Vísir - 23.12.1963, Side 16

Vísir - 23.12.1963, Side 16
Mánudagur 23. desember 1963. VÍSIR Vísir kemur út fyrir hádegi á morgun. Þriðja í jólum kemur blaðið út á venjulegum útgáfu- tíma. Vísir. Tvö skot lenda írjúpnask yttM Akureyri 1 morgun. Um helgina slasaðist maður f EyjafirSi af voSaskoti og munaSl litlu aS banaslys hlytist af. Þetta skeSi á rjúpnaveiSum á Hólsfjalli. Atvik voru þau að Hjalti Þor steinsson málari á Akureyri fór ásamt Páli Rist lögregluþjóni á rjúpnaskytterí á Hólsfjall í Eyja firði og óku þangað í bifreið. Bifreiðina skildu þeir eftir á þjóðveginum og héldu gangandi með vopn sfn til fjalls. Vopn Hjalta var tvíhleypt haglabyssa og var hún hlaðin. Skömmu eftir að leiðir þeirra félaga skildu, bar Hjalta að gilskomingi nokkrum, en þar skrikaði honum fótur á svell- bunka, missti við það byssuna, svo hún rann niður í gilið. — Stefndu hlaupin í áttina að Hjalta og hlupu bæði skotin úr henni samtímis. Það má telja fullvíst, að það hafi orðið Hjalta til lffs, að skot Framhald á bls. b ÓSAMIÐ VID FJÖLDA VFRKAL1DSFÍLAGA Mörg verkalýðsfélög f Reykja- vík eiga enn eftir að ganga frá nýjum samningum en aðeins eitt þessara félaga er í verkfalli, þ. e. Trésmiðafélag Reykjavíkur. Fjöldi lftilla verklýðsfélaga í höf ^ uSstaðnum tók ekki þátt í verk- fallinu og er nú unnið að nýjum samningum fyrir þessi félög. Þegar verkfallinu lauk hjá Dagsbrún og flestum félögunum, var eftir að ganga frá samning- um fyrir nokkur félög iðnaðar manna, er vinna eftir uppmæli- ingu. Félag þessi eru Trésmíða- félag Reykjavíkur, Málarafélag Reykjavfkur, Félag húsgagna- bólstrara, Múrarafélag Reykja- vfkur og Félag pípulagningar- manna. Tvö þau síðast nefndu drógu sig út úr samstarfsnefnd verklýðsfélaganna og gerðu aldrei verkfall. Auk þess var eft ir aS semja við mjólkurfræðinga en deilan við þá er nú leyst eins og fram kemur f annarri frétt í Vísi f dag. Málarar hófu aldrei verkfall en samningar hafa nú tekizt við húsgagnabólstrara um svipaða hækkun á ákvæðisvinnu og nemur hækkun þeirri, er fé- lögin hafa áður samið um á viku kaupi og mánaðarkaupi. Meðal þeirra félaga í Reykja- vík„ sem enn eiga eftir að gera Framh. á bls. 5. Drukknaði / Það hörmulega slys varð í Reykja- víkurhöfn f fyrrakvöld, að sjómað- ur frá Patreksfirði féll út af báti og drukknaði. Maðurinn hét Gylfi Axelsson, 25 ára að aldri. Slysið varð laust fyrir miðnætti, eða nánar til tekið kl. 23.40. Þá var báturinn Hannes Hafstein frá Dalvík að leggja frá Ægisgarði og var honum „bakkað" frá garðin- um. Þegar báturinn var kominn um það bil 50 metra frá Iandi sást að eimn skipverja féll útbyrðis. Hann greip sundtök og var bjarg- hring kastaö niður til hans, en Gylfi sökk og skaut ekki upp aftur. í gær voru ráðstafanir gerðar til að fá froskmann til að leita lfksins á hafnarbotninum. Froskmaðurinn byrjaði að kafa um hádegisieytið og kl. 2 e. h. fann hann lfk Gylfa. Gylfi mun hafa verið undir á- hrifum áfengis þegar hann féll út- byrðis. Ulla Cappelen, dóttir norska sendlherrans, kveikir á Osióartrénu. j Kveikt á Oslóartrénu Á laugardag var kveikt á, jóla trénu, sem Oslóarborg hefur gef ið Reykjavik og staðsett er á Austurvelii. Hófst athöfnin ki. 16 með því að Johan Cappelen sendiherra Norðmanna á íslandi hélt stutta ræðu og afhenti jólatréð. Sfðan kveikti dóttir sendiherrans Ulla, á jólatrénu Borgarstjórinn f Reykjavfk Geir Hallgrfmsson veitti trénu viðtöku fyrir hönd Reykvíkinga og þakkaði hina höfðinglegu gjöf Sfðan söng dómkirkjukórinn og Lúðrasveit Reykjavíkur lék Nokkuð skyggði á gleðina hve leiðinlegt verður var meðan á athöfninni stóð, rok og rigning. Jólatréð, sem er um 17 metrar á hæð er hið fegursta 'og prýðir Austurvöll og næsta umhverfi mjög. Ungfrú íslond í jóloheimsókn: Eg er alíslenzk og er stolt af því" — segir Thelma fegurðordrottning og neitar því sem dönsk blöð sögðu V18 hlttum Thelmu hjá Halldóri gullsmið á Skólavörðustígnum, þar sem hún var að skoða skartgripi. „Ég er að velja gjafir handa vinum mínum erlendis, — og kannski eitthvað handa sjálfri mér. Ég hef notað skartgripi með islenzkum steinum mikið vlð ljósmyndatökumar. - UNGFRÚ ÍSLAND 1963 — Thelma Ingvarsdóttir — kom í heimsókn í fyrri nótt og verður heima hjá fjölskyldu sinni um jólin og nýáríð. Thelma er, eins og kunnugt er, orðin ein vinsælasta fyr irsæta Dana, og raunar víðar um Evrópu, því hún er mjög víðförul og tefur ekki lengi í hverju landi. Við vöktum Thelmu snemma f morgun með sfmtali á heimili foreldra hennar að Baugsvegi 13 í Skerjafirði. — Það er alveg dásamlegt að vera komin heim, sagði Thelma. Það verður kærkomið að hvíla sig eftir stranga vinnu undan- farna mánuði, þvf það hefur verið mikið að gera hjá mér, ekki sfzt eftir Miss Skandinavíu keppnina. — Hefurðu farið víða sfðan? — Já, ég flaug daginn eftir keppnina til Hamborgar, þá til Mtinchen, Oslóar, Gautaborgar og Stokkhólms. Við vorum þá með skinnavöru fyrir A. C. Bang í Kaupmannahöfn. Þetta var alveg óskaplega þreytandi., Flugferðir og járnbrautarferðir á víxl. Sýningarnar fóru fram á beztu hótelum hverrar borgar og áhorfendur sannarlega ekki af kotungakyni. Framh. á bls. 5.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.