafa ekki
sömu tækifæri, og ekki þarf
að minna á hreinlyndi þeirra
herra, sem um stjórnvölinn halda“.
Við spurðum að lokum hvort
hann mundi mæta fyrir hönd KS
á KSÍ-þingi, en hann sagðist ekki
geta sagt um það að svo stöddu,
það færi eftir þvi hvort honum
ynnist tími til að fara til Reykja-
víkur. Aðspurður um hvort til
stæðu aðgerðir til að „hreinsa til“
í stjórn KSI’, eins og látið er liggja
að í greinargerð hans: „Ég get ekki
sagt neitt um það atriði að svo
stöddu, en æskilegt væri j>að“.
Það er mikil kergja í þessu máli,
svo sem sjá má af ofanrituðu.
Greinilegt er, að Siglfirðingar hafa
ekki mætt til leiks með hinn unga
leikmann til að hafa rangt við.
Þeir hafa mætt til leiks með hann
íxþeirri góðu trú, að þeir hefðu
fullt leyfi fyrir manninn. Skeyti
KSÍ er aftur á móti klaufaiegt, að
vísu er ekkert leyfi fyrir að nota
manninn í skeytinu, en auðvitað
töldu Siglfirðingar að svo væri,
eftir að hafa talað við stjórnar-
mann KSÍ áður og mun hann hafa
sagt að ekkert væri í veginum fyr-
ir því.
Hins vegar er margþættur mis-
skilningur í skrifum Tómasar for-
manns. T. d. að KSÍ hafi á móti
utanbæjarliðum vegna kostnaðar.
Kostnaður af Islandsmótum lendir
ekki á KSÍ, heldur þátttökuliðun-
um. Einnig er það mjög skiljan-
legt, að dómur í málinu skuli falla
Þrótti í vil. Um atriði sem þetta
eru skýrar reglur, sem ekki er hægt
annað en túlka á einn veg: lið sem
hefur notað of ungan leikmann,
hefur þar með tapað leiknum. Um
samr.inga milli liða um slíkt getur
aldrei verið að ræða.
Vonandi hverfur þetta mál innan
'skamms af dagskrá og starfsorka
manna beinist inn á heillavænlegri
brautir. Það yrði leitt til afspurn-
ar, ef Siglfirðingar tækju ekki þátt
í íslandsmötum næsta sumar. Lið
þeirra er Vabcandi lið. Það hafði
ekkert upp í 1. deild að gera að
þessu sinni, til þess vantar of
margt, en þegar liðinu vex fiskur
um hrygg, má búast við afrekum.