Vísir


Vísir - 14.11.1963, Qupperneq 5

Vísir - 14.11.1963, Qupperneq 5
5 VlSIR . Fimmtudagur 14. nóvember 1963. Haukur Eyjólfsson Kveðjuorð til skólafélaga og vinar í dag fer fram frá Fossvogskap- ellu útför Hauks Eyjólfssonar skrif- stofustjóra. Haukur andaðist að heimili sínu fimmtudaginn 7. nóvember síðast- iiðinn. Honum varð að atlurtila sjúk- dómur, er hann hafði kennt um árabil. Þeir, sem bezt þekktu Hauk vissu gíörla, að hann gekk eigi heill til skógar síðustu æviáfin, enda þótt ungur hann væri að árum, kvikur í hreyfingum og léti hvergi á sjá eða fyrir finna í fasi eða framkomu hversu þjáður hann var á stundum. Haukur Eyjólfsson fæddist á Seyðisfirði 16. marz 1915. Foreldrar hans voru Sigríður Jensdóttir og Eyjólfur Jónsson, fyrrverandi útibússtjóri í íslands- banka á Seyðisfirði. Þau mætu heiðurshjón eru bæði látin fyrir allmörgum árum. í foreldrahúsum á annáiuðu myndar- og rausnarheimili á Seyð- isfirði ól Haukur barnæsku og fyrstu þroskaárin fram yfir ferm- ingaraldur. Þá leitaði hann að heim an til höfuðborgarinnar til þess að leita sér aukinnar menntunar og meiri en kostur var á heima fyrir. Að hausti 1931 þreytti Haukur inntökupróf í annan bekk Verzlun- arskóla Islands og leysti öll verk- efni af hendi með ágætum. Vorið 1933 lauk hann eftir tveggja vetra nám brottfararprófi frá skólanum og hlaut ágætan vitn isburð og góðar einkunnir í öllum námsgreinum. Að námi loknu réðist Haukur tii starfa í einni af stærri heildverzl- unum borgarinnar og starfaði þar um hríð. Eftir það stofnsetti hann ásamt Þotan — Framhald af bls. 8. brást þetta, flugvélin „prjónaði" í loftinu, svo að trjónan stóð nærri beint upp, og lyftitæki (elevators) sem stjórna hreyf- ingum flugvélarinnar á upp- og niðurleið, — verkuðu ekki. Og BAC-III hrapaði stjórnlaus til jarðar, og ætla má að hinn reyndi flugmaður hafi á þeim augnablikum reynt allt, sem honum hafði áður orðið nota- drjúgt, er hann var í vanda í loft sölum uppi, en sú varð ekki reyndin í þetta skipti. * Félagið átti aðra slíka flug- vél í smíðum og var hún nærri fullgerð, er þetta slys varð. Það var tilkynnt, að í engu yrði breytt áformum um fyrstu reynsluferð hennar, en ekki hafa borizt fréttir um það enn, að hún hafi verið farin. Nýlega gerði kanadiska flug- félagið Trans Canada Airlines mikla pöntun á bandarískum far þegaþotum — og það var tekið frarri, að það hefði engin áhrif haft á ákvörðunina um þau kaup, að fyrsta BAC-III far- þegaþotan fórst, en það er vitað, að gert var ráð fyrir miklum sölumöguleikum á BAC-III í Bandaríkjunum og Kanada. Og allar götur er þetta mikið áfall fyrir brezka flugvélaiðnaðinn. starfsfélaga sínum íslenzk-erlenda verzlunarfélagið. Nokkru síðar lauk samstarfi þeirra félaga og réðist Haukur þá í þjónustu Reykjavíkurborgar, er hann starfaði hjá f nærri tvo ára- tugi. Lengst af var hann fulltrúi hita- veitustjóra, síðan skrifstofustjóri innkaupastofnunar borgarinnar allt til þess að hann fyrir nokkru síðan réðist til starfa í lögfræðiskrif- stofu hér í borg. Kynni okkar Hauks Eyjólfsson- ar hófust haustið 1931 í Verzlun- arskóla Islands. Báðir vorum við nýsveinar, er settumst þá í annan bekk, en eigi í sömu deild. Fundum okkar bar þó oft sam- an þá tvo vetur, er við vorum sam- an í skólanum. Við tókum báðir mikinn og virkan þátt í málfund- um og margvíslegu félagslífi í skól- anum, sem þá stóð með miklum blóma og var öflugt. Oft á tíðum vorum við Haukur ekki sammála á fundum og all harðskeyttir hvor í annars garð. Orðaskipti okkar urðu þó aldrei til illinda eða togstreitu milli bekkjadeilda heldur miklu fremur til þess að vekja og kalla fram áhuga og hispurslausar umræður og skoðanir á sérhverju dægurmáli líðandi stunda. Haukur Eyjólfsson yar ákaflega aðlaðandi og góður skólafélagi. Námsmaður var hann ágætur, ein- lægur og tryggur í öllum samskipt- um Og vináttu. Gegiium állt lífið fylgdu honum þessir góðu óg drenglunduðu eiginleikar. Haukur var skapmaður mikill, harðsnúinn og einbeittur í skoðun- um um menn og málefni, þegar því var að skipta. Stefnufestu hans fylgdi ávallt einlæg sannfæring. Haukur var áhugamaður um fé- lagsmál og lét víða að sér kveða á þeim vettvangi. Enda komst hann fljótt og fyrir- hafnarlaust til forystu, þar sem hann lagði lið sitt fram til félags- málastarfa. Einkum áttu íþróttir mikil og sterk ítök í Hauki, enda sjálfur góður íþróttamaður. Á skólaárun- um í Verzlunarskóla íslands var hann einn snjallasti og slyngasti fimleikamaður skólans. Framhald af bls. 9. að taka úr því sex þúsund og láta undir útvarpstæki þar 1 herberg- inu, en skilja eitt þúsund krónur eftir í veskinu. Með þær ætlaði hann út um kvöldið. Áður en varði var gesturinn guf aður upp og með honum allir pen- ingarnir úr veskinu, sjö þúsund krónur. Húsráðandi kærði stuldinn til lögreglunnar og við rannsókn kom í ljós að enginn maður, sem gæti verið þjófurinn, hafi gist Hótel Sögu. Svo leið og beið þar til s. 1. föstudagskvöld að húsráðandi taldi sig hafa séð gest sinn frá miðjum október á förnum vegi í Reykjavík. Gat hann gert lögreglunni aðvart og handtók hún manninn og flutti í geymslu. Við yfirheyrslu daginn eftir þrætti hinn handtekni lengi vel, en þar kom þó um síðir að hann við- urkenndi að hafa stolið peningun- um og var þá svo vel fjáður að hann gat borgað eigandanum aftur sínar 7 þúsund krónur. Snemma gerðist hann félagsmað- ur í Knattspyrnufélaginu Víkingi eftir að hann fluttist til Reykja- víkur. Var hann fljótlega kjörinn í stjórn félagsins og formaður þess um skeið. FuIItrúi félagsins var hann á iþróttaþingum og valdist til fleiri trúnaðarstarfa. Mörg önnur félagsmál lét Hauk- ur sig máli skipta og var m. a. for- maður Austfirðingafélagsins i Reykjavík, fulltrúi þess á þingum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og í stjórnum fleiri félaga. Haukur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ragnhildi Guðmundsdóttur frá Djúpavogi 7. desember 1946. Eignuðust þau tvo syni, Eyjólf, 16 ára, við nám í Verzlunarskóla Islands, og Guðmund, 14 ára. Áður en Haukur gekk í hjóna- band eignaðist hann son, Atla, lög- giltan endurskoðanda hér í borg. Nú, á kveðjustundu, þegar Hauk- ur Eyjólfsson er allur, reikar hug- ur okkar skólasystkinanna, sem brautskráðumst úr Verzlunarskóla Islanfls voriljpij aft' ur i timann og við rifjum upp glaðværar samverustundir skólaár- anna og alia tíð síðan, um leið og við minnumst með söknuði og syrgjum þá, sem horfnir eru úr hópnum. Við sendum í dag eiginkonu, börnum og öllum ástvinum Hauks Eyjólfssonar innilega hluttekningu og samúðarkveðjur. Adolf Björnsson. Fjalllð — Framhald af bls. -7 'J'alsverðar deilur hafa geisað milli námuverkamannanna og stjórnarinnar um fram- kvæmdaratriði við leitina, og blöðin gerðu sér talsverðan mat úr þeim. Ludvig Erhard kanzl- ari Vestur-Þýzkalands er búinn að heimsækja Lengede og tala við hina ellefu í nokkrar mín- útur. Hann lofaði þeim því að allt skyldi gert sem í mannlegu valdi stæði til að bjarga þeim. Þeir þökkuðu kanzlaranum og kváðust vera rólegir. Ættingjar og vinir eru hins vegar ekki í rónni. Þó sér vart æðrumerki á þeim. En það gerðist kraftaverk, sem varð til að bjarga hinum ellefu, en ekki eingöngu það sem í mannlegu valdi stóð. For- ingi hinna ellefu hafði mælt legu „dauðaholunnar". Otreikn- ingum hans hafði „skeikað" um 180 gráður, á þann hátt .að hann kallaði norður það sem var suður. Þessir útreikningar komu þó ekki að sök. Ákveðið hafði verið að bora talsvert frá þeim stað sem mælt hafði verið á. Það var gert til öryggis. En áður en menn vissu af var bor- inn kominn niður í „dauða gryfjuna“. Og það án þess að nokkuð alvarlegt gerðist. Síðan voru félagarnir dregnir upp hver af öðrum og fluttir í I i Jónas G. Rafnar banka- stjóri Utvegsbankans Á fundi bankaráðs Otvegs- banka íslands, sem haldinn var kl. 10 í morgun, var samþykkt | að ráða Jónas G. Rafnar, alþing | ismann, bankastjóra í stað Jó- | hanns Hafsteins, er skipaður hef 1 ur verið dómsmálaráðherra. Jónas G. Rafnar er liðlega fer | tugur að aldri. Hann lauk lög- | fræðiprófi vorið 1946. Alþingis- i: maður fyrir Akureyri var hann | kjörinn 1949 og á nú sæti á fj þingi fyrir Norðurlandskjör- F dæmi eystra. Hann hefur gegnt | fjölmörgum trúnaðarstörfum : bæði í héraði og á þingi og er nú formaður fjárveitinganefndar Alþingis. Jónas G. Rafnar var settur bankastjóri Útvegsbank- ans hluta ársins 1961. Jónas G. Rafnar bankastjóri sjúkrahús. Þeir kröfðust þess að fá að liggja allir saman f stofu, þar sem þeir hefðu ver- ið svo lengi saman í lífshættu. Við þeirri ósk var orðið. Læknar hafa sagt að líðan þeirra væri Iangtum betri en búast hefði mátt við. Skekkjan í mælingunum gaf tilefni til góðlátlegra hnipp- inga. Blöð kommúnista vfða um heim höfðu gagnrýnt stjórn námunnar. Foringi námumanna í Lengede sagði þá: Það getur verið að við villumst stundum á suðri og norðri en aldrei á austri og vestri, og átti við að hann og félagar hans Iétu sér fátt um skrif austrænu press- upnar finnast. ' Og nú er unnið af krafti í Lengede að því að hreinsa. til í járnnámunum. Námugröftur- inn þarf að hefjast sem allra fyrst. Allt er dottið í dúnalogn að öðru leyti. Lengede verður getið í annálum, en skyldu ekki margir þegar vera búnir að gleyma hinu frækilega björgun- arafreki, þótt ekki sé langt um liðið. Fólkið í Lengede þakkar öllum, en það vill helzt gleyma hættunum og skelfingunum. Framh. af bls. 16. verkalýðsfélaga munu síðan hver um sig tilnefna fulltrúa í samstarfsnefnd. En auk þess munu prentarar og bókbindarar tilnefna fulltrúa í samstarfs- nefndina og Landssamband ís- lenzkra verzlunarmanna einnig. Mun samstarfsnefnd verkalýðs- félaganna því að öllum líkindum geta komið fram sem aðili allra þeirra félaga, er nú eru með lausa samninga og hefja vilja samningaviðræður. Sennilega verður samstarfsnefndin 10 — 15 manna nefnd. Snorri Jónsson, framkvæmda- stjóri ASÍ sagði í viðtalinu við Vísi í morgun, að sennilegt mætti telja, að fyrsti viðræðu- fundur samstarfsnefndarinnar við aðila yrði á morgun. iélicim Framh. af bls. 16. síðan sem þingmaður Reykja- víkur. Alls hefur hann setið á 19 þingum. Jóhann JHafstein yar, skipaður bankastjóri Útvegsbankans 1952 og lætur nú af því starfi, er hann tekur við ráðherraembætti. Síðari hluta árs 1931 gegndi hann störfum . dómsmálaráð- herra. Undanfarið hefur Jóhann Hafstein setið þingmannafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í París, en er væntanlegur heim á morgun. Þidfnaður Á ' riðjudagsnóttina var framið innbrot í söluskálann undir Ingólfsfelli. Stolið var nokkn. rnagni af vindlingum, sælgæti ,svo og útvarpstæki og teppi. í stöðvaði lögreglan bifreið ,serr. tveir piltar voru í. om þá í Ijós að varningur sá sem stolið hafði verið úr sölu- skálanum var í bifreiðinni. — Málið er nú í rannsók hjá rann sóknarlögreglunni og voru pilt- arnis þar í yfirheyrslu í morg- un. ÍBÚÐ ÓSKAST Óska eftir 1—3 herb. íbúð. Skilvís greiðsla. Sími 21588. IBÚÐ TIL LEIGU 3 herb. íbúð til leigu á bezta stað í bænum fyrir þann, sern getur eða borgað fyrirfram allverulega fjáfupphæð strax. Tilgreind fjölskyldu- stærð og um hve mikla fjárupphæð komi til greina. Tilboð sendist Vísi fyrir 19. nóv., merkt „250“. TRÉSMÍÐAVÉL - TIL SÖLIJ Til sölu er lítii sambyggð vél, Sjopsmith, afréttari, 4 tommu hjólsög, bor, hulsubor, rennibekkur, jukksög og pússiskífa 12 tommu. Sími 34411. JÁRNBRAUT - LEIKFANG Enskt rafdrifið Model-járnbrautarkerfi (Triang Scale Model) — til sölu. Samanlögð brautarlengd 9 metrar. — Tvö rafdrifin og þrjú handstýrð skiptispor. — Princess Victoria eimreið, kolavagn, tveir farþegavagnar og brír vöruvagnar. — Fjarstýrisborð. — Selst á borði ásamt loftlampa o. fl. — Verð kr. 3.200.00. Oppl. í síma 37600.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.