Vísir - 15.11.1963, Side 6
6
V1SIR . Föstudagur 15. nóvember 1963.
mmmmnm^mmmnmmm^mmmmm
Ríkisstjóíniai —
Framh. af bls. 1.
á forsetaúrskurði nr. 64 frá 20.
nóvember 1959, að mér verði
falið að gegna þeim ráðherra
störfum, sem í þeim úrskurði
voru falin Ölafi Thors, en Jó-
hann Hafstein fari með þau mál
efni, sem mér voru falin í nefnd-
um úrskurði. í trausti þess, að
fallizt verði á framangreinda til-
lögu leyfi ég mér allra virðing-
arfyllst, að leggja fyrir yður,
herra forseti, til undirskriftar
skipunarbréf handa Jóhanni Haf
stein alþm. til að vera ráðherra
f ráðuneyti Islands, svo og úr-
skurð um breytingu á forseta-
úrskurði frá 20. nóvember 1959
um skipun og skipting starfa
ráðh. o. fl.
1 forsætisráðuneytinu 14. nóv-
ember 1963, allra virðingarfyllst
Bjarni Benediktsson,
Birgir Thorlacius".
Á þessa till. hefur forseti ís-
lands einnig ritað:
„Fellst á tillöguna.
Ásgeir Ásgeirsson.
Reykjavík 14. nóvember 1963“.
Og jafnframt undirritaði hann
skipunarbréf til handa Jóhanni
Hafstein, til að vera ráðh. í
ráðuneyti Islands. Og ennfremur
forsetaúrskurð um breytingu á
forsetaúrskurði frá 20. nóvem-
ber 1959 um skipun og skipt-
ingu starfa ráðh. o. fl., hljóðar
hann svo:
„Forseti Islands gerir kunn-
ugt:
Samkv. till. forsrh. er hér með
gerð sú breyting á forsetaúr-
skurði nr. 64 frá 20. nóvember
1959 um skipun og skipting
starfa ráðherra o. að dr.
Bjarni Benediktsson fer með for
sætisráðherrastörf og önnur ráð
herrastörf, er Ólafi Thors voru
falin í nefndum úrskurði, en ráð
herra Jóhann Hafstein fer með
störf þau, er ráðh. Bjama Bene-
diktssyni voru falin í nefndum
forsetaúrskurði.
Gjört í Reykjavík 14. nóvem-
ber 1963,
Ásgeir Ásgeirsson,
Bjarni Benediktsson".
Síðan mælti forsætisráðherra:
Sú breyting, sem á ríkisstj.
er orðin, hefur verið gerð vegna
veikinda Ólafs Thors, en ekki
af stjórnmálalegum ástæðum.
Ný rikisstjóm hefur ekki verið
mynduð, heldur kemur einungis
maður í manns stað, svo sem ó-
hjákvæmilegt er. Að öðru leyti
er stjómin sú sama. Hún er
studd af sömu flokkum og fylg-
ir sömu stefnu og áður. Vfst er
það mikii breyting, að Óiafur
Thors skuli hafa látið af ráð-
herrastörfum. Hann er nú aldurs
forseti Alþingis, hefur setið
lengst á þingi af núv. þm. og
hefur frá upphafi verið í hópi ,
þeirra, sem mest hefur að kveð !
ið. 1 dag eru rétt 31 ár frá því, j
að Óiafur Thors varð fyrst ráð-1
herra. — Tæpum 10 árum síð-'
ar mync* íði hann sína fyrstu
ríkisstjóm hina fyrstu af 5, sem
hann hefur veitt forustu. Sem
betur fer er ekki efni til að
halda nú minnigarræðu um Ólaf
Thors. Þingheimur sameinast
um þá ósk, að hvfldin sem hann
tekur sér, verði til þess, að hann
nái góðri heilsu á ný og eigi
Iangt og farsælt líf fyrir hönd-
um. Allir vonum við að sjá hann
hér í þingsölunum. Megi þjóðin
sem allra lengst njóta hans
mlkla mannvits, lífsreynslu, vfð-
sýni og frábæru samningslipurð
ar. Enginn hefur verið honum
lagnari að laða saman ólíkar
skoðanir. Á þessum hæfileikum
hefur oft þurft að halda á Al-
þingi og f fslenzku þjóðlffi.
Þeirra þarf við nú ekki siður
en áður. Þess vegna ríkir ein-
lægur söknuður í huga okkar
fylgismanna hans og samstarfs-
manna.
Um Ieið og ég þakka ólafi
Thors forustuna, sem hann hef-
ur veitt ríkisstjörninni síðustu
4 árin, óska ég okkur öllum
úrræðagæða hans, umburðar-
Iyndis og sáttfýsi.
Eysteinn Jónsson fyrir hönd
Framsóknarflokksins og Lúðvfk
Jósefsson fyrir hönd Alþýðu-
bandalagsins lýstu því yfir að
afstaða flokka þeirra til ríkis-
stjórnarinnar væri óbreytt þrátt
fyrir mannaskiptin.
Nýtl Innd
Framhald af bls. 9.
milli Islands og nágrannaland-
anna. Við höfum heyrt nöfn
eins og Atlantis, Frísland, Iscia,
hið horfna land „van Buss“, Dun
eyjar og mörg fleiri. Sum þess-
ara landa eða eyja eru meira
að segja til á gömlum landa-
bréfum.
Samt erum við vantrúuð á
allar þessar sagnir um sokkin
lönd. Við trúum þvf ekki nema
við tökum sjálf á, að lönd rísi
úr sæ og önnur sökkvi. En nú
vitið þið um Nýey sem reis úr
hafi fyrir 180 árum og sökk
nokkrum mánuðum síðar. Og
hví skyldi ekki ný Nýey, At-
lantis eða Frísland geta verið
að rfsa þessa dagana úr sjó við
sunnanverðar Vestmannaeyjar?
Þ. Jós.
Mynd þessi var tekin á fundi landsnefndar verkamannafélaganna og Vinnuveitendasambandsins í gær.
Samþykkt var á fundinum að vísa deilunni til sáttasemjara. /
Fyrsti viðskiptasaming-
urinn viðBúlgaríu
Fyrir skömmu var gerður við-
skiptasamningur við Búigaríu.
Er hann merkur fyrir þær
sakir, að þetta er fyrsti við-
skiptasamningur sem ísland ger
ir við Austur-Eyrópuríki, þar
sem greiðsla fyrir íslenzkar af-
urðir fer fram f frjálsum gjald-
eyri, en ekki á vörúskiptagrund
vclli, eins og hingað til. Er.þar
brotið blað f sögu viðskipta okk
ar við Austur-Evrópúríkin.
Hér birtist fréttatilkynning ut
anrfkisráðuneytisins um málið:
Hinn 29. október 1963 var í
Genf undirritaður verzlunar-
samningur milli Islands og Al-
þýðulýðveldisins Búlgaríu. Er
þetta fyrsti verzlunarsamningur-
inn, sem Island gerir við Búl-
garíu.
Samningur þessi byggist á
grundvelli hinna almennu reglna
um beztu-kjara ákvæði að því
er snertir verzlun og siglingar.
Allar greiðslur vegna viðskipta
landanna fara fram I frjálsum
gjaldeyri (U.S. dollurum eða ann
arri frjálsri mynt). Engir vöru-
listar fylgja samningnum og eng
in skuldbinding er um, að jöfn-
uður skuli vera f viðskiptum
landanna.
Af hálfu Islands undirritaði
dr. Oddur Guðjónsson, viðskipta
ráðunautur ríkisstjórnarinnar,
samninginn, en af hálfu Búlgariu
hr. P. Stefanov, forstjóri f ut-
anríkisverzlunarráðuneytinu í
Sofía.
Samningur þessi gildir til eins
árs og framlengist sjálfkrafa sé
honum ekki sagt upp með
þriggja mánaða fyrirvara.
Sat á Litia Hrauni — tek-
inn við landhelgisbrot
Eyjn rís —
go Framh. af bls. 'l'.
því, a.m.k. teljum við okkur
örugga hér í 500 metra fjarlægð.
HÆTTA Á SPPRENGINGU
En nú eftir að eyja hefur
myndazt er mikil hætta á því,
að sprenging verði í eyjunni og
þá mundi verða flóðbylgja, sem
skapað gæti mikla hættu fyrir
skip, er væru í námunda við
eyna. Enda þótt við höfum þeg
ar orðið varir við talsverðan
vikur og ösku, tel ég vikurgos-
ið þó enn ekki meira en eins og
á öðrum degi Öskjugossins. Get
ur vikurgosið þvf vissulega auk-
izt mikið enn. Ekki eru nú nein
skip hér sjáanleg nema enskt
herskip enda hafa skip verið
vöruð viö því að vera nálægt
gosstaðnum.
EINS OG VIÐ JAPAN
Til viðbótar þessari frásögn
Þorleifs Einarssonar má bæta
því við, að Sigurður Þórarins-
son jarðfræðingur segir, að eld-
gosið við Vestmannaeyjar sé
mjög svipað og það sem orðið
hafi skammt frá Japan 1952.
Hafi þá verið sent skip með
vísindamönnum að gosstaðmim
en sprenging hafi orðið og skip
ið farizt. Má telja líklegt að þar
hafi orðið sprenging i eyjumynd
un.
Þeir dr. Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur, dr. Unnsteinn
Stefánsson haffræðingur, Guð-
mundur Kjartansson jarðfræð-
ingur og fleiri héldu með Sæ
björgu út f Albert í morgun.
Var búizt við því, að þeir yrðu
komnir á gosstaðinn um há-
degi í dag. Hugðust vísinda-
mennirnir framkvæma ýmsar at
huga iir í dag.
Félkið flykkist -
Framh. af bls. 16.
hvort ekki væri ástæða til ferða
Brezkur togari, James Barrie
H 15 frá Hull, var tekinn að
meintum ólöglegum veiðum tvær
sjómflur fyrir innan fiskveiðitak
mörkin út af Vestfjörðum í nótt.
laga þangað. Er þvi líklegt að
L & L standi fyrir hópferðum
f Landeyjar um helgina, enda
mun flugvélakostur ekki geta
annað þeim farbegastraumi, sem
virðist ætla að verða um helg-
ina.
Fáir bátar hafa farið frá Vest-
mannaeyjum út að gosstöðvun-
um að sögn hafnsögumannsins,
Jóns Sigurðssonar. Það er f
fyrsta lagi talið ótryggt að fara
nærri gosinu og f öðru lági hafa
Vestmannaeyingar mjög gott út
sýni yfir gosið, ef farið er út
f Háeyna eða út á flugvöll. Úr
flugturninum er t. d. mjög gott
útsýni. Mikill áhugi er f Vest-
mannaeyjum eins og gefur að
skilja og ailt snýst um gosið og
hálfgert verkfall er í skólum og
á vinnustöðvum.
Stanzlaus umferð var í gær og
allan morgun að Kambabrún og
austur f Landeyjar, að sögn veit
ingamannsins Óla Ólasonar.
Við ræddum Iítillega við Óla
rétt fyrir hádegið og stóð hann
þá f ströngu, enda stoppuðu
margir í Skíðaskálanum og
fengu sér hressingu. Gosið mun
nú sjást allvel af Kambabrún,
enda gott skyggni og ágætlega
úr Landeyjunum. Óli sagði að
fjölmargar áætiunarbifreiðir
með skólafólki hefðu farið fram
hjá og einkabílar hefðu einnig
verið mjög margir.
Varðskipið Þór kom að togaran-
um, setti út dufl og merkti
staðinn. Togarinn hjó þá af sér
vörpuna og sigldi til hafs. Þór
elti og tókst fljótlega að stöðva
landhelgisbrjótinn. Farið var
með togarann til ísafjarðar og
munu réttarhöld fara fram í
máli skipstjórans í dag.
Skipstjórinn á togaranum
reyndist vera Richard Taylor,
sem er ísfirðingum gamalkunn-
ur. Menn minnast þess e.t.v. að
fyrir tveimur árum réðust skips
menn á brezkum togara á lög-
reglumenn á Isafirði. Skipstjór-
inn Richard Taylor og tveir aðr-
ir af áhöfn hans voru þá hand-
Páll páfi
teknir og dæmdir f þriggja mán
aða fangelsi. Afplánuðu þeir
hluta dómsins á Litla Hrauni en
voru náðaðir til að komast heim
fyrir jól. Hér er sá sami Richard
Taylor kominn til Isafjarðar.
|berdreymi>|
i Fyrir nokkru dreymdi mann (
1 nokkurn eldgos þrjár nætur í i’
/ röð. Fannst manninum flóð- 7
S bylgja skapast við gosið. Mað- \
I urinn sagði kunningja sínum frá í
t draumnum og daginn eftir kom i
l fréttin um gosið! ]
! Almennur stúdentafundur verður
haldinn í kvöld, föstud, á Gamla
Garði, á vegum Kristilegs stúdenta
félags. Sverrir Sverrisson, skóla-
stjóri á Akranesi, mun flytja erindi
um viðhorf kaþólsku kirkjunnar til
mótmælenda. Eins og kunnugt er
hafa ýmis ummæli verið höfð eftir
tveim sfðustu páfum, er gætu bent
í þá átt, að páfi liti nokkuð öðr-
um augum á hina „frávilltu" mót-
mælendur er reyndin hefur verið til
þessa. Hafa ýmsir velt því fyrir
sér, hvort kaþólska kirkjan muni
vera að nálgast mótmælendur í
kenningum sínum og viðhorfi. —
Fundurinn á Gamla Garði í kvöld
hefst kl. 20,30 og nefnist erindi
Sverris skólastjóra: „Evangelisk-
lúthersk og rómversk-kaþólsk við-
horf. Ber minna á milli í dag?“
Öllum stúdentum er heimill að-
gangur.
STÚDENTAFUNDUR