Vísir - 21.12.1963, Side 11
VÍSIR . Laugardagur 21. desember 1963.
77
— Nú erum við auðug, og ég
vil hafa ungar og laglegar þern
ur, — pabbi getur komið þess-
ari gömlu kerlingarskrukku fyr
ir einhvers staðar.
Birgitta hafði matinn til kl.
8,30. Cecile leit á úr sitt og
sagði við sjálfa sig:
— Hann getur komið á
hvaða andartaki sem er. Nú
verð ég að taka á öllu vilja-
þreki mínu, reyna að látast
vera róleg og glöð, en ég mun
ekkert gera til þess að útskýra
allt fyrir honum. Ég verð að
binda endi á þetta. Ég læt
skeika að sköpuðu hverjar sem
afleiðingarnar verða. Ég veit
að faðir minn krefst þess, að ég
segi honum nafn elskhuga míns
til þess að krefjast þess, að
hann gangi að eiga mig. Hvílík
heimska. Heiðurinn er ekki glat-
aður, ef ekkert kemst upp.
Hvemig ætti ég að geta gifst
þessum manni — leikara? Nú
kemur pabbi með mikinn auð.
Þegar maður er ríkur getur mað
ur gert kröfur. Ég skal aldrei
verða eiginkona Pauls Dharville,
aldrei, aldrei, aldrei! Þess vegna
mun ég neita að segja föður
mínum nafn elskhuga míns. Ég
segi að hann sé dauður.
Hún leit enn á úrið. Klukkan
var orðin níu.
— Hvað hefur tafið hann?,
hugsaði hún. Hann skyldi þó
aldrei hafa frestað heimförinni?
I þessum svifum var barið létt
á hurðina.
Cecile kipptist við og svaraði:
— Kom inn!
Það var Birgitta, sem komin
var.
— Hvað viltu?
- Ég ætlaði bara að segja,
að klukkan væri orðin níu.
- Það veit ég eins vel og þú
— Er ungfrúin ekkert kvíð-
in, þar sem hann er ekki kom-
inn?
— Hvers vegna skyldi ég vera
það? Hann hefir tafizt í Dijon
eða kemur með næstu lest.
— En ef eitthvert slys hefði
komið fyrir?
Cecile yppti öxlum.
— Slys! Hvernig getur þér
i dottið svona vitleysa í hug? Þú
| heldur þó ekki, að ég fari að ala
I áhyggjur að ástæðulausu. Faðir
minn hefir tafizt, það er allt og
sumt, og verði hann ekki kom-
inn klukkan 10 sezt ég að morg
unverðarborði. Stundvíslega.
Skilurðu það?
— Já, ungfrú.
Þegar Birgitta var komin fram
í eldhúsið hugsaði hún sem svo,
að herra Bernier mundi verða
var allmikillar breytingar á dótt
ur sinni. Hún botnaði ekkert í
henni, fannst einhvern veginn
að Cecile þætti ekki lengur neitt
vænt um föður sinn, þrátt fyrir
það, að hann hafði alltaf dekrað
við hana og sæi ekki sólina
fyrir henni.
Tíminn leið. Klukkan var orð-
in tíu. Cecile fannst einkenni-
legt , að faðir hennar skyldi
ekki jiafa sent henni skeyti, e|
hann hefði breytt ferðaáætlun-
inni, en þar sem hún í rauninni
kveið fyrir heimkomu hans, gat
hún tekið þessum drætti með
meiri ró en ella. Hún gerði Birg-
ittu aðvart, að hún vildi. neyta
morgunverðar. Henni Yannst
hún vera svöng, er hún settist,
en samt gat hún nær engu kom
ið niður. Það kom fyrir hana
eitthvert máttleysi, andlegt og
líkamlegt, og hún sagði við Birg
ittu:
— Ég er búin að borða, það
má bera af borðinu.
— En ungfrúin hefur ekkert
borðað.
— Ég hef ekki lyst. Ég verð
þeim mun lystugri þegar mið-
degisverðurinn verður á borg
borinn.
Cecile gekk til herbergis síns,
tók bók og reyndi að lesa, en
gat ekki fest hugann við hana,
hún var sveitt.annað augnablik-
ið köld hitt, og kvíði greip um
sig, kvíði sem var ekki að öllu
af sömu rótum runninn og kvíð-
inn við reiði föður hennar.
Hún komst helzt að þeirri nið
urstöðu, að hún væri að verða
veik. Henni var ómótt, fannst
hún vera að kafna, gekk út að
glugganum og opnaði hann, en
þegar kaldur norðanvindurinn
bl£s inn skalf hún af kulda. Him
ininn var þokugrár og kuldajeg
ur, fátt manna á ferli á snævi
þöktum götunum. Hún var í
þann veginn að loka gluggun-
um, er hún var þess vör, að
vagni var ekið að húsinu.
— Það hlýtur að vera nabbi,
sem er að koma hugsaði hún
og varð nú óttaslegnari með
hverju andartakinu sem leið.
Lestinni hefur sjálfsagt seinkað
vegna hríðarveðursins.
Hún sá mann með svarta
hanzka á höndum stíga út úr
vagninum og líta á númerið yfir
húsdyrunum.
— Það er ekki faðir minn,
hugsaði hún og létti henni nú
stórum.
Nú var henni hrollkalt, lok-
aði glugganum og settist við
ofninn.
HREINSUM FYRIR JÓL
Efnalaugin LINDIN
Hafnarstræti 18 . Skúlagötu 51
Vogaðu þér ekki að líta upp frá
skrifborðinu.
1119
Klukkan var að verða hálf
tólf. Allt í einu var dyrabjöll-
unni hringt harkalega og hún
kipptist við og stóð upp.
— Þesi maður átti þá erindi
hingað, hugsaði hún, Skyldi eitt
hvað hafa komið fyrir?'
Hún lagði við hlustirnar,
heyrði óm af mannamáli í for-
stofunni og andartaki síðar kom
Birgitta inn.
— Hvað er um að vera?,
spurði Cecile titrandi röddu.
Hver er kominn.
— Það er kominn maður —
— Hvað vill hann?
— Hann vill fá að tala við ung
frúna - það er víst mikilvægt
og hann segir, að hann verði að
fá að tala við yður undir eins.
— Láttu hann þá koma inn.
Það var Caseneuve, - „Ijós-
ormurinn", sem kominn var sam
kvæmt fyrirskipun yfirmanns
hans.
Maðurinn leit ekki þannig út,
að kvíði Cecile minnkaði — frek
ar hið gagnstæða.
En maðurinn hneigði sig
kurteislega og sagði:
— Leyfist mér að tala við ung
frúna?
Ég hefi tekið rokkrar prufur
hérna Tarzan, segir læknirinn við
hann. Það er r- ki hægt að bjarga
þeim ef þeir verða kyrrir héma.
Umhverfið e rallt eitt pestarbæli.
Við getum gefið þeim mat að
’oarða, en við getum ekki læknað
þá af sjúkdómunum ef þeir verða
hér. Kannski ef við komum þeim
burt héðan, á einhvern góðan
stað, þá geti læknavísindin bjarg-
að þeim. Það eru tvö stór ef,
segir Tarzan dapur. EF þeir vilja
leyfa okkur að flytja sig, og EF
einhver annar ættbálkur vill leyfa
þeim að vera á sínu landi.
SÍÐDEGIS
OG KVÖLDKJÓLAR
fallegt úrval.
Náttkjólar, undirkjólar
og millipils, nýkomið.
Góðar jólagjafir.
Peysur (rúllukragi),
pils, ullartreflar,
slæður, hanzkar.
jgéffr'ML.
þingholtsstræti 3 slmi 11987
Wssat?>•* *»r
»