Vísir - 10.12.1963, Page 1

Vísir - 10.12.1963, Page 1
VISIR 53. árg. — Þriðiudagur 10. desember 1963. — 169. tbl. Sérviðræður verziunarmanne Verzlunarmenn tóku síg í gær út úr hinum sameiginlegu viðræðum samstarfsnefndar verkalýðsfélaganna og tóku upp sérviðræður við vinnuveitendur um mál sin. Hófust þær laust fyrir kl. 7 í gærkvöldi, og er miðað að skjótri lausn kaup- og kjara- deilu þeirra. Niðurstöður lágu engar fyrir er blaðið fór í prentun í gærkvöldi, en búizt var við að fundur verzlunarmanna og vinnuveitenda myndi standa i nótt með sáttasemjara. VCRKfAU HÓFST A MIDNÆTTI komulcsgstilraunum huldið úfrum @ Á miðnætti sl. kom til framkvæmda verkfall yfir 50 verkalýðsfélaga í Reykjavík og úti á landi. Stóð þá yfir sáttafundur en látlausar samn- ingaviðræður hafa staðið yfir undanfarið án þess að heildarsamkomulag hafi náðst. 0 Sáttafundur hófst kl. 2 í gær. Um kl. 7 var gert hlé og hafði árangur þá enginn náðst. Hófst fundur aftur kl. 8,30 og stóð hann enn er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Nær til yfir 50 verkulýðsfélagu. Sam- Upphaflega höfðu verkalýðs félögin boðað verkfall 10. nóv- ember. Ríkisstjórnin bar fram frumvarp um bann við verkföll um og kauphækkunum fram til áramóta til þess, að hún fengi frest til þess að undirbúa ráð- stafanir, er bætt gætu kjör hinna lægst launuðu. En áður en það frumvarp yrði samþykkt, féllust verkalýðsfélögin á að fresta öllum verkföllum til 10. desember. Dró ríkisstjórnin þá frumvarp sitt til baka, þar eð tilgangur þess var aldrei annar en sá að fá frest. Tíminn, sem liðinn er síðan, hefur verið notaður til samn- inga, en án árangurs. 3. desem- ber lagði ríkisstjórnin fram til- lögur til lausnar deilunni. Lagði hún til, að hinir lægst launuðu, verkamenn og fleiri, fengju 8 prósent beina kauphækkun og auk þess skattalækkanir, er jafn gildu 4-5 prósent kauphækkun. Au þess lagði stjórnin til, að iðn aðarmenn fengju 4 prósent kaup hækkun. Samstarfsnefnd verka lýðsfélaganna taldi þessar tillög ur ná of skammt. I fyrrinótt gerðist það, að vinnuveitendur buðu 10 prósent almenna kaup hækkun á allt dagvinnukaup, þ.e. bæði á verkamannakaup og kaup iðnaðarmanna. En því til boði var hafnað. Þegar Vísir fór í prentun f gærkveldi hafði ekki borizt nýtt tilboð. Þessi félög taka þátt í verk- fallinu strax eða fljótlega: V.R. Verkamannafélagið Dagsbrún, Félag járniðnaðar- manna í Reykjavík, Bókbindara félag íslands, Hið íslenzka prent arafélag, Mjólkurfræðingafélag- ,'W, Iðja, félag verksmiðjufólks 'I Reykjavik, Trésmiðafélag Reykjavíkur, Félag húsgagna- smiða, Verkakvennafélagið Framsókn, ASB, félag afgreiðslu stúlkna í mjólkur- og brauð- búðum, Félag bifvélavirkja, Félag biikksmiða, Félag ís- lenzkra rafvirkja, Hlíf Hafnar- firði, Eining Akureyri, Iðja Ak- ureyri, Verkalýðsfélag Vest- mannaeyja, Verkakvennafélagið Snót Vestmannaeyjum, Iðja, Hafnarfirði, Verkamannafélagið Þór Selfossi, Verkalýðs- og sjó- mannafélagið Bjarmi Stokkseyri Verkamannafélagið Báran Eyrar bakka, Verkalýðsfélag Hvera- gerðis, Verkakvennafélagið Brynja Siglufirði, Þróttur Siglu firði, Verkalýðsfélag Norðfirð- inga, Verkamannafélagið Árvak ur, Eskifirði, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Stöðvarfjarðar, Verkalýðsfélag Vopnafjarðar, Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps, Sandgerði, Verka mannafélag Húsavíkur, Verka- kvennafélagið Framtíðin, Elski- firði, Verkamannafélag Reyðar- fjarðar, Verkalýðs- og sjómanna félag Fáskrúðsfjarðar, Bflstjóra félag Akureyrar og Verka- kvennafélagið Framtíðin, Hafnar firði. Samningancndir aðila á fundum sínum í gærdag. Á efri myndinni eru fulltrúar yinnuveitenda á fundi sínum. Á hinni neðri fulltrúar verklýðsféiagana. FLESTAR SMÆRRl VERIL ANIR VERDA 0PNAR Bloðid i úag z BIs. 3 1 hringferð með Gull fossi. Texti og myndir. — 8 Gunnlaugur Blöndal — Meistari lita og forms. — 9 Leiklist á öldum Ijós vakans. Utvarpsleik- ritin í vetur. Samkvæmt upplýsingum, sem Visir aflaði sér hjá kaupmanna samtökunum í gær munu flest allar minni verzlanir verða opn- ar þótt til verkfalls komi meðal verzlunarfólks. Kaupmenn hafa rétt til að af greiða sjálfir og munu flestir gera það þar sem þeir geta komið því við. Það leiðir hins vegar af sjálfu sér að störar no mannfrekar verzlanir geta ekki haft opið, og þær munu loka frá upphafi. Hitt er svo annað mál að komi til allsherjarverkfalls end ast birgðir skammt f verziun- Framh. á bls. 5. EKKERT FLUG Blaðið fékk þær uppýsingar í gærkveldi hjá Flugfélagi ís- lands að ekkert flug yrði ef til verkfalls kæmi. Veldur þetta mjög miklum erfiðleikum, því um þessar mundir eru m.a. gíf- urlegir póstflutningar fyrir jólin og mikill fjöldi námsmanna hef ur pantað flug heim fyrir jól- in.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.