Vísir - 22.11.1963, Side 10

Vísir - 22.11.1963, Side 10
10 V í S í R . Föstudacur 22. nóvember 1963. Fösfudagsgreinin Framhald aí bls. 9. flokksins, sem var andvígur Munchen-samningnum, Churc- hill, Eden, Saiisbury hefur verið allsráðandi þar síðan á stríðs- árunum. 4"|g þá er að reyna að skyggn- ^ ast niður í það, hvers vegna Sir Alec var valinn. Auðvitað á ekki að ge.ra of lítið úr stefnu- málum og, ekki heldur úr ætt- artengslum i Bretlandi, sem hafa hér haft sitt að segja. En senni lega er þó þyngst á metaskál- unum, að Sir Alec er sérstak- lega aðlaðandi og - skemmtihg- ur persónuleiki. Út á það væntir fhaldsflokkurinn sér að vinna aftur álit meðal brezkra kjós- enda. Það er þessi persónuleika hlið, sem einmitt ræður svo miklu í brezka íhaldsflokknum. Sir Alec hafði tekið þátt í stjórnmálabaráttunni síðan um 1920, en ekki var hægt að segja að sú barátta hans hefði borið mikinn árangur. Þegar hann svo erfði lávarðstign fyrir tólf ár- um, virtist sem stjórnmálaframa hans væri lokið. |7n í júlí 1960 eftir að Selwyn Lioyd hafði misheppnazt sem utanríkisráðherra tilkynnti Macmiilan allt í einu, að hann hefði skipað Home í það em- bætti. Þessi skipun vakti furðu og var gagnrýnd harðlega. Þar sem lávarðurinn gat ekki gert grein fyrir aðgerðum sínum í Neðri málstofunni, var talið, að þetta sýndi aðeins, að Macmill- an ætlaði sjálfur að ráða öllu um utanrikismálin, þessi lávarðs mynd ætti aðeins að vera lepp- ur hans. Home lávarður kom þó á ó- vart. Hann sýndi brátt óvana- legt sjálfstæði og styrk í em- bættinu, Og eftir tveggja ára starf var almennt talað um það, að hann væri fyrsti „sjálfstæði" utanríkisráðherra Breta í heilan mannsaldur. Á sama tíma og Macmillan var stöðugt að leita sætta við Rússa og gekk óþarf Iega langt í þvi efni kom Home með harðari og ákveðnari stefnu gagnvart þeim. Eru um- mæli höfð eftir Krúsjeff sem sýna, að hann hafi stundum átt erfitt með að skilja hvort var hin raunverulega stefna Breta, stefna Macmillans eða stefna Homes. Tjað undarlega var, að þrátt fyrir þennan skoðanaágrein ing kom þeim Macmillan og Home ágætlega saman og sýnir það eitt ótrúlega lagni Homes. Og það var einmitt Macmillan sem réði mestu um það, að Home var valinn. Virðist þar bæði hafa valdið persónuleg vin átta og að Macmillan var sann færður um að þetta val væri Ihaldsflokknum fyrir beztu, eina von flokksins til að standa sig í næstu kosningum. Nú á fyrstu valdadögum Sir Alecs kemur það greinilega I ljós, að hann heldur stefnu sinni áfram í utanríkis- og hermálum. Hann hefur tekið mikilvæga á- kvörðun um að Bretland skuli áfram leitast við að vera öflugt kjarnorkuveldi. Þessa ákvörðun byggir hann á mjög líkum grund velli og de Gaulle í Frakklandi, að það er ekki hægt að treysta Bandaríkjunum, hætt er við að sjónarmið Bandarikjanna og Ev- rópuþjóða kunni að rekast á. jarni málsins í vali hins nýja forsætisráðherra er senni- lega sá, að Sir Alec hefur ein- stæða hæfileika persónutöfra, sem eru líklegir til að ávinna honum og flokki hans vinsældir hvar sem er. Maður fór strax að veita þessu athygli eftir að hann tók við utanríkisráðherraemb- ættinu. Hvar sem hann kom fram og lét einhver ummæli falla, sást að hann hafði ein- stæðan hæfileika til að horfa á málin í nýju Ijósi og búa hugs unum sínum þann búning að það varð til að lyfta mönnum upp af flatneskjunni, og menn fundu skerpuna og mannvitið sem á bak við bjó. Þetta er í rauninni sérstök listgrein, sem er svo fátíð en dýrmæt, f sam- skiptum manna. Þannig hóf hann sig upp sem sterkur, giaðlyndur og skemmti- legur persónuleiki. Þannig reis hann upp úr hinum gráa hvers- dagsleika slagorðanna og út úr hinu dauða orðavali atvinnu- stjórnmálanna. Samfara þessu fór persónuleg alúð hans, yfir- lætisleysi. Hann var laus við metorðagirnd og smásmuguhátt, fæddur og alinn upp sem for- ustumaður. |7f venjuleg atkvæðagreiðsla ^ hefði farið fram í íhalds- flokknum um það hver ætti að taka við forustuhlutverkinu, hefði Sir Alec ekki verið kosinn. Þar þykir víst að Richard Butl- er hefði náð meirihlutanum. En hætt er við, að það hefði haft í för með sér klofnipgu flokksins., Sir Alec var hins vegár sá mað- ú'rj'áem gat'íéngt 'flokkmh sam- an. Það verður vissulega spenn- andi að sjá, hvernig hann stend- ur sig í þingkosningunum, hvort honum tekst að rífa flokk sinn upp úr vonleysinu. Þorsteinn Thorarensen. h og búvélasalan FÓLKSBÍLAR: Chevrolet Impala ’60, ekin að- eins 40 þús. km. Merredes Benz ’55 — ’61, 180, 190 og 220. Fiat 1800 ’60 Opel Kapitan ’60 Volkswagen ’55 — ’62 Taunus 12 m og 17 m ’59 —’63. Taunus 17 m station ’62. VÖRUBÍLAR: Mercedes Benz ’60 —’63 Volvo ’61 5 tonna Bedford ’61-’63 Skandiallabis ’60 Volvo ’62 9 tonna Chevrolet ’59 Jeppar g Weaponar. Jeppakerrur. Dráttarvélar af öllum tegund- um og aðrar búvélar. Bíla- og búvélasalan við Miklatorg VÉLAHREINGERNING Vanir menn. Vönduð vinna. 1 Þægileg Fljótleg. ÞRIF. - Sími 21857. Teppa- og húsgagnahreinsunin Simi 34696 á daginn Siml 38211 á kvöldin og um helgar. Vélhrein- gerning og teppa- hreinsun ÞÖRF. - Sími 20836 T3 .sjSzsíaenA | Vélahwyngem- ing og húsgagna- Vanir og vand- virkir menn. Fljótleg og rifaleg vinna ÞVEGILLINN Sfmj 34052. Næturvakt i Reykjavík vikuna 16.—23. nóv. er í Ingólfsapóteki. Nætur og helgidagavarzla l Hafnarfirði vikuna 16.—23. nóv.: Jósef Ólafsson, Ölduslóð 27, sími 51820. Neyðarlæknir — sími 11510 — frá kl. 1-5 e.h. alla virka daga Slysavarðstofan I Heiisuverna arstöðinni ei opin allan sólar hringinn, næturlæknu A sama -^aö klukkan 18 — 8. Sími 21230. Holtsapótek Garðsapótek og Apótek Keflavíkur eru opin alla virka daga kl. 9-7 laugardaga frá kl. 9-4 og helgidaga frá ki 1-4 Kópavogsapótek er opið alla virka daga kl. 9,15-8, laugardaga frá kl. 9,15-4., helgidaga frá kl. 1-4 e.h. Sími 40101. Lögreglan, sfmi 11166. MÁLMFYLLING Þ.JÓNSSON & CO BRAUTARHOLTI 3 SIMI 15362-. 1921S Volkswagen ’63 verð 115 þús. Zodiac ’58 verð 100 þús. Simca ’61 verð 140 þús. Fiat 600 ’60 verð 55 þús. Höfum verið beðnir að selja nokkur fasteigna tryggð skuldabréí. — Hjá okkur er mikið úrval bíla. — Skilmálar við allra hæfi. (Jtvarpið Föstudagur 22. nóvember. Fastir liöir eins og venjulega. 18.00 Merkir erlendir samtíðar- menn: Séra Magús Guð- mundsson talar um U Thant framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. 20.00 Efst á baugi (Björgvin Guð mundsson og Tómas Karls son). 20.30 Einsöngur: Kirsten Flag- stad syngur norsk lög. 20.45 Erindi: Leit að manni (Grét ar Fells dthöfundur). 21.10 Píanótónleikar. 21.30 Útvarpssagan: „Brekku- kotsannáll" eftir Halldór Kiljan Laxness, VIII. (Höf- Blöðum flett Dult er mál hins dauða, djúp er skuggans gáta. Ég hef heyrt í alla nótt einhvern gráta — einhvern sáran gráta. — Andvörp þung í eyrum mfnura láta. Sigurður Frímannsson Fyrir þrem áratugum tæpum komu nokkrir beinhákarlar inn á Stöðvarfjörð seint í júnímánuði. Fóru menn þar á flot á trillubát- um, til atlögu við hákarlana og tókst að skutla einn af þeim. Ekki var orrustunni þar með lok ið, heldur hófust átökin þá fyrst fyrir alvöru, því að hákarlinn lét sig ekki muna um að draga tvo trillubáta um fjörðinn f fullar tvær klukkustundir, og mundi ef- laust hafa haldið þeim leik lengur áfram, hefði hann ekki lent á grynningum, þar sem unnt var að bana honum með skoti. Reyndist hann sjö metrar á lengd, sporð- breidd hans 170 cm, en lifrin úr honum 735 lítrar. Eina sneið . . . nú, þegar hin nýskapaða, eða öllu heldur enn ekki nema hálfskapaða Syðstey tekur kannski að kólna, svo að fært kann að vera að stíga fæti þar á land, ber landstjórn tafarlaust að grípa til ströngustu varúðar- ráðstafana, henni og landinu t.i varnar . . . ekkert er nefnilega líklegra, en að erlent stórveldi hafi þegar hugsað sér til hreyf- ings um að helga sér eyna, með því að senda menn þar á land, og takist það, mætti sannast spá Einars Þveræings, að mörgum „stórbóndanum“ þætti þröngt fyr- ir dyrum — „kotbónda” þorum vér ekki að nefna, af skiljanlegum ástæðum . . . vitað er að þessar þjóðir ráða yfir klæðnaði og tæknilegum útbúnaði, sem gerir mönnum fært að vaða eld og eim yrju, svo að ekki ráð nema í tíma sé tekið ... skal framtekið, að þarna má engri erlendri þjóð treysta — nema Dönum, og þá vegna þess, sem Ólafur Tryggva- son orðaði svo fagurlega um eig- inleika þeirra — jafnvel ekki þeim, sem blíðast láta þessa dag- ana og kannski sízt, heldur setja öflugan vörð um eyna, þangað til við getum sjálfir gengið þar á iand, sæmilega skóaðir, og helg að okkur hana samkvæmt öllum fornum kúnstarinnar reglum — nema hvað ekki ætti að þurfa að fara eldi um hana . . . hitt er svo spurning, sem hið opinbera verður að svara, þegar þar að kemur, hverjum vér eigum að sýna þann heiður, að leyfa honum að stíga fyrstum á hið nýfædda land, að nafn hans megi varð- veitast í annálum um aldir . . . sjálfsagt er að vel verði vandað valið á þeim manni, og allt fram- kvæmt með viðhöfn, öll sú athöfn kvikmynduð og allt það, og mætti þetta þá um leið verða þjóð vorri mikil landkynning, sem skæri úr um það í eitt skipti fyrir öll, að hér byggju ekki Eskimóar... Kaffitár ... sveimér, ef ég skildi nokk- urn skapaðan hlut í þvf, sem frúin á efri hæðinni var að þylja yfir mér f stiganum f morgun . . . hún var að tala um að auðvitað fengju þau sér jamaiskan bílstjóra — þeir væru efst í tízku hjá fína fólkinu f útlandinu, sagði hún . . . og svo sagði hún, að nú væri það orðið bara þó nokkuð altítt úti, sagði hún, að svört börn fæddust af hvítum foreldr- um, sagði hún . . það gerði þessi út- eða inngeislun frá kjarn orkusprengingunum sagði hún ... sveimér, ef hún er ekki eitthvað farin að klikka, sagði ég . . . ekki en hugsaði það ... Tóbaks■ korn . . . það er aldrei, að þetta blað er bara víðlesið — bara komið alla leið suður á Sjamaiku, þetta, sem ég var að stinga upp á um daginn, að fá hingað eitthvað af þeldökkum, heizt þó kvenfólki, út f sveitirnar . . . og ekki lengi að átta sig, vilja bara halda hingað í hvelii í heilum skips- förmum . . . ég var að gantast við hann Lauga minn f fjósinu í morgun, að kannski lifði ég það að sjá grá barnabörn — og hefði ekki á móti þvi, eins og grá féð hefur reynzt okkur ljóm- andi vel . . . bara að þau yrou ekki gráflekkótt, sagði ’ann . . ■Hsœ zjsrasajft-. Maaaan R23H

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.