Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 28.12.1963, Blaðsíða 6
6 Ei sr >3^ Tvær Margrét Thorlaclus: Skyggna konan II. Út er komin bók með þessu nafni. Tekin er hún saman af Eiríki Sigurðssyni, skólastjcra á Akureyri, og er þar sagt frá dulsýnum Margrétar, sálförum og lækningum fyrir hennar tii- stilli. Eins og kunnugt er, telur hún sig hafa samband við ósýni- legan lækni. Friðrik að nafni, og er það vitnisburður og trú margra manna að „Friðrik huldulæknir", eins og hann hef- ur verið kallaður, hafi staðið á bak við mörg lækningafyrir- brigði, sem átt hafa sér stað á vegum Margrétar, ef svo mætti segja. — Margir eiga þvi Margréti þakkarskuld að gjalda, því að hún hefur verið hinn nauðsynlegi milliliður. Sá, sem þessar imur ritar, þekkir Margréti vel og hefur miklar mætur á henni sem andlega þroskaðri konu, einlægri og fals lausri, og hefur átt með henni margar góðar stundir á landa- mærum heimanna tveggja. í bók þessari eru birtar frá- sagnir Árna Óla af enska hug- lækninum Harry Edwards. Er hann mjög þekktur þar I landi og víðar um heim, enda hefur hann urmið mörg svokölluð „kraftaverk“. — En hann er mjög hógvær maður, og yfirleitt mun það vera háttur enskra hug lækna að lofa þvf aldrei fyrir fram að „lækna" sjúklinga, því að vitanlega eru þeir ekki al- máttugir fremur en aðrir Iækn ar. En þeir telja sig oftast geta hjálpað sjúkum mönnum, það er að segja friðað huga þeirra, létt sjúkdómsbyrðina með því að gefa þeim von um bata, auka þeim bjartsýni og sætt þá yfir leitt við hlutskipti þeirra . En margir vita nú á dögum, hve náið samband er milli sálar nýjar bækur og líkama, og hve örlagaríkt það er fyrir líkamsheilsu manna, að sálarlegt og andlegt viðhorf þeirra sé jákvætt og heilbrigt. — Þetta munu nú allir Iæknar viðurkenna. Ætti þvl samvinna góð að vera milli venjulegra lækna og huglæknanna, svo framarlega sem báðar þessar tegundir lækna vilja sjúkum mönnum allt hið bezta, bæði I Iíkamlegum og andlegum skiln- ingi. - Langt er síðan ég tók eftir þvi, að Margrét er mjög hógvær og varkár, þegar leitað er til hennar læknishjálpar, og líkist hún um það hinum ensku hug- læknum. Og vlst er um það, að mörgum hefur hún hjálpað, og margir hafa einnig hlotið fulla lækningu fyrir hennar tilstilli, eins og nokkur rök eru færð að I bók þeirri, sem hér um ræð- ir. Það er þarft verk að taka .saman og gefa út þessa bók, því að allt, sem miðar að því að glæða jákvætt og b'jart lífs- viðhorf og létta mönnum lífið, er gott og þakkarvert. Nóg er af niðurrifsöflunum samt. Framan við bókina er falleg mynd af sviphreinni og göfugri stúlku, Margréti 17 ára, og er hún út af fyrir sig góð auglýs- ing bókarinnar. Og allt hið bezta í þessari mynd hefur Margrét varðveitt I sál sinni allt til þessa dags. Ekki veit ég margar bækur betur fallnar til jólagjafa en þessa bók. Grétar Fells. Árni Ólafsson frá Blönduósi. Draumadísin. Útgefandi Sögusafn heimii- anna Reykjavík. Út er komin ný bók eftir Áma Ólafsson frá Blönduósi og heitir hún Draumadísin, og er þetta fimmta bók höfundarins. Hinar fyrri eru Æskuminningar smaladrengs, Glófaxi, Fósturson urinn og Húsfreyjan á Fossá, er kom út I fyrra. Sú bók, sem nú kemur fyrir almenningssjónir er rómantlsk ástarsaga um unga fegurðardís I Reykjavík, sem um flesta hluti er fyrirmynd annarra kvenna og hinn mesti kvenkostur. Hún verður stúdent, ástin og vorið hertaka hana, lífið blasir við henni I allri sinni dýrð, en þá eru það meinleg örlög og syndir feðranna, sem koma I veg fyrir að hún og unnusti hennar fái að njótast. Draumadísin yfirbugast við hið stóra áfall, en með aðstoð lífsreynds og kærleiksríks sjúkrahúslæknis réttir hún við á ný, öðlast trú á lifið, fer til útlanda, lærir hjúkrun og ætlar að helga sig líknarstörfum. Fyr- ir tilstuðlan iæknisins, vinar hennar, kemur hún sáríit áftúr til Islands og gerist hjúkrunar- kona úti á iandi. Þar vaknar ást- in I brjósti hennar á ný og fyrir tilstuðlan örlaganna, hittir hún gamlan vonbiðil sinn, sem nú er orðinn sýslumaður, og þau giftast. Lestur þessara bókar er eins og sólbað I skammdeginu, það andar frá henni vorilmi og geisl ar frá henni birtu og kærleika. Sagan er spennandi og atburða- rásin hröð, en jafnframt er sag an göfgandi. Bókin er vönduð að öilum ytri frágangi, svo sem fyrri bækur Árna, stíllinn létt- ur og skemmtilegur og trúin á lífið og kærleikann sá boðskap- ur, er hún hefur að flytja, og vissuiega er það þarfur boðskap ur á þeim tlmum, er vér nú lif- um á. Sigrún Guðmundsdóttir. V í SIR . Laugardagur 28. desember 1963. WfiTHTw iiii ■iiii imi—i■■Miiirim wy i ii — Til þess að fá orð fyrir ágæti verður framleiðsla að hafa það til að bera, sem stenzt tímans tönn. Sllk er saga Parker „51“ penna. Þegar menn keyptu hann og notuðu og fundu hvers virði hann var, þá óx orðstfr hans vegna fegurðar og ágætra fram- leiðslugæða. Og uppgangsárin færðu honum fjölda aðdáenda, þar sem hver kynsióð kynntist hinum frábæru gæðum hans. I dag, eins og alltaf, er Parker „51“ penninn, sá, sem maður er stoltur af að eiga — frábær gjöf, sem gleymist seint. FÆST NÚ I BÓKABÚÐUM. Nýtt Parker SúPER QUINK blekið, sem er bezt fyrir alla penna. Framleiðsla THE PARKER PEN COMPANY 0-5221 Almmaavsmfr í undirbúningi Samkvæmt lögum nr. 94 1962 skal hefja ráðstafanir til almanna- varna, þar sem rfkisstjórnin ákveð ur, I samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sýsjunefnd. Hefur nú verið ákveðið, eftir að borgarstjóm Reykjavikur hefur samþykkt, að hún tejji rétt, að hafinn verði' undirbúningur að al- mannavömum I Reykjavík, að þar skuli hafnar ráðstafanir til almanna varna. Verði þápr ráðstafanir fyrst um sinn fólgnar I eftirfarandi fram kvæmdum: 1. Gengið frá viðvörunarkerfi. 2. Uafin könnun á húsum, einkum kjallarahúsnæði, er talizt gæti nothæft sem skýli gegn geisla- virku úrfelli. 3. Leiðbeiningar til almennings. 8 0 UtkbHrauai um jólin — voru 28 / fyrra Á einum stað á landinu eru menn því glaðari sem færra er í helmili um jólin, glaðari vegna þeirra, sem horfnir eru á braut. Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að ekki dvöldust nema 8 fangar að Litla-Hrauni um þessi jói, og hafa vfct sjaldan verið jafnfðir. T. d, voru þar 28 fangar um jólin I fyrra, og mátti þá teljast fullskipað. Ástæðan til þessarar miklu fækkunar er hin almenna sakar uppgjöf brotamanna s.l. sumar, I sambandi við vígslu Skálholts- kirkju. Vísir átti I morgun tal við Magnús Pétursson, aðstoðar fangavörð á Litla Hrauni. Hann kvað engan, sem var á Litla Hrauni er náðað var. hafa komið þangað aftur enn ?em komið væri, þótt tinhverjir muni hafa brotið af sér að nýju. Magnús sagði að kyrrt og friðsælt hefði verið á Litla Hrauni um jólin, ekki ósvipað og á sveitaheimili. Sóknarpresturinn á Eyrarbakka, séra Magnús Guðjónsson, hafði jólaguðsþjónustu með föngunum og'fangavörðum-á aðfangadags kvöld og sungu heimamenn sjálf ir jólasálma. Föngunum bárust jólagjafir frá féiaginu Vernd í Reykjavík, svo og frá söfnuðum Aðvintista og Hvítasunnumanna sem hafa komið undanfarin ár I heimsókn öðru hverju og hald ið guðsþjónustur með föngunum að Litla Hrauni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.