Vísir - 12.11.1963, Síða 3

Vísir - 12.11.1963, Síða 3
V í SIR . Þriðjudagur 12. nóvember 1963. Krýning oð kvöldi — krullupinnar oð morgni Á fimmtudaginn í síðustu viku fór fram fegurðarkeppni í London, sem ungar meyjar frá öllum álfum heims tóku þátt í. íslenzku stúlkurnar eru nú orðnar svo vanar því að vera sigursælar í slíkum keppnum, að segja má, að það hafi óvenju- legast orðið til tíðinda, að ís- lenzka stúlkan komst ekki í úr- slit að þessu sinni, en það er ekki hægt að heimta ávallt það bezta, hins vegar urðu þrjár stúlkur af Norðurlöndum með- al hinna fimm efstu og sýnir það, að norræn fegurð ber sí- fellt sigur af hólmi. íslenzki þátttakandinn var María Ragnarsdóttir úr Hafnar- firði. Hún hafði orðið númer fimm í keppninni hér heima i sumar, en komst nú ekki í úr- slit. Sigurvegari í London varð tvítug stúlka frá Jamaica í Vest- ur-Indíum að nafni Caroe Joan Crawfor. Myndsjáin birtir í dag tvær myndir frá keppninni. Á efri myndinni sjást þær fimm sem efstar urðu. Talið frá vinstri: ungfrú Svíþjóð, ungfrú Finn- land, ungfrú Jamaica, ungfrú Nýja-Sjáland og ungfrú Dan- mörk. Hin myndin var tekin að ■norgni næsta dags, þegar hópur >áttakenda var í morgunslopp neð krullupinna í hárinu og brostu allar, þó aðeins ein hefði getað unnið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.