Vísir - 22.11.1963, Síða 6

Vísir - 22.11.1963, Síða 6
6 V1SIR . Föstudagur 22. nóvcmber 1963. Sundmem úr landi Ulbritht komsst ekki til ISLANDS Sunddeild Ármanns bauð ný- lega hingað til lands f jórum aust ur-þýzkum sundmönnum til að taka þátt i sundmóti félagsins. Félagið fékk hins vegar tilkynn ingu um það á siðustu stundu, að íþróttamenn þessir gætu ekki komið, þar sem þeir hefðu ekki fengið vegabréfsáritun hjá skrif stofu Bandamanna í Vestur- Berlin. Það er alkunna að Atlantshafs bandalagið gerði fyrir nokkru samhljóma ályktun þess efnis, að aðildarrfkin skyldu ekki opna landamæri sln fyrir allskyns samskiptum við Austur Þýzka- land. Leppstjórn kommúnista í Austur Þýzkalandi nýtur ekki viðurkenningar sem lögleg ríkis stjóm og eru einu skiptin sem eðlileg era talin við þá verzlun- arviðskipti. Er þetta mikið við kvæmnismál hjá Þjóðverjum og Berlínarbúum sérstaklega siðan Berlínarmúrinn var reistur. Hef- ur það verið venja hér, að Austur Þjóðverjar þurfi að fá vegabréfsáritun f skrifstofu Bandamanna í Beriín til að fá að koma hingað. lþróttamenn- irnir fjórir, sem áttu að koma hingað leituðu eftir vegabréfs- áritun hjá skrifstofunni, en fengu hana ekki. Þar með kom ast þeif ekki hingað. Tilkynningin um að íþrótta- mennirnir kæmust ekki hingað kom sunddeild Ármanns á 6- vart, en nú þegar er búið að leysa vandann að nokkra, þat sem ákveðið er að tveir no-sk- ir sundmenn þeir Jan Erik Kors vald og John Vengel komi hing að 1 hinna stað. Málesrkabók $ Heigafell hefur gefið út 8. bók sfna með eftirprentunum málverka. Er það bók með mál- verkum Gunnlaugs Blöndal, sem kemur nú út, en áður hafa kom- ið út bækur með myndum Jóns I-------------------------- Batnandi á síldarmiðunum Veður var batnandi á síldarmið- unum síðari hluta nætur og með morgninum, en síldarbátar voru ekki á sjó f nótt. Síldarleitarskipið Þorsteinn Þorskabítur var I vari I gær- j kvöldi vegna storms og síldarbátar j flestir I höfnum eða vari. Upp úr | lágnættinu fór að batna og kl. 4 ; lagði Þorskabftur á stað á miðin og var á nfunda tímanum um 26 mflur suðvestur af Malarrifi og byrjaður síldarleit. Stefánssonar, Kjarvals, Muggs og Ásmundar Sveinssonar og tvær Ásgrímsbækur. Blöndalsbókin, sem nú kemur út hefur verið 3 ár á leiðinni, en við lát listamannsins var talið rétt að bæta nokkrum myndum við til að bókin gæfi enn betri mynd af verkum hans. Eru f bókinni 48 litmyndasfður auk svartra mynda. í bókinni er frábærlega góð grein eftir Tóm- as Guðmundsson um listamann inn og vinur og skólafélagi Gunnlaugs, Ríkarður Jónsson, myndhöggvari skrifar nokkur kveðjuorð um hann. Kristján Karlsson gerir að öðru leyti grein fyrir útgáfunni fyrir hönd útgefendanna, Helgafells. Prentun og frágangur Blön- dalsbókarinnar er mjög fagur og stendur ekki að baki beztu prentun á samsvarandi lista- verkabókum eriendum. Bókin kostar 865 krónur, og er texti hennar á 5 tungumálum. Næstu dagá’köma út 2 nýjar Helgafellsbækur, ritgerðasafn Einars Ólafs Sveinssonar, sem hann nefnir Stund og staður, og bók eftir Davíð Stefánsson: Mælt mál, ýmislegt óbundið mál eftir skáldið frá Fagraskógi. SENDLAR ÓSKAST Dagblaðið Vísir óskar eftir sendlum á rit- stjórn blaðsins hálfan eða allan daginn. Gott kaup. Uppl. í síma 11660. KLLJBBFUNDUR HEIMDALLAR Klúbbfundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu á morgun kl 12,30. Svavar Pálsson endurskoðandi flytur erindi um rekstur og sérstöðu samvinnuhreyfingar- innar í ’.enzku atvinnulffi. Stefnuskrárráðstefnan heldur á- fram á morgun f Valhöll og hefst að ioknum klúbbfundi, eða um kl. 14.30. Heimdellingar eru hvattir tií að koma. Stjómin. Færð versnaríná- grenni R-víkur Vegir út frá Reykjavik eru sum ir hverjir þungfærir orðnlr og aðrir hafa lokast, en unnið er að þvl að opna þá að nýju. Eins og Vísir skýrði frá í gær lokaðist Hvalfjarðarleiðin f fyrra- dag. Hún var radd —ðdegis í gær svo að bflar kæmust f gegn. En skömmu síðar lokaðist hún aftur og var lokuð í morgun. Sömuleiðis hafði leiðin á Kjalames lokast f Kollarfjarðarkleifum í nótL Unnið er að því að moka á þessum stöð- um og var búist við að leiðin myndi opnast síðdegis í dag. Austurvegur er þungfær á köfl- um og ekki fær nema stórum bfl- um. Hinsvegar er búist við að hún muni lagast þegar á daginn líður að óbreyttri veðráttu. Vegurinn um Holtavörðuheiði og f Hrútafirði er ófær með öllu. Kom ið er nú að því að ryðja veginn Forsetinn — Framh. af bls. 1. lendingar búsettir í London. Kveðjuhóf þetta var forseta- hjónunum, íslandi, sendiráðinu í London og hótelinu til mikils sóma. í gær heimsóttu forsetahjón- in Oxford háskóla með fylgdar- liði sfnu. Tók þar á móti þeim yfirrektor háskólans Oakeshott sem jafnframt er rektor Lincoln College. M.a. skoðaði forsetinn háskólabókasafnið, sem er elzta 0 'bdkáááfri Evrópu og stærsta rr 'Jiö'bókasafrt1 Englands að British Museum undanteknu. Eru f safni þessu 2 millj. bóka. Sá forseti þar m. a. handrit eftir dr. John- son og íslenzkar bækur, meðal þeirra .allmargar íslendingasög- ur. Þá skoðaði forseti einnig herbergi í History Faculty Library, sem kennt er við Guð- brand Vigfússon. Eru þar 2000 bækur. Margar þeirra átti Guð- brandur. Herbergið nefnist Ice- landic. Seminar Room. — Thurville Peter er þarna kenn- ari f forn-fslenzku og var við- staddur. — Forseti var mjög ánægður með heimsókn sína til Oxford, sem hann nefndi háborg heimsmenningarinnar. Samningar —« Framh. af bls. 16. kveldi kallaði Sjómannasam- band fslands saman fund full- trúa frá Sjómannasambandi Is- lands til þess að ræða kröfur félaganna. Verða þær sendar næstu daga, að því er formaður Sjómannasambandsins, Jón Sig- urðsson, tjáði Vísi i morgun. Mjög mikið aflaleysi hefur veriö hjá togurunum undanfarið og erfiður rekstur. Má þvf búast við því, að erfitt verði að ná samkomulagi um nýja samninga fyrir togarasjómenn . £ Hrútafirðinum og seinna á að moka á Holtavörðuvegi, en ekki er búist við að hann opnist í dag. Á Akureyri var hrfðarveður í allan gærdag, en gerði slyddu undir kvöldið og bleytti þá f snjónum. I nótt frysti aftur. Þar er sama sagan með ófærðina og áður að mjólkurbílar brjótast eftir mjólk f nágrannasveitimar, en aðrir bílar hreyfa sig helzt ekki. Ekkert hefur verið flogið til Akur eyrar frá því s.l. þriðjudag, en í dag var byrjað að ryðja flugbrautina og er búist við að flogið verði norð ur í dag. Aldrei — • Framh. af bls. 1. kyngdi niður. Langversti hlut- inn á leiðinni var brekkan niður að Olíustöðinni. í Olfustöðinni vorum við teppt ir í tvo tfma, vegna þess að ekki þótti ráðlegt að leggja upp fyrr en heflarnir væru búnir að ryðja, en um 6 leytið mættum við heflunum hjá Þyrli, sem vora þá að koma að sunnan, og gekk okkur þvf vel hingað suð- ur. öllum ber þeim saman um það að aldrei fyrr á þessum tfma hefði færðin verið svona erfið. Bílstjóramir sem við hittum voru þein Valdimar Ásmunds- son, frá Borgarnesi, Kristján Jónasson, frá Grafamesi og Gunnar Guðmundsson frá Stykk ishólmi. Þeir Kristján og Gunn ar lögðu upp í gærmorgun, en Valdimar fór frá Borgamesi skömmu eftir hádegi f gær, og þegar hann kom til Reykjavfkur f gærkvöldi, átti hann sam- kv. áætlun að vera komin upp eftir aftur. Flytja —i Framh. af bls. 1. þess að sprungur kæmu f vatns geymana. En sérhver húseig- andi verður að hafa vatnsgeymi við hús sitt til þess að safna í vatni af húsþökunum. Vegna þessa ótta hafa margir keypt jarðskjálftatryggingar. — Hafa mjög margir látið tryggja gegn jarðskjálfta undanfarið, flestir hjá Brunabótafélagi lslands. Nokkrir hafa tekið sig upp frá Eyjum og flutt til Reykjavikur eða annarra staða í landi, sagði Sigfús. Það er ekkert lát á gosinu og óneitanlega hálf ónotalegt að sjá þennan gífurlega gosstrók hér rétt hjá dag eftir dag. Eink um er þetta skuggalegt á kvöld- in, þegar eldglæringar era mikl- ar. Er þvf ekki óeðlilegt þó nokk urs kvíða gæti hjá sumum. Konan mín og móðir, SIGRÍÐUR SVAVA ÁRNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu laugardaginn 23. nóv. kl. 10.30 árdegis. Þorkell Ingvarsson. Ámi Þorkelsson.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.