Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 3

Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 3
VÍSIR . Mánudagur 11. nóvember 1963. Banaslys varð við Reykjanes- braut norðan Hafnarfjaiðar surrnudaginn 3. þ. m. Piltur um tvítugt, Jóhannes Jónsson, Strandgötu 69 í Hafnarfirði, lét þar lífið í bílslysi, en fjórir aðr- ir slösuðust og þar af einn Hfs- hættulega. Slys þetta varð af völd- um hörkuáreksturs tveggja bif- reiða, Austin Gipsy-jeppa Ö 505 og Volkswagen-bifreiðar G 1569. Jeppinn var að koma frá Hafn arfirði rétt fyrir kl. 1 e. h. og var að aka fram úr öðrum bíl á Hraunsholtinu, en þá kemur Volkswagenbifreiðin á móti og skella þær saman í brekkunni norðan við Hraunsholtið. Áreksturinn varð svo harður að Volkswagenbifreiðin hentist út af veginum og lagðist öll sam an í klessu, þannig að hún er gjörónýt talin. En jeppinn sner- ist á veginum og stefndi í þver- öfuga átt á eftir. Hann skemmd- ist einnig mjög mikið og var óökuhæfur á eftir. Ökumaður jeppans telur sig hafa ekið á löglegum hraða, eða 40—45 km, og sjónarvottar telja að hinn bíllinn hafi einnig verið á löglegum hraða. í Volkswagenbifreiðinni voru þrír piltar. Sá, sem ók, Gústaf Magnússon, slasaðist minnst, en skrámaðist samt mikið í and- liti og fingurbrotnaði. Hann sat klemmdur undir stýrinu eftir áreksturinn og gat sig ekki hreyft fyrr en hjálp barst. Guð- mundur Guðmundsson, 16 ára piltur, til heimilis að Hringbraut 15 í Hafnarfirði, slasaðist mjög mikið, brotnaði víða auk ann- arra meiðsla. Hann var fluttur í Landakotsspítala og lá þar milli heims og helju fyrst á eftir. Þriðji pilturinn, Jóhannes Jónsson, Strandgötu 69 í Hafn- Á slysstað við Hraunsholt skammt frá Hafnarfirði. arfirði, dó. Hann var fæddur 7. maí 1943. Hann virtist vera með lífsmarki fyrst þegar að var komið, en var látinn þegar í sjúkrahúsið kom. í jeppanum voru sex far- þegar, auk ökumanns. Tveir far- þeganna, barn og kona, slösuð- ust, þó ekki alvarlega og voru bæði flutt heim til sín að að- gerð lokinni. Blóðsýnishorn voru tekin af báðum ökumönnunum í öryggis- skyni eftir áreksturinn, en lög- reglan í Hafnarfirði tók fram, að ekki hafi samt fallið grunur á að þeir hafi verið ölvaðir und- ir stýrum. Bændur i Oræfum fá fisk, kostog eld- Ekki er talið borga sig að reyna að bjarga brezka togaranum Lord Stanhope H 199, sem strandaði um 5 km vestan við Ingólfshöfða að- faranótt fimmtudags. Björgunar- sveit úr Öræfunum tókst að bjarga allri áhöfn togarans, 18 mönnum. Bændur í Öræfum hafa unnið að því yfir helgina að bjarga ýmsum verðmætuin úr togaranum, þar á meðal milli 20—25 tonnum af fiski, svo og kosti togarans og eldhús- áhöldum. Verðmætum þessum verð ur siðan skipt á milli bæja í Ör- æfum. Það var um kl. hálf þrjú að- faranótt fimmtudags, sem Lord Stanhope strandaði á Skeiðarár- sandi, nánar til tekið um 5 km vestan við Ingólfshöfða. Annar brezkur togári, Kingston Diamond, kallaði upp Vestmannaeyjaradíó og gerði aðvart um strandið. Slysa- varnafélagið gerði þegar í stað björgunarsveitinni í Öræfum að- vart og kom hún á strandstað um kl. 8 um morguninn. Línu var skot ið út í togarann og áhöfnin síðan dregin í land f gúmmíbjörgunar- bát, en annar gúmmíbjörgunarbát- ur skipsins reyndist ónýtur. Björg unin tókst mjög vel. Skipbrotsmenn irnir voru síðan fluttir flugleiðis til Reykjavíkur frá Fagurhólsmýri. Skipstjóri á togaranum reyndist vera gamall kunningi Landhelgis- gæzlunnar, George Harrison, en hann hefur tvisvar sinnum verið tekinn í Iandhelgi, árið 1958 og 1960. Harrison skýrði fréttamönnum svo frá stradipu: Ég hafði verið á veiðum í sex daga þegar strandið varð. Radar skipsins var bilaður og hafði ég fylgzt með togaranum Kingston Diamond, en týnt tog- aranum, vegna myrkurs og veð- urs. Skömmu áður en skipið strand aði, hafði ég farið í koju, en báts- maðurinn var uppi í brú. Veður var mjög slæmt, 8 vindstig og él. Eftir að skipið strandaði, héldum við okkur frammi í lúkar, þar til björgunarstarfið hófst um morgun- inn. Skipbrotsmennirnir fóru utan með flugvél frá Flugfélaginu á laug ardagsmorguninn. Vísir átti í gær tal við Árna Helgason á Fagurhólsmýri. Árni sagði að um tuttugu menn af bæj- unum þar í kring hefðu unnið að því á laugardag og sunnudag að bjarga ýmsum verðmætum úr tog- aranum, þar á meðal fiski, en tog- arinn hafði veitt milli 20 og 25 tonn af flatfiski, þorski og ýsu. Einnig var mikið af eldhúsáhöldum tekið úr skipinu, svo og kostur skipsins. Þegar lokið er við að bjarga úr skipinu, verður verð- mætunum skipt á milli bæjanna í sveitinni. Aðeins hefur verið hægt að vinna að björgunarstarfinu á fjöru, því á flóði gengur sjór yfir togarann. Lord Stanhope er gamalt skip, smíðað árið 1935 og hefur verið gerður út frá Huil, en fluttist til Fleetwood í vor. raiuug vtu aunuiuau « aicivaiuxaoiuu viu iiiuivumauiaaua.ii. Bifreið og hús i árekstri Aðfaranótt s.l. sunnudags var bifreið ekið með ofsahraða á húsið nr. 6 við Thorvaldsensstræti — gamla Reykjavíkurapótekið og bæði húsið og bíllinn skemmdust mikið, en mennirnir í bílnum sluppu furðuvel. Þessi atburður gerðist laust fyrir kl. 4 um nóttina. Þá var stórri amerískri fólksbifreið ekið úr Að- alstræti inn í Kirkjustræti. Að því er ökumaður sjálfur segir, kvaðst hann ekki hafa verið á mikilli ferð. En um það leyti heyrir hann ein- hvern hvell og hélt að hefði sprung ið á hjóli bílsins. Sagði hann að sér hafi orðið litið aftur, en þegar hann leit fram fyrir sig að nýju sá hann að bíllinn hafði stefnt um of til hægri og lent utan í ljósa- staur á götubrúuninni. Kom þá fát á ökumann og í stað þess að stíga á hemlana, sem hann ætlaði sér, varð honum stigið á benzíngjöfina með þeim afleiðingum að bíllinn þaut af stað, þvert yfir götuna og lenti á dyrunum Kirkjustrætismeg in á húsinu nr. 6 við Thorvaldsens stræti. Laskaðist dyraumbúnaður mjög, auk annarra skemmda á hús inu og bíllinn stórskemmdist. í bifreiðinni voru 4 piltar og sluppu þeir undarlega vel eftir öll- um aðstæðum að drama Einn þeirra var í fyrstu talinn alvarlega slas- aður og var fluttur i Landakots- spítala, en þar hresstist hann fljótt og vel við og læknar töldu hann ekki mikið meiddan. Það slys varð austur á Hellis- heiði um kl. 3 s. 1. laugardag, að kranabíll fór út af veginum, valt á hliðina, og maður, sem var í kranahúsi .ofan á bílnum að aftan, beið bana við fallið. Hann var 26 ára gamall, hét Ástráður K. Her- manníusson, til heimiiis að Bræðra- tungu við Holtaveg í Reykjavík. Ástráður var starfsmaður hjá Kol og Salt h.f. Hann lætur eftir sig konu og tvö börn. Kranabíllinn var á leið austur yfir Fjall. Þegar komið var á brekkubrúnina, ofan við sjálfa Kambabrún, ætlaði bílstjórinn að draga úr ferðinni og skipta niður. En af einhverjum orsökum kom hann bílnum ekki í gírinn, og rann hann með vaxandi hraða undan brekkunni, þrátt fyrir hemlun. Til þess að forða því að bíllinn rynni niður í Kamba, ók bílstjórinn út af veginum ofan við brúnina. En við það hrukku framhjólin undan glStmMiíi, Ástráður K. Hermanníusson. bílnum og hann féll á hægri hlið- ina með fyrrnefndum afleiðingum. Bílstjórinn meiddist nokkuð, en ekki alvarlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.