Vísir - 17.10.1963, Side 3
V í SIR . Fimmtudaginn 17. október 1963.
íslenzki hesturinn hefur getið sér svo góðan
orðstír í Vestur-Þýzkalandi, að eftirspurnin eftir
honum fer sívaxandi.
Myndsjáin í dag segir stutta sögu af hestinum
Þokka og hvernig hann veitti blindum manni aukið
sjálfstraust og trú á Hfið.
Er Giinther Wieland var aðeins 19 ára — á
stríðsárunum — barðist hann á vígstöðvunum á
Italíu, særðist og missti sjónina. Hann hafði verið
mjög áhugasantur skíðamaður, en nú voru dagar
skíðamannsins taldir og tók það mjög á Glinther.
.Er hann var orðinn 32 ára og starfandi sálfræð-
ingur bauð samstarfsmaður hans honum eitt sinn
að dveljast á búgarði sínum um tíma, hvað Giinther
þáði.
Nú stóð hann við hlið Þokka, litla, brúna, ís-
lenzka hestsins, og skyndilega fékk hann löngun
til að rifja upp þá reiðlist, er hann hafði lært í
herþjónustu. Hann steig á bak og eftir skamma
stund var hann horfinn inn í heim, sem hann
hafði ekki órað fyrir, eftir að hann missti sjónina
— hann komst leiðar sinnar um skóga og engi,
án aðstoðar manna.
Þokki tók að nokkru leyti að sér það hlutverk,
sem augu GUnthers höfðu gegnt meðan þau voru
heilbrigð — gegnum líkama Þokka skynjaði GUnth-
er Iandslagið betur en hann hafði áður gert. Knap-
inn blindi fann brátt, að hann gat fullkomlega
treyst hestinum og innan skamms var hann farinn
að láta hann taka smástökk. Þokki fann hver sat
hann og gætti þess alltaf að fara ekki of nærri
trjánum.
Eftir hverja reiðferð spretti GUnther sjáifur af
Þokka, hirti hann hjálparlaust og naut í ríkum
mæli mildrar lyktarinnar af sveittum hestinum,
\ er hún blandaðist ilminum af heyinu.
æs
Wm
'
'
I- :
isr
£-~--~s5H.-ri.-1 = - - c 1
imf'-- l , z.
Dagarnir átta, sem Wieland
dvaldist á búgarðinum liðu eins
og í draumi og er Giinther Wie-
Iand sneri aftur til borgarinnar
og vinnu sinnar hafði hann með
ferðis dýrmætan farangur —
aukið sjálfstraust.
faniL.. i
:
☆
,ÍHÍ
brii liiií'
Efri myndin: Þegar Gunther
Wieland steig fyrst á bak Þokka
var hann óstyrkur en Róbert litli
kom til hjálpar. Hann þekkti
Þokka og Þokki þeklcti hann og
brátt gekk allt eins og í sögu.
Neðri myndin: Á stökki yfir
engi. Blindi maðurinn, GUnther
Wieland finnur að nú er hann
fyllilega jafnoki sjáandi vinar
síns og öðlast við það aukið
sjálfstraust.