Vísir - 10.12.1963, Síða 5

Vísir - 10.12.1963, Síða 5
V í SIR . Þriðjudagur 10. desember 1963 5 Hamstra — Framh. af bls. 16. fólk rogast Ut með milli 10 og 15 potta af mjólk. Mikil ös var við margar benz ínstöðvar síðdegis í gær og gær kvöldi og margir bílstjórar höfðu með sér brúsa. í öllum vörugeymslum Eimskipafélags- ins og annarra skipafélaga var stöðugur straumur af fólki, er var að leysa Ut vörur. Einnig kom Gullfoss i gær hlaðinn alls konar varningi, sem flestir flýttu sér að leysa Ut, en ó- hætt er að segja að mest allur jólavarningur hafi verið fluttur í verzlanir. Verzlaair —«■ Framh. af bls. 1. unum og þær hljóta að stöðv- ast fyrr eða síðar. Vísir hafði samband við Mjólk ursamsöluna og Snorra Jóns- son framkvæmdastjóra ASÍ í gærkvöldi og innti þá fregna af því hvort leyfð yrði sala á mjólk, ef til verkfalls kæmi. Kváðu þeir endanlega ákvörðun enn ekki hafa verið tekna (kl. 9 e.h.), en oft hefur í verkföll- um verið veitt undanþága til mjólkursölu. Einnig mun oft hafa verið veitt undanþága fyr fisksölu. ASB, félag afgreiðslustúlkna í mjólkur- og brauðbúðum hefur ekki boðað verkfall fyrr en 11. des. þannig, að stúlkurnar geta unnið í dag þó verkfall verði hjá öðrum. En mjólkurfræðing- ar og verkamenn í mjólkurstöð inni höfðu boðað verkfall á mið nætti sl. Sjónvarpið Miðvikudagur 11. desember 17.00 I’ve Got A Secret 17.30 Sea Hunt 18.00 AFRTSNews 18.15 The Sacred Heart 18.30 True Adventure 19.00 The Dick Powell Theater 19.55 AFRTS News Extra 20.00 Bonanza 21.00 Navy Band Concert 21.30 Hootenanny 22.00 Fight Of The Week 22.55 AFRTS Final Edition News 23.10 The Steve Allen Show Fimmtudagur 12. desember 17.00 To Tell The Truth 17.30 The Bob Cumming Show 18.00 AFRTSNews 18.15 The Telenews Weekly 18.30 The Ted Mack Show 19.00 Walt Disney Presents 19.55 AFRTS News Extra 20.00 Biography 20.30 Hollywood Sings 21.30 Four Star Anthology 22.00 The Untouchables 22.55 AFRTS Final Edition News 23.10 The Tonight Show ■ BÆKUR FYRIR ALLÁ FJÖLSKYLDUNA Geysir á Bárðarbungu eftir Andrés Krisfjánsson Saga Geysisslyssins mun Iengi í rninnum höfð. Hún er saga undarlegra örlaga, meins og mildi, harms og gleði. Saga um mikla þrekraun áhafnar ílugvélarinnar óg stórhrotín átök dugmikilla íslendinga yið hamfarir íslenzkra náttúiruafla. Úr heimsborg í Grjófaþorp II Ævisaga Þorláks Ó. Johnson effir Lúðvík Krisfjánsson Saga Þorláks er brot af þjóðarsögunni á síðari helmingi 19. aldar. horlákur var einn nánastí samstarfsmaður Jóns Sig- urðssonar forseta og lagði fyrir hann tillögur um íslfenzk framfaramál. Yar hann í senn framsýnn og hugmyndaríkur. Frjáls verzlun og framtíð Reykjavíkur voru þau niál, sem hann helgaði fyrst og fremst krafta sína. Eigi má sköpum renna effir Elínborgu Lárusdóffur Ættarsaga frá 18. öld, sem öðrum þræði er sönn lýsing á aldar- fari og þjóðháttum þess tíma, en að hinum hrífandi fögur og sterk ástarsaga. Þetta er rammíslenzkt skáldverk’um ramm- íslenzkt fólk. Segðu engum effir Hönnu Krisfjónsdóffur I Saga um fjölskylduvandamál, æskufólk og ástir, eftir höfund metsölubókarinnar ÁST Á RAUÐU LJÓSI. — Bók sem allar ástfangnar konur,'ungar sem gamlar, ættu að eignast og lesa. Ferð í leif að furðulandi eftir Ejnar Mikkelsen skipstjóra Ný bók eftir höfund bókarinnar AF HUNDAVAKT Á HUNDASLEÐA. Mikkelsen skipstjóri er óviðjafnanlegur sögu- maður. Hér samcinar hann alla höfuðkosti góðrar, viðburða- í-íkrar ævisögu og spennandi og fræðandi sjóferðabókar. Lokaðar Ieiðir eftir Theresu Charles Töfrandi fögur og heillandi ástarsaga eftir hina vinsælu skáld- konu, sem skrifaði bækurnar FALINN ELDUR, MILLI TVEGGJA ELDA og TVÍSÝNN LEIKUR. Karólína á Hellubæ effir Margit Söderholm Karóhna var ein hinna glæsilegu heimasæta á Hellubæ, img og fögur, elskuð og dáð. Rómantísk’ sænsk herragarðssaga. Trilla og leikföngin hennar eftir J. L. Brisley Ný telpubók eftir hinn vinsæla höfund bókanna lun Millý Mollý Mandý. Kökur Hargréfar effir Maígréfi Jónsdóffur-*- Engar kökur jafnast á við heimabakaðar kökur, — og engar heimabakaðar kökur jafnast á við kökur Margrétar. Lítíl, ódýr, handhæg og góð bók, sem allar húsmæður þurfá að eignast. Kývöknuð augu effir Ingólf Krisfjánsson Skemmtilegar smásögur mn margbreytilegt efni. f senn ramm- íslenzkt og alþjóðlegt. Drengurinn, sem vildi ekki borða er ein bókanna í BÓKASAFNI BARN- 'ANNA. sem er safn litprentaðra ævintýra- bóka fyrir börn á- aldrinum 3—8 ára, f þessu safni eru þegar komnar 12 bækur, hver annarri fallegri óg skemmtilegri, en ótrúlega ódýrar þð, kosta aðeins 29:krón- ur hver bók. f' Villiblóm í lifum eftir Ingimar Óskarsson Litmyndir eru af 667 vilíiblómum. Sagt er í hvernig jarðvegi plantan vex, hve há.hún cr, hvenær hún blómgast og hve út- breidd hún er. Þetta cr Flóra íslands og Norðurlandanna í máli og myndum, — fallcg, handhæg og þægileg í notkun. SKUGGSJA Símx 50045 -.Hafnarfirði Hér kennir Ríkharður unglingunum knattborðsleik. Ríkharður opnar témsfundahús Glæsilegt tómstundahús var opn að á Akranesi s.l. sunnudag. Pað er hinn góðkunni knattspyrnumað ur Ríkharður Jónsson, sem á og rekur Tómstundahúsið, sem er í 180 ferm. nýbyggði húsnæði að Heiðarbraut 53. Tómstundahúsið er opið alla daga fyrir yngri jafnt sem eldri, til margs konar tóm- stundaiðkana, en eftir áramótin er hugmyndin að hafa húsið opið á- kveðna daga, eingöngu fyrir ungl- inga 12 — 16 ára. Hugmyndina að þessu Tómstunda húsi fékk Ríkharður í Þýzka- landi, þar sem hann hefur dvalizt við knattspyrnuiðkun og til lækn inga. Tómstundaheimilið er rek- ið í nýbyggðu húsi, er Ríkharður kallar Tómstundahúsið og eru húsakynni öll hin vistlegustu og skemmtiiegustu. Á neðri hæðinni er rúmgóður salur, sem nota á til sýninga á íþrótta- og fræðslumynd um, einnig verða þar flutt fræðslu- erindi. I framtíðinni á að vera hægt að fá salinn leigðan út fyrir smærri hópa. Á efri hæðinni eru ýmiss konar leiktæki og er smáleiga tekin fyr- ir afnot af þeim. Meðal leiktækj- anna er borðtennis, bobb, „biljard" og margs konar smærri spil. í Tómstundahúsinu eru seldir gos- drykkir og sælgæti, en reykingar ekki leyfðar. Tómstundahúsinu hefur Ríkharð- ur komið upp sjálfur á eigin kostn- að, og bætir þetta glæsilega hús mjög úr allri aðstöðu til tómstunda iðkana á Akranesi. Hér er um mjög lofsvert framtak að ræða sem margir mættu taka sér til fyrir- myndar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.