Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 15
15 VÍSIR . M.V-i Œ8KSS!WB»Snsr . '3ur II. nðvember 1962 ——r: •UiíM Hann skrifaði nokkur orð á miða, hringdi eftir þjóni og bað hann fara með miðann í einka- bústað yfirmanna leyniluögregl- unnar. — Herra de Gévry fær það hlutverk að hafa rannsóknina með höndum, en hann kemur ekki fyrr en klukkan ellefu. Það er bezt að við förum heim til hans. Herra de Gévry var um það bil jafnaldri de Rodyl og góður vin- ur hans. Þeir höfðu verið saman í skóla og báðir lásu lög, og hittust þeir oft, dómarinn og staðgengill dómarans.. De Gévre átti heima í Seine- götu. De Rodyl lét lögreglufull trúann bíða í vagninum, meðan hann fór inn í hús vinar síns. — Það var gaman að sjá þig, sagði hann, kemurðu sem vinur eða embættismaður, sagði de Gévry. — Sem embættismaður. — Ég hefði nú heldur viljað, að þetta væri vinarheimsókn, en hvers vegna kemurðu? — Það er um flókið og alvar legt mál að ræða, sem kemur til þinna kasta sem dómari í af- brotamálarétti að fást við. — Manndráp — eða morð? — Morð! De Gévry færði sig í yfir- frakka, stakk skjalatösku undir handlegg sér og sagði: — Ég er tilbúinn. Þeir óku nú á fund yfirmanns leynilögreglunnar og gerðu hon um grein fyrir málinu. , — Þið sjáið. að þetta er flókið mál, sagði de Rodyl, þegar yfir- maður leynilögreglunnar vissi nú málavexti. Ég held. að þér ættuð ao taka með tvo duglega leyni- lögreglumenn. — Ég vel Caseneuve — „Ljós- orminn“, eins og hann er kall- aður, og Robert Flogny. — „Fýrspýtuna?" — Já. ^eir eru vanir að vinna saman. VII Yfirmaður leynilögreglunnar gerði boð eftir ,,Ljósorminum“ og ,,Fýrspýtunni“ og voru þeir ( komnir í skrifstofu hans eftir1 nokkrar mínútur. Ljósormurinn var um fertugt | og var hár hans farið að grána, hann var stuttklipptur, feitlaginn í andliti og rjóður, ávallt vel rak- aður. Augun voru ljósgræn og eins og á einlægu flökti og glampandi, og það var þess vegna, sem hann fékk uppnefnið „Ljósormurinn“. Hann var með- almaður á hæð og talinn með sterkustu mönnum. „Fýrspýtan var honum ólík ur. Hann var lítill og magur og náði félaga sínum varla í öxl. Hann var nokkuð gamall útlits og var þó um fertugt eins og Ljósormurinn. Það var eitt- hvað sem minnti mann á hár- beitta hnífsegg, er þeir horfðu á hann. Var hann frekar veiklu- legur að sjá, en hann var hraust ur og brást aldrei — seiglan var alveg ótrúleg. Casaneuve var vanur að segja um hann: — Sá skratti gæti komizt gegn um hurðarrifu. Það kom fyrir, að Ljósormur- inn rétti út handlegg sinn og lét Fýrspýtuna standa á honum — hann gerði það til að sýna kraftana. Og þeir voru óaðskiljanlegir Ljósormurinn og Fýrspýtan — kannske vegna þess, að þeir voru ólíkir, — og „bættu hvor annan upp“ eins og yfirmaður þeirra sagði. Og nú lagði allur hópurinn af stað til lögreglustöðvarinnar og var ekið greitt. Herrar mínir, sagði stöðvar- stjórinn, við komu þeirra, nú skal ég fara með yður í vagninn, þar sem líkið er. Opnaði hann dyrnar þeim megin, sem líkið var, en Ljósormurinn og Fýr- spýtan opnuðu dyrnar á móti, fóru inn um þær, og settust hvor í sínu horni. Yfirmaður leynilögreglunnar spurði margs, meðal annars um það, sem fundizt hefði í vösun- um, er sýndi hver hann væri. — Ég held sagði de Rodyl barón, að réttast væri, áður en hróflað er við líkinu, að reyna að komast að hinu sanna um hvern ig maðurinn var drepinn. — Leyfið þér, að ég rannsaki sárið?, spurði Ljósormurinn. — Gerið þér svo vel. Það glitti í hin grænu augu Ljósormsins í hálfdimmum klef- anum. Hann athugaði ferðavoð- irnar og sagði: — Ég bið ykkur að athuga, herrar mínir, hvernig þessum voðum er fyrir komið. Hinn myrti hefir auðsæilega ekki get- að komið þeim fyrir svona, held ur morðinginn — í þeim tilgangi að leyna því í lengstu lög, að morð hefði verið framið. Það er augljóst mál, sagði dóm arinn. Ljósormurinn vafði nú saman voðunum og kastaði þeim á brautarpallinn. — Við athugum þær nánar síðar, sagði hann. Þegar nú voðunum hafði verið svipt af hinum myrta sást að fötin voru blóðstorkin, og lög- reglufulltrúinn rak ósjálfrátt upp vein, er hann sá hnífinn í kafi í brjósti mannsins. — Það er sannarlega kaldrifj- aður náungi, þessi morðingi, sagði hann, hann hefir skilið hnífinn eftir í sárinu — eða hefir hann gleymt honum. Hann hefir fráleitt verið skjálfhentur. Sjáið, herrar mínir . . . De Rodyl spurði nú um lækn isskoðun og hvort læknirinn, sem hana hefði framkvæmt væri þarna enn. Stöðvarstjórinn kvað svo vera og steig nú læknirinn fram og bað dr. Rodyl hann, að kippa hnífnum úr sárinu. Lækn- irinn steig upp í vagninn og gerði sem honum hafði verið boðið. — Já, hann hefir sannarlega verið kaldrifjaður, sagði hann — rekið hnífinn beint í hjartastað í einu átaki. — Líklega getum við dregið þá ályktun af þessu, að morð- inginn hafi verið býsna lengi í klefanum, — sennilega beðið þar til fórnardýrið sofnaði. — Það er augljóst mál, svar- aði læknirinn. — Hve langt er um liðið frá því hann lézt? — Það kemur væntanlega í ljós við frekari líkskoðun. — Maðurinn hefir sjálfsagt beðið bana þegar. — Já, eins og eldingu hafi lostið niður. Hann hefir ekki einu sinni getað rekið upp vein. Hann hefir farið alveg rólegur yfir landamæri svefns og dauða. Læknirinn hélt á morðvopninu í hendinni. (tflf'l hrinounum. Veggfesfðng Loftfesting Mælum upi Sefjum upp 5JMI 137-4 3 u I fsíDARGOTU 25 Töframennrnir falla hver um annan þveran, en Joe heldur miskunnarlaust áfram að skióta, þangað til enginn þeirra er uppi- standandi lengur. Á meðan ham- ast Tarzan við að ekera sig laus- an, og þegar hann er búinn að því, stekkur hann tii Joes vinar síns, sem þegar hefur lagt alla illyirkjana að velli. Það munaði ekki miklu að töframennirnir gætu drepið okkur, segir Tarzan við vin sinn. Þetta var vel gert hjá þér. Það er sem ég segi, svarar Joe. Maður áaldrei að fara að sofa án vélbyssunnar sinnar. — Má ég athuga hm'finn, lækn ir?, spurði Ljósormurinn. — Gerið þér svo vel. — Alveg nýr hnífur, vafalaust keyptur til þess að fremja þenn an verknað. Þetta bæti reynzt mikilvægt atriði, en það athug- um við nánar síðar. > Hárgreiðslustofan HÁTCNI 6, simi 15493. ' Hárgreiðslustofan S Ó L E V | Sólvallagötu 72. I Sími 14853. ' Hárgreiðslustofan IPIROLA | Grettisgötu 31, slmi 14787. 1 Hárgreiðslustofa IVESTURBÆJAB I Grenimel 9, simi 19218. | Hárgreiðslustofa lAUSTURBÆJAR > (María Guðmundsdóttir) ' Laugaveg 13, sími 14656. I Nuddstofa á sama stað. i Hárgreiðslu- og snyrtistofa , STEINU og DÓDÓ Laugaveg 18 3 hæð (lyfta). 1 Sími 24616 1 Hárgreiðslustofan 1 Hverfisgötu 37, (horni Klappar- I stigs og Hverfisgötu) Gjörið svo vei og gangið inn Engar sérstakar pantanir úrgreiðslur P E R M A, Garðsenda 21, simi ^ 33968 — Hárgreiðslu og snyrti- ' stofa. I Dömu, hárgreiðsia við allra hæfi TJARNARSTOFAN Fjarnargötu 10, Vonarstrætis megin Simi 14662 Hárgreiðslustofan Háaleitisbraut 20 Sími 12614 MEGRUNARNUDD. Dömur athugið. Get bætt við , . mig nokkrum konum í megrun- arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar 1 I Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, | sími 12274. Hvítar drengjaskyrtur | ór prjónanælosi Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.