Vísir - 12.11.1963, Page 2

Vísir - 12.11.1963, Page 2
2 VISIR . Þriðjudagur 12. nóvember 1963, lllliliiiiipir gU, % mm i! 5!L Jf *||. “1, JÓN BIRGIR PÉTURSSON Steinþór kennir stjörnunum áskíðum Steinþór Jakobsson frá Isa- firði ráðinn skólastjóri hjá stórum skíðaskóla i BancJcs- ríkjunum Ævintýrið um unga manninn sem lagði af stað út í hinn stóra heim og freistaði gæfunnar á vel við Steinþór Jakobsson, skiðakappa frá ísafirði. Steinþór Iagði nefnilega af stað út í hinn stóra heim fyrir ári og nokkrum dögum betur, lærði listir hjá heimsfrægum sænskum skíða- kennara og hefur nú verið ráð- inn skólastjóri yfir 19 skíðakenn urum á næststærsta skíðaskólan um í miðvesturríkjum Banda- rfkjanna. Steinþór Jakobsson hefur um árabil verið einn bezti skíðamað- ur landsins og annálaður sem góður skíðakennari og kenndi m. a. gestum Skíðaskálans í Hveradölum um skeið. Þegar Steinþór kom til Banda- ríkjanna í fyrrahaust, iagði hann leið sína til Colorado-ríkis og gerðist einn af mönnum Svíans Sten Erikssons, sem rekur geysi mikinn skíðaskóla í Aspen. Þarna bætti Steinþór miklu við það sem hann hafði áður numið í skíðalistinni, lærði m. a. að stökkva heljarstökk á skíðum. í sumar kom forstjóri næst- stærsta skóla mið-vesturrfkj- anna til Steinþórs og bauð hon- um stöðu skólastjóra hjá sér. Tók Steinþór boðinu og fór með forstjóranum í mikla auglýsinga- ferð um Bandarfkin í sumar. Skíðaskóli Steinþórs er f bæn- um Cadillac í Michigan ,og heit- ir Caberface. Skólinn hefur starfað í 25 ár og ræður yfir landi sem er 580 ekrur að stærð. Skólinn hefur yfir mikl- um mannvirkjum að ráða, og t. d. þarf vart að kvíða snjóleysi, því þar er að finna stóra snjó- vél til að framleiða snjó ef með þarf. Margt frægt fólk gistir skíða- hótelið og skólann í Caberface, og á myndinni sem fylgir er Steinþór með einum nemenda sinna, kvikmyndaleikkonu, sem við treystum okkur ekki til að nafngreina. á aðeins 4 dögum Sheffield United er efst i J. deild uðu áhorfendur sér sómasamlega að þessu sinni, aðeins pappír og brauði(!) var kastað í leikmenn, en engum örvum var fleygt inn á leikvanginn. Á velli Leyton Orient var maður hins vegar handsamaður fyrir að kasta ör (dart), sem lenti í öðrum innherja Northampton og særði hann, þó ekki hættulega. Ipswich lék á heimavelli um helg- ina, en enn einu sinni varð liðið að uppskera tap, 0 — 2, fyrir Stoke City, sem var nokkuð neðarlega í deildinni en er nú með 15 stig eft- ir 17 leiki. Ipswich hefur aðeins unnið einn leik á þessu keppnis- tímabili en hefur 5 stig eftir 17 leiki. Næst á undan- og í stórri fall- hættu er Bolton með 7 stig. Bolton en tapaði fyrir Liverpool með 2 — 1. í 2. deild er Leeds efst með 26 stig eftir 17 leiki, tók forystuna af Sunderland eftir sigur sinn yfir Grimsby með 2 —0 á útivelli. Sund- erland hefur sömu stigatölu en er með einum fleiri leiki, eða 18. Sunderland gerði um helgina jafn- tefli við Preston, sem er í 3. sæti með 25 stig eftir 17 leiki. Swindon gerði jafntefli um helgina á úti- velli hjá Middlesborough og er í fjórða sæti. í Skotlandi eru Rangers efstir eftir 11 umferðir með 20 stig, en Kilmarnock er með 19 stig og Dun- dee með 16 stig. St. Mirren tapaði um helgina fyrir Edinborgarliðinu Hearts með 1 — 5 og er nú í 7. átti einnig heimaleik um helgina | sæti með 12 stig. Denis Law, hinn stórkost- legi innherji Manch. Uni- ted, er sannarlega virði hinna 115.000 sterlings- punda, sem United gaf fyr- ir hann. Law skoraði í síð- ustu viku alls 7 mörk á þrem dögum. Fyrst 4 gegn Noregi í landsleik Noregs og Skotlands á Hampden Park, en honum lauk 6-1 fyrir Skotland, og á laug- ardag bætti Law síðan við brem mörkum í 4—1 sigr- inum yfir Tottenham og átti stærstan þáttinn í 4. markinu. Brezku blöðin hæla Law á hvert reipi fyr- ir leikinn og segja að eng- in bönd geti haldið honum. Sheffield United eru enn efstir í 1. deild í Englandi. Þeir unnu um helgina Leichester á heimavelli hinna síðarn. og hafa nú 24 stig eft- ir 17 leiki. Sheffield var annars heppið að vinna þennan leik, en markið skoraði Keith Kettlebor- uogh seint í seinni hálfleik. Lei- cester hefur aðeins fengið 3 stig út úr 5 siðustu heimaleikjum sin- um, en er um miðbik deildarinnar með 17 stig eftir jafnmarga Ieiki. Arsenal er nú í öðru sæti keppn- innar með 23 stig eftir 18 leiki, en Arsenal náði aðeins jafntefli heima gegn West Ham, 3 — 3, en nær 58 þús. manns horfðu á mjög spenn- andi viðureign liðanna. Leikir Ars- enal og West Ham á Highbury eru alltaf skemmtiiegir og West Ham I 1 I ! ! hefur ekki tapað þar leik síðan 1932. Einu stigi á eftir Arsenal kemur Manch. United eftir hinn frækilega sigur yfir Tottenham og er með 22 stig eftir 17 leiki. Furðulegustu úrslit helgarinnar voru e. t. v. tap Everton á heima- velli sínum Coodison Park gegn Blackburn 4 — 2, sem skaut Black- burn upp fyrir Everton í 4.-7. sæti ásamt Liverpool, Tottenham og Burnley. Everton hefur síðan í febrúar 1961 aðeins tvisvar tapað deildaleik á heimavellinum, báðum á þessum vetri. Everton er í 8. sæti með 20 stig eftir 16 leiki. Markvörður Aston Villa bjargar þarna skoti frá framvörðum Fulham á Craven Cottage vellinum. Fulham Þrátt fyrir ósigur heimaliðsins hög- vann leikinn 2:0 og krækti sér í dýrmæt stig, því liðið hefur verið í nánd við botninn undanfarið. mmt'áí

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.