Vísir - 15.11.1963, Síða 7

Vísir - 15.11.1963, Síða 7
V1 S IR . Föstudagur 15. nóvember 1963. 7 Samtai v/ð Jónas Eyvinds- son, fyrrverandi sima- verkstjóra „Nú, getur enginn mað- ur án símans verið“, segir Jónas Eyvindsson. „Það er álitinn sjálfsagður hlutur að hafa síma í hverju húsi, og alltaf eykst eftirspurnin. En ár ið 1905 var það mikið hitamál, hvort íslend- ingar ættu að ráðast í að leggja ritsíma til lands- ins og landlínu frá Reykjavík til Seyðis- fjarðar. Andstæðingar Hannesar Hafstein kröfð ust þess eindregið, að hann ryfi þing og efndi til nýrra kosninga út af Já, það voru líka læti í fólkinu á þeim tíma“. „En bæjarsíminn var þegar tekinn til starfa?“ „Já, það var byrjað á honum haustið 1904. Þá var keypt 100- línu miðstöðvarborð og sett upp í gamla húsinu hans Helga Helgasonar að Pósthússtræti 2, þar sem Eimskipafélagshúsið stendur núna. Stöðin var þá í einu herbergi, og þegar hún var opnuð í marz 1905, voru notend- ur aðeins 20 talsins. En þeim fjölgaði fljótlega". „Og þér unnuð við þetta frá byrjun?“ „Já, ég tók við starfinu 23. nóvember 1904. Þá var ég tví- tugur og hafði verið 4 ár á sjón- um og lært þar dönsku. Hans heitinn Kragh vissi, að ég kunni dönsku, og vildi endilega ráða mig að símanum, en kaupið var bara 20 aurar um tímann, og ég sagðist ekki fara upp á minna en Jónas Eyvindsson við símann heima hjá sér (Ljósm. Vísis, B. G.) í. „En um morguninn kom mað- urinn, sem við leigðum hjá, og sagðist ætla að sýna mér skrítinn fugl, og þegar ég fór að gá, reyndist fuglinn vera Jónas uppi í Marconistönginni“. „Einhver varð að gera við þetta“, segir Jónas hinn rólegasti. Mótmælafundir um land allt. „Hvernig var með mótmæla- ölduna gegn símanum — urðuð þér ekki var við andúð hjá al- menningi?“ „Ja, það var talsverð æsing í bili, þegar samningurinn var gerður við Stóra norræna félagið um símalagningu hingað, mót- mælafundir haldnir um land allt. og bændur fylktu liði um háslátt- inn og riðu til Reykjavíkur til að krefjast þess, að samningnum yrði hafnað eða efnt til nýrra kosninga að öðrum kosti“. „En það hefur ekkert þýtt“. „Nei, Hannes Hafstein tók á móti þeim á tröppum Stjórnar- ráðsins og sagði, að hann gæti ekki tekið tillögur þeirra til greina. Eftir á var haldið kaffi- samsæti I Bárunni, og annað höfðu þeir ekki upp úr þessu, karlagreyin“. „Af hverju var fólkið svona mikið á móti símanum?" „Ég veit ekki; sumir voru hræddir við, að hann yrði of Hálfa öld á símanum símamálinu, og sumir töldu jafnvel, að síminn myndi reynast hættuleg- ur sjálfstæði landsins. m 1 % Vj 1.. li 25 auft. Hann gat útvegað týo e kki upj^íl'staurana. Þeír voru 47 aðra menn, sem létu sér nægja íet á hæð“. 20 aura um tímann, og ég sagði. ”^° að ^ér ^en6uð 25 aur ana? að hann skyldi heldur ráða þá. )Já> Qg ekki veitti af> því að j En þegar til kom, treystu þeir sér skammdeginu var aðeins hægt að Mér dettur í hug ! Orð 1 \ rjúpnaskyttunnar I' j^JÚPNASKYTTUR hafa verið i nokkuð á dagskrá undanfar- S ið, en á örfáum dögum þurfti \ fjórum sinnum að kalla út leit- \ arflokka vegna týndra manna sem ekki höfðu komið frá rjúpna veiðum á tilsettum tíma. Sem betur fór komu menn þessir fram heilir á húfi ,en slæptir 1 af þreytu og vosbúð, enda illa útbúnir að klæðum og nesti. í tilefni þessa snéri blaðið sér til manns nokkurs, sem um mörg 1 undanfarin ár hefir farið til ' rjúpnaveiða hvenær sem tæki- 1 færi hefir gefizt. Hann komst ^ svo að orði: i, Auðvitað er allra veðra von , að haustinu og maður verður að . gera sig út samkvæmt því, og ekki þýðir fyrir þá sem eru ó- Ívanir löngum og ströngum göng um að fara f lengri ferðir f byrjun. Ég legg aldrei svo í ’ann að haustinu, að ég sé ekki klædd ur f föðurlandsbuxur fram á tær, og svo verður maður að vera vel klæddur til fótanna. Ég hitti mann í fyrrahaust, sem var á strigaskóm, mikið varð ég hissa. Á bakinu hefi ég pokaskjatta, því það er miklu betra að bera rjúpurnar í poka, og svo getur maður haft með sér nesti, en það er reginvitleysa sem ég sé marga gera að skilja nestið eftir í bílnum, og ganga af stað mat- arlaus. Maður getur alltaf orðið fyrir töfum og þá er gott að geta nært sig, enda heldur mað- ur þá öllum þrótti óskertum. Ég hefi alltaf með sér kaffibrúsa, rúgbrauð, rúsínur og suðusúkku- laði, en þetta er kjarnanesti. Eng nn má leggja svo á fjöll að hann hafi ekki lítinn kompás, ef hann syrtir að, því það er auðvelt að tapa áttunum, þegar maður er að hringsnúast á eftir rjúp- unni. Það er eitt sem ég vil vara menn við, og það er að vera að éta snjó ellegar bræða uppi f sér klaka þó að þeir verði gönguheitir. Það er ekkert sem dregur eins fljótt úr mönn- um þróttinn. Annars eru fleiri og fleiri bændur sem vilja banna rjúpna drápið. Það er svo merkiiegt. hvað Islendingar eru gjarnir á að banna allan fjandann, og þeir eru harðastir á banninu, þeir bændur sem aldrei éta fuglakjöt og aldrei veiða sjálfir. Það er eins og þeir geti ekki unnt mönn um að veiða. Maður gæti skilið þá ef þeir vildu sitja að veið- inni sjálfir. Annars er það rétt að ráargir eru ógætnir með skot vopn og kunna lítt með þau að fara, en það eru ekki þessir virkilegu veiðimenn. Það á að taka hart á glannaskapnum, og það ætti enginn að fá byssuleyfi, sem ekki kann nauðsynlegustu öryggisreglur. Þetta ætti hrein- Iega að prófa. Yarðandi þetta umtal um rjúpnaskyttur og veiðiferðir. þeirra, þá vil ég benda á að alltaf eru tii þeir sem ekki kunna að búa sig rétt út, og lenda því f hrakförum ef eitthvað ber út af með veður. Eins getur alla hent óhöpp, þó vanir séu, en óhöpp getur alla hent alls stað- ar. Hins vegar vil ég hvetja menn til rjúpnaveiða og fjalla- ferða yfirleitt, því það er holl og góð íþrótt, ef menn kunna fót- um sfnum forráð. Ég er viss um að ef slíkt sport ykist mundi hinum svokölluðu menningar- sjúkdómar hraka, m. a. blóð- tappa og magasári. Svo mörg voru orð rjúpna- skyttunnar. vinna 6 tíma á dag, og kr. 1.50 yfir daginn var ekkert rosakaup. Ég gifti mig árið 1905, og við leigðum fyrst stofu, sem kostaði kr. 5.50 á mánuði, en fengum svo litla tveggja herbergja íbúð við Laugaveginn fyrir 7 krónur á mánuði“. Fuglinn á Marconistönginni. „Hvað var fyrsta starfið yðar við símann?“ „Að setja niður staura vestur á túni frá íshúsinu hans Geirs og vestur á Stýrimannastíg. Þetta var mest útivinna. Við settum niður staura úti um bæinn, Kragh heitinn og ég, festum járn- in á þá og strengdum vfrinn á milli þeirra. Maður var alltaf prílandi uppi í staurum”. „Var þetta ekki erfitt starf?“ „Ojú, það var stundum anzi erfitt, t. d. að reisa staurana, sem voru þungir, og þegar rok var, þurfti að fara gætilega". „Urðu aldrei slys?" „Nei, öll þau ár, sem ég vann við þetta, varð sem betur fór aldrei slys, og ég var uppi í staurum dag eftir dag og ár eftir ár“. „Og þér voruð aldrei loft- hræddur?“ „Nei, nei, ég fann aldrei til lofthræðslu, meira að segja ekki þegar ég klifraði kl. 4 um nótt upp í Marconistöngina, sem var 172 feta há. Loftnetsvírinn hafði runnið út af hjólinu, og það tók mig 4 tíma að koma þessu f lag, því að vírinn var þungur og erf- itt að eiga við hann“. „Hvað sagði konan yðar við öllum þessum glæfraferðum?" „Ég lét hana ekkert vita, að ég ætlaði upp í Marconistöngina“. „Nei, hann var nefnilega búinn að lofa mér að fara aldrei upp í hana“, skýtur frú Gunnfríður inn kostnaðársamur, og margir vildu ólmir fá loftskeytasamband í staðinn, en þá voru loftskeytin svo stutt á veg komin, að lítið gagn var í þeim. ísafoldarmenn börðust mikið fyrir þeim, en þeg- ar Loftskeytastöðin var sett upp árið 1916, voru þau orðin miklu fullkomnari, svo að þá var öðru rrtáli að gegna. Það var oft sagt, að símastaurarnir myndu ekki endast árið, en sumir þeirra standa enn. En þegar síminn var kominn upp og hægt að tala út um allt Iand, skildi fólk, hvað þetta var hentugt og þægilegt, og andúðin rénaði fljótt". Langur vinnudagur „En urðu ekki einhverjar bilan- ir á lfnunum?" „Jú, mikil ósköp, þær urðu oft, sérstaklega í byrjun. Línurnar misstrengdust, ísing hlóðst á þræðina, staurar brotnuðu o.s. frv. Árið 1917 slitnaði alla leið frá Leirvogsá og niður að Grafar- holti. Þá fórum við, tveir menn, og unnum heila viku að viðgerð- um — og það var erfitt verk. Við urðum að draga brotna staura og slitna þræði upp úr ánni með klaka og öllu saman. Á þeim tíma var ekki borgað neitt auka- lega fyrir eftirvinnu og svoleiðis. Venjulegur vinnudagur var 10 tímar og hófst kl. 6 á morgnana. en oft þurfti maður að vinna á næturnar, því að bilanir komu jafnt á nóttu sem degi. Kaupiö var 100 krónur á mánuði, en það nægði illa til að lifa af, svo að ég vann alltaf aukalega til mið- nættis og oft til kl 2 á næturnar" „Hvað gerðuð þér þá?“ „Ég passaði mótorinn f Gamla Bíó mörg ár. Hann var úti í porti, og ég þurfti að gæta að honum við og við, bæta olíu á og sjá Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.