Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Laugardagur 28. desember 1963.
Jæja, þisð munnr
ekki um þuð,
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
í lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Fjölgun bílanna
]\feðal hinna mörgu nýmæla sem ríkisstjórnin hefir
beitt sér fyrir er setning nýju vegalaganna. Þörf ný-
mæla í vegamálum verður ljósust þegar litið er á það
hve mjög bílum mun fjölga í landinu á næstunni. Á
næsta ári er gert ráð fyrir því að 29 þúsund bílar
verði akandi á vegum landsins. En árið 1970 er áætl-
að að þeim hafi fjölgað upp í 44 þúsund. Þessi tala
um hina gífurlegu aukningu bifreiða í landinu sýnir
hver nauðsyn það er að breikka og stækka þá vegi
sem fyrir eru og steinleggja allar helztu akbrautir í
nágrennni bæjanna. Nágrannaþjóðirnar eiga nú í mikl-
um erfiðleikum með umferðarmál sín. Hið gamla
vegakerfi þolir ekki hina gífurlegu fjölgun bifreiðanna
sem orðið hefir á örfáum árum. Sem betur fer er ekki
um slíkt öngþveiti að ræða hér á landi, enda fámenn
þjóð sem byggir stórt land. En engu að síður er nauð-
synlegt að búa í haginn fyrir framtíðina og skipuleggja
vegakerfið með þarfir næstu áratuga í huga.
Á næsta ári er ætlunin að veita 245 millj. króna
til vegamálanna. Það er mikið fé en flestir munu sam-
mála um að það er nauðsynleg fjárveiting. Þess vegna
hækkar benzínið nú um áramótin. Þá hækkun verður
að skoða í Ijósi þeirra miklu vegabóta sem fyrirhug-
aðar eru.
Félagsheimili stúdenta
| fyrsta sinn hefir nú verið veitt fé á fjárlögum til
hins fyrirhugaða félagsheimilis háskólastúdenta. Eru
| til þess veittar hálf milljón krónur. Það er góð byrjun-
| arfjárveiting en ekki síður er það mikils vert að hún
1 undirstrikar skilning yfirvalda á þessu nauðsynjamáli.
Það hefir lengi verið stúdentum hagsmunamál að af
I grunni risi félagsheimili þéirra. Stúdentagarðarnir
gegndu að nokkru hlutverki slíks heimilis framan af,
I en eftir að stúdentum fjölgaði eru þeir ófullnægjandi
sem slíkir. Stúdenta skortir mjög athvarf bæði til
félagsstarfa frístundavistar og samkomuhalds og í ráði
■ er að hið nýja heimili bæti úr öllum þessum þörfum.
i Þar verða herbergi fyrir hin ýmsu félög háskólastúd-
enta, sem nú eiga sér engan samastað og þaV fær
stúdentaráð góða starfsaðstöðu. Fullráðið er nú að hið
, nýja félagsheimili verður reist áfast við Gamla Garð,
! og hafa yfirvöld Háskólans samþykkt það fyrir sitt
! leyti.
En félagsheimilið rís ekki af grunni nema til komi
I mikið átak stúdenta og háskólamenntaðra manna. Slik
bygging kostar milljónir og söfnun fjárins þarf að hefj-
ast sem allra fyrst. í háskóla sækja ungir menn ekki
nnungis menntun undir lífsstarf í þágu þjóðarinnar,
hefdur eiga þeir að sækja þangað einnig þann þroska
I sem blómlegt félagsstarf fóstrar. Því er nauðsyn að
! félagsmiðstöð þeirra fái risið sem fyrst af grunni.
PL
.. ....
:;1:
: >; :
henni vnr tilkynnf
usn, nð hún hefði
hlofíð íhúð í
símahnpiMfiræffinu
Tveimur fjölskyldum
í Reykjavík barst óvænt
jólagjöf á Þorláksmessu
kvöld. Dregið var í síma
happdrætti Styrktar-
félags lamaðra og fatl-
aðra um tvær fokheld-
ar 3ja herbergja íbúðir.
Vinningana hlutu tveir
starfsmenn Eimskips,
þeir Albert Þorgeirsson,
Jæja, það munar ekki um það, sagði Jóhanna, þegar henni var
tiikynnt um vinninginn.
i <h
.
FENGU ÍBÚÐIR
í JÓLAGJÖF
i
1. vólstjóri á Selfossi og
Árni Jóhannsson, starfs-
maður í Skúlaskála. í
gær brugðum við okkur
í stutta heimsókntilþess
ara tveggja fjölskyldna,
sem fengu þessar ó-
væntu jólagjafir.
Á Háteigsvegi 24 býr Albert
Þorgeirsson véistjóri. Albert er
1. meistari á Selfossi, sem um
þessar mundir er staddur í Hol-
landi, en við hittum að máli
frú Jóhönnu Jóhannesdóttur.
„Það eina, sem ég gat stam-
að I sfmann, þegar þeir lirlngdu
um 10 leytið var: Jæja, það
munar ekki um það. Og sömu
setninguna varð húsbóndanum á
að segja, þegar ég hringdi til
hans til Hollands“.
SPILAÐ í HAPPDRÆTTUM
í 30 ÁR
Jóhanna sagði, að þau hjón-
in hefðu spilað í happdrættum
í 30 ár og þetta væri í fyrsta
skipti, sem heppnin væri með
þeim. „En loksins þegar vinn-
ingurinn kom, þá voru það held
ur ekki neinir smámunir“, bætti
frú Jóhanna við.
„Og hvað ætlið þið að gera
við íbúðina?"
„Dóttir mín ætlar að gifta sig
bráðum og ætli hún fái hana
ekki. Það stóð heldur ekki á
henni að skipuleggja allt sama
kvöldið. En nú held ég að allir
fjölskyldumeðlimirnir, séu bún-
ir að jafna sig á þessu“.
„Spilarðu oft í happdrætt-
um?“
„Já, því get ég ekki neitað,
ég á ákaflega erfitt með að
standast þá freistingu. Ég hef
* ............................
Árni Jóhannsson og Ingibjörg Álfsdóttir, ætla annaðhvort
byggja eða kaupa íbúð. Ljósm. Vísis B.G.
t. d. alltaf keypt miða í síma-
happdrættinu og I þetta skipti
keypti ég miðann fljótlega eftir I
að happdrættið byrjaði, en síma ;
númerið okkar er 17147.
PENINGARNIR KOMNIR
í BANKA
Hinn vinningurinn í símahápp-
drættinu kom upp á miða núm-
er 23111. Eigandi símanúmers-
ins er Árni Jóhannsson, starfs-
maður hjá Eimskip f Skúla-
skála. Við litum við hjá Árna
í gærdag, en hann býr á Lindar-
götu 43 A. Þetta er f annað
skipti, sem þau hjónin Ámi og
Ingibjörg Álfsdóttir vinna f
happdrætti. í fyrra fengu þau
10 þús. krónur í Happdrætti Há-
skóians, en nú fengu þau fok-
helda 3ja herbergja íbúð, að
verðmæti 225 þús. kr.
„Þetta var sannarlega óvænt
og góð jólagjöf", sagði Ingi-
björg. „Sonur okkar var heima
á Þorláksmessukvöld, þegar
hringt var og tilkynnt að vinn-
ingurinn hefði komið upp á
slmanúmerið 23111. Hann vissi
ekki um, hvort við hefðum
keypt miðann, svo það er erf-
itt að lýsa þvl hvernig honum
leið þangað til við hjónin kom-
um heim klukkustund síðar. —
Fyrst þegar hann sagði okkur
þetta trúði ég þvi ekki, og ég
var ekki viss fyrr en við hringd-
um daginn eftir."
Árni var einnig mjög ánægð-
ur með þennan óvæpta jóla-
glaðning. „Við höfum oftast
keypt miða í þessu happdrætti",
sagði hann og bætti síðan við:
„ekki kannski til að vinna, held-
ur hitt, að styrkja þetta félag"
Hann sagði að lokum, að hann
hefði nú fengið peningana út-
borgaða og sett þá I þanka, því
nú ætluðu þau annaðhvort að
byggja eða kaupa íbúð.