Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 2
VfÞS*I»R . Mánudagur 11. nóvember 1983. JÓN BÍRGIR PÉWR&SON ‘!IÉÍ H % ff-m!!' li81GBiaaiíBSá!UHKilií«Tltllilai;lIíi!* óprúðmtmaleg hmnkom kastaði leiBindaskugga á Spartak Plsen lega verið farið að gæta. Leikirnir voru allir fjörugir og skemmtilegir og húsfyllir áhorfenda fylgdist nær alltaf með viðureignunum. Þannig er talið að um 2000 manns hafi verið á Keflavíkurflugvelli og horft á ieikinn. ÍR mun gjalda Spartak heimsókn þessa næsta sumar, og borga Tékkar þá ferðir ÍR-inga og kostnað. SA/WWVWWWWWW> Staðan í Rvík mótinu Tékkneska handknattleiks- liðið SPARTAK PLSEN lauk í fyrri viku leikjum sínum hér á landL Liðið vakti mikla athygli fyrir góðan leik sinn, en engu minni athygli í hópum handknattleiksmanna leið- inlegur íþróttaandi innan hópsins, svo mjög kvað að þessu, að þegar liðið tap- aði sínum fyrsta og eina Ieik í ferðinni, gegn úrvals- liði Reykjavíkur, þá ætluðu liðsmenn að sofa í tékk- neska sendiráðinu um nótt- ina og hverfa af landi brott Magnús Pétursson, sem þó hafði aðeins framfylgt þeim reglum, sem gilda hér á landi um handknattleik. Tókst að fá Tékka ofan af þessari fyrirætlan. Þegar mætt var til leiks á Keflavíkurflugvelli, var sami dóm ari og á leik Reykjavíkurúrvalsins. „Ég varð alveg undrandi", sagði Magnús dómari, „þarna sátu Tékk- arnir og var eins og þeir biðu eftir mér og bauluðu á mig allir í kór. Hvílíkir íþróttamenn". Nú fór svo að Tékkar mótmæltu eindregið að þeir mundu leika ef Magnús dæmdi. Sögðust þeir ekki hreyfa sig fyrr en annar dómari væri fenginn. Það var þá sem Gunnlaugur Hjálmarsson, sem séð hefur um heimsóknina fyrir ÍR, greip fram í á allhressilegan hátt. Gunnlaugur tjáði þeim að þeir mættu hætta við leikinn, en Magnús mundi dæma, enda fyrir löngu ákveðið að svo yrði. Hins vegar mættu þeir gera upp hótelreikning sinn sjálfir, borga ferðalagið utan og að auki myndi skýrsla um málið verða send alþjóðasambandinu til um- sagnar og skaðabóta krafizt. Það var þetta sem hreif. Það var sem Knattspyrnumenn■ irnir sigruiu um morguninn með næstu flugvél! Þetta fjaðrafok mun hafa orðið vegna óánægju með dómarann^ Furðuleg staðreynd en sannleik- ur þó: Knattspyrnumenn Þróttar unnu 1. deildarlið ÍR í handknatt- leik á handknattleiksfjölum Háloga lands í gærkvöldi. ÍR-liðið án Gunn laugs Hjálmarssonar var hrein hryggðarmynd. Hvað eftir annað sendu liðsmenn boltann beinustu leið út af vellinum og leikaðferð var ekki til hjá liðinu. Þróttarar Iéku alls ekki vel, en áttu 11:9 sigur sinn fyllilega skilið. Mark- verði liðsins, Guðmundi Gústafs- syni, má þó þakka mikið hve vel tókst til. Leikurinn var jafn allan tímann og allspennandi. 1 hálfleik var stað an 5:5. 1 seinni hálfleik leiddu Þróttarar lengst af, en ÍR jafnar í 8:8 og 9:9, en Þórður Ásgeirsson og Axel skoruðu sfðustu tvö mörk in í leiknum, hið seinna úr víta- kasti á síðustu sekúndu leiksins. Beztu menn auk Guðmundar Gústafssonar voru þeir Þórður Ás- geirsson og Axel hjá Þrótti, en Jón Jónsson markvörður ÍR og Gylfi Hjálmarsson. Sigur Þróttar er því furðulegri sem leikmehn æfa handknattleik ekki nema sem aukagrein með knattspyrnunni, og hafa að auki engan þjálfara. ÍR-ingar hins vegar eru í 1. deild og talið gott lið, — en virðist ekki mega við miklu vanti Gunnlaug Hjálmarsson, en hann átti ekki gengt frá starfi sínu þetta kvöld. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs- son. Staðan í mfl. karla í Reykjavík- urmótinu í handknattleik er nú þessi: Fram 3 3 0 0 48:25 6 KR 3 2 1 0 32:30 5 ÍR 4 2 0 2 34:41 4 Þróttur 4 2 0 2 36:51 4 Valur 3 1 0 2 34:27 2 Ármann 3 1 0 2 26:39 2 Víkingur 4 0 1 3 40:47 1 Hörður Kristinsson hindraður á línu í leik við Spartak Plsen. Markhæstu menn mótsins: Ingólfur Óskarsson, Fram, 16 Þórður Ásgeirsson, Þrótti, 15 Reynir Ólafsson, KR, 13 Bergur Guðnason, Val, 13 Gylfi Hjálmarsson, ÍR, 13 Árni Samúelsson, Ármanni, 10 Hörður Kristinsson, Ármanni, 10 við manninn mælt og allt fór í gang og Tékkarnir reyndust alls ekki óánægðir með dóma Magnús- ar þegar allt kom til alls. Þetta var leiðindamál og setur svartan blett á hinar góðu heim- sóknir tékkneskra liða til íslands, en lið þeirra hafa skarað fram úr hvað varðar prúðmennsku á leik- velli sem utan. Tékkar töpuðu sem fyrr segir aðeins leiknum gegn Reykjavíkur- úrvalinu. Leikir þeirra fóru sem segir: SPARTAK — ÍR 31:14 — Reykjavík 23:24 — Landslið 19:19 - FH 23:23 — Víkingur 26:22 — Fram 26:19 Liðið lék leikina við Reykjavík, FH og landslið 3 daga í röð og hefur einhverrar leikþreytu örugg- Svífur inn í feiginn og skorar... Tveir leikir fóru fram um helgina í mfl. kvenna og er myndin úr öðrum leiknum, sem var milli Fram og Ármanns og lauk með sigri Ármanns 7:5. Hinn leikurinn var milli Vik- ings og Vals og vann Víkingur 12:7. í 2. flokki kvenna gerðu Víkingur og Ármann í gær jafn- tefli 3:3, en í 3. fl. karla vann Víkingur Þrótt 6:4. Myndin: Geirrún Theodórs- dóttir úr Fram svífur inn í víta-' teig Ármanns og skorar eitt af, 5 mörkum liðsins. KR virtist ætla að hafa yfirburði í leiknum gegn hinum ungu Vals- mönnum í handknattleiksmótinu í gærkvöldi. Sigur KR 10:9 fékkst þó aðeins vegna þess að Hermanni Gunnarssyni, kornungum nýliða í liðinu, tókst ekki að notfæra sér tækifæri sem hann fékk í hend- urnar til að jafna, þegar aðeins 10 sekúndur voru eftir af leik. Hermann lá í leyni og komst inn í sendingu og brunaði upp völlinn, — ekkert virtist ætla að geta kom ið í veg fyrir mark, — en — Her- mann missti boltann á línunni og Sigurður Johnny markvörður KR gat hirt boltann upp og sent hann fram á völlinn. KR hafði annars yfirburði fyrst og 7:4 í hálfleik. Þetta tókst Vals- mönnum að minnka smám saman og voru nærri að jafna í 9:8, en þá var Hermann nýliði enn óhepp- inn, átti þrumuskot í síöng og upp úr því skoraði KR 10:8. KR- heppnin er sem sagt söm við sig! Beztu menn: Karl, Reynir og Sigurður Johnny hjá KR, Bergur, Hermann og Gylfi hjá Val. Enn tapaði Víkingur í gærkvöldi í Reykjavíkurmótinu í handknatt- Ieik, nú var tapið fyrir Ármanni, 15:16, sem var alls ekki ósann- gjarnt, betra Iiðið, nýliðarnir í 1. deild, Ármann, vann réttlátan sig- ur. Dómari í þessum leik og Ieik KR og Vals var Sveinn Kristjánsson og tók hann að sér hlutverk tveggja dómara, sem ekki mættu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.