Vísir - 12.11.1963, Qupperneq 9
V í SIR . Þriðjudagur 12. nóvember 1963.
O
ÍHalldór Laxness: Skálda-
tfmi. 319 bls. — Verð kr.
355,35. Helgafell 1963.
í~kft ber við að menn opna bók
^ með eftirvæntingu. Hitt er
sjaldgæfara að menn loki bók
með eftirvæntingu. Svo fór þó
fyrir mér þegar ég lokaði Skálda
tíma. Ég fór að velta því fyrir
mér hvort hún ætti eftir að ræt-
ast á höfundinum sjálfum. Bæk-
Iur geta haft margvísleg áhrif á
lesendur. En þau áhrif eru þó
næsta lítils virði hjá þeirri
stefnu sem þær geta markað fyr-
ir höfund sinn. Ég held að í
þessari bók hafi Halldór Kiljan
Laxness í fyrsta skipti í langan
tíma horfzt beint 1 augu við
sjálfan sig á prenti. Hann virð-
ist hafa vaknað við vondan
draum. Við sem höfum reikað
um bækur hans allar höfum
stundum undrazt þennan langa
svefn. Ég á hér ekki við póli-
tíska vakningu sem mönnum
hefur orðið mjög svo tfðrætt um
síðustu daga. Enda kemur það
fram I bókinni að höfundur
hennar hefur aldrei sofið póli-
tískum svefni. Þvert á móti virð-
ist hann alla tíð hafa gert sér
vel ljóst að tilraunir rússneskra
kommúnista tii að skapa nýjan
og betri heim hafi gersamlega
farið út um þúfur. Engu að síð-
ur lét hann sig hafa að boða
þjóð sinni trú á þessar misheppn
uðu veraldarumbætur gegn betri
vitund, undir því yfirskini að
Halldór Laxness.
því að þetta er honum sjálfum
að kenna. Hann gerði því miður
þá skyssu að elta Þórberg Þórð-
arson út á þá hæpnu braut að
rugla saman bókmenntum og
pólitík. Þó ég meti Halldór
Kiljan Laxness mest allra rit-
höfunda met ég hann hér um
bil minnst allra pólitíkusa —
kannski að undanteknum ein-
að að væri ill. Getur sá maður
kvartað undan því að lesendur
hans hafi áhuga á pólitík? Nú
segist hann að vísu hafa beitt
sérJyrir samfylkingu gegn fas-
isma. Það er svo sem gott og
blessað. En í því sambandi er
rétt að minna á að einu sinni
var til flokkur á íslandi sem
hét Kommúnistaflokkur Islands.
Svo var hann skírður upp og lát
inn heita Sósíalistaflokkur. Síð-
ar var honum gefið nafnið Sam-
einingarflokkur alþýðu — Sós-
íalistaflokkurinn. Þegar það var
líka orðið skammaryrði I eyrum
lýðræðissinnaðra manna var
dregið upp nafnið Alþýðubanda-
lag. Og nú ku eiga að skipta
enn um nafn. Það skyldi þó
ekki vera að næsta nafnið yrði
Samfylking Gegn Fasisma? Það
má lengi kalla andskotann gælu
nöfnum.
Cú vakning sem ég þóttist
° kenna í Skáldatíma er ekki
stjórnmálalegs eðlis heldur list-
ræns. Ég er persónulega þeirrar
skoðunar að hin mikla frægð
og velgengni Laxness í hinum
stóra heimi hafi um sinn spillt
hæfileikum hans til listsköpun-
ar. Sú var tíð að hann leitaðist
framt því sem hann var orðinn
einn af fastagestum Búa Ár-
lands fjarlægðist hann einstak-
linginn í skáldverkum sínum og
þegar skáld missir sjónar á
einstaklingnum i skáldverki
jaðrar raunar við að það sé hætt
að vera skáld. Enn hélt Laxness
stílkennd sinni en hann fjar-
lægðist manninn. í staðinn eru
komnir persónugerðir fulltrúar
einhverra heimsvandamála eða
sérstakra fyrirbrigða í þjóðfé-
laginu. Berlegast hefur þetta
komið í ljós í síðustu tveimur
leikritum hans þar sem persón-
urnar eru ekki lengur fólk held-
ur ólífrænar táknmyndir í taó-
istískum helgileikjum sem virð-
ast ekki eiga sér sannfærandi
grundvöll í veruleika lifandi
manna.
TV'ú er að vísu fjarri því að
mér þyki Skáldatími galla-
laus bók. Og raunar er hún ekki
skáldverk í strangri merkingu
þess orðs þótt hún hafi að
mörgu leyti á sér yfirbragð
skáldsöguforms. Mér fellur til
dæmis ekki uppbyggingarað-
ferð höfundar á fyrstu köflum
bókarinnar. Þeir hefjast margir
á þulum á mannanöfnum eða
skjal ætli þetta sé nú, hvaða
nöfn eru þetta? Manni finnst
þetta uppstillt aðferð og
ofurlítið tilgerðarleg og geri
frásögnina slitrótta. Bókin
er líka fremur sundurlaus fram-
an af og mér liggur við að segja
að manni finnist hún allt að því
hroðvirknislega unnin, einnig
hvað stíl snertir. Þar örlar á
misfellum sem verka á mann
líkt og höfundurinn hafi ekki
alltaf í fullu tré við sinn sterka
og fastmótaða stil. Ég varð til
dæmis undrandi að sjá hjá Lax-
ness orð eins og skítaríkis-
stjórn, langóhemjulegastur,
hugsanlegleiki, ofsalegur og
rosalegur. Þá er og að finna
smekkleysur í byggingu setn-
inga ef ekki hreinar villur eins
og: „Ekkert ríki fékk í striði
sigrað þetta land sem jafnvel
friður þess var stríði harð-
ari“. En bókin verður sifellt
fastmótaðri og stíllinn agaðri
og hljómskærari. Hér er að
finna kafla sem jafnast á við
það sem Laxness hefur bezt
skrifað. Ég nefni þar sem dæmi
kafla um Eggert Stefánsson,
Jóhann Jónsson og Erlend í
Unuhúsi.
hver vissi nema Eyjólfur kynni
að hressast. Laxness viðurkenn-
ir að á þeim árum hafi alþjóða-
kommúnismi persónugerzt í
Stalín einum. Hann á vart orð
til að lýsa þvl hvað Stalín hafi
verið mikill glæpamaður á sama
tlma og hann boðaði þjóð sinni
hvað ákafast trú á þennan mann
og verk hans. Það má vel vera
að einhverjum þyki tilhlýðilegt
að boða trú á glæpamann I
þeirri veiku von að hann muni
kannski einhvern tíma bæta ráð
sitt. Ég hefði þó haldið að slíkt
yrði talin hæpin ídeólógía hjá
fólki með fullu viti. En það er
kannski gamaldags skoðun.
I
■tTalldór Kiljan Laxness hefur
kvartað undan því I blaða-
viðtölum að íslendingar hefðu
ekki áhuga á bókmenntum held
ur pólitík. Hann gætir ekki að
stöku atvinnumanni í þeirri
stétt. Hvort sem honum líkar
betur eða verr verður hann að
horfast I augu við þá óhaggan-
legu staðreynd að hann hefur
notað yfirburða listhæfni slna
og aðdáun og tiltrú lesenda
sinna til að boða þjóð sinni trú
á ákveðna veraldarstefnu „með
kórrétta skoðun og aftökusveit-
ir“ sem ég efast um að sé skárri
skoðun en „skitin lúterstrú". í
Skáldatíma dregur Halldór
Kiljan Laxness upp snilldarlega,
nakta og átakanlega mynd af
þvi hvernig manneskjan I líki
Veru Hertsch er leikin af hinni
kommúnístísku aflvél. Þetta
gerðist I Moskvu fyrir stríð.
Ekki var Laxness fyrr kominn
heim en hann tók sig til og
gaf út lofgerðarrollu um þessa
aflvél kommúnismans sem hann
virðist þó f hjarta sfnu hafa vit-
við að kynnast einstaklingnum
I þjóðfélaginu, hinni venjulegu,
óbrotnu manneskju sem allt velt
ur raunar á I þessum heimi. Þá
skrifaði hann skáldsögur með
þvílíkum listrænum yfirburðum
að þær eiga eftir að standa um
alla framtíð. Jafnframt því birtu
þær meitlaða ádeilu á snautt,
yfirborðskennt og tilgangslaust
líf ómenntaðrar yfirstéttar sem
vaxið hefur upp hér á landi á
þessari öld I skjóli peninga sem
ekki voru notaðir á réttan hátt.
Og hvað gerðist svo? Með frægð
inni varð Halldór Kiljan Lax-
ness allt I einu brennidepill I
skemmtanahring þeirrar sömu
yfirstéttar sem hann hafði löng-
um deilt á. Þar með voru vopn-
in slegin úr höndum hans, hinn
hvassi ádeiluhnífur hans egg-
brotinn og síðan hefur skáld-
skapur hans verið bitlaus. Jafn-
skjallegri lesningu og síðan
spyr höfundurinn: hvaða
|7kki er óhugsandi að Halldór
Kiljan Laxness hafi að ein-
hverju leyti hugsað sér þessa
bók sem lykil handa bókmennta
fræðingum framtíðarinnar að
lúka upp töfrakistlum listar
hans. Vel má og vera að hún
reynist þar gagnleg. Ég er hins
vegar þeirrar skoðunar að hún
kunni að benda til stefnubreyt-
ingar á verkum Laxness. Hún
er vafningaminni, beinskeyttari
og náttúrulegri en síðustu verk
hans og virðist sýna ótvíræðari
afstöðu höfundarins gagnvart
verki sínu. Væru það góð tíð-
indi ef þessi bók yrði undanfari
nýrra' og betri verka. Við sem
erum aðdáendur Halldórs Kilj-
ans Laxness höfum lengi verið
að bíða eftir því að jökulinnberi
aftur við loft I skáldskap hans.
Njörður P. Njarðvík.
18 íslenzkir námsmenn
með styrk frá DAAÐ
Átján íslenzkir stúdentar munu
á skólaárinu sem nú fer í hönd
stunda nám í Þýzkalandi með
styrk frá stofnuninni „Deutscher
Akademischer Austauschdienst“
(DAAD). Er þar um fimm nýja
styrki að ræða og 13 framhalds-
styrki. Munu þetta vera flestir
styrkir sem eitt land veitir íslenzk-
um námsmönnum.
Sem viðurkenningu og þakklæti
fyrir þessar höfðinglegu styrkveit-
ingar hefur Menntamálaráðuneytið
og Háskólinn nú boðið hingað full-
trúa stofnunarinnar frú dr. Rose-
marie Jansch og hefur hún dvalizt
hér á landi I viku og meðal annars
heimsótt alla menntaskólana.
Frá því árið 1953 hafa íslenzkum
námsmönnum verið veittir 50 nýir
styrkir til náms I Þýzkalandi auk
framhaldsstyrkja. Nema styrkirnir
DM 400 á mánuði og eru veittir
til eins árs. Er áætlað að þeir nægi
fyrir húsnæði, fæði og vel það
þannig að stúdentar hafi nokkurn
afgang sem vasapeninga. Veitir
stofnunin slíka styrki 70 löndum
og munu nú vera um 2000 náms-
menn I Þýzkalandi með styrk frá
stofnuninni.
Auk þess að veita námsmönnum
styrki veitir hún prófessorum og
ýmsum vísindamönnum styrki til
fyrirlestrahalds I Þýzkalandi, þá
veitir hún stúdentum sem dveljast
vilja I Iandinu um skemmri tíma að
störfum I sambandi við nám styrki,
velur og kostar að einhverju leyti
lektora til þýzkukennslu í öðrum
löndum og er þýzki lektorinn við
Háskóla íslands meðal annars hér
tilnefndur og styrktur af stofnun-
inni.
ISkyndikpp- s
drætti Sjálf-
stæðisfiokksins ij
Dregið var í skyndihappdrætti (J
Sjálfstnðisflokksins á föstudag, ]»
eins og ráð hafði verið gert. <’
Hins vegar var vinningsnúmer-]*
ið innsiglað og verður í vörzlu (]
borgarfógeta þar til ð niorgun,
er það verður rofið. Ástæðan i ]
er sú, að uppgjöri var ekki allsjt
staðar lokið. <[
w^AAAAAAAA^VWSAAAAA