Vísir - 13.11.1963, Qupperneq 1
í gærkvöldi gaf forsætisráðherra Ólafur Thors út tilkynningu um það,
að hann hefði ákveðið að biðjast lausnar frá embætti sínu. Læknar hans
hafa ráðlagt honum að taka sér algjöra hvíld frá störfum í nokkra mánuði.
] Vísir átti í morgun stutt samtal við Ólaf Thors í tiiefni þess að hann
lætur nú af enibætti. Fórust honum orð á þessa leið:
„Ráðherrastarfið er líkt framkvæmdastjórastöðu í stóru fyrirtæki. Því
starfi hefi ég haft ánægju af og mun sakna þess. En eins og ég sagði við
Morgunblaðið í gær gat ég ekki innt af hendi skyldustörfin án langrar hvíld-
ar og var þá ekki um annað að ræða en hætta, því forsætisráðherra er til
þess að stýra förinni.
Annað segi ég ekki í bili, því að ef ég fer að leysa frá skjóðunni veit
ég ekki hvað velia skal af öilu, sem þar er geymt. Efst er mér þó í huga
þakklætið til Sjálfsíæðismanna.
Ég kveð félaga mína í ríkisstjórft og alla samstarfsmenn með þakklæti
og bið þeim blessunar“.
5 í gær var það samþykkt með
samhljóða atkvæðum að óska
eftir því að Bjarni Benedikts-
son formaður Sjálfstæðisflokks-
ins tæki við embætti forsætis-
ráðherra. Jafnframt voru Ólafi
Thors fluttar þakkir fyrir merkt
starf hans f þágu flokks og þjóð
ar.
Alþýðuflokkurinn hélt þing-
flokksfund á sama tíma f gær.
Par var samþykkt í einu hljóði,
samkvæmt yfirlýsingu formanns
þingflokksins Emils Jónssonar,
að afstaða Alþýðuflokksins til
stjórnarsamstarfsins um núver-
andi ríkisstjórn væri óbreytt
þar sem heilsufarsástæður ein-
ar réðu lausnarbeiðni forsætis-
ráðherra.
Gert er ráð fyrir því að for-
seti Islands muni f dag fela
Bjarna Bcnediktssyni að taka
við forsæti ríkisstjómarinnar og
muni formlega gengið frá því á
morgun á ríkisráðsfundi.
Ólafur Thors hefir gegnt for-
sætisráðherraemhætti í fimm
rikisstjórnum. Vorið 1942 mynd
aði hann flokksstjóm Sjálfstæð
isflokksins sem fór með völd til
ársloka það ár.
Árið 1944 myndaði hann ný-
sköpunarstjórnina og gegndi
þar bæði embætti forsætisráð-
herra og utanrikisráðherra. Sú
stjóm sat að völdum þar til í
ársbyrjun 1947. í byrjun des-
ember 1949 myndaði Ólafur
Thors þriðja ráðuneyti sitt. Var
það minnihlutastjórn Sjálfstæð-
isflokksins og fór hún með völd
þar til f marz 1950. Sumarið
1953 myndaði Ólafur Thors
fjórða rððuneyti sitt, sem var
samsteypustjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins. Sat sú stjóm að völdum
þar til á miðju ári 1956. Fimmta
ráðuneyti Ólafs Thors er núver
andi ríkisstjórn, sem farið hef-
ir með völd síðan haustið 1959.
Tilkynning forsætis-
ráðherra.
Hér fer á eftir tilkynning for-
sætisráðherra ,sem hann birti í
gærkvöldi:
„Læknar mínir hafa tjáð mér,
að mér sé nauðsynlegt að taka
mér algera hvíld frá störfum í
nokkra mánuði. Ég get því ckki
unnið að lausn hinna ýmsu
vandamála, sem framundan bíða.
Haustið 1961 stóð svipað á
fyrir mér. Tók ég mér þá hvíld
frá störfum í þrjá mánuði. Ég tel
ekki rétt að hafa sama hátt á nú
og hef því ákveðið að biðjast
lausnar fr embætti mínu.
Reykjavík, 12. nóvember 1963.
Ólafur Thors“.
Á fundi þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins sem haldinn var kl.
Bjami Benediktsson, dómsmálaráðherra, tekur við embætti
forsætisráðherra á morgun.
Ólafur Thors, forsætisráðherra
Hefir Ólafur Thors því gegnt
forsætisráðherraembætti f 5
ráðuneytum eða oftar en nokk
ur annar Islendingur.
Fyrst varð Ólafur Thors ráð-
herra í rfkisstjórn Ásgeirs Ás-
geirssonar árið 1932. Árið 1939
varð hann atvinnumálaráðherra
í þjóðstjórninni og gegndi því
embætti til vors 1942, er hann
varð fyrsta sinni forsætisráð-
herra. Auk þess gegndi hann
störfum atvinnumálaráðherra í
stjórn Steingríms Steinþórsson-
ar 1950-1953.
Fy.-st var Ólafur Thors kjör-
inn á þing árið 1925 fyrir Gull-
bringu- og Kjósarsýslu og var
þingmaður þess kjördæmis óslit
ið þar til kjördæmaskipuninni
var breytt 1959. Pá varð hann 1.
þingmaður hins nýja Reykjanes-
kjördæ nis og hefir verið það
síðan.
Hann hefir setið lengst allra
þingmanna á Alþingi eða sam-
tals á 46 þingum og er nú aldurs
forseti þingsins, 71 árs að aldri.
Ólafur Thors mun áfram
gegna þingmennsku, þótt hann
hafi sagt af sér embætti försæt-
isráðherra.
Formaður Sjálfstæðisflokksins
varð Ólafur Thors árið 1934 og
fór óslitið með formennsku
flokksins þar til 1961 er Bjarni
Benediktsson var kjörinn for-
maður Sjálfstæðisflokksins.
Um forsætisráðherraskiptin er
rætt í forustugrein blaðsins f
dag.