Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 11
n VÍSIR Mánudagur 11. nóvember 1963. Hinn kunni hljóðfæraleikari Finnur Eydal, byrjaði fyrir nokkru að leika með hljómsveit sinni á Hótel Borg. Með þeim er og söngkonan vinsæla Helena Eyjólfsdóttir. Hljómsveitin lék sl. vetur í Leikhúskjallaranum, og naut þar mikilla vinsælda. Er ekki að efa, að þær muni aukast enn meira á Hótel Borg í vetur. Myndin er af tríói Finns Eydal. Álieit og gjafir Slysavarnarfélagi íslands hefir borizt 10 þúsund króna gjöf til minningar um Bjarna Ellert ís- leifsson, sem fórst með Sviða frá Hafnarfirði. Er minningargjöfin frá frú Ragnheiði Eiríksdóttur, ekkju hins látna og Júlíusi, syni þeirra hjóna, — einnig frá syst- kinum hins látna, Jónu ísleifs- # % ^ STIÖRNUSPÁ # Spáin gildir fyrir þriðjudag- inn 12. nóv. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú ættir að ljá því eyra, sem aðrir hafa að segja áður en þú markar stefnu þína. Sam- band þitt og annarra yfirleitt gæti orðið með stirðara móti. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þér væri ráðlegt að einbeita þér sem mest að starfinu og beina huganum frá þeim leiðindum sem steðja nú að. Láttu ekki lokka þig út í neinar áhættur. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þér er nauðsynlegt að velja vini þína og kunningja af stakri árvekni, þar eð aðrir hafa tilhneigingar til að stjórna þér of mikið. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þig kann að langa mest til að starfa heima fyrir í dag, en slíkt er oft erfiðleikum bundið þar eð tímarnir krefjast annars. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú ættir að takmarka aðgerðir þínar, sem mest við hinn hug- ræna heim í dag, þar eð af slíku stafar minni áhætta heldur en af aðgerðum á hinu jarðneska sviði nú. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Af kaupum og sölu er auðvelt að hagnast nú svo fremi að slikt fari ekki fram á of stóran mælikvarða. Aðalviðfangsefni þitt ætti að vera sjálfum þér nógur. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Afstaða annarra knýr þig til að nota hugsunina meira heldur en að vanda lætur. Gættu þess að halda skapsmunum innan ramma velsæmisins. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Því minna sem þú ræðir um fjármálaleg viðfangsefni þín, þvf minni líkur eru fyrir því að aðrir hafi ágirnd á því að draga þig inn í fjárhagslegar áhættur. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Það er oft rík huggun ; að vita af því að maður eigi góða og skilningsríka vini. Það er ávalt talsverð áhætta í því að skáka hinu stóra. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú mátt vera þess fullviss að vinsældir þínar og álit út á við verða í bezta lagi, svo lengi sem þú gerir ekkert á hlut ann- arra. Vatnsberinn, 21. jan. tii 19. febr.: Þú þarft að halda nokkuð aftur af imyndunaraflinu og viðurkenna staðreyndirnar eins og þær koma fyrir. Það er ávallt áhætta í því að úthugsa ekki hlutina. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Líkurnar fyrir auknu fjármagni eru Iitlar á við- skiptasviðinu eins og stendur. Þú mátt reikna með því að þurfa að fást við marga and- stæðinga og erfiðleika. dóttur og Valtý ísleifssyni. Gjöfin er gefin í tilefni af því, að Bjarni heitinn hefði orðið fimmtugur 25. okt. s.l. — Þá hefir félaginu bor- izt 500 kr. gjöf til minningar um frú Guðríði Árnadóttur húsfreyju frá Hallbjarnarstöðum í Skriðdal, er lézt 4. apríl s.l. Gjöfin er frá konu f Rvk. — Einnig hefir fé- laginu borizt 6 þús. króna gjöf í Björgunarskútusjóð Austfjarða, 5 þús. krónur frá Sambandi fiski- deilda Austfjarða og 1 þúsund krónur frá tveimur konum á Stöðvarfirði. Kalli °S kóng- urinn Stuttu eftir að hinn innfæddi hafði uppgötvað höllina byrjaði hann að senda boð um það til vina sinna, sem voru lengra buj-tu. Og hljóðin af þessum boð- skap bárust um alla eyjuna. Þau bárust líka til hinna sveittu- manna af Krák, og Libertínmar konungs. Trumbur, stamaði stýri maðurinn náfölur. Tíuþúsund há- karlar, öskraði Kalli, þá eru greinilega einhverjir íbúar á eyj- unni. Það er ágætt, sagði kóng- urinn. Það verður áreiðanlega mjög gaman að skoða þorp þeirra og kynnast þeim. En Kalli hafði ferðast víða, og þekkti hvernig þessir náungar haga sér. Þetta veit ekki á gott sagði hann. Ég er hræddur um að við lendum í einhverjum vandræðum áður en yfir lýkur. Það er alls ekki víst að þeir viðurkenni yður sem kon- ung sagði hann við Libertínus, hefur yður aldrei dottið í hug að þeir kunni að hafa konung nú þegar? R I P K I R B Y Rip og lögreglumennirnir hraða sér á staðinn, og koma að í þann mund sem slökkviliðsmennirnir eru að ljúka starfi sfnu. Er þetta bfllinn, Rip spyr lautinantinn. Það er enginn í honum. Já, þetta er hann, svarar Rip. Þetta er bíll af bílaleigu. Þeir hafa líklega borgað út í hönd ,og gefið upp falskt nafn. Ég er að velta því fyrir mér, i;vað kveikti í bílnum, segir Iögreglumað^rinn og lítur glottandi á Rip. Og Rip glottir enn breiðara, ypptir öxlum og segir, kannske þeir hafi verið ríieð farm, sem var of heitur fyrir þá. , Harðviðor HarmonihuSiurðir IINDARGÖTU 25 - SÍMI 13743 Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. EFNALAUGIN BJÖRG Sólvallogötu 74 Simi 13237 BormahliS 6. Simi 23337 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Æða- og gæsadún- sængui og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 18740 Áður Kirkjuteig 29. Skólavörðustíg 3A, 3. hæð Sfmar 2291? og 14624 Jón Arason Gestur Eysteinsson Lögfræðiskrifstofa og fasteignasala.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.