Vísir - 17.10.1963, Qupperneq 6
6
V - C ’ II . Fliiiintudaginn 17.*október 1963.
utlönd i morgun
• > utlönd í ; mong un
utlcnd í mop
utl önd . u! itfdr^un
‘ /'■ - - *.*,
iJMAROK'K
5PAH5Á
ílÁHARft.
R£PUBLM«)RITANIá!| Ca/om6'Htó£C.
Fjöldamargar konur innrituð-
ust í gær I her Aisír til þess að
taka þátt I vörn landsins. Marg-
ar þeirra börðust árum saman
gegn Frökkum.
Ben Bella og mikill meiri hluti
alsírskra þingmanná mættu í ein
kennisbúningum í gær á fundi
í þjóðþinginu og voru og vopn-
aðir, reiðubúnir til þess að fara
til vígstöðvanna. Ben Bella
hvatti þingmenn og alla til þess
að taka þátt í vörn landsins.
Hann hélt áfram árásum á Hass
an konung V. í Marokko, þótt
alsírskir sendimenn séu enn í
Marakesh og sé reynt að ná sam
komulagi. Ben Bella frestaði
þingfundi óákveðinn tíma.
Barizt var áfram f gær á sömu
slóðum og áður, en ekki vitað
til þess, að nein stórbreyting
hafi orðið. Hitt er vitað, að bæði
Marokkomenn og Alsíringar
flytja skriðdreka og orrustuþot-
ur til landamæranna. Herflutn-
a bsadi
Nú er líklegast að kunnugt verði
um val á eftirmanni Macmillans
f.orsætisráðherra Bretlands á morg-
un (föstudag). Butler er nú efstur
á blaði og Maudling fjármálaráð-
herra annar, — Hailsham lávarður
kominn í þriðja sæti.
MacmiIIan var I morgun sagður
mjög þreyttur, en hann hefir haft
mikil afskipti af málum, þótt hann
liggi enn rúmfastur, og vitað er
að hann beitir sér fyrir að Butler
verði valinn. Macmillan ræddi við
ráðherrana Brooke og Heath í
gær. — MacmiIIan mun verða 10
— 14 daga enn í sjúkrahúsi og lík
legt er talið, að hann feli Home
Iávarði utanríkisráðherra að fara á
fund Elisabetar drottningar með
lausnarbeiðnina.
ingaflugvélar eru í notkun og í
Alsír hafa læknar og hjúkrun-
arsveitir verið sendar til stöðva
nálægt landamærunum.
KRÖFUR MAROKKO
í stórum dráttum eru kröfur
Marokko, að lagfæringar verði
gerðar á landamærunum milli
Oudje og Figuig (sjá kortið), en
þessi kafli er 250 km. langur.
Þessar lagfæringar eru ekki mik-
ilvægar og munu ekki valda á-
tökum, en öðru máli er að gegna
um Iandamærin í suðri, sem allt
af hafa verið ógreinileg og illa
merkt, og þarna eru landamærin
bogamynduð, til þess að bæði
Columb-Bechar og Tindouf yrðu
innan landamæra Alsír, og var
þetta verk Frakka, er þeir réðu
Alsír sem nýlendu, og höfðu allt
í hödum sínum í Alsír, Mar-
okko og Túnis. Þessu vilja Mar-
okkomenn nú fá breytt og telja
sennilega tímann heppilegan til
að sýna hnefann, um leið og
hættan á borgarastyrjöld vofir
yfir Alsír. «
Uppdráttur til skýringar á landamæradeilum Marokko og Túnis.
□ Fánj Tunis blaktir yfir flota-
höfninni í Bizerta, en þar hafa
Frakkar haft yfirráð í 80 ár, og
þar börðust Frakkar og Túnismenn
fyrir tveim árum, en nú er .allt í
bróðerni.
□ Utnarikisnefnd öldungadeildar | □ Þingkosningar fara fram í
Bandaríkjaþings hefir heimilið Ástralíu í næsta mánuði til fulltrúa
Kennedy forseta að stöðva efna- deildarinnar, þar sem stjórn Menz-
hagsaðstoð við S.-Vietnam þar til ies hefir nú eins atkvæðis nieiri-
hætt verði ofsóknum í garð Buddh- j hluta.
ista.
fn rtctoo
Miðvikudagarnir eru yfirleitt
eingöngu helgaðir fundum í sam
einuðu Alþingi. Dagskrá fundar-
ins í gær var ofur sakleysisleg.
Ákveða áttj hvernig ræða skyldi
fjórar þingsályktunartillögur, sem
lagðar höfðu verið fram. En ýmis
legt getur gerst utan dagskrár,
eins og kom á daginn. Við sjálft
lá að allsherjarumræður hæfust
um eina þingsályktunartillöguna,
áður en búið væri að ákveða
hvernig hún skyldi rædd.
Fyrirspum
Eysteinn Jónsson, formaður
Framsóknarflokksins og 1. þing-
maður Austfirðinga kvaddi sér
hljóðs og kvaðst vilja bera fram
fyrirspurn til utanríkisráðherra
Guðmundar 1. Guðmundssonar
um Hvalfjarðarmálið, svo-
nefnda. Spurði Eysteinn hvort rík
isstjórnin værj búin — eða hefði
í hyggju — að gera, samninga við
Atlanthafsbandalagið um mann-
virkjagerð í HvaJfirði. Vísaði Ey-
steinn til tilk. utanríkisráðuneyt
isins í Ríkisútvarpinu 7. ágúst
s.I., og viðræðna fulltrúa Fram-
sóknarflokksins við utanrikisráð-
herra daginn eftir, en þar gaf
ráðherrann þeim ýmsar upplýsing
ar til skýringar tilkynningunni.
Svar
Utanríkisráðherra var reiðubú-
inn til að svara fyrirspurninni,
enda hafði Eysteinn Jónsson, lát-
ið svo lítið að skýra honum frá
fyrirætlun sinni daginn áður, svo
að hún kæmi ekk; á óvart, enda
ekki þinglegt að bera fram fyrir-
spurnir fyrirvaralaust. Rakti utan
ríkisráðherrann sögu fram-
kvæmda Atlantshafsbandalagsins
eða Bandaríkjanna á íslandi, eftir
að varnarsamningurinn var gerð
ur, með það I huga að sýna venj
ur er skapazt höfðu í meðferð
þessara mála: Það hefði aldrei
verið talið nauðsynlegt að bera
undir Alþingi sérstaklega samn-
inga íslenzku ríkisstjórnarinnar
við Bandaríkjastjórn, um fram-
kvæmdir á vegum varnarliðsins
frá 1951.
Sagði ráðherrann að varnarlið-
ið hefði framkvæmt á íslandi fyr-
ir þúsundir milljóna króna frá því
að það settist hér að fyrir 12 ár-
um. Sumar framkvæmdir hefðu
verið greiddar af Bandaríkjastjórn
aðrar af sérstökum sjóði Atlants-
hafsbandalagsins, sem ætlaður
væri til að standa straum af ýms-
um varnarframkvæmdum. Nefndi
utanríkisráðherra sérstaklega
dæmi frá þeim tíma er embætti
utanríkisráðherra var skipað
Framsóknarmanninum dr. Kristni
Guðmundssyni, núv. ambassador
íslands í Moskvu. í hans ráðherra
tíð t.d. árið 1953, fór NATO fram
á samþykki ríkisstjórnarinnar til
byggingar lóranstöðvar á Snæ-
fellsnesi. Þetta var leyft án þess
að ákvörðunin væri borin undir
Alþingi.
Tveimur árum síðar, 1955, var
komið á fjarskiptasambandi milli
herstöðva í Bretlandi og á ís-
landi. Leyfði ríkisstjórnin marg-
víslegar framkvæmdir á íslenzku
landi, í sambandi við þetta, án
þess að bera það undir Alþingi.
Sama ár fór NATO fram á leyfi
til að byggja eldsneytis- og
sprengiefnisgeymslu í Hvalfirði.
Á sama tíma var dr. Kristinn Guð
mundsson I forsæti á ráðherra-
fundum Atlantshafsbandalagsins.
Málið var rætt hér heima, og
var síðan tekið upp í áætlanir
NATO og þess sérstaka sjóðs,
sem fyrr er nefndur, að þetta yrði
gert. Kvaðst Guðmundur 1. Guð-
mundsson ekki þekkja dæmi þess
að framkvæmdir væru teknar inn
í fjárhagsáætlun hins sérstaka
framkvæmdasjóðs, án þess að
Hval-
fjörður ,f
skotmáli'
búið væri áður að afla til þess
samþykkis viðkomandi aðila, í
þessu tilfelli íslenzku ríkisstjórn-
arinnar. Ályktun Alþingis frá
1956 um setu varnarliðsins á ís-
landi, varð hins vegar til að
stemma stigu fyrir framkvæmd-
um.
Síðan lýsti utanríkisráðherra á-
sigkomulagi stöðvarinnar í Hval-
firði. Sagði hann að olíugeym-
arnir þar hefðu verið settir upp
árin 1942 og 1943, væru stríðs-
framleiðsla, með ýmsum hennar
göllum, og væri nú endurnýjun-
ar þörf. Hefði nú verið farið
fram á ,að leyfa byggingu 8 —
átta — nýrra olíugeyma í Hval-
firði og ríkisstjórnin hefði þegar
samþykkt að leyfa undirbúnings-
athuganir, en annað ekki. Kvað
hann olíustöðina hafa þýðingu
sem vara-birgðastöð, ef til ófriðar
kæmi, og þá ekki síður þegar
svo vildi til, að olíulaust yrði í
landinu, meðan á vetrarvertíð
stæði, eins og átt hefði sér stað
f tveimur nýlegum tilfellum, öðr-
um á dögum v.-stjórnarinnar,
hinu í fyrrahaust. Þá hefði verið
hægt að grípa til olíunnar í Hval-
firði.
Þótt fjölgun olíugeyma í Hval-
firði myndi eiga sér stað, hefði
það á engan hátt í för með sér
breytingu á stöðu Hvalfjarðar, né
hlutverki olíustöðvarinnar þar.
Skipaferðir þangað yrðu þær
sömu og áður.
Ávítur
Hannibal Valdimarsson, formað
ur Alþýðubandalagsins, ávítaði
Eystein Jónsson fyrir að ætla sér
að hefja umræður um efni, sem
þinglega fram borin tillagá nokk-
urra Alþýðubandalagsmanna fjall
aði um og væri ekki enn tekin
til meðferðar. Síðan áréttaði hann
þá skoðun Alþýðubandalagsins,
að ekki bæri að taka ákvörðun
um framkvæmdir í Hvalfirði án
þátttökn Alþingis.
Eysteinn Jónsson talaði aftur,
kvaðst hafa viljað vita hvernig
málin stæðu í dag og lýsti því
yfir, að Framsóknarflokkurinn
hefði ætíð verið andvfgur fram-
kvæmdum I Hvalfirði á vegum
varnarliðsins. Kvaðst hann óttast
að í Hvalfirði myndi smátt og
smátt rísa herstöð á borð við þá,
sem er á Keflavíkurflugvelli, með
þeim vandamálum, sem hún hefði
skapað.
Guðmundur í. Guðmundsson
kvað olíustöðina í Hvalfirði ekki
taka stakkaskiptum, þótt þar
væru byggðir nokkrir olíugeymar
til viðbótar. Þar hefðu verið milli
20 — 30 olíugeymar s. 1. 20 ár og
olíustöðin yrði ekki kafbátastöð
eða herskipalægi þótt nokkrir
kæmu til viðbótar, eða afgreiðslu
skilyrði, sem hingað til hafa ver-
ið, yrðu endurnýjuð.
Einar Olgeirsson kvaðst vilja
mega treysta þvf að ríkisstjórnin
tæki enga ákvörðun í málinu, fyrr
en búið væri að afgreiða þings-
ályktunartillögu Alþýðubandalags
manna á Alþingi.
Hann bar sömu grunsemdir í
brjósti og Eysteinn Jónsson.
Sagði Einar Bandaríkin fara sér
hægt í viðskiptum við okkur, en
færa sig upp á skaftið og óttað-
ist hann að hægt^ væri að gera
ísland að einu víghreiðri, ef þau
vinnubrögð væru látin gilda, að
bera ekki samninga um fram-
kvæmdir varnarliðsins undir Al-
þingi hverju sinni.
Gils Guðmundsson endurtók
margt af því sem Einar hafði
sagt og Ólafur Jóhannesson tók
einnig til máls og sagði nokkur
orð. Utanríkisráðherrann batt síð
an endi á umræðurnar.