Vísir - 22.11.1963, Page 8

Vísir - 22.11.1963, Page 8
8 V S SI R . Föstudagur 22. nóvember 196S.. mniiwr—■—hiiiubiiiiiiit—twt Utgefandi: Blaðaótgáfan VISI5L Ritstjóri: Gunnar G. Schra.x. Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrætl S. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. I lausasólu 5 kr. eínt. — Slmi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. Lífskjör þjóðarinnar I grein hér í blaðinu í gær gerði Gunnar Thoroddsen f jármálaráðherra samanburð á lífskjörunum hér á landi og í nokkrum löndum öðrum. Var sá samanburður byggður á skýrslu sem Efnahagssamvinnustofnunin í París gefur árlega út. Þar kemur í Ijós að íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem flesta eiga bílana og síma á mann, útvörp flest af öllum þjóðum, og svo mætti lengi telja. Hér er um hluti og þjónustu að ræða sem gefa glögg- ar upplýsingar um lífskjör þjóðanna, því allmiklar tekj- ur þarf til þess að afla sér þeirra. í skýrslunni kemur einnig í ljós að þjóðarframleiðslan á mann er svipuð hér og í háþróuðu iðnaðarríkjunum Bretlandi og Vest- ur-Þýzkalandi. Þessar tölur sýna að lífskjörin hér eru með þeim beztu sem gerast í veröldinni. Er það mikil breyting frá því fyrir aðeins fáum áratugum, er þjóðin bjó við mik- inn efnaskort og volæði. Það er alkunna að hvergi er jafn lítill munur á tekjum manna og hér á landi. Hér þekkist engin rík yfirstétt, sem situr með þorra fjár- magns landsins á sinni hendi. Af því leiðir að hlutdeild almennings í þjóðarframleiðslunni er óvenju mikil, eða með öðrum orðum: hagur þjóðarinnar allrar er góður. Ekki skyldum við íslendingar miklast af því að standa jafnfætis háþróuðum iðnaðarþjóðum hvað lífs- kjörin snertir. Það ætti okkur fremur að vera hvatning til enn frekari dáða og sóknar til enn bættra efna allra landsins barna. En til þess að það megi takast, verður stjómarstefnan að vera viturleg og þróunin trygg. Því er mikils um vert að efnahagsörðugleikar leggi ekki stein í götuna. Þjóðin hefir það í hendi sér að tryggja góð lífskjör í framtíðinni. Hún á einnig sökina ef illa tekst til. Því er nauðsyn að horfið verði frá öfgunum og eiginhags- munasjónarmiðum, en jafnvægi tryggt og þær ráðstaf- anir styrktar, sem enn munu bæta lífskjör allra lands- ins þegna. Verk Gunnars Gunnarssonar |7yrir skömmu er komin út hjá Almenna bókafélaginu heildarútgáfa skáldverka Gunnars Gunnarssonar. Það er fagnaðarefni allri þjóðinni að verk þessa önd- vegishöfundar eru nú fáanleg aftur. Gunnar Gunnars- son hefir með skáldskap sínum aukið hróður íslands bæði heima og erlendis. Hann hefir stækkað nafn lands ins og varpað bjarma á þjóð sína. í sögum Gunnars Gunnarssonar lifir fólkið í landinu eins og það var, og er reyndar enn, án ýkja og skrumskælingar. Bækur hans eru í dag lesnar um alla álfuna og hljóta verðugt hrós í hvert sinn er ný útgáfa birtist. Það er íslendingum sæmd og metnaðarefni að eiga slíkan rithöfund, og það er óhætt að spyrja: hvenaer koma þeir ungu menn fram á sjónarsviðið, sem reyn- ast verðugir arftakar hans? Ahonen í notalegri akrobatstellingu. Þeir blindu nudda bezt — segir Mikson / Sauna T grein um baðstofur og bað- við og sneri sér til landssam- menningu, sem birtist í Visi bands finnskra nuddara, en á á sínum tíma, var þess getið, að vegum þess starfar sérskóli í blindir menn, sem numið hefðu nuddi, viðurkenndur af finnska nudd, þættu yfirleitt skara fram ríkinu. Árangurinn varð svo sá, úr sjáandi á þvl sviði, sökum að hingað réðist nuddari að hins frábæra næmleika í gómum nafni Mauno Ahonen. Er hann og fingrum, sem þroskast með hingað kominn og tekinn tii monnum, er ekki mega njóta starfa í Sauna. sjónskynjunarinnar. Þetta er nú almennt viðurkennt I löndum, þar sem baðmenning stendur hæst, svo sem Finnlandi og Vest Tyrauno Ahonen er blindur að ur-Þýzkalandi, og hafa því marg kalla, missti sjónina fimmtán ir blindir menn i þeim löndum ára að aldrij er dýnamithvell- numið nudd og er mjög sótt eft- hetta sprakk f höndum hans. ir þeim til starfsins. Hann var þá þegar orðinn kunn Fyrir nokkru sneri E. Mikson, ur sem óvenjulega efnilegur eigandi nudd- og gufubaðstof- leikfimimaður — hafði tekið unnar Sauna, sér til finnska þátt I leikfimisýningum frá því íþróttakennarans, Yrjo Nora, að hann var sex ára. Ekki lagði sem margir þekkja hér, en hann hann leikfimina á hilluna þó að er nú lektor í iþrótta- og fim- hann missti sjónina, þó að hann leikakennslu við háskólann I yrði að stunda hana á annan Helsinki, og fór þess á leit, að hátt en áður — það var til hann útvegaði hingað finnskan dæmis útilokað, að hann gæti nuddara, sem nyti álits I starfs- lagt stund á stökkin. Hann tók grein sinni. Brást Yrjo Nora vel því að fást stöðugt meira við Blindi nuddarinn að verki f Sauna. „akrobatik", en jafnframt því lagði hann mikla stund á hinar svonefndu yoga-æfingar, sem þeir indversku eru frægir fyrir, og öðlaðist á þann hátt furðu- legt öryggi og jafnvægi I hreyf- ingum, þrátt fyrir blinduna. Hefur hann komið víða fram á sýningum, og meðal annars hlot ið viðurkenningarskjal frá finnska íþróttasambandinu, sem meistari I „akrobatik". Sýna meðfylgjandi myndir þó fátt og lítið af öllu því, sem hann getur þar, enda eru þær teknar við hinar örðugustu aðstæður — uppi á nuddbekk í baðstofunni, en ættu þó að nægja til þess að sanna, að ekki mundi öllum- sjá- andi fært að leika þar eftir hon- um. Þá hefur Mauno Ahonen og lokið prófi frá áðurnefndum nuddskóla finnska landssam- bandsins með ágætum vitnis- burði, og síðan stundað það starf við mikinn og góðan orð- stír, og það var eingöngu fyrir þá staðreynd, að blindir menn geta alið með sér útþrá, ekki síður en sjáandi, að hann fékkst hingað. Nudd- og gufubaðstofan Sauna hefur, eins og kunnugt er, fært mjög út kvíarnar að undanförnu og nýtur slaukinna vinsælda meðal bæjarbúa, og áreiðanlega mun það auka enn á vinsældir hennar, er hinir mörgu viðskiptavinir eiga þess nú kost að njóta góðs af kunn- áttu og starfsreynslu hins finnska nuddara, Mauno Ahon- en. Palli og Pési Vfsi hefur borizt ný barnasaga eftir Kára Tryggvason, sem hann nefnir „Palli og Pési“. Þetta er i senn skemmtileg saga og hollur lestur fyrir börn. Þar segir frá tveimur rlkum pip arsveinum sem taka að sér tvö böm, munaðarlaus systkini, og hvernig samskiptum þessara fjór menninga er háttað. Þetta er 14. bók Kára Tryggva sonar og 20 ár liðin frá því er fyrsta bók hans kom fyrir al- menningssjónir. Fyrst helgaði Kári sig ljóðlistinni að mestu, en síðarj árin hefur hann ein- vörðungu skrifað sögur fyrir böm og unglinga. Hefur hann hlotið vaxandi vinsældir á þvl svjði. Ragnhildur Ólafsdóttir hefur teiknað nokkrar myndir í bók- ina, en Fróði gefið hana út.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.