Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 11.11.1963, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 11. nóvember 1963. 9 ■ — og varanlegar kjarabætur óvenjulega hagstætt þjóðarbú- skapnum, þjóðarframleiðslan í heild óx um hvorki meira né minna' en 7% frá árinu áður, en hið mikla kapphlaup í launamál- um átti illan endi. Þegar skeið- ið var runnið á enda höfðu laun hækkað mun meira en hinni miklu framleiðsluaukningu nam eða um 12% að meðaltali og verðhækkanir voru óhjá- kvæmilegar, enda höfðu launa- tekjur launþega hækkað um 23%. Innflutningurinn jókst gíf- urlega en kom ekki fram sem greiðsluhalli vegna þess að út- flutningur jókst að sama skapi. Hins vegar var fyrirsjáanlegt að þessar launahækkanir myndu hafa alvarlegar afleið- ingar árið 1963, nema aukn- ing útflutningsframleiðslunnar mundi verða jafnör og árið 1962. Þróunin hefur orðið mun óhagstæðari en ráð var fyrir gert, og halli á viðskiptum seg- ir þegar til sín, svo að um munar. Margt fleira hefur einn- ig orðið til að valda þenslu í þjóðarbúskapnum og skapa það ástand, sem ekki má standa ó- haggað, heldur verður nauðsyn- legt að grípa til mjög ítarlegra gagnráðstafana til að draga úr þenslunni í efnahagslífinu, jafna gjaldeyrishallann og vernda gengi Islenzku krónunn- ar. Jafnvægi þarf að skapast á nýjan leik, sambærilegt og var- anlegra en það jafnvægi sem náðist 1961 og 1962. Sjúkdóms- einkenni efnahagslífsins eru í aðalatriðum hin sömu og þau sem voru nærri áþreifanleg fyr- ir viðreisn. Verðbólgan sem verið hefur í um, en Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra gerði þetta atriði, svo og kjaramál verka- lýðsins almennt að umtalsefni í einni af ræðum sínum. Undir- strikaði hann sérstaklega að allir, jafnt stjórnarsinnar sem stjórnarandstæðingar væru sam- mála um að kjör hinna verst Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra. settu yrðu ekki bætt án atbeina ríkisvaldsins. Hlutur hinna lægst launuðu hefur versnað undanfarin ár, þrátt fyrir harða kjarabaráttu af þeirra hálfu. Þeir hefðu verið látnir ríða á vaðið, en síðan hefðu aðrar stéttir komið á eftir og heimtað hlutfallslega meiri kauphækkan- ir sér til handa. Nú er sagt að verkamenn og aðrir láglauna- menn verði að fá launahækk- áhuga forystumanna þess á mál inu. Síðan hefur ríkisstjórnin haldið fast við þessa stefnu sína, og varað við afleiðingum launakapphlaupsins. Bjarni Benediktsson, í áramótaræðu sinni 1961, ræddi fyrst og fremst um Iaunamálaöngþveitið og varaði við kauphækkunum sem væru hlutfallslega meiri en framleiðsluaukning þjóðarinnar. Árið 1962, 10. apríl, sagði í bréfi ríkisstjórnarinnar til Alþýðu- sambandsins um 4% kauphækk un er þá var ákveðin, að hún „getur að mestu leyti orðið til kjarabóta en sérhver almenn kauphækkun umfram hana hlýt- ur að leiða til verðbólgu, sem er launþegum jafnskaðleg og hún er þjóðfélaginu öllu.“ Jafn- framt lýsti ríkisstjórnin yfir vilja sínum sínum til að greiða fyrir meiri kauphækkunum en þessu nam til hinna lægst laun- uðu, en Alþýðusambandið vildi ekki sinna því. „Takist ekki að sigrast á verðbólgunni gleypir hún fyrr eða síðar ávexti þess sem bezt hefur tekizt. Er þá unnið fyrir gýg og beinn voði fyrir höndum", sagði Ólafur Thors forsætisráðherra um síð- ustu áramót. Þannig leitaðist ríkisstjórnin við að gera allri þjóðinni Ijóst, að kapphlaupið um launin hlyti að enda í ógöngum, eins og út- litið var. Hún endurtók þessar yfirlýsingar slnar síðan hvað eftir annað ýmist í alþjóðar- áheyrn eða á einstökum mann- fundum. Kjósendur lýstu síðan trausti sínu á rlkisstjórninni f síðustu Alþingiskosningum og Aðalatriðið hefur verið að menn gefi sér tíma til Ihugunar um þessi mál. Víða um allan heim hefur ríkisvaldið fengið vald til að skjóta verkfalli á frest um stuttan tíma, þegar viðurkennt er að ríkisvaldið verður að leysa úr vandanum, eins og til dæmis I okkar til- felli. Allir stjórnmálaflokkar á Is- landi hafa talið nauðsynlegt að skerða samningsréttinn um ein- hvern tfma vegna yfirvofandi eða áhvílandi erfiðleika f efna- hagslífinu. Hannibal Valdimars- son afsakaði bráðabirgðalög sín frá 1956 með þvf að þau hefðu verið sett í samvinnu við verka- lýðssamtökin. Þetta er ekki rétt, því að í Vinnunni, september — októ'ber-hefti 1956 segir Hanni- bal einmitt, að ekki hafi verið unnt að leita samþykkis verka- lýðsfélaganna. Hann sagði: „Tvennt hefur aðallega verið notað til að tortryggja þessa ráðstöfun stjórnarinnar. í fyrsta lagi: Hvers vegna lét forseti Al- þýðusambandsins ekki ræða þetta mál á fundum í verka- lýðsfélögunum áður en lögin voru sett, og í öðru lagi, hvers vegna voru lögin sett rétt áður en verkafólk átti að fá sex stiga kauphækkun. Um þessi tvö meginatriði má engin misskiln- ingur ríkja í verkalýðsfélögun- um. Þess vegna vil ég gera að aðalefni þessa bréfs að skýra þessi tvö atriði. Hver sem hugsar málið fljót- lega mun komast að þeirri nið- urstöðu að umræður á almenn- um fundum um málið langan tíma áður en lögin voru sett muni vinnandi fólks að engin vitneskja bærist um hvað til stæði fyrr en lögin væru geng- in í gildi“. Þetta staðfestir að Hannibal hafði ekki samþykki verkalýðsfélaganna fyrir bráða- birgðalögunum, þótt hann segir það nú. Og f þessum orðum hans lýsir sér ekki það sem heit ið getur mikil ást á lýðræði, eins og Bjarni Benediktsson benti á og undirstrikaði. Eins og stjórnarandstæðingar halda því fram að verkalýðs- samtökin hafi staðið á bak við vinstri stjórnina er Hannibal Valdimarsson setti bráðabirgða- lögin 1956 halda þeir því nú fram að launþegarsamtökin séu nú gersamlega andvíg ríkis- stjórninni vegna frumvarps hennar um launamál. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra hrakti þetta f einni af ræðum sfnum á Alþingi. „Við heyrum hér úr munni kommún- ista að hér hafi skapazt á Is- landi alger þjóðarsamstaða móti frumv. ríkisstjórnarinnar um launamál," sagði fjármála- ráðherra. „Það er nú ekki nýtt að kommúnistar séu þjóðin. Það er vitnað í allan þann fjölda verkalýðsfélaga, sem hafa boðað verkföll í mótmæla- skyni við frumvarpið frá og með 11. þ. m. Ég hef nú athug- að hve mörg félög hafa boðað verkföll. Tvö félög höfðu boðað verkföll áður en frumv. var lagt fram, en þau, sem boðað hafa verkföll að þvf að sagt er til að mótmæla þessu frumvarpi eru 23 félög. í Alþýðusambandinu eru 220 félög. Það er svona rétt — eru markmið ríkisstjómarinnar íslenzku efnahagslífi f fjölda- mörg ár á eftir að segja til sín aftur og aftur. En hún verður ekki jafn erfið viðfangs og nú, ef þess er gætt að stefna í fjármálum ríkisins, peningamál- um og launamálum haldist í hendur þannig að allt þetta þrennt stuðli að jafnvægi frem- ur en dragi úr þvf. Ríkisstjórnin mun hefja aðgerðir í peninga- málum og fjármálum ríkisins jafnskjótt og niðurstöður athug- ana á efnahagsmálum landsins liggja fyrir, og ljóst er hvaða leiðir eru heppilegastar til úr- bóta. En hún þarfnast frests til að þetta hvort tveggja sé fram- kvæmanlegt. Jafnframt telur ríkisstjórnin nauðsynlegt að veita lægst laun- uðu stéttum þjóðfélagsins kjara bætur vegna hækkandi verð- lags. En hún bendir á að þær geti ekki frekar en áður orðið varanlegar ef þær fela í sér til- efni til nýrra verðhækkana og launahækkana annarra og betur launaðra stétta. Þá er íslenzku krónunni hætt við falli ef um beinar launahækkanir yrði að ræða þar sem útflutningsat- vinnuvegirnir þola ekki frekari hækkun á tilkostnaði. Verð- hækkanir eða gengisfelling myndu gera beinar launahækk- anir til hinna lægstlaunuðu að engu áður en langt um Iiði. Á þetta bentu allir málsvarar ríkisstjórnarinnar í ræðum sfn- anir vegna misræmis sem skap- azt hefur eftir Kjaradóm, laun- hækkanir til opinberra starfs- manna. En þetta misræmi verð- ur ekki lagfært með beinum kauphækkunum, þar sem Kjara- dómi ber að taka ákvarðanir sínar í samræmi við arinað kaup gjald í landinu, og sbr. 20. gr. laga um Kjaradóm og samkv. 7. gr. þessara laga eiga opinberir starfsmenn rétt á hlutfallslegum hækkunum til sfn, ef almennt kaupgjald hækkar verulega. Alþýðubandalagsmenn sem þykjast helzt bera hag verka- manna fyrir brjósti voru ákaf- astir í kröfugerðinni fyrir hönd opinberra starfsmanna. Þeir töldu sjálfsagt að launaflokkur, sem Kjaradómur dæmdi um 20 þúsund krónur í mánaðarlaun, hæsti flokkurinn, fengi 33 þús- und krónur, eins og krafizt var af BSRB. Auðvitað hefði mis- ræmið milli launa hinna lægst- launuðu og opinberra starfs- manna orðið mun meira en það varð með Kjaradómi, ef Al- þýðubandalagsmenn hefðu feng- ið að ráða. Og nú krefjast þeir þess að misræmið verði Ieiðrétt. Á sínum tíma óskaði ríkis- stjórnin samvinnu við Alþýðu- sambandið um að tryggja hinum lægst launuðu kjarabætur, án þess að aðrar stéttir kæmu á eftir. Alþýðusambandið taldi sig ekki hafa aðstöðu til að fjalla um þetta, og lýsir það iitlum hefur hún stuðning 56% kjós- enda bak við sig. Það er einnig sýnt að rfkis- stjórnin vill gott samstarf við launþega. Hún hefur í hyggju að láta kanna möguleika á heild arsamningum verkalýðssamtaka og atvinnurekenda, með það 6- hagganlega markmið fyrir aug- um að þeir verst settu fái raun- hæfar kjarabætur. Þá kemur einnig til greina að samið verði um raunhæft starfsmat. Ýmsar aðrar aðferðir til úr- bóta geta skapað varanlegar kjarabætur. Með vinnuhagræð- ingu, breyttum vinnutíma og ákvæðisvinnu er hægt að ná miklum árangri. Þetta hefur þegar tekizt á fjölmörgum vinnustöðum og knýja verður atvinnurekendur til að nota þær aðferðir sem bezt hafa gefizt. Samstarfsnefndir atvinnurek- enda og launþega hafa gefizt vel í öðrum löndum, m. a. til að bæta aðbúnað og starfs- hætti. Víða er eftirvinna og næturvinna mikil og almennt viðurkenna menn að vinnutími sé of langur, þess vegna gæti komið til mála að breyta launa- töxtum þannig, að þeir hvetji ekki til yfirvinnu. Vísindi og tækni en ekki ó- frjótt kröfukapphlaup, lækkun skatta og útsvara veitir ásamt auknum tryggingabótum varan- legar kjarabætur og leiða ekki til hækkunar á verðlagi. hefðu áreiðanlega vakið æðis- gengna tilhneigingun til að hækka sem fljótast það verðlag sem miða skyldi við næstu Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra. fjóra mánuði. Þegar binda átti vísitöluna hefðu allar slíkar verðhækkanir verið á kostnað launafólks í landinu en gróða- vegur fyrir milliliðina. Það var því lífsspursmál fyrir hags- að það nái því að það sé tíunda hvert félag sem svarað hefur kalli kommúnistanna og boðað verkfall í þessu skyni. Ef litið er á félagsmennina, þá munu í Alþýðusambandsfélög unum vera samtals um 35 þús- und félagsmenn, en í þessum félögum sem boðað hafa mót- mælaverkföll og eru allfjölmenn sum, munu vera um 9 þús. fé- lagsmenn, m. ö. o. þó að það sé ekki nema 10 hvert félag þá er það kringum fjórði hver fé- lagsmaður innan' vébanda Al- þýðusambandsins sem er í þess- um félögum. Þetta er þá öll uppskeran eftir hinn taumlausa áróður fyr- ir verkföllum i mótmælaskyni í fulla viku. Það er ekki að furða þótt kommúnistar segist hafa alla þjóðina á bak við sig í sinni andstöðu". Þá sagði fjármálaráðherra ennfremur: „Það er sagt að frumvarpi ríkisstjórnarinnar um launamál sé stefnt fyrst og fremst gegn launamönnum og öðrum láglaunamönnum. Þetta er rangt. Hið gagnstæða er rétt. Það voru ekki verkamenn sem voru búnir að boða verkföll, þegar þetta frumvarp var lagt fram, heldur voru það aðrar stéttir, sem sumar hafa miklu hærri laun en verkamenn. Ef frumvarpið yrði ekki að lögum er hagur verkamanna í mestu Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.