Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 16
VÍSIR Vélbátur strandar og eyðileggst Ovissa u ib verkfall F.Í.H. Jón Magnússon framkvæmda stjóri Sambands veitinga- og gisthúsaeigenda skýrði Vísi svo frá í gær, að hann teldi verkfall FÍH boðað með of stuttum fyrir vara. Hefði bréf um verkfalls- boðunina ekki borizt fyrr en í gær en verkfall þyrfti að boða með viku fyrirvara. srvavar Gests formaður FÍH tjáði hins vegar blaðinu í gær kveldi, að bréf um verkfallsboð unina hefði verið póstlagt I á- byrgð 21. desember og teldi hann því, að verkfallið hefði verið boðað með löglegum fyrir vara. Yrði málið athugað nánar á morgun. Þessa mynd tók ljósmyndari Vís- is, Daníel Sigmundsson, rétt fyrir jól af bátnum Borgþóri frá Isa- firði, þar sem hann lá strandaður I Kálfadal. Vélbáturinn Borgþór hét áður Hellisey. Var hann smíðaður í Reykjavík 1929 og var 25 brúttó- tonn. Báturinn strandaði í Kálfadal að kvöldi 15. desember. Hann var að koma Ur fiskiróðri í ágætu veðri og albjörtu. Unglingspiltur, sem stýrði, var þreyttur af vökum og sofnaði undir stýrinu, svo báturinn strandaði. Ekkert slys varð á mönn um og komust þeir heilu og höldnu í land í gúmbát.num. Talið er vonlaust að bjarga bátn- um, en úr honum hefur öllu laus- legu verið bjargað og nokkru af fiskinum. ICnupn hey Þrír bændur af Ströndum hafa dvalizt undanfarna tvo mánuði í Eyjafirði við kaup á heyi. Festu þeir kaup á 1100 hestburðum aðal- Iega í Svarfaðardal, sem mestallt er komið um borð í skip. Afgang- urinn er geymdur á Dalvík. Byijað að byggja raansóknamiðstöð í raunvísindum næsta vor Ákveðið hefur verið að hefja byggingu rannsóknastöðvar fyr ir Raunvísindastofnun Háskóla Islands. Byggt verður í þremur áföngum, í fyrsta áfanga yfir rannsóknir í stærðfræði, eðlis- fræði, efnafræði og jarðeðlis- fræði. Gjöf Bandaríkjastjórnar, fimm milljónir króna, mun á- straum af framkvæmdum, sem eiga að hefjast í vor. Raunar verður að afla viðbótarfjár, þar sem gjöfin ein dugir ekki til. Prófessor Þorbjörn Sigur- geirsson, sem er formaður byggingarnefndarinnar, tjáði Vísi að fyrir hendi, væru sex milljónir króna til framkvæmd- stofnunin á að standa við Dun- haga, sunnan Háskólabfós. — Fyrsti áfangi byggingarinnar verður tvær hæðir og kjallari, gólfflötur 544,3 ferm. Gert er ráð fyrir í áætlunum að þar muni starfa 20 sérfræðingar í stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði og jarðeðlisfræði, þar af 9 fastráðnir en 11 lausráðnir eða með styrki til vísindalegra rannsókna f stofnuninni. Auk þess er gert ráð fyrir 15 að- stoðarmönnum. Allmargir þeirra sem verða fastráðnir starfa nú við Háskóla Islands. 1 Eðlisfræði stofnun Háskóla Islands, sem er vísir að Raunvísindastofnuninni, Framh. á bls. 5 Kona fótbrotnar í gær um hádegisbilið slasaðist kvenmaður við að detta á hús- tröppum f Drápuhlíð. Um leið og hlánaði í gærmorg- un, gerði fljúgandi hálku á götum og gangstéttum, þar við bættist rok svo fólk átti víða fullt f fangi með að komast leiðar sinnar. Eina al- varlega slysið sem vitað er þó að hafi orðið af völdum hálkunnar var á framangreindum húströppum um hádegisbilið f gær. Konan, sem datt, Lára Lúðvíksdóttir, fót- brotnaði við fallið og var hún flutt í sjúkrahús. --- J ... ..J — '•** **“***** ’ *~‘**“ samt vaxtatekjum af henni anna, gjöf Bandaríkjastjómar og verða notuð til að standast vaxtatekjur af henni. Rannsókna Verkamaður og sjó maður hlutu íbúðir Á Þorláksmessu var dregið í símahappdrættinu, 10 þúsund kr simahappdrætti Styrktarfélags lam aðra og fatlaðra og komu hæstu númer: vinningarnir, 225 þúsund krónur 51500, hvor, á símanúmer 17147 og 23111. Verkamaður hjá Eimskipafélagi íslands hefir annan simann og sjó maður hinn. Formaður styrktarfél- ^ agsins, Svavar Pálsson, hringdi í þessa sima þegar í stað og flutti þessi óvæntu gleðitíðindi. A. m. k. annar þessara manna sótti vinning inn fyrir jólin. Albert Þorgeirsson hefir síma 17147 og Ámi Jóhannes son sima 23111. Þá vora og 10 aukavinningar i Afmælis minnzt Á Siglufirði var nýlega haldið hátíðlegt 80 ára afmæli barna- fræðslunnar í kaupstaðnum og jafn framt 50 ára afmæli elzta hluta skólahússins. Um leið var síðasta viðbót barna skólahússins, sem verið hefur í smíðum nokkur undanfarin ár, vfgð. Er þessi síðasti áfangi skólahúss- ins hin vandaðasta bygging í hví- vetna. hver. Þeir féllu á eftirtalin sfma 21437, 37270, 17175, 18352, 37789, 12283, 34406, 15860 og 40426. Sjá grein á blaðsíðu 8. Skaðbrenndist við að bjarga sér út úr logandi berbergi FYRIR HÁDEGI í gærdag skaðbrenndist maður, auk þess sem hann skarst illa, þegar hann var að brjótast í gegnum eld í íbúð sinni. Þessi atburður skeði á Fálka- götu 27, en þar kom eldur upp f lítilli forstofu framan við í- búðarherbergi, sem einhleypur maður, Ásgeir Magnússon, bjó í. Fólk, sem bjó annars staðar f húsinu, varð fyrst eldsins vart, en þá vantaði klukkuna nokkr- ar mínútur í 11 f. hád. Vissi það, að Ásgeir var inni í her- bergi sínu, inn af forstofunni, og kallaði til hans að forstofan væri tekin að loga. í stað þess að velja auðveldustu leiðina, sem var að brjóta rúðu í her- bergisglugga sínum og fara þar út, brauzt Ásgeir í gegnum log- andi forstofuna og brenndist við það illa í andliti, á höndum og víðar, auk þess sem hann skarst á fótum. Var fluttur í sjúkra- Framh. á bls. 5 Hcmuleg mistök í samhandi við biörgun úr LAK0NIA Sklpherrann bugaðist, er hann svaraði fyrirspurnum um brunann Mateos Zarbis, skipstjóri á gríska farþegaskipinu Lakonia, kom til Madrid í gær. Þyrptust fréttamenn þ gar að honum og rigndi yf ir hann spumingunum. Að Iokum hneig hann niður á stól, huldi andlitið í höndum sér og bað þá að hætta að spyrja, en hann hafði áður svar að nokkrum fyrirspurnum um þenn an hörmulega atburð, en af völdum eldsins urðu farþegar og áhöfn að yfirgefa skipið, og varð manntjón minna en óttazt var, enda var veð- ur gott Skipstjórinn var á heimleið til Aþenu frá Tenerife á Kanaríeyjum. Er hann svaraði fyrirspurnum blaða manna voru dráttarbátarnir Herk- ules (norskur) og Polzee (hollenzk- ur) að draga flak Lakoniu til hafn- ar, og ekki vitað hvort farið yrði með það til Casablanca, Gibraltar eða Lissabon. Fyrstu fyrirspurnunum svaraði Zarbis greiðlega og rólega. Hann Framh á bls. 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.