Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 1

Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 1
VÍSIR 53. árg. — Laugardagur 28. desember 1063. 274. tbl. togarasjómanna ViSræður um kjör togarasjó- manna eru nú i þann veginn að hefjast. Fyrir nokkru hittust nokkrir fulltrúar togarasjó- manna og togaraeigenda og var þá skýrt frá helztu kröfum tog- arasjómanna. Er búizt við, að viðræðufundur verði milli jóla og nýárs. Mikið ber á milii sjónarmiða togarasjómanna og togaraeig- enda og er talið víst, að deil- unni verði vísað strax til sátta- semjara ríkisins. Samningar um kjör togarasjómanna runnu út um síðustu mánaðamót. Rekstur togaranna hefur ver- ið mjög erfiður undanfarið vegna aflaleysis. Þó hafa tog- Framh. á bls. 5. Framkvæmdabankinn gefur háskólanum rafeindaheila Framkvæmdabankl Islands hef ur í tilefni af 10 ára afmæli sinu á þessu ári ákveðið að gefa Há- skóla íslands 2.8 milljónir kr., sem er andvirði rafmagnsheila frá IBM. Formaður bankaráðs- ins, Jóhann Hafstein dómsmála- ráðherra, tilkynnti þcssa gjöf á blaðamannafundi í gær og af- henti gjafabrófið að viðstöddum bankaráðsmönnum, fulltrúum Háskóla Islands og Gunnari Thoroddsen fjármálaráðherra, sem er æðsti yfirmaður bank- ans. Segir i gjafabréfinu að það sé ósk og von stjórnar Fram- kvæmdabankans, að gjöf þessi megi verða til þess að styðja starfsemi og rannsóknir vfsinda mannanna, bæta úr þörfum at- vinnuveganna og efla þar með bjartsýni og trú á framtíð lands og þjóðar. Þess er vert að geta, að IBM veitir 60% afslátt á kaupverði rafeindaheila sem þessara, þeg- ar háskólar og aðrar vísinda- stofnanir eiga í hlut, og myndi hann ekki kosta 2,8 milljónir, heldur 7 milljónir að öðrum kosti, þannig að það sparar 4,2 milljónir að láta háskólann kaupa og eiga rafeindaheilann. Ármann Snævarr rektor þakk aði þessa höfðinglegu gjöf fyrir hönd Háskóla íslands og lét svo um mælt að þetta væri ein hin stærsta gjöf, sem þeirri stofnun hefði nokkru sinni borizt. Hann taldi tilkomu rafeindaheilans hafa ómetanlega þýðingu fyrir kennslu, vísindastörf og rann- sóknir á vegum háskólans í þágu atvinnuveganna og alþjóð- ar. Háskólar á hinum Norður- löndunum hefðu þegar eignazt rafeindaheila og bættist Háskóli Islands nú i þeirra tölu. Raf- eindaheilinn gerði kleift að ráð- ast í mörg og margvísleg verk- efni, sem annars hefði verið ógerlegt að ráða við, en væri þó bráðnauðsynlegt að ráðast í. Magnús Magnússon prófessor hefði sérstaklega kynnt sér þessi mál og unnið undirbúningsstarf á vegum háskólans. Afgreiðslu- frestur á rafeindaheilanum verð ur a. m. k. 10 mánuðir. Þessi mynd er tekin í bæki- stöð rannsóknarlögreglunnar I Borgartúni og sýnir „kinverja" sem Iögreglan hefur tekið af unglingum dagana fyrir jólin. Meðal annars voru margir ungl- ingar teknir með ólöglega „kfn- verja á Þorláksmessu og hafði lögreglan drengina í vörzlu sinni unz foreldrum þeirra hafði verið gert aðvart um þetta og þeir beðnir að sækja börnin. AIls hafa mörg hundruð „kín- verjar“ verið gerðir upptækir af hálfu lögreglunnar dagana fyrir jól, en bæði innflutningur þeirra og sala er óheimil. Verða „kínverjamir“ seinna afhentir Landhelgisgæzlunni til eyðingar. Þar sem meðferð „kínverja" getur verið hættuieg, enda þrá faldlega orðið að slysi, em það vinsamleg tilmæli lögreglunnar til foreldra og annarra forráða manna bama og unglinga að vara þau við hættimni sem af þessu kunna að stafa, en mesti hættudagurinn er einmitt á þriðjudaginn kemur — gaml- árskvöld. Samtal v/ð skipstjórann á Hugrúnu: BRÁST I VONZKUVEDRI DÆLA Allt gengur nú vel og botninn er að mestu þurr. Vindur er að suð- vestan 1 til 2 vindstig Blaðið i dag i Bls. 3 Myndsjá: West Side / Story — 6 Um bækur. — 7 Adenauer rifjar upp minningar um fræga stjómmálamenn. — 8 íbúðir í jólagjöf. — 9 Gerist Island aðili að GATT? og Goðafoss siglir með okkur inn til Norðfjarð- ar, sagði Sigurður Sigur jónsson, skipstjóri á Hugrúnu frá Hafnar- firði, þegar Vísir átti stutt samtal við hann kl. 5,45 í gærdag. Hug- rún var þá stödd 70-80 mílur frá Kambanesi og bjóst Sigurður við að skipin kæmu til Vopna- fjarðar milli 10 og 11 í morgun. „Það var um átta leytið á fimmtudagsmorgun, sem lekans varð vart. Lekinn er fyrir neðan sjólínu, nánar til tekið í botr.i á lest og þvi ógerlegt að kom- ast að honum. Um þetta leyti var fremur slæmt veður mikill sjór og um 11 vindstig, og skip ið ,,sló af sér“. Brátt var kom- inn mikill sjór i Iestina og við byrjuðum að dæla. Þrjár dælur eru í bátnum, en önnur auka- dælan tók ekki við sér fyrr en ^ um 6,30 í gær", sagði Sigurður. ! Sigurður skipstjóri sagði.enn ! fremur að dælurnar þrjár dældu um einu og hálfu til tveimur tonnum á klukkustund, þegar þær væru notaðar allar þrjár- „En þar sem veður var ekki sem bezt og ein dælan fór ekki í gang, þorðum við ekki annað en biðja um aðstoð“, bætti hann við. Þegar við spurðum hann, hvernig héfði staðið á því að staðarákvörðunin hefði verið röhg, svaraði hann: Þegar ég tók staðarákvörðun, vorum við staddir um 150 míl- ur frá Dyrhólaey, en slðan urð- um við „stopp“ og skipið rak mikið til baka, vegna sterks mótvinds og í því felst skekkj- an. — Einnig má geta þess að miðunarstöðin okkar dregur Holtavörðuheiði varð ófær bif reiðum á aðfangadagskvöld og var Iokuð báða jóladagana, en í gærmorgun var ráðizt í að ryðja hana, þannig að nú á að ekki nema 40 — 50 mflur. — En nú er allt i bezta lagi. Goðafoss er hér rétt hjá okkur og veður (mjög gott. Búast má við að skipin komi inn til Norðfjarðar milli 10 og 11 í fyrramáli og fer þá Hugrún í slipp“, sagði Sigurður að lokum. vera fært jeppum og ölium stórum bilum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Gífurleg hálka var viða á Framh. á bls. 5 HoStavörBuheiði rudd í gær

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.