Vísir - 22.11.1963, Side 5
VÍSIR . Föstudagur 22. nóvember 1963.
utlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
utlönd morgmi
SCNDU SO VtTMlNN HtlM SNÖ66
KLÆDDA
SOKKALílSTUNUM
Kongóstjórn segir sovézku
sendiráðsstarfmennina, sem nú
hafa verið gerðir landrækir, hafa
verið samstarfsmenn landráða-
manna, þ. e. flóttamanna í
Brazzaville, sem vinna að því
að kollvarpa stjórn Kongó.
Sendiráðsmönnunum sovésku,
sem handteknir voru í Leopold-
ville, fyrir 3 dögum, var vísað
úr Iandi í gærkvöldi, og skipað
að vera á burt innan tveggja
sólarhringa, og Iögðu þeir af
stað þegar f gærkvöldi með
flugvél til Brussel. Samtímis var
tilkynnt í Leopoldville, að
Kongo gæti ekki lengur fallizt á
aðra starfsmenn sendiráðsins
sem fulltrúa Sovétríkjanna í
Kongó, að meðtöldum sendi-
herranum, og er litið á þessa
yfirlýsingu sem forleik að því,
að stjórnmálasambandinu verði
slitið milli landanna.
Menn þeir, sem sendiráðs-
starfsmennirnir eiga að hafa
haft samband við, eru flótta-
menn frá Kongó, sem eiga sæti
í þjóðlegri frelsisnefnd, sem
eiga sæti í þjóðlegri frelsisnefnd,
sem starfar í Brazzaville. Þeg-
ar sendiráðsmennirnir komu
þaðan og voru handteknir neit-
uðu þeir að opna skjalatöskur
sínar, en í þeim segir Kongó-
stjórn að hafi fundizt gögn,
sem sanni að sendiráðsmenn
hafi tekið að sér að koma á
framfæri beiðni um fé til vopna-
kaupa og var beðið um franslfa
seðla, andvirði fimm milljarða
Kongófranka.
í NTB-frétt segir, að hermenn
hafi farið með sendiráðsmenn-
ina tvo að flugvélinni sem flutti
þá burt. Annar þeirra a. m. k.,
Voronin, var snöggklæddur,
bindislaus og skólaus. Hinn var
Juri Miakotnyhk. — Ekki var
sagt hvenær annað starfsfólk
sendiráðsins færi.
í Moskvu afhenti Andrei
Gromiko utanríkisráðherra Sov-
étríkjanna orðsendingu til þess
að mótmæla aðgerðum Kongó-
stjórnar.
Fulltrúi U Thants frkvstj.
Sameinuðu þjóðanna gekk á
fund Adoula í fyrradag og lagði
áherzlu á vernd þá, sem skylt
væri að veita sendiráðsmönn-
um. Adoula hafði svarað því til,
að sendiráðsmönnum bæri að
sýna trúnað á móti, en þessir
menn hefðu brotið í bág við
hefðbundnar og viðurkenndar
reglur. Adoula hafði lofað því,
að rafmagnsstraumur yrði settur
á aftur í sendiráðinu, en
straumurinn var tekinn af um
stundarsakir a.m.k. og fallhlifa-
lið umkringdi það.
Líklegt er talið, að fram-
haldsdvöl tékkneska sendiráðs-
ins verði einnig talin óæskileg.
Kratar unnu
en íhnldsfl. spnð hngstæðnri bp
Úrslit aukakosningar sem fram
fór í Skotlandi f gær, gæti bent til
þess, að byr fari að verða hagstæð-
ari ihaldsflokknum.
Aukakosning fór fram í gær í
Dundee (Dundee West) Skotlandi
og héldu kratar þingsætinu eins og
búizt hafði verið við, en íhalds-
flokkurinn fór ekki eins illa út úr
þessum kosningum og margir
höfðu búizt við, þótt fylgi hans
sé enn rýrnandi. Fylgið minnkaði
um 9% og er það minna en sums
staðar annars staðar, en fylgi jafn
aðarmanna jókst um 1%. Kosn-
ingaþátttakan var rúmlega 71 af
hundraði en var yfir 80 f seinustu
almennu þingkosningum.
í aukakosningunni fékk frambjóð
andi krata 22.449 atkvæði, íhalds-
flokksins 17.494, skozkra þjóð-
ernissinna 3.285 og kommúnista
1.115 og glötuðu tveir hinna síðast
töldu frambjóðenda tryggingarfé
sínu.
I almennu þingkosningunum
1955 voru frambjóðendur 3. Þá
sigruðu kratar með rúmlega 700
atkvæða meirihluta, nú með 4955
atkvæða meirihluta.
— En hvar getum við keypt kom, þegar kommúnisminn hefir
sigrað um heim allan? (De Alba í Washington Post).
HVADAN 06 HVBUH6 FÁ RÚSS-
AR 6ULUD
Afleiðing uppskerubrestsins f
Sovétríkjunum á sfðastliðnu
hausti varð sú að ekki varð hjá
því komizt að ráðast í mikil
kornkaup í Kanada og Eanda-
ríkjunum. í nokkru stappi hefir
gengið með kaup á bandaríska
kominu, aðallega vegna hærri
flutningsgjalda bandarískra
skipafélaga en evrópskra, en í
fyrri viku náðist samkomulag
milli fulltrúa rikisstjórna Sovét-
ríkjanna og Bandarfkjanna, sem
varð til að greiða fyrir því, að
gengið væri frá samningum, svo
að kornflutningarnir gætu haf-
izt.
í grein í norsku blaði um
sovézka gullið og kornkaupin
segir, að fréttum beri ekki sam-
an um fyrir hve háa upphæð
korn verði keypt i báðum ofan-
greindum löndum, Kanada og
Bandaríkjunum, en þó mun
mega segja, að hún sé milli 800
og 900 milljónir dollara og muni
af kaupverðinu verða
greitt í gulli.
Nú mun um það spurt hvað-
an Rússar fái hið feikna mikla
gullmagn, sem svo oft er gripið
til, þegar um stórviðskipti er að
ræða út á við. Til nokkurs sam-
anburðar má það vera hér,'
segir blaðið, að samkvæmt hag-
skýrslum í Noregi, árbók út-
gefinni um þau efni, hafi gull-
forði Noregs 1961 numið 30
milljónum dollara, en sovét-
stjórnin geti gripið til þrítug-
faldrar þeirrar upphæðar til
kaupa á einni vörutegund. Og
blaðið spyr: Hvaðan kemur allt
þetta gull? Og svarið er:
Vitað er, að Rússakeisararnir
gömlu voru meðal auðugustu
fursta heims. Árið 1912 var
einkaeign Nikulásar II. keisara
talin nema 182 millj. punda —
og í þann tíð var talað um gull-
pund. Einnig er vitað, að i
Rússlandi var slík eign, eins og
gulleign indverskra og tyrk-
neskra fursta fyrr á tímúm,
sama sem hinn opinberi höfuð-
stóll landsins, aldaárangur ein-
veldis og skattpíningar. Og loks
er vitað, að allur þessi gullforði
keisarans hvarf f ginnungagap
byltingarinnar.
HIÐ NVJA RÚSSLAND
sem reis upp úr rústum og
ösku byltingarinnar, var fátækt
þjöðfélag og allt varð að byggja
frá grunni. Samt lifum við það
nú, að þetta sama land kaupir
korn í Vesturálfu fyrir 6000
milljónir króna (n. kr.) og greið-
ir að mestu í gulli. Og þetta
gerist þrátt fyrir það að utan-
ríkisverzlun landsins sé frekar
lítil í hlutfalli við stærð lands-
ins og gæði.
Fyrr á tímum var það „fljóta-
gull“, gull sem unnið var við
fljótin : Ura! og Kuznebsk, sem
safnaðist í gullforðabúr keisar-
anna. Og allt gullnám í heimin-
um var þá hægfara.
En það kom skriður á gull-
nám í heiminum um miðbik 19.
aldar, því þá komu til sögunnar
gúllfundirnir mikiu f Kaliforníu.
Frá 1850—1875 eða á einum
aldarfjórðungi var unnið meira
gull úr jörð en á öllu tímabilinu
frá 1500-1850. - Árin 1870-
80 var gullframleiðslan tiltölu-
lega lítil, eða 200.000 kg. að
meðaltali — miðað við 1 millj.
kg. 1960.
Frá því um 1880 hefir Suður-
Afríka verið mesta gullfram-
leiðslulandið—framl. nú 52% af
öllu gulli í heiminum — og Sov-
étríkin eru ekki langt á eftir
sem næstmesta gullframleiðslu-
landið. 1 fyrra mun gullfram-
leiðsla Rússa hafa numið % af
gullframleiðslunni í heiminum.
Nú kemur gullið ekki frá Ural-
héruðunum, heldur úr Kolyma-
dalnum í norðausturhluta
Sibirfu.
ÞEGAR GULLIÐ
FANNST í KOLYMA.
Gullfundurinn f Kolymadaln-
um vakti feikna athygli. Þetta
var kringum 1920 og stjórnin í
fjárkreppu. Hana vantaði reiðu-
fé til þess að greiða fyrir mikl-
ar vélapantanir erlendis frá.
Lán til langs tíma var ekki unnt
að fá og til þess að geta selt
víxla til greiðslu á lánum, sem
veitt voru til skamms tíma varð
sovétstjórnin að greiða frá 30
upp í 40% vexti. Gullfundirnir
virtust opna nýjar Ieiðir út úr
erfiðleikunum.
JARÐFRÆÐILEIÐANGUR
var sendur til Kolymadalsins
1925 og f skýrslu hans segir, að
líkur séu fyrir, að þarna sé
meira gull í jörðu en nokkurs
Framhald á bls 13.