Vísir - 22.11.1963, Page 7
7
V1S IR . Föstaclagiir 22. nóvember 1963.
taaHS*ass*BEa@Bss!ssásKSí
J Vísi 24. okt. bað undirritaS-
ur Kurt Zier um skýringu
á því hvað við væri átt með að
maðurinn væri á bak við sum
listaverk en ekki önnur. Nokkru
síðar birti svo Zier fyrirferðar-
mikla ritgerð um „persónu
mannsins", og mun hafa átt að
vera svar við spurningu minni,
en höfundinn borið svo langt
af leið að hvergi grillir í neina
lausn. Mér er því enn ráðgáta
hvernig það má vera, (en sú
er skoðun Ziers) að maðurinn
sé ekki að baki nema 4 — 5
myndum af 66, sem allar eru þó
gerðar af mönnum, og voru til
sýnis á'Haustsýningu Félags ís-
lenzkra myndlistarmanna. Úr
því svona tókst til er það ekki
ætiun mín að ónáða Zier með
endurteknum spurningum um
þetta efni. en halda áfram að
aðhyllast þá kenningu margra
gáfaðra heiðursmanna, að í verk
inu megi ævinlega ganga að
listamanninum, — stórbrotnum
eða lítilfjörlegum eftir atvikum.
— þaðan geti hann ekki smogið
hvernig sem allt veltur.
Það leynir sér ekki að Kurt
Zier er lítill aðdáandi abstrakt
listar og breytir þar engu um
þó hann telji henni sitthvað
smávægilegt til tekna. f augum
hans er þessi list eitthvað svip-
að og tónlist í eyrum margra:
’ > óþgégflðg1 ^truflun; og viðbrögð.
Ziers Stundum ekki ósvipuð oe
hjá þrautpíndum útvarpshlust-
anda f sveit. Það er komið nóg
af þessu segir Zier í greininni
um „persónu mannsins". en í
„Hugleiðing um Haustsýningu"
fáum við bendingu um hvers
hann saknar í abstraktverkum,
og hvers vegna honum finnst
hann hafi verið boðinn til veizlu
en svikinn um matinn, eins og
það er orðað. Eftir nokkrar lín-
ur um sýninguna, framarlega í
greininni, gefur að líta þessi
orð, „en maður fer út eins og
úr bíó og gleðst á ný yfir raun-
veruleikanum, yfir götuljósum,
blómum í gluggum og kærustu-
pari sem reikar suður með
Tjörn. Eitthvað vantar — “
Nú getur sannarlega verið á-
litamál hvort nokkuð þurfi að
vanta í kvikmynda- eða mynd-
listarsýningu, þó að áhorfendur
séu ekki búnir að týna hæfileik-
unum til að njóta þeirra hugð-
næmu fyrirbæra sem að ofan
greinir, er þeir ganga út úr
sýningarsalnum. Hins vegar
liggur í augum uppi að með
hugarfari Zier er lítil von til að
geta notið nútímalistar yfirleitt,
eftir
Þorvald
Skúlason
listmálara
en þó einkum og sérílagi ab-
straktlistar, sem hefur ekki fyr-
irmynd að millilið, en kemur til
dyranna i eigin persónu ef svo
mætti spgja — eða með öðrum
orðum: þar sem áherzlan er
lögð á það sem gerist í bygg-
ingu myndarinnar, hrynjandi
lita og forma er aðal atburður
inn, engin smásaga um ástir og
blóm. — Enda fer Zier sums
staðar óblíðum orðum um þessa
list (ég vil taka fram að ekki er
lengur um Haustsýninguna að
ræða, heldur abstraktlist í heild)
og kemst að þeirri niðurstöðu
að hún sé oft andstæð „and-
legri persónu mannsins". Máli
abstra
sínu til stuðnings vitnar Zier f
ítalann Morandi sem vafalaust
er prýðismaður, en hvorugur
þeirra mundi að öllum Ifkindum
öfundsverður ef þeim væri gert
að útskýra ljóslega með hvaða
hætti abstraktlist er andstæðari
andlegri persónu nútímamanns
en t. d. impressionisminn var
persónu mannsins frá 1875.
„Maðurinn", sem mörgum gagn-
rýnendum er svo annt um að
forða frá andlegu hnjaski, er
auðvitað oftastnær — -ef ekki
ætfð — enginn annar en list-
dómarinn sjálfur, og því hark-
arlegar sem listin rekst á hug-
myndaheim listdómarans, þeim
mun dýpri vandlætingu fyllist
hann fyrir hönd „mannsins". —
Það þarf ekki að rýna lengi í
blaðaskrif sumra samtíðar-
manna impressionistanna áður
en í ljós kemur hve andstæð
list þessara málara var „and-
legri persónu" fjölmargra nftj-
ándu aldar gagnrýnenda.
Sú staðreynd, að abstraktlist-
in á sér álitlegan hóp ein-
lægra aðdáenda, sem fer sí-
vaxandi, vitnar ekki um að hún
sé með öllu andstæð „andlegri
persónu mannsins", né að þar
verði ekki fundin þessi „ögn
af tilveru okkar" sem Zier
verður tíðrætt um. — Annað
MYNDLIST
mál er svo það, að jafnvel stór-
kostlegustu listaverk skila sér
ekki til allra, til þess þarf mót-
tökutæki sem af einhverjum á-
stæðum ekki hafa fylgt með
þegar margur maðurinn var úr
garði gerður.
Þorvaldur Skúlason.
Þegar Kurt Zier fullyrðir að
upphaf abstrakt íistar hafi verið
„mótmæli gegn tilveru okkar"
— „reiðiköst í mótmælaskyni
o. s. frv." er óhjákvæmilegt að
benda á, að hann er að vaða
reyk. Hér er í rauninni um að
ræða Ianga þróun fremur en
byltingu, þróun sem ef vel er að
gáð má rekja alla leið aftur til
enska snillingsins Turnes, en á
árunum eftir 1841 nálgaðist list
hans óðfluga hreina abstraktion.
Impressionistarnir tóku að ýmsu
leyti upp þráðinn eftir Turner,
í fyrstu hikandi og háðari fyrir-
myndunum, en um 1895 voru
þeir djörfustu komnir svo langt,
að þegar Kandinsky sá málverk
eftir Claude Monet I Moskvu
það ár, virtist honum sem fyrir-
myndin væri að mestu þurrkuð
út en í hennar stað komið
„hreint undursamlegt mál lit-
anna sjálfra" svo notuð séu
hans eigin orð. — Með öðrum
orðum: hið fyrirmyndarlausa
málverk, samsett af einum sam-
an Iitum og línum lá í loftinu,
en þó er það fyrst 1910, fimmtán
árum eftir að Kandinsky varð
fyrir áður nefndri reynslu and-
spænis málverki Monet, að hann
fyrstur manna leggur á djúpið
sem algjörlega abstrakt málari.
— Svo hægfara var þróunin. Vit
anlega skeði margt á þessum
fimmtán árum sem hér verður
ekki rakið, expressionisminn
kom fram á sjónarsviðið og
Braque og Picasso skópu kub-
ismann fyrir áhrif frá Cezanne,
stefnu sem að vísu aldrei varð
abstrakt f nútima skilningi en
átti drjúgan þátt í þróuninni.
Þó hér hafi verið farið fljótt
yfir sögu, vona ég að mér hafi
tekizt að leiðrétta grófan mis-'
skilning varðandi þróun mynd-
listarinnar frá naturalisma til
abstrakt forms. Sú þróun var
reiðilaus og hægfara, seinleg og
oft kvalafull leit að innsta eðli
málverka og höggmynda og
koma þar margir afburðamenn
við sögu, sem hvorki er tími
né rúm til að nefna hér. Eitt
stendur fast: meðan ótal lista-
stefnur hafa þotið upp á öldinni
og horfið aftur, er það abstrakt
hreyfingin ein, sem staðizt hef-
ur alla storma, breikkað og
kvíslazt í marga farvegi, meðan
aðrar stefnur þornuðu upp. Hún
er ekki aðeins „ögn af tilveru
okkar" heldur snar þáttur í and-
legu framtaki aldarinnar.
j
Hvers
Abending eftir Jón Leifs
vegna
Mjómsveit?
Jólaleikrit Leikf.
Hafnarfjarðar
Herra ritstjóri!
Lej'fið mér að benda Iesendum
yðar á mikinn merkisviðburð í
tónlistarlífi voru: Hingað er kom-
in ítölsk strengjahljómsveit, sem
kennir sig við bæinn Venezia.
Hvað er strengjahljómsveit?
Strengjahljóðfærasveitin er upp
haf og undirstaða hins listræna
hljómsveitarleiks. Flest helztu tón
verk seytjándu og átjándu aldar
eru skrifuð fyrir strengjahljóm-
sveit eingöngu, — stundum að
viðbættum örfáum öðrum hljóð-
færum. Án fullkominnar strok-
hljóðfærasveitar getur engin full-
komin sinfónisk hljómsveit orðið
til. Tónleikar hinnar ítölsku hljóm
sveitar eiga því að geta sýnt oss,
hvernig á að byrja uppbyggingu
sinfóniskrar hljómsveitar, — bent
oss á eigin vanrækslu í þeim efn-
um á undanförnum árum og ára-
tugum:
Hið nauðsynlega upphaf er að
vel færir strokhljóðfæraleikarar
komi saman til daglegra æfinga.
Úr miklum fjölda tónverka er að
velja, bæði gamalla og nýrra —
því að tónskáldin allt til vorra
daga hættu ekki að skrifa sum
verk sín fyrir strengjahljómsveit
eingöngu.
Til eru i heiminum nokkrar
strokhljóðfærasveitir, sem eru
dæmi hins bezta samleiks hljóð-
færa, sem hugsazt getur. Fyrir
nokkrum árum heyrði undirrit-
aður á Edinborgarhátíðinni 13
manna ítalska strengjasveit, sem
nefnist „Virtuosi di Roma" undir
ítölsk
stjórn Renato Fasano. Þetta var
fullkomnasti samleikur, sem ég
hafði nokkurn tíma heyrt, enda
gerði hann „stormandi lukku".
Reynt var að fá þessa hljómsveit
til Islands, en það tókst ekki, þar
sem hún hafði þegar verið ráðin
til hljómleikahalds f nokkur ár
fyrirfram. Auðsjáanlega er hinni
ítölsku hljómsveit, sem nú er hing
að komin, ætlað að feta í fótspor
Rómarhljómsveitarinnar og hefir
nú verið samæfð f fjögur ár. Aðr-
ar frægar strokhljóðfærasveitir
eru t. d. „Stuttgarter Kammer-
orchester" og strokhljómsveit
hins fræga fiðluleikara Tibor
Varga, en hennar frábæra leik
heyrði ég f Parfs í fyrra. Vér
fslendingar gætum eignazt jafn-
fullkomna strokhljómsveit. — För
um og hlustum á tónleikana f
Þjóðleikhúsinu á föstudaginn og
látum oss fordæmið að kenningu
verða!
Reykjavík, 19. nóvember 1963
Jón Leifs.
Leikritið Jólaþyrnar, eftir Wynard
Browne, verður frumsýnd í Hafn-
arfirði n.k. föstudagskvöld. Jóla-
þyrnar er talið eitt bezta verk höf-
undar, og hefur það víða verið sýnt,
við miklar vinsældir.
Leikritið gerist um jól, á ensku
prestssetri, og býr presturinn, sem
er ekkjumaður, þar ásamt þremur
börnum sínum. Systir prestsins,
mágkona hans, frændi og tengda-
sonur koma í heimsókn, og nú ber
svo við, að þessi fjölskylda, sem
aldrei hafði flíkað neitt með til-
finningar sínar, byrjar að opna
hjörtu sín. Skeður margt spaugi-
legt í því sambandi, þó að hér sé
um alvarlegt verk að ræða.
Wynard Browne, sem fæddur er
1911, var lengi blaðamaður og
skrifaði nokkrar smásögur, áður en
hann sneri sér að Ieikritagerð. —
Uppistaðan f verkum hans virðist
alltaf vera sú sama: Leitin að sann-
leikanum, og hafa mörg þeirra orð-
ið vinsæl.
Leikendur eru: Gestur Pálsson,
Emilía Jónasdóttir, Auróra Halldórs
dóttir, Jóhanna Norðfjörð, Auður
Guðmundsdóttir, Ragnar Magnús-
son, Sigurður Kristjánsson og Val-
geir Óli Gíslason. Leikstjóri er
Klemenz Jónsson. Leiktjöld gerði
Magnús Pálsson og þýðandi er Þor-
steinn Ö. Stephensen. Leikritið verð
ur sýnt í Bæjarbíói.
ER FYRIRLIGGJANDJ
Þ. ÞORGRlMSSON & CO.
Suðurlnndsbraut 6