Vísir


Vísir - 22.11.1963, Qupperneq 15

Vísir - 22.11.1963, Qupperneq 15
V í SIR . Föstudagur 22. nóvember 1963. ntn—-j. J.-4U, reynslu minni — það mun verða yður til mikillar gleði síðar í líf- inu. Vakið yfir barni yðar, en hreki Jacques Bernier burt dótt- ur sína, sem er hjónabandsbarn, — hvílík kaldhæðni örlaganna. Þá yrði hefnt móður minnar og mín. — Cecile hafði hlustað á hana eins og lömuð og nú hörfaði hún undan og sagði eins og ótta- slegin. — Eruð þér systir mín? — Já, ég er systir yðar. Mér finnst fegurðarljómi yfir þeirri hefnd, sem ég hlýt. Aldrei gat mér dottið í hug, að hún yrði svo fullkomin. Hjónabandsdóttirin, sem vakað hafði verið yfir, notið ástar og umhyggju, varð þá fyrir hinu sama, og lausaleiksdóttir- in. Og hún vakti yfir barni sínu með ást og umhyggju, en hin vildi drepa sitt barn í móðurlífi. Hvað segir þér nú, Cecile Bern- ier, — systir mín? Cecile gat ekkert sagt í sorg sinni og niðurlægingu. — Þér skuluð gera það, sem ég gerði, sagði Angela heiftar- lega — ég — ég skipa yður það. Hún gekk á undan og vísaði henni út. Og Cecile gekk óstyrk um skrefum frá húsi hennar. Hún æflaðþ varla að komast heim, svo óstyrk var hún. Birg- itta hafði beðið hennar. Hún varð óttaslegin, er hún sá hvern- ig hún leit út og spurði hvað væri að. Cecile eyddi því, kvaðst vera lasin, en hún skyldi engar áhyggjur hafa, og sagði henni að fara að hátta. Hún lokaði sig inni í svefn- herbergi sínu, líkamlega og sál- arlega lömuð. Hún kastaði sér í öllum föt- unum á rúm sitt. Hún hugsaði með skelfingu um það, sem framundan væri. Nú vissi þessi kona, systir henn- ar, um smán hennar. Og faðir hennar kæmi eftir tvo daga. Hún gæti ekki lengi leynt hann hinu sanna og hvað myndi þá gerast. Hún hugsaði með hatri til barns- ins, sem hún bar undir brjósti, — hugsaði á þá leið, að barnið myndi eyðileggja allt fyrir henni, nú, er hún væri rík og gæti gert allt, sem hún vildi. Og hún hugs aði áfram: kannske faðir minn verði gripinn æði og reyni að drepa mig eða reka mig á dyr, en með hvaða rétti? Ég gæti svarað honum fullum hálsi og sagt honum, að sjálfur hefði hann svikið sína eigin dóttur. Ég skal ekki bugast. Ég skal berj- ast — hnakkakert. Þessi heitstrenging gaf henni krafta á ný. Hún þreif af sér hattinn og henti handskjólinu i frá sér, og varð þá hugsað til | vasabókarinnar og peninganna, | og varð mikið um, er hún fann hvorugt, en hún komst að þeirri niðurstöðu, að vasabókin hefði dottið úr handskjólinu, er hún var hjá „þessari Angelu“ — hún I mundi senda henni hana. Raun- , ar skipti ekki miklu um þetta. ! Hún hafði nóga peninga og faðir hennar kæmi heim með gnægð | fjár. Og svo var þetta bréf — i en hverju skipti það? j Hún' var furðu róleg orðin, : enda sannleikurinn sá, að ábyrgð I arleysi var eitt höfuðeinkenni jþessarar fögru stúlku. Hún lagðist til svefns or sofn aði vært. XI” . .i'ic. tiÖiaJS: Þegar Angelo Paröli Hafði fundið litlu vasabókina fór hann heim tii sín, en hann átti heima í húsi við Brochant götuna. — Hann var ekki vanur að koma svo snemma heim, og konan, er var húsvörður, kom úr herbergi sínu, og spurði hvort hann væri lasinn, — hann væri ekki vanur að koma heim fyrr en að áliðinni nóttu. Hann kvaðst vera vel frískur. — Jæja, það var annars gott, að þér komuð snemma heim, því að ég þarf að tala við yður. — Vitanlega um ógoldna húsa leigu. — Já, húseigandinn var hérna í dag. Setjið yður nú í hans spor — húseigendur verða líka að lifa. Hann sagði, að ef þér greidduð ekki áfallna leigu yrði hann að losa sig við yður — og selja húsgögnin yðar upp í skuld ina. Paroli hló. — Hann græddi ekki mikið á því, ég skulda þrjá ársfjórðunga og húsgögnin eru lítils virði. —• Nei, en hann græddi í öllu falli það á því, að fá aðra leigj- endur - skilvísa leigjendur. Hvað á ég að segja honum? — Að ég muni borga upp í topp. — Þér hafið oft lofað slíku. — Já, en í þetta skipti ætla ] ég að standa við það — ég skal I vera búinn að greiða þetta fyrir 8. janúar — hvernig sem allt ! velkist. Herbergi hans var undir súð. Hann staulaðist upp þunglama- lega, opnaði kytru sína, og ; kvejkti á kerti er inn kom, en j það var í gömlum kertastjaka úr ! kopar. Herbergið var óvistlegt- j Þar var rúm úr valhnotuviði, farið að láta á sjá, og lökin í því höfðu víst einu sinni verið hvít, og þarna var lélegt nátt- borð og kommóða og þrír stólar. Kalt var í herberginu, en því var hann vanur. Hann bölvaði tóbaks leysi sínu, og að hann átti ekki grænan eyri. Og hann hugsaði um, að fyrir fáum stundum átti hann þúsund franka. Og enn — í þúsundasta skipti ! — hugleiddi hann hve heimsku- ' lega hayui fþafði farið.^ð] ráði feínu. En allt í einu mundi hann eftir veskinu, vasabókinni sem hann hafði fundið, tók hana upp úr vasa sínum, og gekk að ljós- inu til þess að athuga hana betur. Áður en hann opnaði hana hugleiddi hann hvort hann gæti selt hana og fengið fyrir hana aura til morgunverðar. Allt er dýrt, þegar menn kaupa það hugsaði hann, en ætli menn að selja það, fæst ekkert fyrir það. Hið fyrsta, sem hann sá, er hann opnaði vasabókina var samanbrotið bréfið, marglakkað, og stimplað sem ábyrgðarbréf. Þegar hann sá þetta og að það hafði verið opnað kom áfergja í svip hans og mikil var undrun hans, er hann sá, að peninga- seðlar voru í umslaginu. — Einn, tveir, þrír — fimm hundruð frankar — og ég sem var að formæla örlögunum — nú get ég aftur freistað hamingjunn ar, hugsaði hann. En þótt hann spilltur væri vaknaði ný hugsun: — Ég á ekki þessa peninga — kannski sá, sem á þá lendi nú í vandræðum. En svo hratt hann þessari hugsun frá sér. — Vandræðum, hann er varla í meiri vandræðum en ég. Hví skyldi ég hugsa um aðra? Eng- inn lætur sig einu skipta um mig. Hann veitti nú athygli utaná- skriftinni: Ungfrú Cecile Bemier Rue des Dames nr. 54 Batignolles, París. — Bréfið er til ungrar stúlku, þá kæri ég mig kollóttan. Hún getur sjálfsagt komizt yfir meira fé, sé hún ung og falleg, en nú er bezt að sjá hvað bréfið fjallar um. Hann fór að lesa og honum rann kalt vatn milli skinns og og hörunds, er hann kom að kafl anum. þar sem sagt var frá auðn um. Einni milljón og 550 þúsund frönkum, meira en einni og hálfri milljón franka. — Drottinn minn dýri! Dáind- is lagleg tala — og þetta bera bölvaðir braskarar úr býtum? Og ég og mínir líkar? Hvað ber- um við úr býtum? Bræðralag. Jafnrétti, innantóm orð. Og svo hefir hann taugar til að tala um þetta eins og þetta sé ekki mik- ill auður. Jæja, ég mundi nú láta mér nægja minna. Og það er pabbi sem er að skrifa um þetta til litlu dótturinnar sinnar og nú ætlar hann svo sannarlega að sjá um, að hún baði í rósum, það sem eftir er ævinnar. Ég verð víst að athuga þetta allt betur. Svo las hann um 350.000 frank- ana, sem Jacques Bernier hafði á sér — og yarð mjög hugsi. Hann fór að ganga um gólf. Hann gat ekki um anriað hugs- að en þessa 350.000 franka, sem maðurinn var með á sér og meir en nægðu til þess að kaupa lækn ingastofu Grinskys. Hann æddi fram og til baka eins og villidýr í búri. Loks nam hann staðar og las aftur bréfið og sannfærði sig um það á ný, að þar var allt tekið fram nákvæmlega varðandi pen ingana og — heimförina. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að nú þyrfti hann ekki á neinu að halda nema „stálvilja og járn taugum“. — Hamjngjan góða, hugsaði hann, ég stend á hyldýpis barmi, og ég er í þann veginn að hrapa, — ég verð að bjarga mér frá illum örlögum hvað sem það kostar. Hann lagði bréfið, vasabókina og peningana niður í skúffu, háttaði og slökkti ljósið, en það var ekki fyrr en undir morgun, T A R I A WHILE CAPTAIN WIL7CAT HUHTS WEAT, AW7 CHIEF ttE7U SEAKCHES FOK JUICY ROOTS FOR THEIKTHIKST,TAKZAN STAN7S GUAK7 OVEE. THE QX KA7IO,AS IT AUTOMATICALLV SEN7S ITS ELECTEOWC SIGNAL FOK. A AMMBUZZI HELICOPTER Csuepo Meðan Wildcat er á veiðum, og Medu ieitar að rótarávöxtum. stendur Tarzan vörð yfir neyðar -andinum, sem sjálfkrafa sendir skeytin út til amerísku herbúð- anna. Tarzan er í döpru skapi, þegar hann hugsar til þess, hversu voldugur þessi ættbálkur eitt sinn var, og hversu vesæll hann er nú. Margir þeirra eru þeg ar dánir, hugsar hann, og enn fleiri mur:du deyja, ef við komum þeim ekki fljótlega til hjáipar. Gammarnir hringsóla yfir þorpinu og setjast niður öðru hvoru, fii þess að rífa í sig lík, af einhveri- um vesaling sem hnigið hefur nið ur. Guðirnir eru okkur reiðir, seg ir höfðinginn dapur. Bara að við hefðum einhvern töframann til þess að gleðja þá. 1 Hárgreiðslustofan I HÁTÚNI 6, simi 15493. , Hárgreiðslustofan |SÖLEY I Sólvaliagötu 72. Símj 14853. I Hárgreiðslustofan , P 1 R O L A ] Grettisgötu 31, simi 14787. I Hárgreiðslustofs VESTURBÆJAR Grenimel 9, simi 19218. I Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsdóttir) Laugaveg 13. sími 14656. I Nuddstofa á sama stað. Hárgreiðslu- og snyrtistofa I STEINU og DÓDÓ I Laugaveg 18 3. hæð (lyfta). I Sími 24616. I Hárgreiðslustofan , Hverfisgötu 37, (horni Klappar-; stígs og Hverfisgötu). Gjörið I svo vel og gangið inn. Engar | sérstakar pantanir, úrgreiðslur. PERMA, Garðsenda 21, sbnl | 33968 — Hárgreiðslu og snyrfl- i stofa. 1 Dömu, hárgreiðsla við allra hæf! |TJ ARNARSTOFAN, , Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- , megin. Sími 14662 Hárgreiðslustofan SL Háaleitisbraut 20 Sínti 12614 | MEGRUNARNUDD, Dömur athugið. Get bætt við I mig nokkrum konum í megrun- | arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar , Guðmundsdóttur, Laugavegi 19, | 'sími 12274 þjonustan HJÓLBARÐA SALA VÍÐGERÐIR Sirrt) 3 29 60 icsrnnscikksibujíur frú kr. 59.00 Miklatorgi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.