Vísir - 22.11.1963, Síða 3
V1 S IR . Föstudagur 22. nóvember 1963.
3
m GOSl YJA RRA NNSÓKNIR
Unnsteinn Stefánsson við vinnu ásamt aðstoðarmanni sínum. (Ljósmynd. Vísi I.M.)
Vísindamennirnir okkar brugðu
skjótt við, þegar það fréttist að
mikið neðansjávar eldgos væri
suð-vestur af Vestmannaeyjum.
Þegar í stað var flogið yfir stað-
inn og ekki leið langur tími, þang
að til fjölmennur flokkur vís-
indamanna var kominn nálægt
gosstöðvunum á varðskipimum
Aibert og Maríu Júlíu.
Margþætt sýnishorn voru tek-
in til þess að vinna úr. Og þessa
dagana sitja margir vísindamann-
anna ásamt aðstoðarmönnum sin-
um við smásjár og önnur rann-
sóknartæki og vinna úr þeim sýn-
ishornum, sem tekin hafa verið
á gosstöðvunum eða f námunda
við þær.
Myndsjáin í dag er tekin af
3 vísindamönnum, sem þessa dag-
ana vinna að athugunum sínum.
Fyrst skruppum við til dr. Sig-
urðar Þórarinssonar jarðfræðings
niður á Náttúrugripasafn, þar sem
hann vinnur að söfnun og könn-
un ýmissa gagna í sambandi við
eldgosið. Sigurður heitir á þá,
sem urðu fyrstir eða meðai þeirra
fyrstu tii að veita gosinu athygli
af sjó, úr Eyjum eða af megin-
landinu, að senda sér frásagnir af
því hvernig gosið kom þeim fyrir
sjónir og tfmasetja athuganir sfn-
ar, eftir því sem hægt er. Einnlg
teiur hann mjög þýðingarmikið að
þeir sem taki myndir af gosinu
skrifi hjá sér strax myndatöku-
stað, stund og dag, því tímasett-
ar myndir eru hinar ágætustu
heimildir um þetta eldgos.
Þegar við litum inn á Rann-
sóknastofu Fiskifélagsins hittum
við fyrir dr. Unnstein Stefáns-
son, haffræðing, þar sem hann
var að vinna ásamt aðstoðar-
manni sfnum, úr sýnishornum,
sem hann hafði tekið um borð f
varðskipinu Albert.
í hýbýlum Atvinnudeildar Há-
skólans hittum við dr. Guðmund
Sígvaldason, jarðefnafræðing, en
hann annazt efnagreiningu á gos-
efnunum sjálfum. Starf þessara
vfsindamanna er umfangsmikið og
margþætt og því má búast við
að nokkuð langur timi verði
þangað til niðurstöður rannsókn-
anna fást.
T. h. dr. Guðmundur Sigvaldason
athugar sýnishorn er hann tók á
gosstöðvunum.
T. v. dr. Sigurður Þórarinsson
skoðar myndir, sem teknar voru
um það bil tveim tímum eftir að
menn urðu varir við gosið.
f