Vísir - 21.12.1963, Side 2

Vísir - 21.12.1963, Side 2
) æa Verkfallsverðir reyndu að stöðva flutnlnáa ábensíni, V í SIR . Laugardagur 21. desember 1963. \jöti og kartöfíum Mörg þeirra félaga, sem stað- ið hafa í verkfalii að undan- förnu, hafa haldið uppi fjöl- mennri verkfallsvörzlu, einkum þó Dagsbrúnarrrfenn, járnsmið- ir og verzlunarmenn, þegar þeir voru í verkfalli. Fyrstu daga verkfailsins Iokuðu verzlunar- menn nokkrum verzlunum um stundarsakir, en hvergi kom tii neinna stórátaka. Verkfali þetta hefur verið með þeim friðsöm- ustu, sem háð hafa verið og þeg ar við hringdum í verkfalls- stjóra Dagsbrúnar og spurðum um hvaða varningur það hefði einkum verið, sem þeir hefðu tekið, svaraði hann: „Þetta eru aðeins smámunir, sem ekki tek- ur að minnast á.“ Meðan verzlunarmannaverk- fallið stóð yfir lögðu margir kaupmenn mjög hart að sér og afgreiddu einir í verzlunum sín- um frá morgni til kvölds. Til smáátaka hefur komið á milli verkfallsvarða Dagsbrúnar og nokkurra kjötkaupmanna, þegar þeir hafa verið að lauma inn nokkrum kjötskrokkum í verzl- anir sínar, til þess að geta út- vegað viðskiptavinum sínum kjöt I jólamatinn. Dagsbrúnarmenn hafa haldið úti allfjölmennri verkfallsvörzlu, en áð sðgn Guðmundar J. Guð- mundssonar, verkfallsstjóra Dagsbrúnar, mjög lítinn varning tekið. Einkum er það benzín, kjöt og kartöflur, sem verkfalls- verðir hafa tekið af mönnum, sem flutt hafa það í bæinn. Síðan verkfalli Iðju lauk hefur Dagsbrún haft nokkuð öflugan vörð við nokkrar verksmiðjur. Mest alla s.l. viku hafa þeir staðsett bifreiðir í Elliðaárbrekk unni og stöðvað marga bíla á leið til borgarinnar. Margir leigubílstjórar hafa NýflugvéE — Framh. af bls. 12. til síðustu utanlandsfarar sinnar frá Keflavíkurflugvelli, sem orsakaðist af þvf 'að flugvélin var stödd þar þegar verkfallið leystist í morgun. Það var Viscountvélin Gullfaxi, sem fór til Khafnar og kemur aftur hingað í kvöld. Skýfaxi var í morgun stadd- ur í Khöfn, hann kemur síð- degis f dag til Rvíkur, en fer aftur til Khafnar á morgun og er væntanlegur þaðan annað kvöld. Síðasta ferð Flugfélagsins til útlanda er á mánudaginn 23. þ. m. Þá fer Gullfaxi til Bret- lands og Danmerkur og kemur samdægurs til Reykjavíkur aft- ur. Þann dag er nýja flugvélin DC 6B einnig væntanleg hingað til lands, og mun hefja ferðir fljótlega upp úr því. Innanlandsflug hefst af full- um krafti að nýju frá Reykja- vfk f dag. Skymastervélin Straumfaxi, sem undanfarið hefur verið í skoðun, byrjar á innanlandsflugi að nýju í dag og flýgur í kvöld til Akureyrar og Egilsstaða. Hins vegar verð- ur flogið í dag með Douglasvél- um til Vestmannaeyja, Horna- fjarðar og ísafjarðar. náð í benzín út fyrir bæinn, en einnig hafa flestar stöðvarnar benzfngeyma. Til þessa tfma hefur verið hægt að fá benzín uppi f Borgarfirði, en geymarnir þar hafa flestir verið fylltir af benzíni, sem flutt hefur verið úr Borgarnesi. Mjög mikið hef- ur borið á benzínþjófnuðum og eru margar slíkar bókanir hjá Reykjavíkurlögreglunni. Einkum eru það ýmiss konar vinnutæki og vélar, sem stolið hefur verið af. 12. desember var t. d. stol- ið 200 lítrum af gatnagerðarbíl í Hafnarfirði, einnig var sama dag sprengt upp benzínlok á mjólkurbíl í Brautarholti og benzíni stolið áf geyminum. — Mjög margir bílar hafa fengið undanþágu og þegar benzfninu hefur verið úthlutað hefur mátt sjá upp í kílómeters langa röð bíla frá benzínstöðvunum, sem biðu eftir afgreiðslu. Kjöt það, sem Dagsbrúnar- menn hafa tekið, hefur verið flutt til geymslu í Sænska frysti húsinu. Kartöflurnar hafa verið fluttar f Grænmetisverzlunina, og eitthvað af benzíninu er geymt í birgðarstöð Skeljungs f Skerjafirði. Að sögn Dagsbrún armanna verður öllu skilað aft- ur, er verkfallinu lýkur. Síðan Iðjuverkfallinu lauk hafa margir borgarbúar lagt leið sína í verksmiðjumar og dreg- ið sér björg í bú og hafa verk- fallsverðir lítið skipt sér af því. Verkfallsverðir hafa tekið mann, sem reyndi að koma 50 lítrum af benzíni til bæjarins úr nærsveitum. Lögregla hefur verið tilkölluð að Ieysa málið. Lögbann lagt við þvíað verkfalls- Á miðvikudaginn I síðustu viku ruddist hópur verkfalls- varða úr járnsmíðaféiaginu í Reykjavík inn f skipasmíðastöð- ina Stálvík við Arnamesvog í Gárðahreppi og 'stöðvaði vinnu með valdi. Stjórriándi Stálvíkur Jón Sveinsson krafðist lögbanns við Sverrir — Framh. af bls. 7. fiskiskipaflotans, svo og aukn ingu og uppbyggingu þeirra fisk vinnslustöðva og verksmiðja, er vinna úr hvers konar sjávarafla og eigi síður til nauðsynlegra endurbóta á þessu sviði svo að við getum hagnýtt okkur þá fiækniþróun, sem á sér stað á hverjum tíma í þessum efnum, svo og að unnið verði að skipu lagingu og vinnuhagræðingu við veiðar og við vinnslu sjávarafl- ans, en það mundi verða öllum til hagsbóta og koma fram f auknum þjóðartekjum. I öðru lagi er tillagan flutt með það í huga að samræmd verði starfsemi lánastofnana er lána til sjávarútvegsins f því skyni að fjármagnið, sem er tak- markað miðað við hinar miklu þarfir fyrir það, verði hagnýtt sem bezt og markvissast. FJÓRAR LÁNASTOFNANIR Þá gat ræðumaður þeirra fjögurra lánastofnana sem tillag an nær til, Fiskveiðasjóðs ís- lands, Fiskimálasjóðs, Fram- kvæmdabanka íslands og Stofn lánadeildar sjávarútvegsins, ræddi hann fjárhagsástæður þessara stofnana og lánveiting ar til sjávarútvegsins. Taldi ræðumaður að kanna ætti hvort ekki mætti sameina starfsemi þessara lánastofnana auka fé til slíkra stofnunar og lána þá hlið stætt og gert er til húsnæðis- málastjórnarinnar. En skipulags breytinguna taldi ræðumaður mega jafna til þeirrar breyting- ar er gerð var á lánasjóðum landbúnaðarins á s.l. ári. þessum verkfallsaðgerðum og í gær kvað fulltrúi bæjarfógetans í Hafnarfirði Jón Finnsson upp úrskurð í málinu, þar sem því er lýst yfir, að Iögbann sé lagt við slíkum verkfallsaðgerðum. Dómur þessi er allathyglisverð- ur og er fallizt f honum á eftir- farandi kröfu Stálvíkur: „að Iögbann sé lagt við því að stjórn Félags Járniðnaðar- manna f Reykjavík fari eða láti aðra fara í leyfisleysi inn á vinnustöð Stálvíkur í þeim yf- irlýsta tilgangi að sjá til þess, að fagmenn og iðnnemar leggi niður störf þar“. Af þessu má sjá, að úrskurð- ur þessi er svo víðtækur, að verkfallsverðir mega ekki fara í leyfisleysi inn á vinnustað, en á dyrum skipasmíðastöðvarinn- ar er fest skilti, þar sem sagt er að óviðkomandi sé bannaður aðgangur. Framkoma kommúnistanna f Kjarabætur — Framh. af bls. 1. manna. En þeirri tillögu var hafnað og í staðinn farið út í verkfall sem m.a. hefur leitt til þess, að kaup allra hækkar jafnt. Við slíka þróun verður erfitt að halda verðlaginu í skefjum og tryggja verkamönn- um árangur af kauphækkun þeirra. Hætt er því við, að for- usta kommúnista hafi nú enn sem fyrr orðið verkamönnum til lítils gagns. Greinilegt er, að verkamenn hafa aðeins tapað á verkfallinu. stjórn járnsmíðafélagsins í Rvík er með mjög óeðlilegum hætti. Ætlun Stálvíkur var að halda starfinu áfram, þar sem allir járnsmíðasveinar í fyrirtækinu eru í járnsmíðafélagí Hafnar- fjarðar, sem |kkj, átti í .yerk- falli. Þar eru' og fve'ir verk- stjórar, annar úr Kópavogi en hinn úr Reykjavík og gátu þeir ekki átt þátt í verkfalli. Þrátt fyrir það að Stálvík væri þannig utan verkfallssvæð- isins og starfsmenn þess á eng- an hátt í verkfalli beita verk- fallsmenn úr Reykjavík valdi til að stöðva vinnuna. Skjótlega eftir að verkfallið í Reykjavík hófst fóru starfs- menn járnsmíðafélagsins í Reykjavík að koma suður í Stál vik og beita hótunum og for- tölum til að stöðva vinnuna. Hámarki náði það á miðviku- dag í síðustu viku. Þá komu þeir Snorri Jónsson og Guðjón Jónsson báðir úr stjórn járn- smíðafélagsins þangað suður rétt fyrir hádegi með 30 manna ;,hóp og skipuðu starfsmönnum að hætta vinnu. Þá var kominn matartími, en strax upp úr há- deginu hófst vinna á ný. Fimm verkfallsverðir úr Reykjavík voru þá suður í Stálvík og sím- uðu þeir til skrifstofu járnsmíða félagsins og báðu um liðsauka. Kom þá 30 manna hópur það- an, ruddist með valdi inn í bygg inguna og reif í sundur raf- magnstaugar. Lögregla úr Hafn- arfirði kom á vettvang og þá kröfðust eigendur Stálvíkur lög- bannsaðgerðarinnar, sem nú hef ur fengizt staðfes:. Stálvík mun höfða skaðabóta kröfu vegna þessara lögleysu aðgerða. PÚSSNINGARSANDUR Heimkeyrður pússninj. rsand„i og vikursandur, sigtaður eða ósigtaður við húsdyrnar eða kominn upp á hvaða hæð sem er, eftir sskum kaupenda. SANDSALAN við Elliðavog s.f. Sími 41920 Togari — Framh. af bls. 12. togari kom skömmu síðar og bjargaði skipverjunum af Grön- land. „Klukkan var um fjögur, þeg- ar við héldum að togarinn væri hættur að brenna," sagði Wein- berg. „En þó Iagði mikinn reyk úr togaranum. Hálfri klukku- stund síðar gaus eldurinn upp aftur og logaði hann til kl. rúmlega tvö um nóttina. Þó skipið væri hætt að brenna þorðum við ekki að fara um borð, vegna h’ættu á sprenging- um.“ Þýzki togarinn Germany tók síðan Grönland í drátt áleiðis til Reykjavíkur, en við Gróttu tók dráttarbáturinn Magni við Grönland og dró hann til Reykjavíkur. Klukkan var um 11,45 s.l. miðvikudag, þegar Magni kom með Grönland, en þá var liðinn rúmur 4y2 sólar- hringur frá því að Grönland var tekinn í drátt. „Það sem bjargaði okkur var að veðrið var mjög gott, þegar eldurinn kom upp, en daginn áður hafði verið mikið rok,“ sagði Weinberg skipstjóri að lokum. Það er ömurleg sjón að sjá þennan glæsilega 2 y2 árs gamla skuttogara stórskemmdan, þar sem hann liggur nú við Ægis- garð. Brúin öll með stjórntækj- um er kolbrunnin, svo og vist- arverur þar. Sama er að segja um vélarúmið, þar sem eldur- inn kom upp. Aðeins stálið beyglað og bólgið stendur. Nem ur því tjónið milljónum króna. — Ráðgert er að láta bráða- birgða viðgerð fara fram hér í Reykjavík svo hægt sé að draga hann til Þýzkalands. Grönland er einn af glæsileg- ustu togurum V.-Þjóðverja, byggður fyrir rúmum tveimur árum og hefur hann komið 6 sinnum hingað til Reykjavíkur. Weinberg hefur verið skipstjóri á togaranum frá því að hann var byggður. — Ekkert verður gert við togarann fyrr en um- boðsmaður tryggingafélagsins kemur frá Þýzkalandi. — Þeg- ar Grönland var byggður kost- aði hann 4y2 milljón marka.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.