Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 2

Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 2
~) V í S IR . Laugardagur 28. desember 1963. Nú spilar blindur spaðaþrist og suður kastar laufi. Vestur á slaginn en nú er sama hverju hann spilar, suður vinnur alltaf spilið. Ef vestur spilar tígli þá trompar blindur og suður kastar öðru laufi. Ef vestur spilar spaða, þá fær blindur slag á drottninguna. „Ef ég hefði svínað spaðanum", sagði suður við eina af hjúrunar- konunum, „þá hefði austur áreiðan- lega átt kónginn og tvö smálauf .,. . og ég hefði lent hérna hvort eð var“. FarþegumSVRíækiwm j! Brídgeþáttur vtsisj 700 þúsund áríi 1963 Ritsti Stefán Guðjohnsen Fjölgun einkabifreiðu meginöstæðn Hækkun fargjalda hjá Stræt- isvögnum Reykjavíkur tekur gildi í dag. Nemur hækkunin að meðaltali 30.2%. Fargjöld fullorðinna verða fjórar krónur, 34 afsláttarmiðar munu kosta 100 krónur og 7 afsláttarmiðar 25 krónur. Fargjöld barna inn- an 12 ára aldurs verða 1.75 og 20 afsláttarmiðar kosta 25 krón ur. Þessi fargjaldahækkun á ræt ur sínar að rekja til Iaunahækk- ana, sem orðið hafa á árinu, vegna Kjaradóms. Þá skiptir það einnig máii að þróunin er I þá átt að farþegum strætis- vagna fækki hlutfallslega vegna fjölgunar einkabifreiða og af fleiri ástæðum. Útgjaldaaukning Strætisvagna Reykjavíkur verður á þessu ári um 11.4 milljónir króna. Þar af stafa hækkanir um 8 millj- ónir eingöngu frá launahækkun- um. Þá er gert ráð fyrir að far- þegum Strætisvagnanna fækki um ca. 700 þúsund á þessu ári. Farþegar voru 18 milijónir árið 1962, en verða um 17.3 millj- ónir á þessu ári. Ástæðurnar til þessarar fækkunar eru fyrst og fremst vaxandi fjöldi einka- bíla og sú staðreynd að fólk ger ir meira að því að snæða hádeg- ismat á vinnustað eða í nágrenni hans en áður var. Þá kann það að skipta einhverju, sem ann- ars er stórt atriði varðandi far- þegafækkun hjá hliðstæðum fyr- irtækjum erlendis, að sjónvarps- eigendum fjölgar, og fólk fer því sjaldnar að heiman á kvöld- in, segir Eiríkur Ásgeirsson, for- stjóri Strætisvagna Reykjavík- Strætisvagnar Reykjavíkur eiga 51 strætisvagn, sjö nýir bætast við töluna á næstunni en fjórir verða seldir og verður þá enginn strætisvagn af eldri gerðinni í notkun. Þrír vagn- stjórar eru um hvern bfl. Gert er ráð fyrir sama starfsmanna- fjölda á árinu 1964 og var í ár. Á móti sumum makkerum er það beinlínis hættulegt að reyna að vinna einum slag meira, þegar það setur spilið í hættu. ♦ ÁD73 V G853 4G5 4» G 6 2 *G VÁKD654 ♦ ÁK6 4» K74 Með spilin hér að ofan opnaði suður á einu hjarta, vestur sagði einn spaða, norður tvö hjörtu, austur pass og suður sagði nátt- úrlega fjögur hjörtu. Suður sem var nýkominn af spít alanum eftir að hafa tekið ónauð- synlega svíningu, tók spaðaútspilið með ásnum, en þessi rétta spila- mennska hlaut 01 örlög vegna þess að austur trompaði og spilaði síðan tígli. Hinn óhamingjusami suður gat nú séð, að ef til vill myndi hann gefa þrjá slagi á lauf ef hann þyrfti að spila því sjálfur og þvf lét hann lágt í tígli inn og vaknaði síðan aftur á spítalanum, eftir að hafa gefið tígulslag og tvo laufa- slagi í viðbót við þann fyrsta. Nema að tíglarnir, sem úti eru séu 8 — 0, er auðvelt að fá tíu slagi einfaldlega með því að drepa á tígul ásinn í öðrum slag. Síðan eru trompin tekin, tígulkóngur einnig i Reykjavíkurmeistarar ;i i í körfuknattleik \ Þetta eru Reykjavíkurmeistar þeim í þessari íþróttagrein. > ar ÍR I körfuknattleik 1963. ÍR Myndin er nokkuð síðbúin ! i varni aila sina keppinauta með vegna verkfalla og jólaanna við f > yfirburðum og glæsileik og blaðið, en birtist nú loks. i' stendur ekkert félag nálægt S \ Keeler-kvikmyndins NÚLL í EENKUNN Félagsheimili reist fyrir háskólastúdenta í fjárlögum fyrir 1964, sem samþykkt voru á Aiþingi fyrir skömmu, er kr. 500.000.00 veitt til félagsheimilis stúdenta. Hér er um nýjan lið að ræða í fjár- lögum, og þar sem vitað er, að stúdentum hefur verið mikið á- hugamál að reist yrði félags- heimili fyrir starfsemi þeirra, hefur blaðið haft tal af Ellert B. Schram, formanni Stúdenta- ráðs og innt hann eftir nánari fréttum. ist £ fyrsta skipti oþinber viður- kenning yfirvalda á þessu nauð- synjamáli, og einmitt á þá við- urkenningu eða staðfestingu leggur Stúdentaráð höfuðá- herzlu. Og hvenær má gera ráð fyrir að framkvæmdir hefjist, spyrj- um við Ellert? Um það er að sjálfsögðu erfitt að segja. Næsta skrefið er að ganga endanlega frá teikningu og lóðinni og gera nauðsynlegar ráðstafanir áður en til sjálfra byggingaframkvæmdanna kem- ur. I því starfi mun Stúdentaráð hafa nána samvinnu við háskóla yfirvöld og þá rektor, sem hef- ur ríkan skilning á þessu nauð- synjamáli. Ef allt gengur samkvæmt áætl un, er engin goðgá, að gera sér vonir um, að fyrsta ckóflustung- an verði stungin f vor. Kvikmyndagagnrýnandi danska blaðsins BT fer háðulegum orð- um um kvikmyndina um Christ ine Keeler, sem enskt kvik- myndafélag hefur látið gera í Danmörku og frumsýnd var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu. Gagnrýnandinn segir í stuttri klausu: Nú höfum við orðið vitni að alheimsfrumsýningu i Kaupmannahöfn. Þvl Ifkur heið ur. Maður beygir höfuð sitt svo djúpt að fýlan úr rennusteinin- um læsir sig um nasirnar. Kvik myndin um Christine Keeler hef ur fáránlega sérstöðu og sú er eina ástæðan til að hennar er minnzt í þessum dálkum. Jafn vel sá sem gerir sér flest að góðu verður fyrir ótímabærum fjárútlátum við að sjá þessa mynd. Vegna þeirra sem kynnu að hafa sérstakan áhuga skal það tekið fram að kynferðisleg umgengni við lík og dýr á sér ekki stað. Hún nær til rússa og negra. Kvikmyndin er leiðinleg eins og rúlla af salernispappír, ekki pornografiskari en óhreinindi nöglum, en jafn ósmekkleg“. Síðan bætfr gagnrýnandinn við nokkrum orðum til viðbótar en lætur þess jafnframt getið að nú sé hann búinn að eyða fleiri orðum í þessa mynd en góðu hófi gegni. Kvikmyndin fékk einkunnina núll hjá þessum gagnrýnanda. „Já, það hefur lengi verið á- hugamál okkar, að reist yrði félagsheimili undir félagslíf og starfsemi stúdenta, segir Ellert, reyndar verið stærsta áhugamál ið. Okkar áætlanir eru, að byggt verði við Gamla Garð, á þann hátt, að það húsnæði kæmi að notum, sem félagsheimili og jafn framt í rekstri hótelsins á sumr in. Á síðast liðnu ári hefur verið unnið að þessu, Háskólayfirvöld hafa ljáð samþykki sitt og stutt málið, og nú hefur einnig hlotizt stuðningur ríkisvaldsins. Við telj um að á þessu stigi málsins skipti upphæðin sjálf ekki öllu máli, þótt að sjálfsögðu sé mik- ilsvert að fá hálfa milljón króna til ráðstöfunar. Álit okkar er, að með fjárveitingu þessari fá- Skammlíf jólagleði Tugþúsundir manna streymdu enn í gær frá Vestur-Berlín til Austur-Berlínar, engu færri en á sjálfan jóladaginn, en þá fóru þangað 73,000 manns, til þess að heimsækja ættingja og 'vini, og var það brosandi jólaglatt fólk, en í gær sáust hvergi bros andi andlit — það var eins og jólagleðin væri horfin, þrátt fyr ir það, að menn voru á leið til ættingja og annars venzlafólks, Það, sem olli þessari snöggu breytingu var sorg manna yfir örlögum 18 ára pilts, sem,reyndi að flýja yfir múrinn til Vestur- Berlínar ásamt félaga sínum, en þeir urðu fyrir skotum austur- þýzkra varða, og særðust báðir, ( annar, Schultz að nafni, Iffs- hættulega. Báðir voru fluttir f sjúkrahús og lézt Schultz þar eftir að læknar höfðu barizt við að bjarga lífi hans f fullar 3 klukkustundir. sscsa3afaEf.tra,aii««dis«uái;i»;»

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.